Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 ✝ Þóra Hall-grímsson fædd- ist 28. janúar 1930 í Reykjavík. Hún lést 27. ágúst 2020 á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru Margrét Þor- björg Thors, f. 1902, d. 1996, og Hallgrímur Friðrik Hallgrímsson, f. 1905, d. 1989, for- stjóri Skeljungs og aðalræð- ismaður Kanada. Systir Þóru: Elína Benta Hallgrímsson, f. 1935, eig- inmaður Ragnar B. Guðmunds- son, f. 1936. Árið 1951 giftist Þóra Hauki Clausen, f. 1928, d. 2003. Þau skildu. Sonur þeirra: 1) Örn Friðrik, f. 1951, d. 2020, maki Helga Theodórsdóttir, f. 1954; börn þeirra: a) Þóra Björg, f. 1978, maki Bjarnólfur Lárus- son, f. 1976; börn þeirra: Elína Helga, f. 2006, Margrét Harpa, f. 2011, Lárus Örn, f. 2013. b) Ragnar Örn, f. 1984, maki Þór- hildur Ásmundsdóttir; dóttir þeirra: Helga Sif, f. 2018. Ragn- ar Örn á með Þorbjörgu Karls- Ólafsdóttir, f. 1972; börn þeirra: a) Daníel Darri, f. 2005, b) Ló- renz Logi, f. 2009, c) Bentína, f. 2011. Þóra stundaði nám við Verzl- unarskóla Íslands. 1945, 15 ára gömul, fór hún til Englands í nám, fyrst við heimavistarskól- ann Abbott’s Hill í Hemel Hempstead og síðar í St. God- ric’s College í Lundúnum. Þá stundaði hún nám við Centerary College í New Jersey í Banda- ríkjunum og sneri aftur til Ís- lands 1949. Hún vann m.a. hjá Shell á Ís- landi og í Útvegsbanka Íslands, einnig starfaði hún sem leið- sögumaður erlendra ferða- manna. Hún var virkur með- limur í Hvöt, félagi sjálfstæðis- kvenna og Sálarrannsókna- félagi Íslands. Árið 2005 stofnuðu Þóra og Björgólfur minningarsjóð um dóttur sína Margréti og veittu úr honum hundruð styrkja til góðgerðar- mála, námsmanna og til lista- og menningarmála. Útför Þóru fer fram í dag, 4. september 2020, klukkan 13 frá Dómkirkjunni. Í ljósi aðstæðna verður einungis nánustu að- standendum og vinum boðið að vera viðstaddir athöfnina en minningarathöfn um Þóru verð- ur haldin síðar. dóttur soninn Viktor Óla, f. 2007. Síðar giftist Þóra George Lin- coln Rockwell, þau skildu. Eftirlifandi eig- inmaður Þóru er Björgólfur Guð- mundsson, þau giftust 1963. Börn þeirra: 2) Hall- grímur, f. 1954; sonur hans og Sigrúnar Jóns- dóttur: Hallgrímur Friðrik, f. 1980, maki Maria Moth, f. 1983. Synir Hallgríms og Susan E. Barlow: a) Christopher, f. 1982, maki Sue Belazy. b) Thomas Olav, f. 1985. 3) Margrét, f. 1955. d. 1989, maki hennar var Jónas Sen. 4) Bentína, f. 1957; börn hennar og Kenichi Take- fusa: a) Björgólfur Hideaki, f. 1980; dóttir hans og Magneu J. Ólafs: Jasmín Ósk, f. 2015, b) Margrét Elísabet Yuka, f. 1983; dóttir Bentínu og Óla Arnar Andreassen: c) Hugrún Mar- grét, f. 1989; sonur hennar og Arnórs Reynissonar: Jökull Tinni, f. 2016. 5) Björgólfur Thor, f. 1967, maki Kristín Elsku mamma. Nú ertu farin frá okkur og ég veit að þú siglir inn í eilífðina alls óhrædd við hið óvænta eða óþekkta. Í söknuðin- um hugga ég mig við að líklega ertu í góðum félagsskap barna þinna, Möggu systur og Arnar bróður. Þú áttir svo sannarlega litríka ævi. Fórst ung úr sveit út í heim á vit ævintýranna - ævintýra sem aldrei tóku enda og hafa nú skipt um sögusvið. Glæsileiki, um- hyggjusemi, forvitni og kjarkur eru hugtök sem mér fannst ein- kenna þig, sem og reisn sem var þér í blóð borin. Þú hefðir getað staðið við flæðandi hraun spúandi eldgoss, horft í auga fjallsins og sagt af þinni einstöku yfirvegun: „Reyndu bara“ - og fjallið myndi beygja sig fyrir þér. Þú varst kletturinn í lífi okkar og stóðst með þínu fólki, sama hvað bjátaði á. Hvar sem þú komst vaktir þú aðdáun, og hlýja þín og bros snertu marga á þinni viðburða- ríku ævi. Þið pabbi áttuð saman nær 60 ára fallegt hjónaband og þú tókst þitt hlutverk sem eigin- kona og móðir alvarlega og varst mjög stolt af því að hafa starfs- heitið húsmóðir - enda ávallt í fremsta flokki. Þrátt fyrir áföll, óhöpp og veikindi frá áramótum náðir þú að halda í þinn skarpa húmor fram á síðasta augnablik eins og þér einni var lagið. Elsku mamma - takk fyrir öll árin. Bentína Björgólfsdóttir. Elsku mamma. Hvernig kveð- ur maður þig í hinsta sinn? Hvernig þakkar maður fyrir alla ástina og umhyggjuna sem þú hjúpaðir mig alla ævi? Hvernig get ég sýnt þér hversu mikið ég elskaði þig og hversu mikið ég reiddi mig á þig sem örugga höfn í lífsins brotsjó? Ég sit hérna hjá þér á sjúkra- húsinu með hönd þína í minni og bið þess að þú vaknir hraustari eftir þessa löngu nótt. Ég þrái að fá að tala við þig um svo margt og óska svo heitt að þú verðir hjá okkur aðeins lengur. Þetta gerist allt svo hræðilega hratt. Svo vek ég þig við sólarupprás, horfi í augu þín og uppsker bros. Þú segist enn vera þreytt og að þú viljir ekki vakna strax – jánkar því að vilja hvíla þig að- eins lengur og ég ákveð að bíða með spjallið. Ég næ þó að skjóta inn með innlifun „… en þú veist að þú ert besta mamma í heimi!“ og upp- sker þetta yndislega bros þitt sem einkennir þig svo ótrúlega. Hvernig þú brosir líka alltaf svo sterkt með þínum skörpu en blíðu augum. Þetta eru síðustu samskipti okkar – stuttu seinna ertu horfin af þessari jörð. En kannski eru þessi stuttu samskipti þau einu sem þurfti. Þau einu sem í raun skipta máli nú þegar við lokum hringnum frá fæðingu til dauða. Ég horfi út um gluggann yfir Eiríksgötuna á húsið þar sem þú fæddir mig fyr- ir hálfri öld og okkar sameigin- lega ferðalag hófst á fæðingar- deildinni. Einungis 150 metrar eru þarna á milli – frá upphafi til enda okkar samveru á þessari jörð. Lífið er skrýtið. Þú varst besta mamma í heimi, það er eina sem ég get sagt um okkar samveru. Ég naut alltaf góðs af endalausri gæsku þinni og ró í öllu sem á dundi á ferða- lagi mínu með þér sem barn, strákur, maður og svo loks fjöl- skyldufaðir. Alltaf mætti maður skilningi og ást hjá þér, þegar þú horfðir á mann með skilyrðis- lausri ást og hallaðir höfði til hlið- ar með blíðu andvarpi. Takk fyrir allt elsku mamma. Ég mun sakna þín mikið, en mik- ið óendanlega er ég þakklátur fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman og allt sem þú gafst mér í veganesti í lífinu. Björgólfur Thor. Tengdamóðir mín og vinkona Þóra Hallgrímsson hefur fært sig um set. Kynni okkar hófust fyrir tæpri hálfri öld, þegar við Örn Friðrik kynntumst. Það fór frá fyrsta degi vel á með okkur Þóru og Björgólfi og við bárum gæfu til að láta und- irstöðu og traust þess fyrirkomu- lags endast okkur ævina. Hún var glæsileg, hlýleg, vin- gjarnleg, brosmild og alltaf til í að kynnast fólki. Þau hjónin voru óvenju sam- rýnd og þau voru sem eitt, þann- ig að það er oft erfitt að tala bara um hana en ekki þau. Þau voru gestrisin með eindæmum, tóku alltaf öllum vinum okkar Arnar vel og höfðu einlægan áhuga á að kynnast vinum barna sinna. Og hversu margar sögur hefur mað- ur ekki heyrt frá börnum þeirra, sem lýsa umburðarlyndi þeirra hjóna gagnvart ótal strákapörum og uppátækjum barnanna - og gleði þeirra við að rifja þau upp, uppátæki sem voru líklega ekki eins fyndin þegar þau gerðust og komust upp. Að fara með tengdamóður sinni í brúðkaupsferð sína er svo- lítið sérstakt, en þegar ljóst var að Örn Friðrik kæmist ekki í brúðkaupsferð okkar vegna vinnu leystist málið snilldarlega; tengdamamma hljóp í skarðið og við Þóra áttum yndislega viku í London þar sem hún dekraði við tengdadótturina og bar hana á höndum sér, á betri og eftir- minnilegri hátt en nokkrum brúðguma hefði getað hug- kvæmst. Þetta lýsir Þóru vel, hún var alltaf til í svona óvænt sprell. Framandi matargerð lék í höndum hennar eftir að hafa búið löngum stundum erlendis og töfraði hún fram margs konar rétti, sem á þeim tíma þóttu ex- ótískir á Íslandi. Þrátt fyrir að lifa fyrir hefðir fór hún á margan hátt ótroðnar slóðir í viðhorfum sínum, hún var frjálsleg í hugsun og fasi, hún var víðsýn og einstök í klæðaburði, elskaði litríkan fatnað og fallega hluti. Þóra hafði opinn huga fyrir svo mörgu, sem hún deildi með okkur, þar eru mér efst í huga andleg málefni; spádómar, árur, miðlar, líf eftir dauðann. En líf hennar var ekki alltaf dans á rós- um, af fádæma styrk sigldi hún í gegnum öll vandamál og mótlæti og stóð alltaf teinrétt og bros- andi, við hlið Bjögga. „Mér finnst ég vera komin á stað sem ég vil ekki vera á,“ sagði hún við mig nokkrum dögum fyr- ir andlát sitt og átti þá við þann heilsubrest sem blasti við henni. Nú er hún komin á annan stað og hittir þar vonandi fyrir farna ást- vini. Þóra var einstök kona, elskuð og dáð af öllu sínu fólki. Ég kveð hana nú með söknuði og kærleik. Helga Theodórsdóttir. Elsku einstaka Þóra er fallin frá. Þóra, vinkona mín og tengda- móðir og amma barna minna, fór alltof snöggt. Og við sem döns- uðum saman undir lifandi tónlist í 90 ára afmæli hennar bara núna í janúar sl. Þótt hún væri komin á háan aldur var hún svo hraust og skörp og því mikið áfall að kveðja hana svona hratt. Þóra var framúrskarandi á svo margan hátt. Hún var svo já- kvæð og sterk og viska hennar og þroski voru hennar helstu ein- kenni. Hún var fyrirmynd okkar með æðruleysi sínu og þrautseigju og hún átti alltaf nóg af ást fyrir alla. Fegurð og umhyggja fylgdi henni og lítið sem raskaði ró hennar í lífsins ólgusjó. Hún var líka gædd þeim einstaka hæfi- leika að reiðast sjaldan en á sama tíma ná öllu því fram sem hún vildi. Með kærleika, ást og ró. Það er ekki öllum gefið. Þóra tók mér vel frá fyrsta degi fyrir 29 árum þegar hún bauð mig velkomna í fjölskyldu sína. Heimili þeirra hjóna, Þóru og Björgólfs, var alltaf opið öllum og gestagangur mikill. Þannig vildu þau hafa það. Og það var svo gaman að heyra hana segja sögur úr lífi sínu sem var sann- arlega ævintýralegt og efni í heil- an bókaflokk. Og fyrir aðeins tveimur árum fórum við saman í jógatíma þar sem hún tók þátt í öllum æfing- um eins og drottning. 88 ára gömul. Gaf okkur hinum ekkert eftir. Síðasta stundin sem við tvær áttum saman einar fyrir nokkr- um vikum er mér mjög kær. Ég geri mér grein fyrir því núna að hún var að kveðja mig þá. Hún var að lýsa yfir þakklæti fyrir svo margt í lífi sínu eins og fjöl- skyldu, börn og barnabörn. Hún ljómaði þegar hún talaði um þau og vildi gefa mér blómin sem henni voru gefin á spítalanum. Alltaf að gefa, alltaf að deila, allt- af jákvæð og æðrulaus. Þvílíkur styrkur. Börnin okkar Bjögga hafa misst mikið og þakka ömmu sinni af öllu hjarta fyrir allt sem hún var þeim. Fyrir mér var Þóra eins og sterkt, fallegt, blómstrandi tré með þykkar rætur, djúpviturt og reynslumikið sem dáðst var að. Hún sveiflaðist með stormum og áföllum, bognaði við álagið en brotnaði aldrei! Og þannig kvaddi hún þennan heim. Falleg, sterk, sátt og æðru- laus. Ég elska þig Þóra og bjartar minningar munu vonandi sefa sorgina. Þín tengdadóttir, Kristín. Elsku amma. Það var afskap- lega erfitt að byrja að skrifa þér þetta bréf. Mögulega vegna þess að með því er ég að viðurkenna raunveruleikann. Raunveruleika sem ég vil ekki. Ég vil að ég, þú og afi séum að fara í bíltúr á morgun, náum í nýjasta Hello- blaðið og bragðaref með þinni einstöku blöndu (sem afi mun lík- legast hjálpa þér fullmikið með). En á sama tíma og raunveru- leikinn er sá að þú ert farin og ég sit hér að vorkenna sjálfum mér, þá bý ég svo vel að því að hafa átt þig sem ömmu. Það er sagt að maður velji vini sína en ekki fjöl- skyldu. Ég hefði ekki getað verið heppnari með ömmu. Að fara að telja upp alla þína kosti myndi enda í heilli bók, bók sem í raun aldrei myndi enda. Ef ekki væri fyrir þig elsku amma, þína umhyggju, lífsviðhorf, lífs- gildi, dugnað, styrk og ást, hefðu mörg af þeim áföllum og erfiðu tímum sem við sem fjölskylda gegnum í gegnum sigrað okkur. Þú hefur alltaf haldið utan um okkur, bæði sem einstaklinga og sem heild, látið okkur finna fyrir öryggi og sjá birtuna handan við myrkrið. Ef ekki væri fyrir þig, elsku amma, værum við ekki sama sterka og fallega fjölskyld- an sem við erum. Við erum þín minning og í gegnum okkur lifir þú að eilífu. Í hvert skipti sem ég faðma dóttur mína, Jasmín Ósk, munt þú faðma hana líka, því ég mun faðma hana líkt og þú faðmaðir mig elsku amma. Í hvert skipti sem ég þerra tár Jasmínar Óskar munt þú þerra tár hennar, því ég mun þerra tár hennar með sömu umhyggju og ást og þú umluktir mig. Í hvert skipti sem ég gleðst með Jasmín Ósk munt þú gleðj- ast með henni líka, því ég sam- gleðst henni með þeirri gleði sem þú færðir mér í mitt líf. Raunveruleikinn er sá, elsku amma, að líkt og þú segir alltaf, þá er hægt að sjá ljósu hliðarnar á öllu. Ég kveð þig með miklum söknuði, en einnig miklu þakk- læti. Þökk sé þér er ég betri manneskja. Svo á sama tíma og ég sakna þín meira en orð fá lýst, þá hef ég þig alltaf því ég er sá sem ég er þökk sé þér. Þegar ég kvaddi þig í síðasta skiptið sagði ég við þig „love you“ og þú sagðir „love you more“. Hvort það sé rétt eða rangt veit ég ekki, en ég hef, réttilega, aldr- ei mótmælt þér í lífinu og ætla ekki að byrja á því núna. En það sem er svo lýsandi fyrir þig, hvort sem það er rétt eða rangt, er að þú lést mér alltaf líða þann- ig. Eina sem ég vil bæta við er: Ég elska þig alltaf elsku amma. Björgólfur Hideaki Takefusa. Elsku amma. Það var, og verð- ur, enginn eins og þú. Og þú varst eins og enginn annar. Þó svo ég hafi kvatt þig ertu ekki farin, því nærvera þín er óvið- jafnanleg. Ég mun finna fyrir þér í rauð- um varalit, við hvern ökuhraða- mæli, í hverjum súkkulaðimola, í natni og gestrisni, í litadýrð, þeg- ar einhver kemst í meters radíus við þína margslungnu og óvæntu hnyttni, og í sápukúlugleði sonar míns sem þótti alltaf svo gott að koma til þín, leika og spjalla yfir pakka af „langömmukexi“ (sem við hin vitum að var bara Ritz- kex, en fyrir honum er það undravert og bara á milli ykkar). Þá sé ég þig halla höfði er þú fylgist með honum, brosa hóg- vært með öllu andlitinu, ljóma í augum og láta frá þér þitt ein- læga „mmm“ af einstakri alúð, „mmm“ sem stöðvar tímann. Og ég veit að þú munt fylgjast áfram með okkur. Leiða í gegn- um ástir, sigra, óvissustundir og erfiða tíma. Staðfesta þín og styrkur, þinn tignarlegi styrkur, munu vera viti minn og hjálpa mér að bera höfuðið hátt um ald- ur og ævi. Það er enginn eins og þú, amma, en ég er óendanlega þakklát og stolt þegar ég lít í spegil og sé arfleifð mína frá þér - að innan sem utan. Takk fyrir litina, takk fyrir trúnóið, takk fyrir lexíurnar, takk fyrir minningarnar og takk fyrir endalausa ást. Við söknum þín og elskum þig ávallt. Hugrún Margrét og Jökull Tinni. Elsku amma, hvernig má það vera að þú sért búin að kveðja okkur? Daginn fyrir andlát þitt sagðirðu við mig að þú vildir ekki sofna, að þú vildir ekki missa af okkur. Þú varst ekki tilbúin að fara en líkami þinn var ekki sam- mála. Aldur þinn var vissulega hár en í mínum huga varstu ósigrandi. Ofurkona með ljúfa lund og tókst öllum áskorunum lífsins af algjöru æðruleysi í gegnum magnaða ævi þína. Fyrir litla stelpu að alast upp í kringum þig varstu eins og drottning í mínum augum. Fram- koma þín og glæsileiki bar af og ég leit alltaf svo upp til þín og geri enn. Þú varst einstakur fag- urkeri og raðaðir í kringum þig fallegum munum sem ég í barns- legi forvitni naut þess að skoða. Steinar og kristallar, litrík blóm og aðrir skrautmunir sem enda- laust var hægt að dunda sér við. Súkkulaði mátti einnig finna í hverju horni heima hjá ykkur afa og er enginn vafi á því að ást þín á súkkulaði er ættgeng. Myndir af fjölskyldunni voru einnig í sér- stöku uppáhaldi hjá þér og hvert sem litið var var hægt að finna heilu bunkana af myndum. Þú hélst einmitt svo mikið upp á fjöl- skylduna okkar og maður fann ávallt svo sterkt fyrir hlýju þinni og kærleik. Maður vissi þó upp á hár hvenær þú varst ósátt við eitthvert okkar þar sem þú hafðir einstakt lag á að koma með hár- beittar athugasemdir, þó með bros á vör, án þess að maður átt- aði sig á fyrr en eftir á. Virðingu okkar áttirðu svo sannarlega. Þið afi studduð alltaf við bakið á mér í gegnum nám og störf og þú varst sérstaklega áhugasöm um ballettnám mitt og hvattir mig ávallt áfram í því og er ég þér ævinlega þakklát fyrir það. Þegar ég flutti síðan til London til að stunda mitt framhaldsnám var það mér alltaf sérstakt til- hlökkunarefni þegar þið afi voruð væntanleg til borgarinnar. Það voru einstakar gæðastundir sem ég átti með þér þar, amma mín, þar sem við röltum um búðir, skruppum í „afternoon tea“ og upplifðum London saman. Þar leið þér vel og varst algjörlega á heimavelli. Þú varst einn af stærstu áhrifavöldunum í mínu lífi, það vissi ég vel en finn svo sterkt núna þegar þú ert farin. Ég ber nafn þitt með stolti og held minn- ingu þinni á lofti. Tilveran verður snauðari án þín. Elska þig og sakna. Þóra Björg. Elsku amma mín Það er virkilega sárt að þurfa að kveðja þig. Nú þegar þú ert farin verður eftir skarð þar sem áður var ótakmörkuð hlýja og kærleikur. Hver einasta minning mín um þig markast af þessari hlýju og velvild sem alltaf ein- kenndi þig. Ég hugsa til bíóferð- anna okkar þegar ég var lítill, sem voru svo skemmtilegar. Það er mér mjög kært að hafa end- urvakið það núna á seinustu ár- um. Ég veit það fyrir víst að allir sem núna minnast þín, minnast m.a. annars þess hversu glæsileg þú varst öllum stundum. Alltaf þegar maður hitti þig var eins og þú værir á leiðinni í veislu. Þetta Þóra Hallgrímsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR SIGFÚSSON, lést á heimli sínu í Arizona mánudaginn 31. ágúst. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Ragnhildur Garrison Douglas Garrison Jón K. Bragason Sigfússon Ásborg Ó. Arnþórsdóttir Þórir Bragason Sigfússon Victoria Pannell barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir, amma, langamma og mágkona, HALLDÓRA HELGA ÓLADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 30. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Sigríður O. Gunnarsdóttir Oddný Gunnarsdóttir Egill Daníel Sigurðsson Halldór Steingrímsson Guðrún Jensdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.