Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir lilja@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra breytingar á sóttvarnatakmörkun- um innanlands. Þórólfur leggur til að samkomutakmörk verði færð úr 100 í 200 manna hámarksfjölda. Þá legg- ur hann til að eins metra reglan eigi við alla í stað tveggja metra regl- unnar. Eins metra reglan hefur verið í gildi fyrir skólastarf undanfarnar vikur. Á upplýsingafundi almanna- varna í gær kom fram að Þórólfur hefði lagt til að nýjar reglur tækju gildi 7. september og yrðu endur- skoðaðar að tveimur til þremur vik- um liðnum. Á meðal annarra tillaga Þórólfs er að skemmti- og veitinga- staðir fái áfram að hafa opið til klukkan 23 á kvöldin, að fjöldatak- markanir í sundlaugum færist úr 50% getufjölda í 75% og að íþrótta- viðburðir verði áfram leyfðir með 200 manna sótthólfum. 220 greinst frá 15. júní Frá 15. júní hafa um 220 einstak- lingar greinst með kórónuveiruna innanlands. Fimm hafa þurft á spít- alavist að halda en enginn er nú inni- liggjandi. Flestir þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví við greiningu. Að sögn Þórólfs fer fjöldi þeirra sem greinast með virkt smit á landamær- um vaxandi, þrátt fyrir samdrátt í komu ferðamanna. Alls hafa um 100 greinst með virkt smit á landamær- unum. Þar af eru 16 einstaklingar sem fengu neikvæða niðurstöðu úr fyrri sýnatöku en greindust jákvæð- ir í þeirri síðari. Um 60% þeirra sem greinst hafa á landamærum eiga lög- heimili hérlendis. Alls hefur fjöldi greindra smita á landamærum tí- faldast hlutfallslega síðan reglur um tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli tóku gildi 19. ágúst síð- astliðinn. Þórólfur segir það „óvarlegt“ að segja til um hvenær hægt verður að slaka á aðgerðum á landamærum. „Það er ekki ráðlegt að slaka á á hvorum tveggja vígstöðvum, bæði innanlands og á landamærum, sam- tímis. Ef maður á að velja á milli held ég að það sé skynsamlegra að byrja að slaka á hér innanlands, síðan verðum við bara að feta okkur áfram. Þetta er bara eins og að fara yfir stórfljót, við verðum að fara rólega og sjá hvert hvert skref leiðir okkur í raun og veru,“ segir Þórólfur. Þór- ólfur var á upplýsingafundinum spurður út í gagnrýni þeirra sem telja aðgerðirnar umfram tilefni, enda smit ekki jafn útbreidd hér- lendis og víða annars staðar. „Við er- um með lítið smit og lítið vandamál hér út af þessum aðgerðum sem við höfum verið að grípa til. Það er ástæðan,“ sagði Þórólfur þá. Greiningum gæti fækkað Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu, var gestur fundarins í gær. Óskar sagði að vísbendingar væru um breytingar á tíðni krabbameins- greininga hérlendis. Hann hvetur fólk til að veigra sér ekki við að leita sér heilbrigðisþjónustu á tímum heimsfaraldurs. Óskar segir það ekki staðfest að breytingar hafi orðið hérlendis en í Skandinavíu hefur til að mynda dregið úr greiningu lungnakrabbameins. „Og það er væntanlega ekki vegna þess að það sé minna um það. Það er frekar að það muni greinast síðar,“ sagði Ósk- ar. Að sögn Óskars gæta allar heil- brigðisstofnanir ýtrustu sóttvarna og það sé öruggt fyrir fólk að leita sér læknisaðstoðar þrátt fyrir far- aldurinn. Hann segir mikilvægt að halda starfseminni eins eðlilegri og mögulegt er. „Þess vegna þurfum við að sinna þessum sóttvörnum.“ Hefur lagt til nýjar sóttvarnareglur  200 manna hámarksfjöldi  Eins metra regla fyrir alla Ljósmynd/Almannavarnir Kórónuveirufaraldurinn Rögnvaldur Ólafsson, Þórólfur Guðnason og Ósk- ar Reykdalsson sátu fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarna í gær. Innanlands Landamæraskimun: Virk smit Með mótefni Beðið eftir mótefnamælingu Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní til 2. sept. 612 einstaklingar eru í sóttkví 2.128 staðfest smit 96 eru með virkt smit Heimild: covid.is 17,7 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 220.898 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 129.572 sýni 20 15 10 5 0 Nýgengi smita innanlands: júní júlí ágúst Stóðhesturinn og gæðingurinn Kveikur frá Stangarlæk hefur verið seldur til hrossaræktenda í Danmörku. Hann hefur staðist læknisskoðun og gengið verður endanlega frá kaupunum á næstu vikum. Kaupendurnir stefna að því að flytja hann út í haust. Ræktendur Kveiks eru hjónin Birgir Leó Ólafsson og Ragna Björnsdóttir á Stangarlæk. „Landsmótið í sumar átti að vera hans síðasta mót. Þegar landsmótinu var frestað vegna kórónuveirunnar breyttust okkar áform og við fórum að íhuga að selja hann á þessu ári,“ segir Birgir Leó. Þau voru með ákveðið verð í huga og kaup- andi hafði samband og gekk að því. Verðið er trúnaðar- mál, að sögn Birgis. Kveikur kemur úr ræktun Birgis og Rögnu, fædd 2012. „Við sáum frekar snemma hvað hann var sérstakur og efnilegur hestur,“ segir Birgir en Kveikur er undan Rakettu frá Kjarnholtum og Sjóði frá Kirkjubæ. Hann fór í tamningu og þjálfun til Aðalheiðar Önnu Guðjóns- dóttur og Reynis Arnar Pálmasonar í Margrétarhofi og hefur Aðalheiður Anna sýnt Kveik í þau skipti sem hann hefur verið sýndur. Hafa þau fengið góða dóma í sýn- ingum og keppni. Kaupendur Kveiks eru Gitte og Flemming Fast sem stunda ræktun á íslenska hestinum. helgi@mbl.is Ljósmynd/Eiðfaxi Gæði Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýnir Kveik.  Áform eigendanna breytt- ust við frestun landsmótsins Kveikur til Danmerkur t í næsta óteki Kemur sem hentugur úði en honum er spreyjað yfir augnlokin þ.e. á lokuð augun. Úðann má nota með farða og augnlinsum. Fæs Ap Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is 45 sýni af þeim 1.800 sem Krabba- meinsfélagið hefur lokið endurskoð- un á hafa gefið tilefni til þess að kalla viðkomandi konur aftur til frekari rannsókna vegna gruns um frumu- breytingar. Í tilkynningu félagsins vegna málsins kemur fram að ekkert af þeim 45 sýnum sé talið jafn alvar- legt og mál konunnar sem nú er með ólæknandi krabbamein í leghálsi vegna mistaka við skoðun á sýni hennar árið 2018. Í tilkynningu Krabbameinsfélags- ins segir að um leið og mál konunnar hafi komið upp í lok júní hafi víðtæk endurskoðun farið af stað á þeim sýnum sem viðkomandi starfsmaður frumurannsóknarstofu Leitarstöðv- ar Krabbameinsfélagsins hafði rann- sakað. Um er að ræða rúmlega 6.000 sýni frá árunum 2017-2019 og hefur nú þegar verið lokið endurskoðun á um 1.800 sýnum líkt og fyrr sagði. Hafði verið í veikindaleyfi Starfsmaðurinn sem málið snertir hafði verið í veikindaleyfi um nokk- urt skeið en í tilkynningunni segir að ekki sé hægt að fullyrða að heilsu- brestur starfsmannsins hafi stuðlað að því sem gerðist. Hann lét af störf- um hjá leitarstöðinni að eigin ósk í febrúar 2020. Hann hefur verið upp- lýstur um málið og fengið aðgang að áfallahjálp. Í tilkynningu félagsins segir að hafin sé ítarleg rannsókn á atvikinu, og verða niðurstöður hennar sendar embætti landlæknis jafnóðum, en embættið hefur hafið sína eigin sjálf- stæðu rannsókn á málinu. Telur félagið bótaskylt Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem greindist með krabbameinið, staðfesti í gær í sam- tali við mbl.is að sér hefðu borist sjö fyrirspurnir eftir að málið komst í hámæli. Í tveimur þeirra er um að ræða aðstandendur kvenna sem lét- ust úr krabbameini. Sævar telur að Krabbameins- félagið sé sannarlega bótaskylt í máli konunnar sem hyggst sækja skaða- bótamál. Ekkert liggur fyrir um það hversu háar skaðabætur í málunum gætu orðið en Sævar segir að skaða- bótaskylda liggi fyrir í fyrsta málinu. „Það er algjörlega á frumstigi eins og staðan er í dag. Við getum ekkert tjáð okkur um það. Við erum að hefja einhvers konar samningaviðræður við Krabbameinsfélagið. Við sjáum bara hvernig því vindur fram. Í þessu upphaflega máli, fyrsta málinu sem kom, þá eru þeir náttúrulega búnir að viðurkenna mistök svo það liggur fyrir að það er bótaskylda þar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Krabbameinsfélagið Skoða þarf rúmlega 6.000 sýni aftur vegna málsins. Starfsmaður sem greindi sýnin hættur  Lögmaður konunnar fengið sjö fyrirspurnir vegna gruns um mistök

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.