Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það skapaðist ákveðin bjartsýni í sumar enda varð sumarið betra en margur þorði að vona. Núna virðist aftur gæta svartsýni. Það er komið þyngra hljóð í allan veitingageirann og það er aðallega óvissa um hvern- ig sóttvarnaaðgerðum verður háttað sem skapar það,“ segir Óskar Hafn- fjörð Gunnarsson, formaður Matvís, Matvæla- og veitingafélags Íslands. Hann segir að margir í veitinga- geiranum hafi verið á uppsagnar- fresti í sumar og vonast eftir áfram- haldandi ráðningu í haust. Það hafi gengið upp í einhverjum tilvikum en alls ekki öllum. Ekki liggja þó fyrir tölur um uppsagnir og at- vinnuleysi. „Það segir sig sjálft að ef veit- ingastaðir geta bara tekið á móti jafnvel helmingi færri gestum nú en venjulega hefur það áhrif á rekst- urinn,“ segir Óskar um stöðu mála. Hann segir jafnframt að í eðlilegu árferði væru stórar veislur fram undan, svo sem jólahlaðborð og veislur sem frestað var vegna kór- ónuveirunnar fyrr á árinu. „Það styttist í vertíð og margir bíða spenntir eftir því hvað verður enda jólahlaðborðin gríðarstór tekjulind. Margir eru að spá í út- færslu ef við höldum áfram með þessar takmarkanir. Það segir sig sjálft að þessi stóru jólahlaðborð verða ekki haldin með óbreyttu sniði ef það eru 100 manna tak- markanir og tveggja metra regla. Sem er synd því við erum vanaföst þegar kemur að svona hátíðum og mörgum finnst þeir ekki geta haldið jól án þess að fara á jólahlaðborð.“ Hafa áhyggjur af jólahlaðborðunum  Óvissa í veitinga- geiranum  Stórar veislur í uppnámi Morgunblaðið/Golli Jólahlaðborð Veitingamenn vona að slakað verði á 100 manna reglu. Garðaklaufhalar berast stundum til landsins með ávöxtum og grænmeti og eru auk þess orðnir landlægir hérlendis. Einn slíkur barst Nátt- úrufræðistofnun um miðjan júlí og hafði hann grafið um sig inni í nekt- arínu sem keypt var í matvöru- verslun í Mosfellsbæ. Frá þessu greinir Erling Ólafs- son, skordýrafræðingur á facebook- síðunni Heimur smádýranna. Þar segir að klaufhalar finnist einna helst í Árbæjarhverfi, en þegar haustar leiti þeir stundum inn í hús. „Sem sagt, búið ykkur undir haust- ið! En engar áhyggjur, klaufhalinn gerir okkur engan miska,“ skrifar Erling. Á pödduvef Náttúrufræðistofn- unar segir að garðaklaufhali berist reglulega til landsins með ýmsum varningi, ekki síst grænmeti. Hann berist í mismiklum mæli eftir því hvernig honum vegni úti í Evrópu, en áraskipti séu að honum þar. Hann fannst fyrst í Reykjavík 1902. Stundum hafi verið vísbend- ingar um að hann væri að stinga sér niður á landinu, t.d. í gróðurhúsum. Slíkum tilfellum fór svo fjölgandi þegar leið að aldamótunum síðustu og hafa garðaklaufhalar fundist víða um land. Mæður étnar af afkvæmum Klaufhalinn nærist einkum á rotn- andi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti. Dýrin athafna sig einkum að næt- urlagi og safnast þá gjarnan mörg saman í æti. Á veturna koma kvendýrin sér fyrir í holu í jörðu og verpa þar á tímabilinu nóvember til mars. Þau annast eggin og sjá til þess að þau þroskist eðlilega og verði ekki sýk- ingum að bráð. Þegar eggin klekjast drepast mæðurnar og eru étnar upp af afkvæmum sínum. aij@mbl.is Garðaklaufhali fannst í nektarínu Ljósmynd/Erling Ólafsson Skordýr Myndarlegur garðaklaufhali sem fannst í sumar. Klaufhalar þekkj- ast auðveldlega á tveimur hörðum sterklegum stöfum aftur úr bolnum.  Landlægur en finnst helst í Árbænum KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS NÝJAR vörur frá POP loftþétt geymslubox frá 2.690,- POP morgunverðarbox frá 3.990,- RIFJÁRN frá 2.990,- ÁHÖLD 1.990,-stk GLERSKAFA 3.990,- OLÍUKARAFLA frá 2.990,- Stefnt er að því að byrja borun vegna endurnýjunar borholu við Bolholt eftir helgi. Borinn Nasi, í eigu Ræktunar- sambands Flóa og Skeiða, er kominn á staðinn og síðustu daga hefur verið unn- ið að undirbúningi á staðnum. Fram- kvæmdin mun hafa töluvert rask og há- vaða í för með sér og hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut, milli Háaleit- isbrautar og Laugavegar, hefur verið lokað tímabundið Borholan er frá 1963 og er ein sú gjöf- ulasta sem Veitur hafa til umráða, en holan hefur varmaafl sem getur hitað upp um 2.000 hús á ári sem er svipaður fjöldi og er í Vestmannaeyjabæ. Nú er svo komið að þrenging er í holunni og hrun sem veldur því að dregið hefur úr afköstum. Því er nauðsynlegt að fara í framkvæmdina til að rýma, hreinsa og fóðra holuna áður en hún verður end- urvirkjuð fyrir næsta vetur, segir á heimasíðu Veitna. Borholan er 764 metr- ar á dýpt, sem er á við tíu Hallgríms- kirkjur. Holan er ein af tíu borholum á Laugar- nessvæðinu, sem er lághitasvæði, og ein af átján borholum í Reykjavík. Með varmaafl sem getur hitað upp um 2.000 hús á ári Öflug hola við Bolholt endurnýjuð Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.