Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 32
Inga Maren Rúnarsdóttir semur og dansar sólóverkið Ævi sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á Nýja sviði Borgarleikhússins annað kvöld. „Okkar fyrsti andar- dráttur, þar sem við erum glæný í þessum heimi, til okkar síðustu útöndunar. Það er ævin. Oftast er hún löng, stundum er hún styttri. Við förum okkar eigin leið, hvert og eitt okkar, í okkar eigin vegferð, eigum okkar eigin ævi,“ segir í lýsingu á verkinu Ævi. Búninga og leikmynd hannar Júlíanna Lára Steingrímsdóttir og tónlist er í höndum Ólafs Arnalds. Ævi hjá Íslenska dansflokknum Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 248. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Ég átti gott spjall við þjálfarann fyrir um þremur vik- um og sagði þá að ég þyrfti fimm til sex vikur með lið- inu áður en ég gæti spilað. Mér hefur gengið vel á æf- ingum og neistinn er til staðar. Eftir að hafa verið frá þá hef ég gaman af æfingunum. Á fyrstu æfingunni fannst mér ég reyndar vera eins og flóðhestur en svo hefur gengið betur og betur,“ segir Guðbjörg Gunn- arsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur nú æft með Djurgården í rúmar tvær vikur. »27 Neistinn til staðar hjá Guðbjörgu eftir fjarveru frá boltanum ÍÞRÓTTIR MENNING gangur samtakanna sé að auka vin- áttu og samvinnu. Mikil samskipti séu milli félaga innanlands og utan. Eiginkonur félagsmanna hafi stofnað Ladies Circle að erlendri fyrirmynd og gengið í alheimssamtökin. Eldri félagar hafi haldið hópinn í þrengri hópum eins og til dæmis Old Table og allir félagar og hópar hafi haldið sam- eiginlega árshátíð. „RTÍ hefur ekki verið í sviðsljósi fjölmiðla en sprenging á árshátíð varð þó fréttaefni,“ segir Mats. Hann rifjar upp að fyrir mörgum árum hafi sænskir félagar gefið RTÍ litla fall- byssu, sem hafi verið notuð við setn- ingu árshátíða. Þegar skotin hafi gengið til þurrðar hafi menn ekki dá- ið ráðalausir heldur notað íslenska uppskrift. „Þetta fór ekki eins og ætl- að var; úr varð mikil sprenging og brot skutust út um allt, meðal annars í brjóst eins manns. Það varð honum til lífs að brotið lenti á einkennis- merki sem hann bar í keðju um háls- inn. Maðurinn lá á gjörgæslu í nokkra daga með skemmt milta, en sem betur fer urðu engin eftirmál. Sprengingunni fylgdi höggbylgja, rafmagnið fór og salurinn myrkv- aðist. Breskir gestir okkar héldu að þetta væri hryðjuverkaárás og skýldu sér undir borðum, en allt fór betur en á horfðist.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Afmælisrit í tilefni þess að 50 ár eru frá stofnun ungmennafélagsins Round Table Ísland kemur væntan- lega út á næsta ári, en vegna kórónu- veirufaraldursins varð að hætta við afmælisfagnað, sem félagsmenn og gestir, meðal annars frá bróður- klúbbum víðs vegar í heiminum, ætl- uðu að sækja á morgun. Mats Wibe Lund ljósmyndari var helsti hvatamaður að stofnun hreyf- ingarinnar hérlendis og kom félaginu af stað, en Jóhannes Ragnarsson er núverandi forseti. Mats segir að skólafélagar sínir í menntaskóla í Noregi hafi hvatt sig til þess að stofna RTÍ. Þrír þeirra hafi komið til landsins og verið sér innan handar við stofnunina. „Ég hóaði saman tæp- lega 20 manna hópi góðra manna á kynningarfund og við stofnuðum fé- lagið 5. september 1970.“ Neðri og efri gómur Round Table er alþjóðlegur félags- skapur 20-45 ára manna úr mismun- andi starfsstéttum. „Mönnum er boð- in innganga og vilji til dæmis tann- læknir gerast meðlimur og annar slíkur sé við borðið verður að finna verkaskiptingu á milli þeirra. Annar yrði þá tannlæknir fyrir efri góm og hinn fyrir þann neðri,“ útskýrir Mats. Hreyfingin á rætur að rekja til ungra breskra rótarýfélaga sem vildu óformlegri klúbb en hefðbund- inn rótarýklúbb og létu verkin tala. Mats segir að nær 2.000 manns hafi komið við sögu RTÍ og nú séu um 250 manns í 16 klúbbum um allt land. „Nú eru menn gildir félagar þar til þeir verða 45 ára og geta komið á fundi sem gestir eftir það en hafa ekki atkvæðisrétt,“ rifjar Mats upp. „Þegar ég hafði náð þessum háa aldri, 40 árum, var mér ekið inn í hjólastól á árshátíðinni 1977 til merk- is um að ég væri orðinn of gamall og væri á útleið. Það er eina skiptið sem ég hef komið fram opinberlega í hjólastól og tveimur árum síðar var ég útnefndur fyrsti heiðursfélagi Round Table Ísland.“ Mats leggur áherslu á að helsti til- Bresku gestirnir leituðu skjóls undir borðum  Ungmennafélagið Round Table Ísland á fullu í hálfa öld Morgunblaðið/Eggert Saga Mats Wibe Lund stóð að stofnun Round Table Ísland fyrir 50 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.