Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Heiðrún Lind Marteinsdóttir,framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið í vikunni og benti á að töluverður samdráttur hefði „orðið í sölu á sjávarafurðum frá því að kór- ónuveirufarald- urinn skall á“. Þá minnti hún á að miklar sveiflur væru þekktar í sjávarútvegi og að íslenskur sjávar- útvegur mundi standa af sér storminn og það væri „ekki síst vegna sveigjanleika hins íslenska fiskveiðistjórnunarkerfis og fjár- hagslegra sterkra og vel rekinna fyrirtækja“.    Hún bætti við að þetta væri fá-heyrt í sjávarútvegi á al- þjóðavísu: „Beggja vegna Atlants- hafs er nú keppst við að dæla fjármunum skattgreiðenda inn í sjávarútveg. Vegna áhrifa kór- ónuveirufaraldursins fá aðildarríki ESB alls 160,3 milljónir evra, jafn- virði um 26,4 milljarða íslenskra króna, til þess að styrkja sjávar- útveg og fiskeldi. Fjármunirnir koma úr evrópska sjávarútvegs- sjóðnum (The European Maritime and Fisheries Fund). Sjóðurinn hefur á tímabilinu 2014-2020 út- hlutað 6,4 milljörðum evra, jafn- virði um 1.050 milljarða íslenskra króna, til sjávarútvegs í ríkjum ESB. Í Bandaríkjunum var 300 milljónum Bandaríkjadala, jafn- virði um 41 milljarðs íslenskra króna, ráðstafað í sjóð til aðstoðar aðilum í sjávarútvegi sem orðið hafa fyrir áhrifum af COVID.“    Ísland býr vel að hafa skyn-samlegt stjórnkerfi fiskveiða og öflugan sjávarútveg. En í um- ræðum um þessi mál má aldrei gleyma því að hann keppir við nið- urgreiddan sjávarútveg í öðrum löndum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Í samkeppni við ríkisstyrki STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ ÞG verk átti lægsta tilboðið í fram- kvæmdir við uppsteypu og fullnað- arfrágang skrifstofubyggingar Al- þingis, en tilboðin fjögur sem bárust voru opnuð hjá Framkvæmdasýslu ríksins í gær. Tilboð ÞG verks var upp á 3.047 milljarða króna eða 93% af kostnaðaráætlun sem var 3.327 ma. kr. Tilboð Ístaks í verkið var 3.066 ma. kr., Eyktar 3.897 ma. kr. og ítalska fyrirtækið Rizzani de Eccher S.p.A bauðst til að taka verkið að sér fyrir 4.423 ma. kr. Gera má ráð fyrir að gengið verði að tilboði Eyktar. Útboðið tók til framkvæmda við jarðvinnu, uppsteypu og fullnaðar- og lóðarfrágangs hússins. Hönnun þess byggir á samkeppnistillögu Studio Granda sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni um hönnun hússins. Byggingin verður skrifstofu- og þjónustuhús Alþingis og mun standa við horn Tjarnargötu og Vonarstræt- is, beint fyrir norðan Ráðhúsið. Í byggingunni verða meðal annars skrifstofur alþingismanna og funda- aðstaða sem í dag er í hinum ýmsu húsum í Kvosinni í Reykjavík sem Alþingi hefur leigt fyrir starfsemi sína. Fyrirhuguð nýbygging, grunnhús á 4 hæðum ásamt 5. hæð og kjallara, er um 6.362 m2 að stærð. Þar af er bílakjallari um 1.300 m2. ÞG bauð lægst í byggingu Alþingis  93% af áætlun  Stórhýsi við Vonarstrætið  Fjögur tilboð bárust Tölvumynd/Studio Grandi Alþingi Svona mun nýbygging löggjafarsamkomunnar líta út. „Hið stóra verkefni stjórnvalda er að brúa bilið, taka utan um fólkið okkar og fyrirtæki á þessum tíma – ekki fram í tímann heldur núna, til að kreppan verði ekki langvarandi,“ sagði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, formaður Viðreisnar, á blaðamannafundi í gær. Þar lýstu hún og Jón Steindór Valdimarsson þeim verkefnum og aðgerðum sem brýnt er að stjórn- völd ráðist strax í til að mæta vanda fólks og fyrirtækja í landinu. Þau sögðu ljóst að ríkisstjórnin hefði enga áætlun til að mæta sam- drættinum í landinu vegna kórónu- veirufaraldursins og á þessum tíma- punkti væri það þjóðinni afar dýrkeypt að draga lappirnar, að því er segir í tilkynningu. Bregðast þurfi við yfirstandandi samdrætti með afgerandi og mark- vissum aðgerðum. Útlit er fyrir að niðursveiflan verði tímabundin og skammvinn, miðað við grunnspá Seðlabanka Íslands. Því verður meginþungi aðgerða stjórnvalda að miðast við þann veru- leika að ráðist verði í afgerandi að- gerðir strax til að brúa bilið fyrir fólk og fyrirtæki í landinu sem ástandið bitnar mest á. Þorgerður og Jón Steindór bentu á að það dygði lítið að dreifa aðgerð- um á árin 2022 eða 2023. Tillögur Viðreisnar eru sjö talsins og miða að því að draga úr neikvæðum áhrifum samdráttarins á líf og lífsviðurværi almennings. Meðal tillagna er að flýta og auka opinberar fram- kvæmdir, auka hvata í loftslags- málum, bregðast við auknu atvinnu- leysi með tímabundnum úrræðum fyrir fólk í atvinnuleit, fjárfesta í lýð- heilsu, efla nýsköpun og létta álögur á fyrirtæki. Segja stjórnvöld ekki vera með áætlun  Viðreisn með sjö tillögur til aðgerða í efnahagsmálum Morgunblaðið/Árni Sæberg Efnahagsmál Viðreisn kynnti tillögur sínar í gær í sjö liðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.