Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 var glæsileiki á stigi sem maður tengir við kvikmyndastjörnur um miðja 20. öld eða einfaldlega við kóngafólk. Þessi sami glæsileiki var einnig til staðar í þínum per- sónuleika og í hjarta þínu. Þú varst óþrjótandi uppspretta kær- leiks, örlætis og vinsemdar. Ég gæti endalaust þulið upp jákvæð lýsingarorð til að lýsa þér, amma mín. Hvar sem þú ert, þá vona ég að Barnaby sé stöðugt í gangi og að súkkulaðimolarnir séu óþrjót- andi. Hvíldu í friði, elsku amma. Ragnar Örn Arnarson Clausen. Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Ég lofa góðan Guð, sem gefur dag og nótt, minn vökudag, minn draum og nótt. Kom, nótt, með náð og frið, kom nær, minn faðir hár, og legðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl, hvert brot og sár. (Sigurbjörn Einarsson) Góð vinkona til áratuga hefur kvatt okkur um stund. Hún Þóra var ótrúleg kona og við urðum öll örlítið betri manneskjur fyrir að eiga hana að vini. Lífið fór þó ekki alltaf silki- hönskum um hana, en alltaf stóð hún keik og stóð af sér alla storma. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur þegar við hittumst og skeggræddum hlutina fram á nótt. Hún var aldursforsetinn í hópnum, en við hin farin að gleyma og þá var gott að geta flett upp í Þóru, sem var stál- minnug og fjölfróð. Nú er rödd hennar þögnuð, en hjól tímans snýst hratt og vissan um að lífið er andartak af eilífð- inni veitir þeim sem eftir standa huggun. Sorg og söknuður hreiðrar um sig í hjartanu svo undan svíður, en fullvissan um að hún lifir þar sem ljósið ekki deyr hjálpar þeim sem misst hafa. „Við hittumst í landinu, þangað sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar.“ (Jökull Jakobsson) Ásta og Hendrik (Binni). Hún Þóra er einn stærsti per- sónuleiki sem ég hef kynnst. Hún var glæsileg í framgöngu og við- mótið hennar var hlýtt og blítt en máttugt. Allt frá okkar fyrstu kynnum við kirkjukórsöng í Lundúnum á níunda áratugnum til vináttu hin síðari ár stækkaði hún hvunndaginn, færði hann á einhvern betri eða fallegri stað. Galdur Þóru var mildin. Með sínu brosi, vingjarnlegum svip- brigðum, vel völdum orðum eða þögninni þegar við átti sýndi hún í senn styrk og mildi. Og æðru- leysið var alltaf hennar förunaut- ur. Þóra var eins og hún var og þannig kenndi hún mér allt um mátt mildinnar. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Jóhanna og ég kveðjum góðan vin með söknuði og sendum Björgólfi og fjölskyldu innilegar samúðaróskir við fráfall ein- stakrar eiginkonu og ættmóður. Ásgeir Friðgeirsson. Það er sárt að kveðja mína elskulegu vinkonu, Þóru. Hún var einstök manneskja, jafn fal- leg innan sem utan, hlýjan og við- mótið svo eftir var tekið og inni- leikinn ósvikinn. Æviárin voru orðin nokkuð mörg, en það var víðsfjarri að finna fyrir því. Hún var alltaf til í allt, ef svo má að orði komast. Þær eru bjartar minningarnar sem koma upp í hugann, allt frá tjaldútilegum með krakkana í gamla daga, samveru með fjöl- skyldunum, matreiðslunám- skeiða, puði okkar við frönskuna hjá Alliance til tónleika- og leik- húsferða á seinni árum. Þóru var svo margt gott gefið. Hún var létt í lund, æðrulaus, trúuð, traust og velviljuð. Innri styrkur hennar var mikill og hún var þeirrar trúar að áföllin í líf- inu, sem hún fór ekki varhluta af frekar en við hin, væru til að læra og styrkjast af. Lífsgleði og lífsleikni voru ein- kenni hennar í daglega lífinu. En Þóra mín var ekki skaplaus og lét í sér heyra ef réttlætiskennd hennar var misboðið. Gestgjafi var hún par excellence og ann- álaður meistarakokkur. Minnist ótal góðra og skemmtilegra stunda hjá þeim Bjögga. Með trega og þakklæti kveð ég mína góðu vinkonu og óska henni góðrar heimkomu í kosmósið sem hún trúði á. Elsku Bjöggi og fjölskylda öll, ég og fjölskylda mín samhryggj- umst og vottum ykkur innileg- ustu samúð. Megi allar góðar vættir vera með ykkur og nú dveljum við með öllum góðu minningunum. Guðbjörg R. Jónsdóttir. Við Þóra Hallgrímsson hitt- umst fyrst í undirbúningsdeild Verslunarskólans fyrir 75 árum og urðum þann vetur sessunaut- ar og góðar vinkonur. Þóra var glæsileg ung stúlka, skemmtileg og hlý. Sumarið þar á eftir höfðum við ekkert samband en ég hlakkaði til að hitta hana aftur um haustið, þegar við myndum hefja námið í fyrsta bekk. En Þóra mætti ekki, því hún var komin í annan skóla einhvers staðar í útlöndum. Svo liðu áratugir án þess að við hittumst eða hefðum sam- band. Þá gerðist það fyrir nokkrum árum, að við sem gamlar og lífs- reyndar konur hittumst óvænt á hárgreiðslustofunni Senter; – en reyndar varð Þóra aldrei gömul – hún var enn glæsileg kona, bar höfuð hátt og hafði enn sitt fal- lega bros og hlýja glampann í augunum. Þarna varð fagnaðarfundur og það var bara rétt eins og að við hefðum hist síðast í gær! – við hlógum, eins og í gamla daga. Eftir þetta hittumst við þarna reglubundið. Við vorum sömu dagana og á sama tíma hvor hjá sínum hárgreiðslumeistaranum en slepptum því aldrei að heilsast og kveðjast og spjalla svolítið um leið. En síðast þegar ég mætti þarna á hárgreiðslustofunni, þá mætti Þóra ekki og ég saknaði hennar – en hlakkaði líka til að hitta hana næst; – en hún kom ekki næst. Svo las ég fréttina um andlát Þóru og ég er þakklát fyr- ir þær góðu stundir sem við átt- um saman bæði í æsku og elli. Innilega votta ég Björgólfi og fjölskyldunni samúð mína. Sigríður Björnsdóttir. Í dag kveðjum við dásamlega manneskju. Þóra Hallgrímsson var sui generis – einstök og fór sínar eigin leiðir í níutíu ár, allt frá barnæsku til hárrar elli. Bar- næska og há elli – sagt er um sum börn að þau séu fædd full- orðin. En engan þekkti ég nema Þóru, sem aldrei varð öldrun og hrörnun að bráð, aldrei gömul, hélt bara sínu striki, útgeislunin jókst ef eitthvað var með árun- um, hugurinn skýr, hún kunni að eldast með reisn. Alltaf eins og óumbreytanleg, bar sig höfðinglega, glæsileg, lát- laus, vönduð, smekkleg. Bylgj- andi hárið sem rammaði inn fal- legt andlitið. Þóra var einatt þannig uppfærð að hún hefði sómt sér hvar sem var og alltaf smellpassað inn í aðstæður. Útgeislunin einstök, töfrandi, smitandi. Þannig var hún fyrir örfáum vikum síðan að koma úr hárgreiðslu hjá Svavari og fal- legri en allar konurnar á stofunni samanlagt, níræð plús. Stolt og uppkomið barna„barnið“ að sækja ömmu, fegurðin í sam- skiptum þeirra djúp og einlæg. Bein í baki, brosið töfrandi, negl- urnar eldrauðar. Kærkomið að hitta Þóru, ólýs- anleg upplifun á þessum Covid- tímum. Það var nefnilega ekkert hversdags til þar sem Þóra var annars vegar, því hún var sjálf alltaf spari í öllu sínu látleysi, þolinmæði og ró. Lífið tók kipp við þennan litla óvænta fund, allt virtist gott, geislar júlísólarinnar urðu sterkari. Þóra hafði rétt enn einu sinni galdrað hvunndaginn burt. Hún breiddi út faðminn sinn til mín og ég fann hvernig hlýjan streymdi frá henni. Fallega bros- ið hennar bræddi allt og alla í kringum hana og náði svo sann- arlega til augnanna og hjartans. Ég fann sterk áhrif af nærveru hennar og íhugaði lengi eftir okk- ar fund, hve einstakar þær manneskjur eru sem stækka aðra með nærveru sinni, umvefja kærleika, smita af lífsgleði, hlýju og húmor. Já, hún Þóra hafði svo sannarlega mikil mótandi áhrif á sitt eigið fólk og samferðamenn alla. Hún hækkaði ekki róminn, en nálægt henni urðu allir stillt- ari, kurteisari og „dannaðri“ svo slett sé úr dönsku að hefðar- kvenna sið. Hún var blátt áfram og æðrulaus og algjörlega laus við fordóma og dómhörku. Þóra var eins og margra hæða hús, ævintýrakona á heimsmæli- kvarða, en um leið mikil fjöl- skyldumanneskja með fólkið sitt í algjörum forgangi. Líf hennar var svo viðburðaríkt, að sá hefði fengið Oscarinn sem lagt hefði líf hennar fram sem handrit í Holly- wood. Kvikmynd hefði ekki dugað til, þáttaröð hið minnsta og fegurstu konur þar vestra hefðu slegist um hlutverk Þóru. Sú sem hlut- verkið hreppti hefði þurft margra mánaða þjálfun, í fallegu framkomunni, kurteisinni og þakklætinu sem henni var svo tamt að sýna í hverju spori. Þóru verður aldrei komið í skilgreint hólf, hún var allt annað en venjuleg. Líf hennar var lík- ara rússíbana en dansi á rósum, en hún lét ekkert buga sig, né stíga sér til höfuðs. Hvernig hún tókst á við áföll, yrði erfitt að túlka í kvikmynd, en væri efni í doktorsritgerð eina eða tvær. Við Kjartan þökkum Þóru ára- tuga samleið og vináttu, biðjum Guð að styrkja Björgólf og fjöl- skyldu þeirra alla á þessum miklu vegamótum. Sigríður Ásdís Snævarr. Þóra var gift honum Björgólfi föðurbróður okkar og við minn- umst hennar með djúpri þökk og virðingu. Frá barnæsku var hún stór hluti af fjölskyldulífinu og gegnum tíðina hefur hún verið okkur sannkölluð fyrirmynd og haft mikil áhrif á okkur. Þóra var glæsileg kona og mikill höfðingi heim að sækja, matarboð hennar eru ógleymanleg og með þeim hætti að þar kynntumst við mat- argerðarlist og framsetningu af hæsta gæðaflokki, enda var Þóra mikill fagurkeri. Aldrei var langt í næstu súkkulaðiskál eða ís og eftirréttirnir hennar vekja hjá okkur ljúfar minningar. Mest var þó vert um hitt, hversu blíð og góð hún var sjálf við okkur, hjálpsöm og raungóð, því rækt- arsemi hennar við fjölskylduna var einstök. Þóra var víðsýn, jákvæð og réttsýn. Aldrei heyrðum við æðruorð frá henni, umkvartanir eða neikvæðni og ævinlega stóð hún með sínu fólki. Þóra hafði mikil áhrif á okkur öll og viðmót hennar og lífsvið- horf munu skila sér áfram til komandi kynslóða í fjölskyldum okkar. Við kveðjum hana með þakklæti og söknuði. Blessuð sé minning Þóru Hallgrímsson. Guðmundur, Guðjón, Kristín og Úlfar. ✝ Gréta Guðjóns-dóttir fæddist á Landamótum í Vestmannaeyjum 6. apríl 1938. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Hraunbúðum 20. júní 2020. Foreldrar henn- ar: Guðjón Ólafsson frá Landamótum, skipstjóri í Vest- mannaeyjum, fæddur 30. janúar 1915, lést á Vífilsstöðum 4. maí 1992 og Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, ættuð frá Ólafsfirði, fædd 31. júní 1917, lést á Land- spítalanum 27. febrúar 1995. Sonur Grétu, Guðjón Sig- urbjörnsson, fædd- ur í Vest- mannaeyjum 22. febrúar 1958, lést á heimili sínu í Hafn- arfirði 2. maí 2006. Eftirlifandi bróðir Grétu: Frið- rik Ólafur Guð- jónsson, fæddur á Landamótum 4. janúar 1948, kvæntur Sigrúnu Birgit Sigurðardóttur, fædd í Vestmannaeyjum 23. nóvember 1946. Úför Grétu fór fram í kyrrþey að eigin ósk. Sigga amma og Gaui afi, for- eldrar Grétu og Guðjón sonur hennar taka örugglega opnum örmum á móti henni, það verða fagnaðarfundir í Sumarlandinu. Hún þráði það heitt síðustu árin að vera með þeim aftur, enda hafði allt hennar líf snúist um þau. Ég hef aldrei þekkt neinn sem hugsar svona vel um foreldrana sína eins og hún gerði. Reyndar gerði hún líf okkar allra sem stóðum henni næst betra og ánægjulegra. Hún saknaði Guðjóns mikið þau fjórtán ár sem hún lifði eftir andlát hans og er mér ómögulegt að skilja hvernig það er hægt að lifa það af. En Gréta var einstök kona sem vílaði ekkert fyrir sér. Reif sig upp frá Eyjum, flutti suður og kom sér vel fyrir í Hafnarfirði og starfaði lengst af hjá Íslandsbanka og vá hvað mér þótti smart að hún væri bankamær. Það ættu allir að fá að eiga eina Grétu frænku, hjá henni fengum við að baka, sulla og njóta. Allar minningar með henni eru gæddar svo miklum kærleika, það leyndi sér ekki hvað hún elskaði mig heitt og gaf mér endalausa um- hyggju og hlýju. Faðmurinn sem hún breiddi út hlýr og yndislegur. Hún var alltaf kölluð Gréta á Landó en það var lenska í Eyjum að gefa öllum skemmtilegri nöfn en fólk fékk í hefðbundinni skírn. Hún var ein af þessum sterku og sjálfstæðu konum sem svo sann- arlega höfðu áhrif á mína lífssýn og ég var svo stolt af henni. Þó hún væri oftast ein þá var eins og hún gæti allt sem hún vildi og ég veit það í hjarta mínu í dag að ég lærði margt af henni og tók hana mér til fyrirmyndar. Það var draumur einn að fá að vera hjá Grétu, gista eða kíkja í heimsókn. Heimilið var prýtt fal- legum munum frá útlöndum. Við dönsuðum saman við lögin hans Presley sem ég hélt lengi vel að væri vinur hennar, en hún tal- aði um hann eins og hann hefði verið í kaffi hjá henni í gær og ég var ein augu og eyru. Love me tender Love me sweet – var sung- ið hátt, ég skildi ekki þá hvað orðin þýddu, en þau áttu vel við því svo sannarlega fékk ég að kynnast skilyrðislausri ást og dillandi gleði allt til síðasta dags. Ég man hvað ég var upp með mér að segja frá því í skólanum að hún frænka mín fór með skipi til Evrópu og það er sko heljarinnar löng leið, mér fannst hún svo hug- rökk og flott. Börnin mín elskuðu Grétu sem gaf þeim svo mikla ást. Hún var alltaf í góðu skapi, það var hægt að hlæja að henni og með henni fram til síðasta dags. Hún dásamaði starfsfólkið á Hraun- búðum þar sem hún dvaldi síðustu árin, taldi sig vera svo lánsama að búa í svona lúxus og láta stjana við sig. Elsku Gréta, mínar hjartans bestu þakkir fyrir allt. Þín Guðbjörg Ósk. Meira: mbl.is/andlat Gréta Guðjónsdóttir Ég vil minnast vinar míns, Halldórs Þorbergssonar, eða Dóra eins og hann var alltaf kall- aður. Leiðir Dóra og Hilmars Símonarsonar, föður míns, lágu snemma saman. Dóri starfaði sem málari hjá pabba en á þess- um árum var mikil uppbygging fyrir austan. Margar vinnuferðir fóru þeir um Suðurfirði og víðar. Í för með þeim voru stundum Stebbi, Hreinn, Venni og Smári ásamt mér. Í einni slíkri voru þeir á Hornafirði að mála fjölbýlishús á Silfurbraut þegar einn smiður kom til þeirra og spyr: Hvað búa margir á Norðfirði? Hilmar segir að þar búi 1.780 manns. Þá spyr smiðurinn: Hvað hafa fæðst mörg börn á Norðfirði á þessu ári? Hilmar telur þau upp fyrir smið- inn sem síðan fer aftur til starfa. Þá segir Dóri: Hilli! Þú telur bara upp börn alþýðubandalagsfólks! Síðan líta þeir hvor á annan og hlæja. Þegar Hilmar lá á Landspítal- anum og ég var staddur hjá hon- um heyrði ég rödd fram á gangi segja: Er ekki Hilli Sím hér? Ég stóð upp og sá að þar var kominn Dóri, hans gamli vinur. Við tókum tal saman og ég sagði honum hvernig staðan væri með föður minn. Við gengum svo inn í her- Halldór Hilmar Þorbergsson ✝ Halldór HilmarÞorbergsson fæddist 21. júní 1944. Hann lést hinn 23. ágúst 2020. Útför hans fór fram 31. ágúst 2020. bergið til föður míns og þeir horfðu hvor á annan og tár runnu. Sannir vinir og félagar. Lífið er fljótt að fara frá okkur. Stundum er gott að staldra við og láta hugann reika um liðna tíma. Ég bið Guð að styrkja Diddu og þeirra börn. Nú er ferðin hafin hjá Dóra. Ferðin sem bíður okkar kristinna manna. Megi Kristur veita styrk í sorg og gleði. Thorvald Imsland. Það var þungt og sárt símtalið frá föður mínum þennan fallega sunnudag. Tilefnið sárt, sorglegt og litaði daginn og næstu daga. Dóri var giftur móðursystur minni og ómissandi hluti af lífi okkar allra sem eigum rætur að rekja til Skálateigs í Norðfirði. Ætíð á sunnudögum komu allir afkomendur saman hjá ömmu og afa í Skálateigi. Hvort sem tekin voru spil í hönd eða rökrætt um enska eða íslenska boltann, bíla, traktora eða landsins gagn var Dóri ómiss- andi hluti af þessum stóra og samhenta hópi. Það gat hitnað í kolum en aldr- ei man ég eftir að Dóri hafi talað illa um nokkurn mann. Það var ekki hans háttur. Dóri bjó yfir þessu jafnaðar- geði sem prýðir góðan dreng. Hafði gaman af fólki og leiddist ekki góð saga. Með lúmskan húm- or fyrir sjálfum sér og öðrum. Aðaláhugamálið var íþróttir og sérstaklega þó knattspyrnan, en hann var vel liðtækur á sínum yngri árum með Þrótti eins og bræður hans. Þetta var í upphafi gullaldar Þróttar, sem lengi lék í næstefstu deild þrátt fyrir að- stöðuleysi. Seinna meir í gegnum börnin og barnabörnin. Dóri var United- maður í gegn. Það var og er fyr- irgefið. Fyrst og fremst var Dóri mikill og góður faðir, afi og langafi og ber hinn stóri hópur vott um það. Dóri giftist móðursystur minni, Valgerði Jónsdóttur, Diddu í Skálateigi eða Diddu Dóra eins og hún er oftast kölluð. Dóri var oft kallaður Dóri Diddu og segir það æði margt um þeirra fallega samband. Dóri og Didda hafa verið órjúf- anlegur hluti af lífi okkar bræðra allt okkar líf, því leita margar og ljúfsárar minningar á hugann síðustu daga. Heimili þeirra hjóna var og er ætíð opið fyrir okkur bræður. Lengst af bjuggu þau í Miðstræti, á einum besta stað í bænum, og ber heimilið vott um natni og haga hönd þeirra hjóna. Það verð- ur því skrítið að koma austur og pínu tómlegt þegar höfðingjans nýtur ekki lengur við, en Mið- strætið er alltaf einn fyrsti við- komustaðurinn þegar austur er komið. Samt verður alltaf jafn ljúft að koma til móðursystur minnar enda er Didda einstök. Missir Diddu, barnanna, afa- og ömmubarna, langafa- og lang- ömmubarna er sárastur. Einnig eftirlifandi systkina Dóra. Fráfallið ótímabært og skyndi- legt. Traustur og gegnheill drengur góður hefur kvatt í bili. Blessuð sé minning Halldórs Hilmars Þorbergssonar. Minningarnar ylja. Davíð Heiðar Hansson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og frænka, INGIBJÖRG ÞURÍÐUR RAGNARSDÓTTIR, Álftahólum 4, Reykjavík, lést 15. ágúst á deild 11 G Landspítala. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu. Michelle L. Whitehouse Robert W. Whitehouse, Jr Kirsten E. Whitehouse Kyle R. Whitehouse Eric S. Lusher Ashlea L. Lusher Isabella L. Lusher Carter E. Lusher Isaac S. Lusher Kolbrún Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.