Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 21
ávallt. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta sest í forstofutröpp- urnar fyrir utan hjá honum þar sem hann sat svo oft á blíðviðr- isdögum til að ræða daginn og veginn við hann eða bara til að heyra eina sögu í viðbót. Hvíldu í friði elsku hjartans afi minn. Herdís Magna. Ég ólst upp á Egilsstöðum þar sem móðurbræður mínir, Jón Eg- ill og Ingimar, ráku félagsbú með afa mínum, Sveini Jónssyni, og Sigríður Fanney, amma mín, rak gistihús, síðar ásamt móður minni, Ásdísi. Þegar ég fer að muna eftir mér er afi farinn að draga sig út úr daglegum rekstri við búið og þeir Jón Egill og Ingimar teknir við. Nokkuð skýr verkaskipting var milli þeirra bræðra í búskapnum, Jón Egill sá um vélar en Ingimar um skepnurnar. Þótt ég væri stelpa og ekki í útiverkum var ég oft að þvælast úti í byggingum. Þar fann ég oftar en ekki Jón móðurbróður minn við vélavið- gerðir. Jón hafði lært flugvirkjun í Bandaríkjunum og sú menntun nýttist honum vel því hann var snillingur í öllu sem viðkom vélum og gat gert við hvaða vélar sem var en ekki síður var hann flinkur og hugmyndaríkur að endurbæta vélakost og jafnvel að finna upp og smíða tæki sem nýttust vel í búskapnum. Jón var barngóður og tók krökkum vel sem voru að snudda í kringum hann og fylgjast með því sem hann var að gera og fyrir syni sína smíðaði hann dýrindis vöru- bíla og traktora og þýddi fyrir þá Andrésblöð. En hann var líka skapríkur og það heyrðist vel milli bæjarhúsa ef hann hvessti sig. Jón frændi minn bar ekki til- finningar sínar á torg. Þegar móðir mín lá fyrir dauðanum fyrir hartnær þrjátíu árum kom hann gjarnan að vitja hennar upp úr kvöldmatnum. Hann sagði fátt, sat hjá henni og þau þögðu saman í kærleik og samhygð. Þessar stundir voru henni mikill styrkur þótt fátt færi þeim á milli í orðum. Þeirra þurfti ekki með. Kvöldið áður en við mæðgur fórum til Bandaríkjanna þar sem móðir mín gekkst undir lífshættulega aðgerð kom Jón Egill og sat hjá henni eins og oft áður. Þegar hann fór rak hann orðalaust í mig umslag og stikaði síðan hröðum skrefum út. Í því umslagi var að- stoð sem gerði okkar erfiðu ferð miklum mun auðveldari. Ætíð síð- an, þegar ég hef reynt að þakka honum þetta, hefur hann snarlega beint talinu að öðru. Nokkur vinnuharka var á Eg- ilsstöðum og unnið langan vinnu- dag en að honum loknum unnu þau hjón, Jón Egill og Magna, að því að rækta fagran skrúðgarð umhverfis hús sitt þar sem saman fór virðing fyrir náttúrunni sem fyrir var og trjárækt og blóm- skrúð sem vart átti sinn líka. Blómabeð, tjarnir, steinbeð og rjóður, jafnvel gosbrunnur, dreifðust umhverfis húsið og út á klettana; allt í fullkomnu sam- ræmi og fegurð. Fyrr á árum gafst ekki mikill tími til lestrar en í seinni tíð, þeg- ar Jóni Agli var farin að förlast sjón, undi hann sér við hljóðbæk- ur af öllu mögulegu tagi. Í heim- sóknum mínum austur á undan- förnum árum ræddum við gjarnan skáldskap og þá var allt undir; skáldsögur, ástarljóð, forn- sögur og Laxness. Fyrir nokkr- um vikum, eftir að Jón var kom- inn upp á Dyngju og ljóst að hverju dró, tókum við langa Lax- nesssyrpu, hlógum að Gerplu, spáðum í hvort Ljósvíkingurinn hefði verið vesalingur eða eitt- hvað í hann spunnið og vorum ósammála í bróðerni um Sölku Völku. Sonum hans öllum og fjölskyld- um þeirra vottum við Gríma sam- úð okkar við fráfall Jóns Egils. Ingunn Ásdísardóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 ✝ Skafti Hann-esson McClure málarameistari fæddist á Akureyri 2. mars 1947. Hann lést á Akureyri 24. ágúst 2002. For- eldrar Skafta voru María Pálmadóttir, f. 7. ágúst 1926, d. 7. september 2005 og Buck McClure, f. 29. mars 1927, d. 18. júní 2016. Skafti var alinn upp á Dalvík af Hannesi Þor- steinssyni skipstjóra, f. 17. febr- úar 1903, d. 23. október 1957 og Jóhönnu Þorsteinsdóttur hús- freyju, f. 15. september 1906, d. 1. febrúar 1997. Skafti kvæntist Elínu Sigrúnu Antonsdóttur, fæddri 4. desem- ber 1948, markaðsfræðingi og húsmóður, þann 17. júní 1968. Faðir hennar var Sigurpáll Ant- on Guðlaugsson frá Dalvík (f. 15. apríl 1920, d. 8. júní 2013) og móðir hennar er Sigurlaug Ás- ember 1973. Maki hans er Aldís Einarsdóttir, fædd 7. október 1975. Börn þeirra eru Skafti Þór, fæddur 14. desember 1998, Álfheiður Björk, fædd 10. sept- ember 2002 og Þorsteinn Jarl, fæddur 8. október 2008. 4) Lovísa Björk, fædd 6. október 1975. Maki hennar er Sigþór Samúelsson, fæddur 9. júlí 1973. Börn þeirra eru Daníel Ingi, sonur Sigþórs af fyrra sam- bandi, fæddur 22. ágúst 1994. Börn Lovísu og Sigþórs eru Laufey Lind, fædd 30. júlí 1999, Móey María, fædd 17. desember 2001, Samúel Týr, fæddur 27. júlí 2005 og Arey Amalía, fædd 20. ágúst 2008. Skafti útskrifaðist frá Iðn- skólanum á Akureyri 1967 og tók þá einn vetur í Málaraskól- anum í Reykjavík og sveinspróf með heiðursskjali þaðan 1970. Hann varð málarameistari árið 1987. Innan fárra ára stofnaði Skafti eigið málarafyrirtæki ásamt Héðni Jónassyni. Störf- uðu þeir saman í yfir fjóra ára- tugi. Einnig ráku þau hjón Skafti og Elín saman gistiheim- ilið Gulu villuna í mörg ár. Útför Skafta fór fram í kyrr- þey að hans ósk frá Gler- árkirkju 3. september 2020. gerður Sveinsdóttir frá Tjörn á Skaga (f. 10. september 1924). Börn Skafta og Elínar eru: 1) Hanna María, fædd 1. maí 1967. Maki Baldvin Birgisson, fæddur 5. apríl 1963. Börn þeirra eru Arna Bryndís, fædd 2. júlí 1985, Elín Birta, fædd 13. febrúar 1993 og Baldvin Egill, fæddur 2. júní 2000. 2) Sigurlaug Ásgerð- ur, fædd 23. nóvember 1969. Maki Ármann Þór Sigurvinsson, fæddur 25. janúar 1971. Barn Sigurlaugar af fyrra hjónabandi er Jóhann Freyr Óðinsson, fæddur 24. febrúar 1989. Börn Sigurlaugar og Ármanns eru Sigurvin Jarl, fæddur 18. októ- ber 1996, Ásgeir Þór, fæddur 18. ágúst 1998 og Anna Dóra, fædd 5. september 2002. 3) Hannes Jarl, fæddur 23. sept- Nú hefur sorgin knúið dyra hjá okkur systkinunum í Hraun- holti 4. Elsku pabbi okkar er fall- inn frá. Við vorum undirbúin en samt ekki. Árið 2011 greindist hann með illvígt krabbamein þar sem honum var vart hugað líf. Þessa orrustu vann hann og gaf okkur níu dýrmæt ár til viðbótar. Nú um mitt sumar fór pabbi aftur að kenna sér meins og í ljós kom að krabbameinið hafði tekið sig upp aftur. Í þetta skiptið reyndist krabbameinið honum of- viða, málarameistarinn í Hraun- holti lést 24. ágúst sl. í faðmi fjöl- skyldunnar. Pabbi var ekki maður margra orða en hann var vel lesinn og hafði sínar skoðanir. Það var hins vegar hvorki hans stíll né hafði hann þörf fyrir að tjá sig mikið um það. En ef við þurftum að leita til hans varðandi ýmis mál- efni var hann óþrjótandi visku- brunnur. Það var oft líka nóg að sitja með pabba í þögninni, hann hafði einstaklega góða nærveru. Þegar við vorum að alast upp var oft líf og fjör á heimilinu, fjög- ur börn á átta árum. Pabbi naut sín vel í hringiðunni í Hraunholti og skipti það engu þótt allt logaði í slagsmálum á milli okkar systk- inanna. Það var alltaf stutt í gam- anið, hann sá það skondna við flest. Pabbi var mikill listamaður og það vafðist ekki fyrir honum að teikna fríhendis blýantsteikning- ar, mála og skapa það sem honum var hugleikið á þeirri stundu. Eitt sinn þegar við vorum krakkar hóf pabbi að teikna á eld- húsborðið. Hann byrjaði mynd- ina á því að teikna tær og áður en við vissum af var allt eldhúsborð- ið undirlagt af skopmynd af vinnufélaga hans. Nokkrum mín- útum seinna hringdi dyrabjallan og stendur ekki umræddur vinnufélagi í dyragættinni. Það var auðvitað allt sett á fullt og við krakkarnir með tuskur á lofti við að þrífa eldhúsborðið. Þetta er lýsandi fyrir stemninguna heima með pabba fremstan í flokki. Pabbi var einstakur í að halda eignum sínum við hvort sem það voru húseignir eða bílar. Hann var sérstaklega handlaginn. Ósjaldan sáum við hann dytta að, eða bóna og þrífa í kringum sig. Snyrtimennska og skipulag ein- kenndi pabba. Fallegi garðurinn hans og mömmu og garðyrkja átti hug hans allan. Það var afar mikilvægt fyrir hann að við lærð- um að viðhalda og bera virðingu fyrir eigum okkar. Fyrir það er- um við eilíft þakklát. Fjölskyldan var pabba allt. Mamma, við börnin og barna- börnin. Elsku pabbi okkar, tíminn með þér og vinátta þín er okkur ómet- anleg. Sjáumst aftur í Sumar- landinu. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar. Jesús gefðu mér eilíft ljós sem aldrei slökknar. (Höf. ók.) Hanna María (Hanna Mæja), Sigurlaug (Silla), Hannes og Lovísa. Ég kynntist Dadda, Skafta Hannessyni McClure, tengdaföð- ur mínum þegar ég kom inn í fjöl- skylduna en þá var elsta dóttir þeirra hjóna, Hanna María, 16 ára gömul. Hann sagði ekki mikið og var ekki mannblendinn en milli okkar ríkti ávallt traust og virðing. Eitt skipti kom ég til hans og sagðist þurfa að kvarta við hann vegna uppeldis konu minnar sem ætti lífsins ómögulegt með að loka dósum eða öðru sem ætti að loka. Hann sagði að það væri til lítils að kvarta við sig, hann sjálfur væri alveg eins og hefði það oftsinnis komið sér illa sem málari. Þá bætti hann við að auk þess væri of seint að skila stúlkunni. Dadda var umhugað um heim- ili sitt og börnin sín og það var honum mikilvægt að sjá þau koma sér upp sínum heimilum og börnum. Hann aðstoðaði okkur Hönnu Maríu oft þegar við vor- um að koma okkur upp heimili og eignast börnin okkar þrjú. Daddi var mikið snyrtimenni og bar heimili þeirra hjóna og bílar þess ávallt merki. Hann hafði unun af því að eiga fallega bíla og voru þeir alltaf sem nýir. Ekki síst Ram-inn hans með pallhýsinu sem þau hjónin voru dugleg að ferðast á. Ein af síðustu samveru- stundum okkar tveggja var nú í sumarlok þegar við lagfærðum smábilun í Ram-inum. Það átti ekki við hann að vita af einhverju sem ekki væri í góðu standi. Við fórum stundum saman í bílasölurúnt því báðir höfðum við gaman af að fylgjast með nýjum bílum og endurnýja þá reglulega. Frú Elín var ekki alltaf hrifin af þessum uppátækjum okkar en hafði held ég samt lúmskt gaman af. Ég kveð nú Dadda með sökn- uði allt of snemma en þakka hon- um fyrir það góða sem hann gaf okkur. Hvíl í friði kæri Daddi. Baldvin Birgisson. Elsku afi okkar. Þú hafðir þann hæfileika að geta sagt svo mikið án þess að segja margt og hafðir svo mikil áhrif á okkur barnabörnin að við sjáum þig speglast í hinum minnstu augna- blikum. Má þá sérstaklega nefna skopskyn þitt sem var einstakt og hefur fest sig í orðaforða okk- ar. Enginn annar en þú gat snúið jafnhratt út úr orðum eða búið til jafn fáránleg en dásamleg gælu- nöfn. Sömuleiðis hefur þinn magnaði tónlistarsmekkur og hrifning á listamönnum á borð við Sam Cooke og félaga fest sig í sessi hjá okkur. Fyrir okkur hafa amma og afi alltaf verið sem eitt orð. Þrátt fyrir að vera ólík voruð þið alltaf teymi, hvort sem það voru ferða- lögin á campernum, gula villan, berjamór eða hvað. Það eru því mikil viðbrigði þegar helminginn vantar í Hraunholtið. Það sem við getum þó huggað okkur við eru minningarnar. Við munum ávallt sakna þín, elsku „afi gamli safi“, en lítum líka hlýjum augum til baka á tím- ann okkar með þér. Arna, Elín Birta og Baldvin Egill. Þegar við hugsum til elsku afa Dadda brosum við í gegnum tár- in. Undir hrjúfu yfirborðinu var mikil mýkt og alltaf stutt í gleðina í kringum afa Dadda hvort sem það var smitandi hlát- urinn, flugbeitt grín eða fyndnar athugasemdir hans um hvers- dagslegar aðstæður eða hluti. Afi Daddi var töffari af guðs náð, alltaf snyrtilegur og flottur hvort sem það var í fermingar- veislu, með skyrtuna hneppta niður þannig að glitti vel í keðj- una, eða á ströndinni. Afi Daddi var svo góður maður og afi og við söknum hans svo mikið. Við kveðjum þig afi Daddi með sorg í hjarta en líka þakk- læti, ást og virðingu fyrir þér og þeim tíma sem við fengum með þér. Elsku amma Ella, við sam- hryggjumst þér innilega og hugs- um til þín á þessum erfiðu tímum. Við erum ávallt til staðar fyrir þig. Daníel Ingi Sigþórsson, Laufey Lind Sigþórsdóttir McClure, Móey María Sig- þórsdóttir McClure, Samúel Týr Sigþórsson McClure og Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure. Nú er elsku afi Daddi okkar búinn að kveðja og kominn yfir í sumarlandið. Afi var algjör töffari og hann átti langflottasta bílinn. Bíltúr- arnir á Raminum eru ofarlega í minni og allur fróðleikurinn sem hann bjó yfir um land og þjóð. Afi var mikill húmoristi. Hann var rosalega fyndinn. Hann reytti ekki beinlínis af sér brand- arana, enda ekki maður margra orða svona yfirleitt, heldur beið hann færis og lét svo vaða með hnitmiðað skot sem varð þess oft valdandi að við barnabörnin velt- umst um af hlátri. Grínið var oft þess eðlis að amma fussaði yfir því, en þegar betur var að gáð sást glampa í augum hennar bros sem hún gat ekki hulið að fullu. Afa leið best þegar hann hafði fólkið sitt í kringum sig og við barnabörnin vorum ávallt vel- komin. Elsku afi Daddi, takk fyrir alla brandarana, vísurnar, rúntana, sólböðin á pallinum og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við söknum þín og minning þín lifir hjá afkomendum þínum og öllum þeim sem voru svo heppnir að fá að kynnast þér. Jóhann Freyr Óðinsson, Sigurvin Jarl Ármannsson, Ásgeir Þór Ármannsson og Anna Dóra Ármannsdóttir. Elsku afi Daddi. Mér hefur alltaf þótt svo óendanlega vænt um þig. Við þurftum ekki alltaf að hafa eitthvað að segja. Stundum þegar amma var ekki heima og ég kom til þín þá spjölluðum við saman en svo gátum við líka bara setið og þagað og nærveran var bara meira en nóg. Þú áttir það til að leita til mín þegar þú varst í tæknilegum vandræðum með símann eða „paddann“ og alltaf varstu jafn þakklátur þegar ég gat lagað eitthvað fyrir þig. Þú hafðir sérstakt lag á því að hafa mig með þér í liði. Oft þegar Ellu ömmu blöskraði eitthvað sem þú sagðir eða gerðir vorum við ekki lengi að líta hvort á annað og flissa lágt og ég var ósjálfrátt far- in að halda með þér. Þú varst ein- stakur afi sem ég var svo heppin að hafa í næsta húsi allt mitt líf. Afi Farinn ertu jörðu frá og sárt ég þín sakna stundum þig ég þykist sjá á morgnana þegar ég vakna. Ég veit þér líður vel, afi minn vertu nú hress og kátur innra með mér nú ég finn þinn yndislega hlátur. Fyrir sál þinni ég bið og signi líkama þinn í von um að þú finnir frið og verðir engillinn minn. (Hanna Sigga) Ég elska þig alltaf. Þín Álfheiður Björk. Þrátt fyrir þá óhagganlegu staðreynd að það eina sem við vit- um fyrir víst er að eitt sinn skal hver maður deyja, þá kemur dauðinn oftast á óvart. Fallinn er nú frá vinur okkar Skafti Hann- esson McClure, málarameistari og baráttujaxl, eða Daddi eins og hann var af flestum kallaður. Hann hefur nú lokið sínu síðasta verki hér á jörð, sem var baráttan við krabbamein. Daddi tók það verk eins og önnur, gerði það vel. Af umhyggju fyrir fjölskyldunni gekk hann frá málum og hnýtti lausa enda eins og kostur var áð- ur enn að lokastund kom. Daddi var um margt margbrotinn per- sónuleiki. Hann gat verið mjög hrjúfur á yfirborðinu, en oftar enn ekki var grunnt á mýktinni og réttlætis- kennd átti hann ríka. Í honum bjuggu listrænir hæfileikar og var hann bæði fjölhæfur og vand- virkur til allra verka. Hann var mikill fjölskyldumaður og fjarskalega stoltur af börnum sínum og barnabörnum. Fyrir nokkrum árum eignuðust þau hjónin Ella og Daddi íbúð á Spáni sem hefur verið þeim mikill gleði- gjafi. Þar hafa þau dvalið tvisvar á ári stundum langdvölum og átt þar yndisstundir ásamt börnum og barnabörnum. Með þessum fáu orðum viljum við þakka Dadda samfylgdina og votta aðstandendum okkar dýpstu samúð. Elsku Ella og fjöl- skylda, við viljum trúa því að þeir sem deyja séu ekki horfnir. Þeir eru bara komnir á undan (og búa í haginn fyrir okkur hin). Jafn- framt viljum við trúa því að skiln- aðarstundin héðan sé dagur sam- funda og fagnaðar á himnum. Guð blessi heimkomu baráttu- jaxlsins Skafta Hannessonar McClure. Svanhildur Árnadóttir og Vigfús Jóhannesson (Svansa og Ninni). Skafti Hannesson McClure Kvödd er í dag elskuleg móðursyst- ir mín, Kristín Sveinsdóttir. Allar mínar æsku- minningar eru tengdar Kristínu frænku minni á einhvern hátt. Fyrsta minning mín um Kristínu er þegar við renndum okkur nið- ur stigann í Gerðaskóla. Þá var ég fjögurra ára, hún tuttugu og eins! Kristín Sveinsdóttir ✝ Kristín Sveins-dóttir fæddist 13. október 1923. Hún lést 18. ágúst 2020. Útför Kristínar fór fram 2. sept- ember 2020. Minningarnar sem hún lætur eftir sig eru mér ákaflega ljúfar. Ég man vel þegar ég ungur drengur fékk að fara til Emils og Stínu frænku í Eski- hlíð í Reykjavík. Þá er mér einnig minnisstætt þegar hún færði mér af- mælisgjöf og jólagjöf. Ég fékk alltaf harða pakka en ekki mjúka! Um langt skeið sá hún um heimili foreldra sinna í Skólatröð 4. Hún kom til dæmis flesta virka daga og sá um hádegismat og leit til með móður sinni, sem oft var veik. Hún átti yndislegar þrjár dætur sem ég hlakkaði alltaf til að hitta. Ég á Stínu frænku minni afar margt að þakka, ekki síst elsku- semi, umhyggju, ættrækni, ein- læga vináttu, hlýja nærveru og afar ljúfa samfylgd. Eiginmaður hennar var Emil S. Guðmundsson. Hann lést árið 2012. Þau hjónin lögðu áherslu á að halda góðu sambandi við stór- fjölskylduna. Þau voru góð heim að sækja. Stína og Emil voru dætrum sínum góðir foreldrar og eins og ein þeirra sagði um Emil: „Hann var kletturinn í fjölskyld- unni.“ Móðir mín varð snemma veik af illvígum sjúkdómi. Emil og Kristín reyndust henni afar vel. Þau hjónin tóku hana oft heim til sín þar sem hún gat dvalið lang- dvölum. Við systkinin eigum þeim því margt að þakka. Kristín var síðasti hlekkur sinnar kynslóðar í okkar fjöl- skyldu. Hún var mjög frændrækin. Mér fannst gaman að hún mundi afmælisdaga allra í fjölskyldunni og það var víst að hún hringdi í af- mælisbörnin. Hún gleymdi eng- um. Hin síðustu ár var Kristín veik og þurfti aðstoð enda búin að lifa langan dag. Guðbjörg dóttir hennar hjálpaði móður sinni og gerði henni kleift að búa á heimili sínu eins lengi og hægt var. Far þú í friði elskulega frænka mín og berðu kveðju okkar sem enn eigum ekki heimangengt. Ljúft er að minnast þín. Gylfi Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.