Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 25
hef gaman af því að taka þátt í um-
ræðunni og mun halda því áfram eins
lengi og ég hef gaman af. Aðalatriðið
er að gera meira af því sem manni
þykir skemmtilegt, minna af hinu og
vera bjartsýnn og jákvæður.“
Fjölskylda
Eiginkona Hilmars er Svanhildur
Sigurðardóttir, f. 1.7. 1946, sem vann
fjölbreytt störf hjá Icelandair í 47 ár.
Síðustu ár sem innkaupastjóri flug-
vélaeldsneytis fyrir samstæðuna. For-
eldrar hennar voru hjónin Sigurður
Jónasson, f. 29.1. 1910, d. 11.4. 1978.
skógarvörður í Varmahlíð og Sigrún
Jóhannsdóttir, f. 18.3. 1914, d. 20.9.
1997, húsmóðir.
Börn Hilmars og Svanhildar eru 1)
María Sigrún, f. 30.6. 1979, hagfræð-
ingur og fréttamaður á RÚV. Börn
hennar og Péturs Árna Jónssonar lög-
fræðings (þau skildu) eru Hilmar Árni,
f. 10.4. 2012, Sigurlaug Margrét, f.
6.12. 2013 og Inga Sigrún, f. 19.5. 2018;
2) Sigurður Örn, f. 7.6. 1983, hæsta-
réttarlögmaður kvæntur Helgu Láru
Hauksdóttur héraðsdómslögmanni.
Börn þeirra eru Svanhildur Ásta, f.
31.8. 2011, Haukur Hafliði, f. 21.10.
2013 og Hilmar Bragi, f. 17.8. 2018.
Systkini Hilmars eru Hafliði Örn, f.
2.6. 1941, fyrrv. flugmaður hjá Cargo-
lux og flugmálastjórn; Steinunn Ásta,
f. 20.10. 1948, ritari hjá Íslenska Ál-
félaginu og Birna Björnsdóttir, f. 18.8.
1956, innanhússarkitekt sem var um-
svifamikil í landslagshönnun.
Foreldrar Hilmars voru hjónin
Björn Jónsson, f. 25.1. 1915, d. 21.3.
1995. yfirflugumferðastjóri og fram-
kvæmdastjóri flugöryggisþjónust-
unnar og María Hafliðadóttir, f. 6.1.
1920, d. 12.1. 1999. húsmóðir.
Hilmar Þór
Björnsson
Bergsveinn Jónsson
bóndi í Hvallátrum, f. í Svefneyjum
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Hvallátrum, f. í
Djúpadal í Gufudalssveit
Jón Eyjólfur Bergsveinsson
framkvæmdastjóri SVFÍ
Ástríður Eggertsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Björn Jónsson
framkvæmdastjóri
Flugöryggisþjónustunnar
Eggert Thorberg Gíslason
bóndi í Fremri-Langey, f. í
Bjarneyjum
Þuríður Jónsdóttir
húsfreyja í Fremri-Langey, f. í Bíldsey
Pétur Hafliðason
sjómaður og bóndi í
Svefneyjum, f. í Svefneyjum
Sveinsína Sveinsdóttir
húsfreyja í Svefneyjum,
f. í Flatey
Hafliði Pétursson
sjómaður og bóndi í
Skáleyjum, Þerney og Víðinesi
Steinunn Þórðardóttir
húsfreyja í Skáleyjum, Þerney
og Víðinesi á Kjalarnesi
Þórður Þórðarson
bóndi á Þórisstöðum,
f. á Þórisstöðum
Ingibjörg Gísladóttir
húsfreyja á Þórisstöðum í Þorskafirði, f. í Hergilsey
Úr frændgarði Hilmars Þórs Björnssonar
María Hafliðadóttir
húsfreyja í Reykjavík
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
TISSOTWATCHES .COM
TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION
#ThisIsYourTime
SKARTGRIPIR&ÚR
SÍÐAN 1923
TISSOT seastar 1000
chronograph.
WATER RESISTANCE UP TO 30 BAR
(300 M / 1000 FT).
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
„ÞÚ ERT BARA Í ÞESSARI VINNU AF ÞVÍ
AÐ AFI MINN FÉKK FLENSU.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að geta ekki hugsað
um neinn annan.
LÍMBANDIÐ
ER BÚIÐ
Í GUÐANNA BÆNUM
LÁTTU HEFTARANN
VERA!
MÁLINU
REDDAÐ
ELDIVIÐURINN KLÁRAÐIST Í
MIÐRI ELDAMENNSKUNNI EN
MÉR TÓKST SAMT AÐ KLÁRA AÐ
ELDA KVÖLDMATINN!
NÚ?
HVERNIG?
UMM… SESTU OG ÉG SKAL ÚTSKÝRA ÞAÐ!
„ÞAÐ VAR ÚTSALA Á DÓSAHLÁTRI.”
Áheimasíðu sinni birtir ÞórarinnEldjárn stökuna „Heim og
geim“:
Allt snýst að endingu
aðeins um lendingu.
Lykill að lukkaðri geimferð
liggur í heimferð.
Bella Stefáns sendi mér mynd af
diski, sem á stendur „Þjóðgarðurinn
Snæfellsjökull“, og á er þessi vísa eft-
ir Þuríði Jónsdóttur vinnukonu á
Ballará á Skarðsströnd og háseta í
Dritvík (19. öld):
Í Vík að róa víst er mak.
Vík er nóg af dyggðum rík.
Í Vík á drottinn vænt ítak.
Vík er Paradísu lík.
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson sendi mér
gott bréf: „Það gladdi mitt litla hjarta
að sjá limru eftir mig í vísnahorninu
góða á fimmtudaginn var. Þó var þar
smá hængur á. Ég hét þar Eyjólfur J.
og var orðinn Ejólfsson. Smámunir
sem ergja lítinn karl en hafa engin
áhrif á mannkynssöguna. Eins og Eg-
ill J. Skallagrímsson forðum leitaði ég
huggunar í skáldskapnum og orti
eina limru í ágúströkkrinu og fann þá
aftur frið í sálu minni.
Sísvangur mófugl er Mogginn
er maðkana tínir upp rogginn.
Þó varð honum á
því vont er að fá
prentvillupúkann í gogginn.
Eyjólfur hefur lög að mæla og ég
bið afsökunar á þessum mistökum.
Davíð Hjálmar í Davíðshaga segir
að nú sé uppskerutími í grænmet-
isgarðinum:
Grænmetið ég mikils met
og moldarvinnustúss og traðk.
Kartöflur og kál ég et,
kúrbít, rófur, skít og maðk.
Hér eru stökur eftir Heiðrek Guð-
mundsson. Fyrst er „Ort í gamni – og
þó“:
Það er kalt í þessum heimi,
þar er valtur sess.
Lífið allt er öfugstreymi.
Ungur galt ég þess.
Síðan koma „Sættir“:
Læt ég blakta hlið við hlið
hvítan fána og rauðan.
Er nú sáttur orðinn við
alla – nema dauðann.
„Um seinan“:
Bagaleg er blinda sú,
bæði í gleði og harmi,
fegurð lífs ef finnur þú
fyrst á grafarbarmi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af geimferð, grænmeti
og prentvillupúkanum