Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 26
BIKARKEPPNIN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ríkjandi bikarmeistarar Selfoss tryggðu sér í gær sæti í undan- úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta með sterkum 1:0-sigri á Íslandsmeisturum Vals á heima- velli. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði glæsilegt sigurmark á 75. mínútu og tíu mínútum síðar varði Kaylan Marckese víti frá Elínu Mettu Jensen og tryggði Selfyss- ingum sigur. Vann Selfoss einnig leik liðanna í Meistarakeppni KSÍ í byrjun tímabils og þá er Selfoss eina liðið sem hefur unnið Breiða- blik á tímabilinu. Selfossliðið er gríðarlega vel mannað og virðist loksins farið að sýna klærnar eftir erfiða byrjun í sumar. KR er sömuleiðis komið í undan- úrslit eftir 2:1-sigur á FH í Hafn- arfirði. KR tapaði fyrir Selfossi í úrslitum á síðasta ári, en liðið er aðeins einum leik frá því að komast í úrslit annað árið í röð. Nöfnurnar Katrín Ómarsdóttir og Katrín Ás- björnsdóttir tryggðu KR-ingum sigurinn og var sigurmark þeirrar síðarnefndu tíu mínútum fyrir leikslok einkar glæsilegt. Öruggt hjá Blikum og Þór/KA Þór/KA er þriðja liðið sem leikur í undanúrslitum annað árið í röð eftir 3:1-sigur á 1. deildarliði Hauka á heimavelli. Hin banda- ríska Vienna Behnke kom Haukum yfir úr víti á 56. mínútu en þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Berglind Baldursdóttir og Hulda Karen Ingvarsdóttir svöruðu fyrir Þór/ KA. Akureyrarliðið tapaði fyrir KR í undanúrslitum á síðasta ári og gæti fengið annað tækifæri til að slá KR-inga úr leik, dragist liðin saman. Varð KR síðast bikarmeist- ari 2008 en Þór/KA hefur aldrei orðið bikarmeistari. Breiðablik varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslit- unum en eins og við var að búast unnu Blikar öruggan sigur á ÍA úr 1. deild á útivelli, 5:0. Agla María Albertsdóttir gerði tvö mörk fyrir Breiðablik og þær Rakel Hönnu- dóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Vigdís Edda Friðriksdóttir komust einnig á blað. Breiðablik varð síð- ast bikarmeistari árið 2018 með sigri á Stjörnunni í úrslitum. Dregið verður í undanúrslit 10. september, en á sama tíma verður dregið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Verða undanúrslitaleikirnir spilaðir í byrjun nóvember og úr- slitaleikurinn 6. nóvember. Selfoss vann meistaraslag  Þrjú af fjórum aftur í undanúrslit Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mark Katrín Ómarsdóttir fagnar fyrsta marki leiksins á Kaplakrikavelli. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Mjólkurbikar kvenna 8-liða úrslit: FH – KR.................................................... 1:2 Selfoss – Valur .......................................... 1:0 Þór/KA – Haukar ..................................... 3:1 ÍA – Breiðablik ......................................... 0:5 Lengjudeild kvenna Keflavík – Fjölnir ..................................... 2:1 Augnablik – Tindastóll............................. 0:4 Staðan: Tindastóll 11 9 1 1 30:5 28 Keflavík 11 7 3 1 31:12 24 Haukar 10 6 2 2 18:9 20 Grótta 11 5 4 2 15:12 19 Afturelding 10 4 3 3 14:13 15 Augnablik 10 3 3 4 14:23 12 ÍA 10 1 6 3 16:18 9 Víkingur R. 11 2 3 6 13:22 9 Fjölnir 11 1 1 9 5:23 4 Völsungur 9 1 0 8 5:24 3 4. deild karla D Kría – Smári.............................................. 4:2 Mídas – Árborg....................................... 1:10 Staðan: Kría 12 9 3 0 48:23 30 KH 11 8 1 2 37:16 25 Árborg 12 7 2 3 42:19 23 Smári 13 6 1 6 24:31 19 Hvíti riddarinn 12 6 0 6 31:26 18 KB 12 3 1 8 26:44 10 Hörður Í. 11 2 1 8 22:32 7 Mídas 13 1 3 9 19:58 6 Þjóðadeild UEFA A-DEILD: 4. riðill: Þýskaland – Spánn................................... 1:1 Úkraína – Sviss......................................... 2:1 B-DEILD 3. riðill: Rússland – Serbía..................................... 3:1 Tyrkland – Ungverjaland........................ 0:1 B-DEILD: 4. riðill: Búlgaría – Írland...................................... 1:1 Finnland – Wales...................................... 0:1 C-RIÐILL: 3. riðill: Moldóva – Kósóvó .................................... 1:1 Slóvenía – Grikkland................................ 0:0 D-RIÐILL: 1. riðill: Lettland – Andorra .................................. 0:0 Færeyjar – Malta ..................................... 3:2  NBA-deildin Austurdeild: Úrslitakeppni, 2. umferð: Milwaukee – Miami .......................... 114:116  Staðan er 2:0 fyrir Miami. Vesturdeild: Úrslitakeppni, 1. umferð: Houston – Oklahoma........................ 104:102  Houston vann 4:3.   Íþrótta- og ól- ympíusamband Íslands, ÍSÍ, út- hlutaði í gær rúmlega 150 milljónum króna úr sértækum að- gerðum vegna áhrifa kórónu- veirunnar, að undangengnu umsóknarferli. Úthlutunin byggist á tillögum vinnuhóps. Knattspyrnufélagið Valur fékk langhæsta styrkinn eða rúmlega 17 milljónir króna. Kefla- vík fékk rétt tæplega 12 milljónir. Haukar og Fimleikasamband Ís- lands fengu rúmar 11 milljónir, Stjarnan rúmar 9 milljónir og Hestamannafélagið Geysir rúmar 8 milljónir. Þann 26. maí sl. var aug- lýst eftir umsóknum vegna sér- tækra aðgerða frá sambandsaðilum og íþrótta- og ungmennafélögum sem höfðu orðið fyrir tapi eða tekjufalli vegna viðburða sem hætt var við á vormánuðum, vegna kór- ónuveirunnar. Til úthlutunar voru eftirstöðvar fjárframlags ríkisins, um það bil 150 milljónir króna. ÍSÍ styrkti félög um 150 milljónir Líney Rut Halldórsdóttir KNATTSPYRNA EM karla U21: Víkingsvöllur: Ísland – Svíþjóð............16:30 Í KVÖLD! ÞJÓÐADEILDIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það verður á brattann að sækja fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þegar liðið tekur á móti Englandi í 2. riðli Þjóðadeild- ar UEFA á Laugardalsvelli á morgun. Ragnar Sig- urðsson (94 landsleikir), Ar- on Einar Gunn- arsson (87 lands- leikir), Jóhann Berg Guðmunds- son (75 lands- leikir), Gylfi Þór Sigurðsson (74 landsleikir) og Alfreð Finnbogason (57 landsleikir) eru allir fjarver- andi. Aron Einar, Gylfi, Jóhann Berg og Ragnar voru allir í byrjunarliði íslenska liðsins sem vann frækinn 2:1-sigur gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í Nice hinn 27. júní 2016. Birkir Bjarnason (84 lands- leikir), Kári Árnason (83 lands- leikir), Ari Freyr Skúlason (72 landsleikir), Hannes Þór Hall- dórsson (69 landsleikir), Kolbeinn Sigþórsson (57 landsleikir) og Jón Daði Böðvarsson (48 landsleikir) voru einnig í byrjunarliði íslenska liðsins í Nice en þeir eru allir í landsliðshópi þjálfarans Eriks Hamréns. Birkir Már Sævarsson er hins vegar ekki í hópnum en hann var hægri bakvörður í títtnefndum leik og hélt leikmönnum á borð við Ra- heem Sterling og Marcus Ras- hford niðri í Frakklandi. Gömlu góðu gildin Það verður að teljast ansi líklegt að Hamrén leggi traust sitt á reyndustu leikmenn liðsins gegn Englandi en Emil Hallfreðsson (71 landsleikur) er einnig í hópnum og mun að öllum líkindum byrja gegn enskum á laugardaginn kemur. „Það segir sig alveg sjálft að fjarvera þessara lykilmanna veik- ir okkur,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, fyrrverandi landsliðs- maður í knattspyrnu og aðstoð- arþjálfari Fylkis í efstu deild, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Gylfi og Jói hafa verið tveir af okkar allra mikilvægustu leik- mönnum fram á við undanfarin ár og hefur sóknarleikur liðsins mik- ið farið í gegnum þá tvo. Aron og Raggi hafa svo verið máttarstólparnir í varnarleiknum þannig að við erum að missa fjóra af okkar sterkustu leikmönnum á undanförnum árum. Alfreð hefur líka verið stór hluti af liðinu á síðustu árum þannig að það gefur augaleið að við erum veikari núna en oft áð- ur,“ bætti Ólafur við en miðju- maðurinn á að baki 36 A- landsleiki fyrir Ísland. Ólafur Ingi á von á hörkuleik gegn Englandi en enska liðið er sem stendur í fjórða sæti FIFA- listans. „Ég held að aðalatriðið fyrir okkur í þessu öllu saman sé að við höldum í okkar gildi og það sem við höfum verið að gera á und- anförnum árum. Hvort þjálfarateymið stillir upp með 4-4-2 eða 4-2-3-1 þarf bara að koma í ljós en ég reikna fastlega með því að uppleggið verði svipað og undanfarin ár: Verjast vel, gera sem fæst mistök og sækja svo hratt þegar tækifæri gefst. Föstu leikatriðin verða okkur áfram mikilvæg og við þurfum að nýta þau eins vel og kostur er. Að endingu þarf liðið svo að verjast sem ein heild og vera beinskeytt í öllum sínum sókn- araðgerðum.“ Spennandi leikmenn í hópnum Ólafur Ingi er spenntur fyrir leiknum og segir mikilvægt að leikmenn íslenska liðsins njóti þess að mæta stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar. „Það verður gaman að sjá hvernig við munum stilla upp á laugardaginn (morgun) og hvort við munum sjá yngri leikmenn fá tækifæri. Það eru mjög spennandi leik- menn í hópnum eins og Andri Fannar Baldursson sem dæmi og maður hefur lítið séð af honum. Þetta verður ákveðið púsluspil og hörkuvinna fyrir þjálfarana en að sama skapi er þetta er virkilega skemmtilegt verkefni fyrir lands- liðið og leikmennina auðvitað að taka þátt í,“ bætti Ólafur Ingi við. Hörkuvinna fyrir þjálfara- teymið fram að leiknum  Ólafur Ingi býst við svipuðu uppleggi hjá landsliðinu og undanfarin ár Morgunblaðið/Eggert Landliðsæfing Kolbeinn Sigþórsson á æfingu í vikunni. Síðast þegar liðin mættust skoraði hann sigurmarkið. Ólafur Ingi Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.