Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. 40 ára Edda Rut ólst upp í Garðinum en býr núna í Garðabæ. Edda Rut er viðskipta- fræðingur að mennt og starfar sem fram- kvæmdastjóri mann- auðs- og samskipta- sviðs Eimskips. Maki: Tryggvi Björnsson framkvæmda- stjóri, f. 1979. Dætur: Sóley Birta, f. 2004, Katla, f. 2005, Ása Kristín, f. 2009 og Karen Lilja, f. 2013. Foreldrar: Björn Finnbogason, f. 1962, rafvirki sem býr í Kópavogi. Gréta Þóra Björgvinsdóttir, f. 1963. Hún starfar í Frí- höfninni og býr í Njarðvík. Edda Rut Björnsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú vildir helst vera einhvers staðar annars staðar í ljúfum draumum. Njóttu þess að eyða tíma með fjölskyldunni. 20. apríl - 20. maí  Naut Afstaða þín getur gert útslagið í ákveðnu máli. Ekki láta það trufla þig þótt ekki séu allir sammála þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú getur ekki breytt heiminum og ættir að líta þér nær og koma jafnvægi á eigið líf. Gefðu þér tíma til að meta það sem þú hefur eignast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú telur mikilvægt að bæta sam- skipti þín við maka þinn. Umhyggja þín fyr- ir sjálfum þér gefur þér sjálfstraust. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er margt sem gengur þér í hag- inn þessa dagana. Raðaðu hlutunum í for- gangsröð og einbeittu þér að einum hlut í einu og þá fara hjólin að snúast. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Óþreyja hefur sínar góðu hliðar, svo ekki láta hendur fallast ef þú hugsar þér til hreyfings. Taktu þér tíma til að undirbúa hvern dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur jákvæð áhrif á samstarfs- menn þína með því að sýna þeim vinsemd og umhyggju. Verkefni sem þú vinnur að mun ganga einstaklega vel. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú veist hvaða stefnu á að taka og þarft því að beina öðrum inn á réttar brautir. Leggðu metnað þinn í að vinna það vel sem þú tekur þér fyrir hend- ur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gætir ruglað saman minni og stærri forgangsmálum í dag. Reyndu að komast að því hvað þarfnast tafarlausrar úrlausnar og gakktu svo ákveðinn til verks. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samstarfsmaður þinn leitar til þín með flókið mál til úrlausnar. Innsæi þitt mun nýtast þér vel og brátt mun lausnin liggja fyrir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er óvenjumikill hraði á þér. Ef þú þarft að vera í miklum samskiptum við fólk er hætt við að þú bregðist óþarf- lega harkalega við hlutunum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt hitta fólk sem hefur sömu áhugamál og þú ef þú bregður þér oftar af bæ. Þú ákveður að verja fé til breytinga og lagfæringa á heimilinu. H örður Torfason fædd- ist 4. september 1945 í Reykjavík og ólst þar upp eins og eft- irstríðsárabörn þess tíma og var í sveit á sumrin. „Ég var vestur í Ögri við Ísafjarðardjúp, í Grímstungu í Vatnsdal og víðar. Þetta var dýrmæt reynsla fyrir borgarbarnið og maður lærði að vinna í sveitinni.“ Hann segist líka muna eftir að hafa farið á engin þar sem slegið var með orfi og ljá. „Svo má ekki gleyma mikilvægi þess að læra að umgangast dýr. Maður fékk til umráða hest yfir sumarið sem var ábyrgðarhluti og kenndi mér mikið.“ Á mölinni gekk Hörður í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og útskrif- aðist þaðan árið 1966 frá verslunar- deild. Þá var Hörður þegar byrjaður að syngja, enda stóð hann fyrst á sviði tólf ára gamall og flutti söngva eftir sig. Hann fór í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins vorið 1970. „Leik- listin hefur alltaf heillað mig, allt frá því að ég var sjö ára gamall og sá Ferðina til tunglsins í Þjóðleikhúsinu og það má segja að ég hafi ekki farið úr leikhúsinu síðan.“ Í apríl 1971 kom fyrsta plata Harðar af 26 út, þar sem lög eins og Ég leitaði blárra blóma, Þú ert sjálf- ur Guðjón og Dagurinn kemur og dagurinn fer urðu gífurlega vinsæl, svo aðeins nokkur séu nefnd. Fram- tíðin virtist björt hjá hinum unga listamanni, hvort sem var í leiklist- inni eða tónlistinni næstu árin. Síðan kom hið fræga viðtal í Samúel 1. ágúst 1975 þar sem þáttaskil urðu í lífi Harðar. Eins og frægt er orðið opinberaði Hörður samkynhneigð sína í viðtalinu, fyrstur Íslendinga, og segja má að það hafi verið eins og sprengja á tímabili þar sem persónu- leg málefni voru aldrei rædd upphátt og samkynhneigðir voru ósýnilegur hópur í samfélaginu. „Þetta var mjög erfitt tímabil fyrir mig persónulega og má segja að ég hafi hrökklast úr landi árið 1977 og ég fór til Kaup- mannahafnar.“ Viðtalið og þeir erfiðleikar sem því fylgdu settu bar- áttu samkynhneigðra í kastljósið og sýndi þörfina fyrir viðurkenningu og sjáanleika í samfélaginu og var Hörður fremstur í því starfi fyrstu árin. „Ég leit á það sem skyldu mína að ljúka því verki sem ég hafði hafið og nýtti reynslu mína sem leikstjóri til að koma saman pólitísku baráttu- afli fyrir samkynhneigða og linnti ekki látum fyrr en mér tókst að koma saman hópi sem ég svo skýrði Samtökin 78 og má segja að það hafi aðeins tekist vegna þess að ég fékk til liðs við mig Guðna Baldursson sem varð fyrsti formaður Samtak- anna 78. Það var mikil gæfa að Guðni skyldi vera fastráðinn hjá rík- inu og eiga sína eigin íbúð. Þú sérð um Reykjavík og ég sé um lands- byggðina, sagði ég við Guðna og lagði af stað í áratuga ferðalag um landið með sýnileikann sem förunaut og vin flytjandi sungnar og sagðar sögur. Hörður minnist þess að þegar hann talaði við foreldra sína og sagði þeim að hann væri samkynhneigður, sem í þá daga var sagt að vera „öðru- vísi“ og jafnvel glæpsamlegt, tóku þau því vel. „Maður getur ekki verið neitt annað en maður sjálfur og það er aldrei rangt að elska,“ sögðu þau við hann og segja má að þessi skila- boð hafi litað allt líf Harðar. „Þetta er sá boðskapur sem ég hef verið að flytja til fólks án þess að vera að pre- dika. Ég vil bara segja við fólk að það eigi val. Þú þarft ekkert að leita að sjálfum þér, því þú ert þú. Þegar fólk segist vera að leita að sjálfu sér finnst mér að það snúist oft um að sætta sig við hver maður er.“ Svo bendir hann líka á hvað það er mikil- vægt að tala saman og ekki síst að hlusta á aðra. „Það er þessi heim- speki að ef þú virkilega hlustar á aðra, þá heyrir þú í sjálfum þér.“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þessum upphafsdögum baráttu sam- kynheigðra og núna 1. ágúst sl. gaf Hörður Torfason leiksviðsmaður og söngvaskáld – 75 ára Morgunblaðið/Kristinn Tímamótaverk 75 sungnar sögur komu út 1. ágúst sl. en nafnið vísar í 75 ára afmæli Harðar og útgáfu viðtalsins fræga í Samúel fyrir 45 árum. Maður getur ekki verið neitt annað en maður sjálfur Morgunblaðið/Kristinn Söngvaskáld Hörður Torfason í Borgarleikhúsinu árið 2010 en hann hefur haldið bæði vor- og hausttónleika áralega um áratuga skeið. 60 ára Gestur fædd- ist á Akranesi, en fluttist ungur til Reykjavíkur en býr nú á Höfn í Hornafirði. Hann vinnur hjá KASK flutningum í Horna- firði. Gestur er for- maður Golfklúbbs Hornafjarðar en einnig er hann liðtækur briddsspilari. Maki: Jóna Margrét Jóhannesdóttir, f. 1965, skrifstofumaður. Börn: Anita f. 1982, Jóhannes f. 1988, Rúnar Þór f. 1991 og Anna Lilja f. 1995. Foreldrar: Halldór Grímsson, f. 1940, fv. bóndi og Anna Lilja Gestsdóttir, f. 1941, fv. starfsmaður á Elliheimilinu Grund. Þau skildu. Gestur Halldórsson Til hamingju með daginn Vinirnir Árni Geir Ásgeirsson og Steinar Orri Steingrímsson gengu í hús í Fossvog- inum, sungu og héldu leikrit til þess að safna fé til styrktar Rauða krossinum. Þeir komu með afraksturinn, heilar 4.462 krónur, til Rauða kross Íslands og þökkum við þeim kær- lega fyrir þeirra fram- lag til góðgerðarmála. Fjáröflun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.