Morgunblaðið - 28.08.2020, Side 10

Morgunblaðið - 28.08.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020 Ísfrost, sími 577 6666, Funahöfða 7, 110 Reykjavík Ýmsar stærðir kælikerfa í allar stærðir sendi- og flutningabíla, fyrir kældar og frystar vörur. Vottuð kerfi fyrir lyfjaflutninga. Við ráðleggjum þér með stærð og gerð búnaðarins eftir því sem hentar aðstæðum hverju sinni. ÖFLUG KÆLIKERFI FRÁ THERMO KING FÆRANLEG KÆLITÆKI Í SENDIBÍLA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Arctic Fish var rekið með liðlega 40 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Kemur það fram í fjárfestakynningu vegna hálfsárs- uppgjörs Norway Royal Salmon (NRS) sem er stærsti eigandi að vestfirska fiskeldisfyrirtækinu. Arc- tic Fish hefur verið í uppbyggingar- ferli í níu ár og er þetta í fyrsta skipti sem uppgjör sýnir hagnað. Árið er að vísu ekki búið og ljóst að kórónuveir- an hefur áhrif á afkomu fyrirtækis- ins á seinni hluta ársins. NRS á helming hlutafjár í Arctic Fish og sér samstæðan tækifæri til vaxtar á Íslandi. Áætlað er að eigin framleiðsla NRS í Noregi verði í ár 35 þúsund tonn og heildarfram- leiðsla Arctic Fish 8.200 tonn. Hefur framleiðslan á Íslandi því veruleg áhrif á samstæðuna enda telst Norway Royal Salmon ekki til fisk- eldisrisanna í Noregi. Arctic Fish er í vexti og segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá félaginu, að stefnt sé að því að Arctic nái sömu stærð og NRS á næstu árum, þegar það hefur fengið þau framleiðsluleyfi sem sótt hefur verið um. Umhverfismati fyrir stækkun í Dýrafirði er lokið sem og mati vegna eldis í Arnarfirði og er beðið starfs- og rekstrarleyfa. Nýja seiðaeldis- stöðin í Tálknafirði, sú tæknilega fullkomnasta hér á landi, skapar góð- an grunn fyrir vöxt hjá Arctic Fish. Getur breyst fljótt Markaður fyrir eldislax hefur ver- ið erfiður á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins og heims- markaðsverð sveiflast mikið. Það hefur verið sérlega lágt undanfarnar vikur vegna seinni bylgju faraldurs- ins. Þótt hagnaður hafi orðið af rekstrinum á fyrri helmingi ársins segir Sigurður ekki hægt að segja til um niðurstöðuna fyrir árið í heild. Hann segist hóflega bjartsýnn. „Ástandið getur verið fljótt að breyt- ast til betri vegar. Við sáum það þeg- ar markaðurinn tók við sér með opn- un veitingastaða og hótela eftir fyrri bylgjuna,“ segir Sigurður. Eldið aldrei gengið betur Eldið hefur gengið vel í sumar og raunar betur en nokkru sinni, að sögn Sigurðar. Fyrstu seiðin voru sett út 7. maí en það hefur ekki áður verið gert svo snemma. Hann segir að árangurinn byggist ekki síst á gæðum seiðanna frá stöðinni í Tálknafirði. Reynt er að slátra eins litlu og hægt er á meðan verðið er lágt en Sigurður segir að áfram verði að við- halda viðskiptasamböndum og halda lífmassanum í kerjunum innan þess sem leyfi fyrirtækisins heimili. „Menn reikna með að markaðurinn taki betur við sér með haustinu og þá getum við gefið í,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Grunnur Seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði er sú fullkomnasta hér og skapar grunn fyrir áframhaldandi vöxt. Munar um framleiðsluna hjá Arctic Fish  Hagnaður af rekstri í fyrsta skipti  Áföll vegna veirufaraldursins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.