Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 „Útlit er fyrir að umferðin dragist saman um 12 prósent í ár, sem er gríðarlega mikill samdráttur á milli ára,“ segir á heimasíðu Vegagerðar- innar um umferðina það sem af er ári. Umferðin yfir 16 lykilteljara á hringveginum dróst saman um tæp 12% í nýliðnum ágúst frá sama mánuði á síðasta ári. Þetta er lang- mesti samdráttur sem mælst hefur á milli ágústmánaða, eða um fjórum sinnum meiri munur en áður hefur mælst. Umferð dróst saman á öllum landssvæðum og mest yfir mælisnið á Austurlandi eða um rúmlega 27% en minnst yfir mælisnið á og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um tæp 6%. Öll mælisnið sýndu samdrátt og rúmlega 46% sam- dráttur var um mælisnið á Mýrdals- sandi en minnst dróst umferð sam- an yfir mælisnið við Úlfarsfell eða um tæp 4%. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um 12% frá sama tímabili á síðasta ári. Þetta er ríf- lega tvisvar sinnum meiri samdrátt- ur en áður hefur mælst á þessum árstíma, segir á heimasíðunni. Mest ekið á föstudögum Umferðin hefur dregist saman á öllum vikudögum, þegar horft er á tímabilið frá áramótum og það bor- ið saman við sama tímabil á síðasta ári. Hlutfallslega hefur mælst mest- ur samdráttur á sunnudögum en minnstur á þriðjudögum. Frá ára- mótum hefur mest verið ekið á föstudögum og minnst á laugardög- um. Núna þegar þrír umferðarmestu mánuðir ársins eru liðnir hefur óvissan um framhaldið á hringvegi lítið minnkað vegna kórónuveirunn- ar, segir á heimasíðu Vegagerðar- innar . 12% samdrátt- ur í umferðinni  Mestur samdráttur á sunnudögum Ölfusárbrú Mest hefur verið ekið á föstudögum, minnst á laugardögum. Stækkun eldisstöðvar Stofnfisks í Vogum á Vatnsleysuströnd mun auka lífrænt álag á Vogavík og líf- ríki hennar. Áhrif á lífríki í fjörunni og á grunnsævi eru metin nokkuð neikvæð ef fráveitan frá stöðinni verður áfram með útrás í fjöru Vogavíkur en áhrifin eru metin óveruleg ef fráveitan verður lögð út í sjó og útrás hennar verður undir stórstraumsfjöruborði. Báðir þessir fráveitumöguleikar eru metnir í frummatsskýrslu. Matsskýrsla sem Verkís hefur gert fyrir Stofnfisk hefur verið kynnt og gefst kostur á athuga- semdum til 15. október. Stofnfiskur hyggst hefja seiða- eldi í Vogastöðinni og með tilkomu þess verður allur lífsferill eldislax- ins innan eldisstöðvarinnar. Til- gangur eldisins er að framleiða laxahrogn. Framleidd verða 50 tonn af seið- um sem fullnægja framleiðslu á allt að 450 tonnum af klakfiski í eldis- stöðinni við Vogavík og einnig eldi Stofnfisks við Kalmanstjörn en þangað verða seiði flutt. Byggð verður seiðaeldisstöð og skrifstofushúsnæði á lóð Stofnfisks. Samkvæmt gildandi leyfi má nú framleiða 200 tonn af fiski þannig að leyfið meira en tvöfaldast og hægt verður að auka framleiðslu á hrognum. Mestu umhverfisáhrifin eru vegna frárennslis en Stofnfiskur áformar að leggja nýja frárennsl- islögn í sjó fram þannig að allt frá- rennsli fari um útrás undir stór- straumsfjöruborði. Aukin vinnsla á fersku vatni er talin hafa óveruleg áhrif á grunnvatn svæðisins. Áhrif á fuglalíf eru einnig óveruleg en nokkuð jákvæð á fuglalíf í Vogavík vegna aukins fæðuframboðs. helgi@mbl.is Stækkun eykur álag á lífríki Vogavíkur  Stofnfiskur metur áhrif stækkunar eldisstöðvar til hrognaframleiðslu Vogavík Stofnfiskur rekur nú þeg- ar myndarlega eldisstöð í Vogum. B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 Nýjar sendingar metal skápur 100x150 cm kr. 145.800 lipp skenkur kr. 127.700 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Byggmjólk Eina íslenska jurtamjólkin Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Vegan búðin Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.