Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Notkun eftirlitsmyndavéla, sem meðal annars greina bílnúmer, gef- ur góða raun í starfi lögreglunnar á Suðurlandi. Slíkum vélum hefur verið komið upp við nokkra þétt- býlisstaði og á fjölförnum leiðum á varðsvæðinu – og að fenginni reynslu síðustu missera stendur til að fjölga þeim og skipta nokkrum út fyrir nýjar. „Ekki líður sá dagur að gögn úr myndavélunum nýtist okkur ekki, bæði í almennri lög- reglu eða við rannsókn mála í öllum brotaflokkum. Þessi tækni hefur breytt okkar starfi,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suð- urlandi. Myndavélar við meginleiðir Öryggismyndavélum hefur verið komið upp við allar meginleiðirnar inn í Selfossbæ; á mastri eru þrjár myndavélar sem hver hefur sitt sjónarhornið. Sams konar tæki eru einnig við Hveragerði, Stokkseyri, Hellu og Hvolsvöll. Uppsetning myndavéla við Þorlákshöfn og Blá- fjallaafleggjarann á Sandskeiði er í undirbúningi og fleiri staðsetningar á umræðustigi, svo sem í upp- sveitum Árnessýslu. „Myndefnið berst á rauntíma í gegnum ljósleiðara og á tölvuskjá hér á lögreglustöðinni getum við fylgst með útsendingu frá öllum stöðunum í einu. Myndefnið er svo geymt í fjórar vikur, en strangar reglur gilda um vörslu þess og að- gengi. Stóri galdurinn er þó sá að myndavélarnar greina bílnúmer. Ef því er slegið inn í leitarglugga koma upp myndir af bílnum úr öll- um þeim tilvikum þar sem honum hefur verið ekið fyrir linsu mynda- véla síðasta mánuðinn,“ segir Odd- ur og heldur áfram: Inngrip á rauntíma „Til marks um notagildi mynda- vélanna þá náðum eitt sinn utan um kynferðisbrotamál af því við gátum kortlagt ferðir brotamanns út frá bílnúmeri – og gripið inn í atburða- rásina á rauntíma. Innbrot hafa sömuleiðis verið upplýst með sömu aðferðum. Í miðlægum gagna- grunni lögreglu er einnig að finna númer stolinna ökutækja og tölvan flaggar þegar viðkomandi bílar poppa upp í umferðinni. Fjölmörg ökutæki hafa þannig verið end- urheimt.“ Öryggismyndavélar með núm- eralestri líkt og á Suðurlandi eru einnig hjá lögreglu á höfuðborg- arsvæðinu, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Margvíslegur annar myndavélabúnaður með mis- munandi tækniútfærslum er einnig til staðar – og eru kaup og uppsetn- ing hans yfirleitt greidd af sveit- arfélögum á viðkomandi stað. End- urnýjun búnaðar í möstrum á Selfossi og Stokkseyri sem nú stendur fyrir dyrum verður greidd af Sveitarfélagingu Árborg, en dag- legur rekstur gagnaflutninga og vistun gagna er á hendi lögreglu í samstarfi við meðal annars Neyð- arlínuna. Þá hafa ýmis öryggisfyr- irtæki komið að verkefninu. Hröð þróun búnaðar Í margvíslegri stafrænni tækni – sem og öðrum búnaði – sem nýtist lögreglu er mjög hröð framþróun, segir Oddur Árnason. Fulltrúar nokkurra lögregluembætta, Neyð- arlínunnar og fleiri stofnana fóru nýlega til Bretlands og kynntu sér hvernig þessum málum er háttað þar. Mikilsverð þekking fékkst þar og mörgu fróðlegu var miðlað til Ís- lendinganna, enda þótt í mörgum löndum séu upplýsingar um örygg- isráðstafanir torfengnar. „Bretarnir voru mjög hjálplegir og sögðu bæði frá tæknilausnum og regluverkinu sem um þessi mál gildir. Öll svona tækni sem lög- reglan notar er í örri þróun og störf okkar lögreglumanna verða öðru- vísi en verið hefur. Slíkt gildir bæði um almenna löggæslu og störf úti vettvangi og enn ekki síður rann- sóknir hinna ýmsu mála,“ segir Oddur að síðustu. Tæknin gjörbreytir löggæslunni  Eftirlitsmyndavélar á Suðurlandi tengdar lögreglustöð  Góð reynsla hefur fengist  Les og greinir bílnúmerin  Gripu á rauntíma inn í kynferðisbrotamál með upplýsingum úr myndavél Skjár Efni úr myndavélum víða berst á rauntíma á lögreglustöð, þar sem er fylgst með og brugðist við ef þarf. Myndir frá þremur sjónarhornum koma af hverjum stað, svo sem frá Hveragerði, Selfossi, Hellu og Hvolsvelli. Morgunblaðið/Eggert Suðurland Stóri galdurinn er sá að myndavélarnar greina bílnúmer, segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Upplýsingar sem myndirnar skila segir hann nýtast lögreglu vel, til dæmis við rannsóknir í öllum málaflokkum. „Þekking á Covid-19, eðli sjúkdóms- ins og afleiðingum hans verður sífellt meiri og eftir því eru lausnir, meðferð og endurhæfing þróuð. Þetta verður stórt viðfangsefni í heilbrigðisþjón- ustu næstu ár,“ segir Pétur Magnús- son, forstjóri Reykjalundar. Fjórir sjúklingar sem glíma við eft- irköst kórónuveir- unnar eru þar nú í meðferð og tutt- ugu til viðbótar bíða þjónustu. Í upphafi kór- ónuveirufarald- ursins var gert samkomulag um að Covid-sjúklingar sem þess þyrftu fengju endurhæfingu á Reykjalundi. Þar áttu í hlut skjól- stæðingar sem sjúkdómurinn hafði leikið grátt svo fólk komst ekki aftur út í hið daglega líf. Alls fóru 16 manns í gegnum þetta ferli á Reykjalundi síðastliðið vor, samkvæmt meðferð sem er í stöðugri þróun. Á Reykjalundi er meðferð sinnt af hópum fagfólks úr ólíkum stéttum – og þannig er vanda hvers skjólstæð- ings mætt með fjölþættum lausnum. „Afleiðingarnar af Covid eru auðvitað mismunandi milli fólks en eru einkum á lungu, þrekleysi er langvarandi og svo andleg eftirköst. Til þessara þátta er horft í meðferð hér, sem tekur 4-6 vikur, þótt bataferlið sjálft taki lengri tíma,“ segir Pétur. Á hverjum tíma eru um 100 manns í meðferð á Reykjalundi – og 1.200 á ári. „Við gerum ráð fyrir auknum fjölda fólks sem hefur veikst af Co- vid-19 og verður vísað til okkar. Lið- lega 2.100 manns hafa smitast af sjúk- dómnum hingað til og sennilega munu um 10% þess hóps glíma lengi við afleiðingar,“ segir forstjóri. sbs@mbl.is Margir þurfa endurhæfingu  Verður stórt viðfangsefni næstu ár Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjalundur Um 1.200 manns sækja endurhæfingu þar á ári. Pétur Magnússon www.flugger.is Mött Gæðamálning í öllum litum Auðvelt að þrífa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.