Morgunblaðið - 28.08.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.08.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg og í Berlín, halda í þá von að hægt verði að halda hátíðina með því sem næst óbreyttu sniði í desember og miða alla sína vinnu í samræmi við það, að því er fram kemur í fyrr- nefndu svarbréfi. Plan C miði að því að hafa hátíðina nær eingöngu raf- ræna en það kalli aftur á móti á þær breytingar að fresta hátíðinni í Reykjavík á þessu ári og hafa raf- ræna útsendingu frá Berlín. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar og mun vinnan halda ótrauð áfram þar til annað verður ákveðið, segir í svar- bréfinu. Í því segir einnig að það sé alveg Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Til stendur að afhenda Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, EFA, í Hörpu í desember og hefur undirbúningur staðið yfir frá því í árslok 2018 en vegna Covid-19-farsóttarinnar er nú verið að skoða breytt plön, að því er fram kemur í svari frá skipuleggj- endum EFA hér á landi við fyrir- spurn blaðamanns. Þríhliða samn- ingur var undirritaður í lok febrúar í fyrra milli ríkis, borgar og Evrópsku kvikmyndaakademíunnar í Berlín og fjölmargir samstarfsaðilar koma að verkefninu, þ. á m. Icelandair og Ice- landair Hotels, Harpa og RÚV. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menning- armálaráðuneytinu, og Björg Jóns- dóttir, viðburðastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði, halda nú utan um verkefnastjórn EFA í Reykjavík í samráði við stjórn hátíðarinnar hér heima og í Berlín. Arnfríður segir í samtali við blaðamann að óvissan sé mikil. „En við stefnum ótrauð áfram þar til annað kemur í ljós,“ segir hún. „Við erum að vinna í sviðsmyndum A, B og C, út frá því hvort alfarið verði hætt við eða hátíðin haldin í annarri mynd eða færð til um eitt ár.“ Sviðs- mynd A miðar við að hátíðin verði haldin í Hörpu með nokkuð breyttu sniði sem virðist nú óumflýjanlegt þar sem forsendur eru breyttar vegna faraldursins. Sviðsmynd B miðar við að hátíðin verði haldin að ári og C að hætt verði við að halda hana á Íslandi, að sögn Arnfríðar. Erfitt að vinna í óvissu Hún er spurð að því hvort tíma- mörk hafi verið sett hvað varðar undirbúning. „Það er svo erfitt að spá um framtíðina þannig að við er- um bara að vinna út frá öllum gögn- um sem við höfum, t.d. smitstuðlum og erum að reyna að taka eins með- vitaða ákvörðun og hægt er. Maður veit ekki hvað gerist í desember en við stefnum auðvitað að því að halda þetta þangað til annað kemur í ljós. Það þarf samt að fara að taka ákvörðun því tíminn er naumur og of- boðslega erfitt að vinna í svona mik- illi óvissu. Ég reikna með að í sept- ember verði komin einhver niður- staða,“ svarar Arnfríður. Einn möguleikinn er að hátíðin verði haldin í Reykjavík á næsta ári og verðlaunin veitt nú í desember í Berlín. „Núna stefnum við bara að því að halda þetta í breyttri mynd og þurfum að vera skapandi í því hvern- ig við nýtum virði hátíðarinnar sem mest. Þetta er mjög snúið því það eru kostir og gallar við allar sviðsmynd- ir,“ segir Arnfríður og ítrekar að mikill vilji sé fyrir því að halda hátíðina hér í Reykjavík en þó megi ekki taka neina áhættu þegar kemur að heilsu fólks. Hún segir ólíklegt að sami fjöldi gesta komi á hátíðina og hin síðustu ár vegna veirunnar og gera verði ráð fyrir að fólk sé ekki eins tilbúið í að ferðast. Halda í vonina Stjórnendur Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna í ár, hér heima ljóst að heimsfaraldurinn hafi haft áhrif á undirbúning Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna. Það sama eigi við um aðrar kvikmyndahátíðir og menningarviðburði hér heima og er- lendis. Fjölmörgum kvikmynda- hátíðum í Evrópu hafi þegar verið frestað, aflýst eða snúið nær alfarið upp í rafrænar hátíðir, auk þess sem bíóhúsum hafi verið lokað. Alþjóð- lega kvikmyndahátíðin í Feneyjum, sem fyrirhuguð sé nú í september, verði varla svipur hjá sjón miðað við þær breytingar sem þar hafi verið kynntar til að mæta reglum um sótt- varnir. Beðið með frekari ráðningar „Markmiðið með verðlaunahátíð- inni hér á landi er að beina athyglinni að íslenskri og evrópskri kvikmynda- gerð, efla tengslanet kvik- myndagerðarmanna, kynna íslenskt listalíf, ásamt því að kynna Reykja- vík og Ísland sem tökustað og menn- ingar-, náttúru- og ráðstefnuáfanga- stað fyrir erlenda gesti. Tónlistarhúsið Harpa var forsenda þess að hægt yrði að halda hátíðina hér á landi en henni er ætlað að vera miðpunktur verðlaunahátíðarinnar og kynna þar með glæsilega mögu- leika Hörpu til að halda stórar og al- þjóðlegar hátíðir,“ segir í svarbréfinu og einnig að í ljósi faraldursins hafi í sumar verið ákveðið að hinkra aðeins með frekari ráðningar á starfsfólki þar til skyggni yrði léttara. AFP Í fyrra Franska leikkonan Juliette Binoche hlaut heiðursverðlaun EFA 2019. Verðlaunahátíðin var þá haldin í Berlín en þar er hún haldin annað hvert ár. Áfram unnið að EFA í Hörpu  Óvissan er mikil vegna Covid-19 og unnið út frá ólíkum sviðsmyndum Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst 24. sept- ember næstkomandi. Dagskrá hátíð- arinnar, sem sett verður í 17. sinn, verður kynnt á allra næstu dögum en tilkynnt hefur verið um átta spenn- andi kvikmyndir sem gefa tóninn um það sem vænta má af hátíðinni í ár. Kvikmyndirnar átta eru fjölbreytt- ar; drama-, gaman- og hryllings- myndir í bland við heimildarmyndir. Þær verða sýndar á vefnum riff.is svo þeir sem ekki eiga heimangengt geta notið dagskrárinnar. Úrval mynda verður jafnframt sýnt í Bíó Paradís og Norræna húsinu, í samræmi við gildandi reglur um samkomur, dag- ana 24. september til 4. október. Til- högun sýninga og miðasala á hátíðina verður kynnt á heimasíðu RIFF og samfélagsmiðlum þegar nær dregur hátíðinni. RIFF mun einnig standa fyrir kvikmyndasýningum í október og nóvember. Þær sýningar eru hugs- aðar sem brú yfir til Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna EFA sem til stendur að veita hér á landi í desem- ber. Af því tilefni verður lögð sérstök áhersla á evrópska kvikmyndagerð. Drama, gaman og hryllingur Fyrsta myndin sem RIFF hefur kynnt til leiks er 200 metrar (200 Meters) eftir palestínska handrita- höfundinn og leikstjórann Ameen Nayfeh. Í myndinni segir frá átak- anlegu ferðalagi hins palestínska Mu- stafa, sem býr á vinstri bakkanum, til sonar síns sem liggur á sjúkrahúsi á hægri bakkanum. Aðeins 200 metra ferðalag verður að 200 kílómetra þrautagöngu. Við stjórnvölinn (A Ĺa- bordage), gamanmynd úr smiðju leik- stjórans Guillaume Brac, fjallar um allt annars konar ferðalag. Félix verður ástfanginn af Ölmu á hlýju sumarkvöldi í París. Þegar Alma þarf að halda til fjölskyldu sinnar í Suður- Frakklandi ákveður hann að elta sálufélaga sinn. Í kjölfarið fer af stað grátbrosleg atburðarás þar sem margt fer úrskeiðis. Myndin hlaut verðlaun FIPRESCI, alþjóðlegra samtaka kvikmyndagagnrýnenda, á kvikmyndahátíðinni í Berlín í vetur. Hryllingsmyndin Hunskastu út (Get the Hell Out) er fyrsta kvik- mynd leikstjórans Wang I-Fan í fullri lengd. Myndin er afar viðeigandi á tímum Covid-19 þar sem hún fjallar um mann sem reynist sá eini á vinnu- stað sínum sem er ónæmur fyrir veiru sem breytir fólki í uppvakninga. Sannsögulegur efniviður Tvær af myndunum eiga það sam- eiginlegt að byggja á sannsögulegu efni. Fröken Marx (Miss Marx), í leikstjórn Súsönnu Nicchiarelli, segir af hinni frjálslegu og ástríðufullu Eleanor Marx, yngstu dóttur Karl Marx. Eleanor var í hópi þeirra for- ystukvenna sem fyrst leiddu saman femínisma og sósíalisma. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Isabel Lam- berti, Síðustu vordagarnir (Last Days of Spring), segir frá fjölskyldu sem býr á hinu ólöglega svæði La Ca- ñada Real í Madríd og lifir lífi sínu í biðstöðu. Lamberti er þekkt fyrir kvikmyndir sem liggja á mörkum heimildarmynda og leikinna mynda og Síðustu vordagarnir fellur einnig undir þá grein. Þrjár heimildarmyndir Nokkrar athyglisverðar heimildar- myndir verða á dagskrá RIFF. Fyrst ber að nefna André og ólífutréð (André and His Olive Tree) í leik- stjórn hins taívanska Josiah Ng. Í myndinni er sögð saga fyrsta taív- anska Michelin-stjörnukokksins, André Chiang. Í annarri heimildar- mynd, Punta Sacra, er varpað ljósi á hóp kvenna sem búa á jaðri sam- félags sem er við það að hverfa, í út- hverfi Rómar. Myndin er í leikstjórn Francescu Mazzoleni og vann nýlega til verðlauna á svissnesku kvik- myndahátíðinni Visions du Réel. Síðasta heimildarmyndin sem gefið hefur verið upp að sýnd verði á RIFF er myndin Aalto. Hún segir ástar- sögu hinna finnsku hönnuða og arki- tekta Alvar og Aino Aalto, auk þess sem fjallað er um verk þeirra á áhugaverðan máta. Kvikmyndin er í leikstjórn Virpi Suutari og er byggð á viðamikilli heimildavinnu. ragnheidurb@mbl.is Átta kvikmynda- perlur á RIFF  Hátíðardagskráin kynnt fljótlega Ótti Hunskastu út segir af veiru og er óþægilega viðeigandi á Covid-tímum. Ólafur Arnalds tilkynnti í vikunni um útgáfu nýrr- ar breiðskífu, Some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember. Fyrsta smáskífa nýju plötunnar, „Back To The Sky“, lag sem sungið er af JFDR, kom út í byrjun ágúst og í fyrrdag kom önnur út, píanóballaðan „We Contain Multitudes“. Ólafur vann með þekktu tónlistarfólki við gerð plöt- unnar, m.a. breska raftónlistarmanninum Bonobo, þýsku söngkonunni Josin og Jófríði Ákadóttur sem kallar sig JFDR. Ólafur hefur gefið út fjölda platna með eigin tónlist og einnig samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarps- þáttaraðir á borð við Broadchurch sem hann hlaut BAFTA-verðlaun fyrir árið 2014 og Defending Jacob en fyrir þá syrpu er hann tilnefndur til Emmy- verðlauna. Á Some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón hjá Ólafi, segir m.a. í tilkynningu. Ólafur Arnalds boðar útgáfu næstu breiðskífu sinnar The Discomfort of Evening, skáldsaga hollenska rithöfund- arins Marieke Lucas Rijneveld, hlýtur hin alþjóðlegu Booker- bókmenntaverðlaun í ár, International Book- er Prize, fyrir bestu skáldsöguna í enskri þýðingu. Hljóta höf- undur bókarinnar og þýðandi hennar, Michele Hutchison, 50 þúsund sterl- ingspund sem þau skipta á milli sín. Verðlaunin heyra undir sömu stjórn og Booker-verðlaunin sem veitt eru fyrir bestu skáldsögu sem rituð er á ensku. The Discomfort of Evening er fyrsta bók Rijneveld sem er 29 ára og yngsti höfundurinn sem hlotið hefur þessi verðlaun fram að þessu. Í bókinni segir af tíu ára stúlku í strangtrúaðri fjölskyldu sem missir bróð- ur sinn í slysi og tekst á við sorgina. Höfundur skrif- ar söguna út frá eigin reynslu af því að missa systkini. Yngsti höfundur til að hljóta alþjóðlegu Booker-verðlaunin Marieke Lucas RijneveldÓlafur Arnalds

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.