Morgunblaðið - 28.08.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
k
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Gullslétta 18, Reykjavík, fnr. 231-2621, þingl. eig. Krókur 77 ehf.,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 1. september nk.
kl. 10:00.
Gullslétta 18, Reykjavík, fnr. 231-2622, þingl. eig. Krókur 77 ehf.,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 1. september nk.
kl. 10:10.
Gullslétta 18, Reykjavík, fnr. 231-2624, þingl. eig. Krókur 77 ehf.,
gerðarbeiðendur TM hf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn
1. september nk. kl. 10:20.
Gullslétta 18, Reykjavík, fnr. 231-2625, þingl. eig. Krókur 77 ehf.,
gerðarbeiðendur TM hf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn
1. september nk. kl. 10:30.
Gullslétta 18, Reykjavík, fnr. 231-2626, þingl. eig. Krókur 77 ehf.,
gerðarbeiðendur TM hf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn
1. september nk. kl. 10:40.
Gullslétta 18, Reykjavík, fnr. 231-2627, þingl. eig. Krókur 77 ehf.,
gerðarbeiðendur TM hf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn
1. september nk. kl. 10:50.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
27. ágúst 2020
Tilboð/útboð
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s. 458-2200
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Uppboð mun byrja að Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík,
fimmtudaginn 3. september nk. kl. 12:15, á eftirfarandi
ökutækjum, sem hér segir:
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum,
27. ágúst 2020
ADH87
AZ936
EBM87
FZF61
HHK56
HUM35
JGT49
JSN21
JYE78
MAR36
MHZ89
MTG66
PV408
RU893
RXF36
SVF31
TEZ18
TJM68
TMU30
TPJ05
UYY38
VRK90
ZXG21
Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðbeinanda
kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-13. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir vel-
komnir í Félagsstarfið, sími 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall kl. 8.50. Skráning á
þátttökulista fyrir vetrarstarfið stendur yfir á skrifstofunni kl. 8.50-16.
Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Síðdegis-
kaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir samfélagssáttmálanum, þvo og
spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir velkomnir óháð aldri og
búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.
Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum með 2 metra göngubili. Gleðileg
frjáls samvera þar sem allir virða samfélagssáttmálann. Matur og
kaffi á sömu tímum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Við byrjum daginn á dansleikfimi milli
kl. 9.30-10.30. Milli kl. 10 og 11 verður föstudagsspjall í handavinnu-
herbergi. Eftir hádegi verður haldið bingó í matsal milli kl. 13.30 og
14.30. Í kjölfarið af því verður vöfflukaffi. Verið öll velkomin til okkar á
Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Vonumst til að geta
byrjað söngstundina og föstudagsleikfimina næstkomandi föstudag
4. september. Engin spilamennska er á vegum félags og tómstunda-
starfsins þessa dagana, en sjálfsprottnir hópar eru í gangi. Dagskrá
félags og tómstundastarfsins fyrir mánuðina september - desember
2020 verður borin út í næstu viku.
Félagsstarf eldri borgara
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Sumarbústaðalóðir til sölu í
Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgangi að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi . Allar nánari upplýsingar
gefur Jón í síma 896-1864 og á
facebook síðu okkar vaðnes-lóðir til
sölu.
Veiði
Silunganet • Sjóbleikjunet
Fyrirdráttarnet • Bleikjugildrur
Nýtt á afmælisári
Kraftaverkanet • margar tegundir
Grisjunarnetin fyrir bleikju og
netin í Litlasjó komin
Að auki fylgja silunganetum
vettlingar í aðgerðinni
Bólfæri
Netpokar fyrir þyngingu
og eitthvað meira skemmtileg
Heimavík 25 ára
01.05.1995 - 01.05.2020
Tveir góðir úr nýju netunum
Reynsla • Þekking • Gæði
heimavik.is, s. 892 8655
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Smá- og raðauglýsingar
✝ Þorlákur Að-alsteinn Aðal-
steinsson fæddist á
Akureyri 11. ágúst
1949. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 10.
ágúst 2020. For-
eldrar hans voru
Aðalsteinn Jónsson
og Guðlaug Helga-
dóttir, bændur á
Baldursheimi í
Hörgársveit. Systkini Þorláks
eru: Hulda (látin), Aðalheiður,
Jón, Helgi Benedikt (látinn),
Jónína Guðrún og Baldvin.
Þorlákur kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Hjördísi
Guðrúnu Haraldsdóttur, þann
1. desember 1968. Börn þeirra
eru þrjú: 1) Aðalsteinn, eig-
inkona hans er Ingibjörg Ólafs-
dóttir. Þeirra börn eru Kolbrún
Erna, Stefanía Kristín, Þorlák-
ur Már og Guðrún María. 2)
Anna Margrét, eiginmaður
hennar er Róbert Sverrisson.
Börn þeirra eru Ingvar Örn,
sem á dótturina
Apríl Ósk, Hjördís
Lilja, Margrét Elva
og Sverrir Logi. 3)
Halla Björk, henn-
ar maður er Arnar
Pálsson. Dætur
þeirra eru Anna
Lovísa, Hjördís
Emma og Helga
María.
Árið 1971 flutt-
ust hjónin Þorlák-
ur og Hjördís að Baldursheimi
til foreldra Þorláks og tóku
þar alfarið við búinu árið 1973.
Þar bjuggu þau til ársins 2018,
þegar þau fluttust til Akureyr-
ar.
Útför Þorláks Aðalsteins fer
fram frá Akureyrarkirkju í
dag, 28. ágúst, klukkan 13.30.
Athöfninni verður streymt
beint á facebooksíðunni Jarð-
arfarir í Akureyrarkirkju.
Stytt slóð á streymið: https://
tinyurl.com/yyjwb7xa/. Nálg-
ast má virkan hlekk á streymið
á www.mbl.is/andlat/.
Elsku pabbi, blíði og hjálpsami
pabbi. Á þessum erfiðu tímum
streyma ótal ljúfar minningar
fram í hugann. Minningar um hey-
skap, sauðburð og fjárstúss að
hausti. Minningar úr barnæsku
þar sem þið mamma umvöfðuð
okkur systkinin kærleik.
Eftir að við fluttum í sveitina
varstu ávallt reiðubúinn að veita
okkur ráð við búskapinn og renna
til okkar af minnsta tilefni. Fyrir
það erum við þakklát.
Hafðu hjartans þökk fyrir allt.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Halla Björk.
Sólin skín, golan blæs, heyið
ilmar, fólkið kallar og hlær. Það er
baggaheyskapur í sveitinni,
handagangur í öskjunni og líf í
tuskunum.
Það er haust, loftið er hreint og
tært, féð jarmar. Það er gangna-
dagur og mikið um að vera í rétt-
inni.
Það er aðfangadagur, horn
kindanna glamra við garðaböndin
og þær bryðja töðuna. Í fjósinu fá
kýrnar besta heyið, og vel af því.
Margföldunartaflan vefst fyrir
mér. Pabbi situr með mér og hlýð-
ir mér yfir þangað til mér tekst að
læra hana.
Þetta eru aðeins örfá minning-
arbrot sem ég á um þig, pabbi
minn. Alltaf var mikið að gera og
verkefnin skorti aldrei. Við krakk-
arnir fengum alltaf að taka þátt,
eftir því sem við átti, og við lærð-
um snemma að vinna.
Kærar þakkir fyrir allt, pabbi
minn.
Þín
Anna Margrét.
Elsku afi.
Við eigum svo góðar minningar
í hjartanu um allt sem við höfum
brallað saman. Þú varst alltaf til
staðar fyrir okkur og varst dug-
legur að gera hluti með okkur sem
okkur datt í hug. Oft varstu búinn
að taka á móti okkur eftir skóla,
sækja okkur á æfingar, spila við
okkur, lagfæra hluti fyrir okkur
sem höfðu bilað og svona mætti
lengi telja. Þú hafðir sérstakan
áhuga á dýrunum í sveitinni og
kenndir okkur að hugsa vel um
þau. Þú kenndir okkur líka að
rækta kartöflur og bauðst okkur í
berjamó. Þú gafst þér alltaf tíma
til að snúast í kringum okkur og
fyrir það erum við þakklátar.
Takk elsku afi fyrir allt það góða
sem þú hefur gefið okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þínar afastelpur,
Anna Lovísa, Hjördís
Emma og Helga María.
Fyrstu kynni mín af Láka og
Hjördísi í Baldursheimi komu til
vegna góðs vinskapar þeirra við
tengdaforeldra mína, Hauk og
Mörtu í Þríhyrningi í Hörgárdal.
Svanhildur hafði þekkt þau mun
lengur enda alin upp í næstu sveit
við þau hjón.
Fljótt kom í ljós að við Láki átt-
um vel saman, með líkan húmor
og gátum grínast saman að að-
stæðum í þjóðfélaginu hverju
sinni og var oft glatt á hjalla þegar
við Svanhildur kíktum í heimsókn
í Baldursheim í norðurferðum
okkar. Eins notaði ég þessar
heimsóknir töluvert vegna söfn-
unaráráttu minnar en við Hjördís
gátum skipst á ýmsum hlutum á
þessum árum. Ekki skildi nú Láki
alltaf þessar safnanir hjá okkur en
undir niðri held ég að hann hafi
haft lúmskt gaman af þessu.
Meira gaman hafði hann af að
ræða pólitíkina í borginni og
spurði mig oft frétta úr Valhöll,
líkt og ég væri einhver innanbúð-
armaður þar, hvernig Davíð hefði
það og hvort hann myndi nú ekki
stjórna flokknum áfram, vanda-
málið var samt það að maður vissi
aldrei hvar í flokki Láki stóð í
þessari umræðu. Þau hjónin
spiluðu mikið við tengdaforeldra
mína og alltaf var spiluð vist og
haldið nákvæmt bókhald yfir
spilamennskuna og er það bók-
hald til enn þó svolítið langt sé síð-
an spilamennskan hætti. Við
Svanhildur viljum þakka Láka og
Hjördísi þeirra tryggð og vináttu
við tengdaforeldra mína. Í lokin
viljum við senda Hjördísi, börnum
þeirra og fjölskyldum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Felix og Svanhildur.
Kæri vinur.
Við minnumst gleðinnar, hlát-
ursins og faðmlaganna hvort sem
var á þorrablóti, í fjósinu eða yfir
kaffibolla.
Við minnumst tryggðarinnar
og sannrar vináttu sem þið Hjör-
dís sýnduð okkur alltaf. Slík vin-
átta er ekki sjálfgefin.
Sofðu rótt, kæri vinur, og Guð
geymi þig.
Elsku Hjördís og fjölskylda, þið
eruð í bænum okkar.
En hamingjan geymir þeim gullkransinn
sinn,
sem gengur með brosið til síðustu
stundar
fær síðan kvöldroða á koddann sinn
inn,
kveður þar heiminn í sólskini og blund-
ar.
(Þorsteinn Erlingsson)
Ingibjörg og Þórður.
Þorlákur Aðalsteinn
Aðalsteinsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN MARTEINSDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
lést laugardaginn 15. ágúst á
Landspítalanum í Fossvogi.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey 24. ágúst með
nánustu ættingjum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk V-4 á hjúkrunarheimilinu Grund
fyrir góða umönnun.
Guðríður Guðjónsdóttir
Vilborg Linda Indriðadóttir Jón Þór Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR HILMAR ÞORBERGSSON,
Miðstræti 8,
Neskaupstað,
lést sunnudaginn 23. ágúst.
Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju, Neskaupstað,
mánudaginn 31. ágúst klukkan 14.
Vegna samkomutakmarkana verða aðeins nánustu
aðstandendur í kirkjunni. Streymt verður frá athöfninni.
Valgerður Jónsdóttir
Gyða Guðrún Halldórsdóttir
Þorsteinn H. Halldórsson Brynja Scheving
Lilja J. Halldórsdóttir Sófus Hákonarson
Berglind V. Halldórsdóttir
Valþór H. Halldórsson María Björg Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar