Morgunblaðið - 28.08.2020, Side 13

Morgunblaðið - 28.08.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsfor- seti lýsti því yfir í gær að hann væri reiðubúinn að styðja stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi með hervaldi ef þörf krefði. Þá hefðu rússnesk stjórnvöld sett saman hóp lögreglu- manna sem gætu farið til Hvíta- Rússlands og aðstoðað við löggæslu ef óstöðugleikinn, sem einkennt hef- ur landið frá forsetakosningunum 9. ágúst, færist í aukana. „Þessu verður ekki beitt nema ástandið fari úr böndunum,“ sagði Pútín og nefndi sem dæmi ef öfgaöfl færu að kveikja í bílum, húsnæði og bönkum eða taka yfir opinberar byggingar. Á sama tíma hvatti Pútín stjórn og stjórnarandstöðu í Hvíta-Rúss- landi til þess að leita friðsamra lausna á ástandinu og viðurkenndi að vandamál hrjáðu landið. Sagði Pútín að ef svo væri ekki myndi fólk ekki fara út á göturnar til að mótmæla. Yfirlýsing Pútíns kom eftir að sendiherrar Evrópusambandsríkj- anna í Minsk höfðu fordæmt hand- tökur stjórnvalda á nokkrum af leið- togum stjórnarandstöðunnar, en þeim var gefið að sök að hafa ætlað sér að ræna völdum þegar þeir mynduðu sérstakt „samhæfingar- ráð“ með sér í kjölfar forsetakosn- inganna. „Sendiherrarnir lögðu áherslu á að saksókn aðila samhæf- ingarráðsins á þeim grunni sem stjórnvöld hafa sett fram er óásætt- anleg,“ sagði í sameiginlegri yfirlýs- ingu sendiherranna. Hvetur Rússa að halda sig frá Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, brást við orðum Pútíns með því að hvetja Rússa til þess að skipta sér ekki af ástandinu í Hvíta-Rúss- landi. Sagði Stoltenberg að ekkert ríki, ekki einu sinni Rússland, hefði rétt til að blanda sér í mál landsins. Stoltenberg sagði einnig að það yrði „óásættanlegt“ ef ríkisstjórn Al- exanders Lúkasjenkó, forseta Hvíta- Rússlands, myndi bæla mótmælin niður með ofbeldi. Lúkasjenkó hefur neitað öllum kröfum um að hann stígi til hliðar eða boði til annarra forsetakosninga. AFP Hvíta-Rússland Þessir mótmæl- endur tóku þátt í kröfugöngu í gær. Heitir Lúkasjenkó stuðningi sínum  Pútín segir rússneska herinn tilbúinn til að styðja stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi  ESB fordæmir handtökur Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, kallaði í gær eftir því að bæði Grikkir og Tyrkir létu af flota- æfingum sínum í austurhluta Mið- jarðarhafs, svo að viðræður milli ríkjanna um úthlutun nátt- úruauðlinda gætu fengið andrými. Tyrkir höfðu fyrr um daginn til- kynnt að þeir hygðust efna til sko- tæfinga á endimörkum landhelgi sinnar, en Grikkir hafa staðið fyrir æfingu í vikunni ásamt Frökkum, Kýpverjum og Ítölum. Tyrkir hafa verið mjög gagnrýnir á þátt Frakka í æfingunum, og sögðu Huluc Akar, varnarmálaráð- herra Tyrklands, í gær að Frakkar ættu að hætta „eineltisháttum“ sín- um gagnvart Tyrkjum. Þá ættu Grikkir að hætta að „fela sig á bak við Frakka eða ESB“. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins funduðu í gær í Berlín og ræddu þar stöðuna á Austur- Miðjarðarhafi. Hafa Grikkir ýtt eftir því að sambandið samþykki refsiað- gerðir á hendur Tyrkjum, en ekki haft erindi sem erfiði til þessa. Þá staðfestu Grikkir og Egyptar í gær umdeilt samkomulag um endimörk landhelgi sinnar, sem Tyrkir segja fara inn á sitt svæði. Flotaæfingunum linni  Tyrkir boða nýjar flotaæfingar  Grikkir og Egyptar staðfesta samkomulag  ESB ræðir viðskiptaþvinganir AFP Æfing Grísk herskip taka nú þátt í flotaæfingu á Austur-Miðjarðarhafi. Þau Latasha Myles og Howard Anderson standa hér í rústum íbúðar sinnar í Lake Charles í Louisiana-ríki eftir að fellibylurinn Laura fór þar um og feykti þakinu af húsinu þeirra. Að minnsta kosti fjórir Bandaríkjamenn létu lífið þegar Laura gekk á land í ríkinu, en vindhraði felli- bylsins er sagður vera einn sá mesti sem nokkurn tím- ann hefur sést á þessum slóðum frá því skráning hófst. AFP Laura olli umtalsverðum skaða VINNINGASKRÁ 17. útdráttur 27. ágúst 2020 9 9894 20336 30532 38727 46726 58734 68186 390 10297 20365 31784 38800 46815 59873 68224 695 10391 20507 31984 38840 46820 59904 68345 718 10678 20833 32057 38989 48286 60010 69334 802 10686 21181 32233 39014 48289 60182 70069 1060 10704 21805 32271 39124 48945 60497 70273 1692 10780 22203 32391 39413 49195 60582 70369 1717 10814 22675 32485 39424 49427 60672 70871 1825 11262 22848 32546 39570 49438 61395 71049 2306 11290 23014 32769 39763 49523 61544 71280 3108 11958 23732 32807 40215 49539 61630 71291 3264 13268 23808 32851 40236 50386 61723 71593 3821 13385 23859 33250 40237 50610 62227 71671 3900 13917 24010 33380 40418 50669 62346 72055 4182 13970 24096 33887 40758 51821 62602 72233 4244 13981 24177 34445 41088 51833 62654 72628 4425 14179 24357 34570 41318 51882 62825 72816 4612 14183 24435 34823 41345 52015 62993 72943 4755 14184 24913 35103 41633 52238 63364 73414 4917 14607 25007 36048 41651 52323 63665 73575 5268 15051 25185 36329 41824 52752 64421 73783 5361 15372 25500 36495 41843 53486 64463 74025 5377 15448 25745 36558 42106 53510 64947 74123 5673 15904 25783 36578 42158 53570 65087 74289 5913 16494 26182 36585 42165 54304 65178 74368 5960 16693 26260 36721 42487 54375 65369 75230 5978 16874 26459 36763 42594 54687 65726 75336 5979 17077 26929 37105 42641 54905 65778 75910 6089 17093 27727 37151 42871 55014 66116 76136 6317 17353 27923 37179 42944 55248 66325 76755 6376 18085 27989 37306 43147 55344 66410 76965 6410 18431 28193 37315 43258 55452 66479 77028 6943 18708 28733 37809 44301 55652 66675 77248 7238 18896 28846 37817 44567 56202 67103 77556 7283 18982 29134 37842 44683 56528 67665 77581 7538 19220 29250 38167 45442 56600 67784 77913 7619 19272 29397 38243 45681 56795 67916 78118 7869 19437 29563 38309 46274 57148 68014 78856 8770 19996 30039 38468 46319 58222 68020 79422 9599 20157 30414 38691 46392 58535 68132 79690 60 10971 20225 34451 43899 54223 61776 72866 1077 11270 21982 35085 44367 54486 63524 75509 5643 11734 22477 35613 45014 54487 64948 76373 6130 12959 23116 35788 45628 54637 65684 77062 6932 13052 28581 36439 46587 55458 66292 77513 7060 14140 29265 37560 47132 56038 67102 77600 8270 14322 29659 38935 48285 56187 67315 78675 8461 15477 30076 38984 49170 58386 68719 78695 8775 15524 30770 40310 50607 59018 69684 78959 9287 16538 30818 41204 51775 59793 69834 9442 18641 30967 42413 52098 60471 70146 9909 18749 32139 43212 52235 60477 71495 10258 19834 34162 43261 53025 61463 72726 Næstu útdrættir fara fram 3., 10., 17., 24. sept & 1. okt 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 3352 45968 64367 73126 77376 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2736 12847 19109 34825 46298 60128 3328 14312 26163 38080 46461 64221 5338 18178 27583 40769 53396 65237 8430 18528 32568 41805 55743 66954 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 2 1 0 2 Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.