Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 VINNINGASKRÁ 205 9156 19866 29383 43305 53436 60512 70440 234 9159 20786 29429 43541 53700 61666 70493 679 9400 20946 29588 43874 53740 61947 70638 682 10334 21054 29743 44029 53838 62005 71087 837 10591 21763 30040 44414 53967 62021 71108 1264 10633 22383 31499 44415 54104 62492 71704 1312 11307 22467 31830 44562 54115 62638 72003 1617 11324 23029 31934 45069 54332 63058 72123 2090 11629 23156 32697 45200 54552 63234 72400 2464 12541 23228 33011 45495 54616 63317 72788 2514 12688 23319 33139 45798 54711 63329 73045 2761 12710 23476 33696 45799 54779 63437 73369 2834 12718 23518 33965 45947 54961 63472 73974 2920 13536 23715 34717 46308 54989 63886 74231 3111 13541 23803 34845 47146 55064 64074 75326 3287 14239 23816 35256 47315 55246 64137 75352 3609 14434 23859 35352 47522 55358 64386 75366 3723 14700 24333 35796 47622 55407 64427 75545 3770 15392 24724 36345 47841 55692 64810 76760 3926 15700 24789 36434 48811 56379 65191 77049 4240 15704 25344 36725 48962 56595 65832 77213 4481 15796 25428 37089 49072 56623 65877 77284 4574 16097 25549 37514 49212 57034 66010 77433 4604 16186 26870 37517 50529 57849 66029 77778 4680 16194 27017 38182 50956 58087 66096 78252 4952 16201 27154 38828 51044 58292 66487 78955 5194 16277 27380 39371 51370 58343 66489 78967 5499 16709 27384 39747 51715 58924 66835 79148 5710 16996 27403 40129 51803 59622 67749 79196 6409 17174 27478 40371 51821 59645 67938 79313 6410 17573 27834 40621 51903 59733 67964 79723 6505 18774 27885 40704 52165 59820 68119 6563 18837 28195 40971 52181 59987 68288 8035 19571 28217 40992 52805 60057 68501 8856 19595 28824 41699 52871 60098 68871 8947 19638 29164 42884 53234 60400 69684 9121 19789 29218 43266 53355 60479 70079 46 14126 23235 32116 44566 53408 61963 72928 1441 15477 23525 33187 45199 54148 62675 73736 1871 15850 23947 34625 46005 55088 62826 74134 2411 16099 24040 35918 46513 55174 63761 74271 5067 16238 25080 36179 47708 55474 64136 75035 5336 16556 26362 36255 47812 55965 64362 75899 5434 16605 27152 40836 47843 55998 65170 76782 5880 17783 27223 43052 48558 56052 70019 79878 7960 17839 28705 43152 48605 56333 70404 79967 8268 18155 28903 43397 48900 57522 70549 8719 19768 31030 44092 49108 58603 72035 11092 19847 31052 44151 49432 60640 72375 12825 22604 31390 44487 52460 61952 72554 Næsti útdráttur fer fram 10., 17., 24. sept & 1. okt 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 9665 10644 31482 37996 55556 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3656 11852 23042 48351 52221 66766 4686 19029 27314 48398 52815 69535 7120 19214 28973 49430 63548 71239 11098 22108 39419 49539 65584 77571 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 1 9 5 18. útdráttur 3. september 2020 Að undanförnu hafa vinnutillögur að nýju hverfisskipulagi í Breiðholti verið kynntar. Í vinnu við hverfisskipulag er samráð við íbúa í hverfum borgarinnar í forgrunni. Þessar vinnu- tillögur hafa vakið at- hygli og kröftug skoðanaskipti. Athyglin sem hug- myndirnar hafa fengið er ánægju- leg því þær eru settar fram til að fá fram viðbrögð frá íbúum, sem best þekkja hverfin sín. Ábend- ingar og athugasemdir frá íbúum eru síðan notaðar til að lagfæra tillögurnar áður en þær fara í hið formlega kynningar- og samþykkt- arferli sem skilgreint er í skipu- lagslögum. Langt samráðsferli Samráð er lifandi ferli þar sem leitast er við að fá fram sem flest sjónarmið. Í hverfisskipulagi er ýmsum aðferðum beitt til að fá fram sjónarmið sem flestra íbúa á sitt nærumhverfi. Mikilvægt vinnuframlag kemur frá færum skipulagsráðgjöfum sem valdir voru í sérstöku forvali í upphafi vinnunnar. Vinna við hverfisskipulagið hófst árið 2013 og er byggð á Að- alskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Þá var byrjað að greina stöðu og visthæfi allra hverfa í borginni. Þær niðurstöður voru síðan not- aðar til að móta fyrstu tillögur um úrbætur í hverfunum. Í Breiðholti hófst samráðsferlið 2015 með samstarfi við alla hverf- isskóla í Breiðholtinu með því að nemendur í 6. bekk smíðuðu mód- el af sínu hverfi. Einnig voru haldnir samráðsfundir með nemendum í FB. Frá 2015 til 2017 tóku fleiri hundruð nem- endur í Breiðholti þátt í þessari vinnu sem nefnd er Skap- andi samráð. Þessi módel voru síðan not- uð á íbúafundum til að ræða stöðuna. Á íbúafundunum voru kynnt drög að fram- tíðarsýn og íbúum gefinn kostur á að koma með eigin hugmyndir. Allar hugmyndir hafa verið skráðar í stafrænan kortagrunn sem er birtur á heimasíðu hverf- isskipulagsins. Drög að framtíð- arsýn fyrir hverfin sem skipulags- sérfræðingar mótuðu var rædd í rýnihópafundum sem Gallup hélt utan um. Til rýnifunda var boðað með slembiúrtaki sem tryggði jafna dreifingu þátttakenda eftir aldri og kyni. Rétt er að nefna að fjölda hugmynda skipulagssérfæð- inga um nýtingu ákveðinna svæða, meðal annars undir íbúðir, var hafnað í rýnihópum og því ekki teknar með í áframhaldandi til- lögugerð. Niðurstöður rýnihópa voru síðan notaðar til að móta vinnutillögur að nýju hverf- isskipulagi. Það er afrakstur allrar þessarar vinnu sem hefur verið til kynn- ingar fyrir íbúum Breiðholts und- anfarnar vikur á vefnum hverf- isskipulag.is, með viðveru starfsfólks umhverfis- og skipu- lagssviðs í Mjódd og Gerðubergi, í þremur kvöldgöngum um Breið- holt og loks stórum fjarfundi sem var streymt á netinu. Allir þessi viðburðir voru öllum opnir og þátttaka íbúa var feikilega góð. Eins og svo algengt er þegar kemur að skipulagi eru ýmis dæmi um mál þar sem skoðanir eru skiptar. Það liggur svo í hlutarins eðli að lokaniðurstaða samráðs getur ekki alltaf verið að allra skapi. Nýtt skipulagstæki „En hvað er hverfisskipulag?“ kunna einhverjir að spyrja. Í stuttu máli er hverfisskipulag stefnumótun sem fjallar um hvernig hverfin í borginni geta þróast í framtíðinni þannig að þau verði skemmtilegri, grænni og betri fyrir alla. Hverfisskipulag er líka verkfæri til að auðvelda íbú- um að byggja við húsin sín og gera breytingar. Það er verið að færa íbúum meiri völd en áður var yfir fasteignum sínum og lóðum. Þar sem hverfisskipulag hefur verið samþykkt geta íbúar með einföldum hætti fengið heimild til að stækka húsnæðið sitt með litlum viðbyggingum, innréttað aukaíbúðir eða breytt bílskúr í litla íbúð. Með þeim hætti nýtast innviðir betur, aldursdreifing í hverfum verður jafnari og íbúa- samsetning fjölbreyttari. Fólk sem býr í stórum húsum getur skapað sér leigutekjur og jafnvel búið lengur í eignum sem annars væru orðnar of stórar. Kröftug skoðanaskipti um hverfisskipulag í Breiðholti Eftir Ævar Harðarson »Mikil umræða hefur verið um vinnu- tillögu að nýju hverf- isskipulag í Breiðholti þar sem samráð við íbúa og hagsmunaaðila í Breiðholtinu er í for- grunni. Ævar Harðarson Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur og Ph.D. arkitekt. aevar.hardarson@reykjavik.is Menningarstofnanir landsins hafa margar orðið hart úti í CO- VID-19-faraldrinum. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er þar engin undantekning. Frá því að samko- mubann gekk fyrst í gildi á vordögum hef- ur hljómsveitin þurft að fella niður eða fresta átta tónleikum og nær ómögulegt er að segja hvenær starfsemin kemst aftur í eðlilegt horf. Þessi staða er ekki góð fyrir þá fjölmörgu áheyrendur sem vilja njóta menningar á Ak- ureyri. Staðan er ekki síður alvar- leg fyrir hljóðfæraleikara sem ráðnir eru sem verktakar til hljómsveitarinnar og verða af tekjum sem þau hefðu annars get- að reitt sig á. Þegar einar dyr lokast opnar aðrar En þegar einar dyr lokast opn- ast stundum aðrar. Það hefur gerst varðandi sprotaverkefni hljómsveitarinnar sem kallað er SinfoniaNord og snýst um upp- tökur á sinfónískri tónlist í Hofi. Frá því að heimurinn fór í hæga- gang í febrúar 2020 hefur Menningarfélag Akureyrar, sem rekur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, lagt allt kapp á að efla Sinfon- iaNord-verkefnið og árangurinn hefur ver- ið vonum framar. Frá páskum hafa þannig verið teknir upp tólf alþjóðlegir titlar fyrir norðan og verkefnið velt hátt í 50 millj- ónum króna. Það er um tvöföld sú upphæð sem hljómsveitin fær frá opinber- um aðilum til að halda úti hefð- bundinni tónleikadagskrá sinni. Ný atvinnusinfóníu- hljómsveit komin fram Það er vissulega gleðiefni að tekist hefur að fylla að einhverju leyti það tóm sem COVID-19- faraldurinn hefur skilið eftir í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands en sýnir um leið mik- ilvægi þess að stjórnvöld taki þátt í starfsemi SN með myndarlegri hætti en nú er. Sá árangur sem SinfoniaNord-verkefnið hefur náð í COVID-19-faraldrinum sýnir að á Íslandi er í raun orðin til ný at- vinnusinfóníuhljómsveit. Það færi vel á því að hið opinbera nýtti nú tækifærið og gæfi hljómsveitinni færi á að skila til samfélagsins því sem hún svo vel gæti gert ef stutt væri við starfsemina með bara ör- lítið myndarlegri hætti en gert er. Þótt stuðningur við starfsemina næmi ekki nema tíunda hluta þess sem varið er til sambærilegra verkefna á höfuðborgarsvæðinu yrðu sennilega til á vegum Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands allt að 30 ný störf utan höfuðborgarsvæð- isins og þeim mun meira í menn- ingarverðmætum. Það myndi einn- ig gera hljómsveitinni kleift að þróa sprotaverkefnið Sinfon- iaNord enn frekar og skapa þann- ig nýjar gjaldeyristekjur til fram- tíðar fyrir Ísland allt. Það getur allt gerst fyrir norð- an! SinfoniaNord – ljós í myrkrinu hjá Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands Eftir Þorvald Bjarn Þorvaldsson » Sá árangur sem Sin- foniaNord-verkefnið hefur náð í COVID-19- faraldrinum sýnir að á Íslandi er í raun orðin til ný atvinnusinfón- íuhljómsveit. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Höfundur er tónlistarstjóri Menning- arfélags Akureyrar og Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands. tod@mak.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.