Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Við Fellsmúla | Sími: 585 2888 „FÓRSTU Í HÁRÍGRÆÐSLU?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... það að finnast meðalið betra þegar mamma gefur það. ÉG ÓTTAST EKKERT NEMA ÞAÐ SEM ER Á ÞESSUM LISTA ÉG ER LÍKA HRÆDDUR VIÐ LISTANN VONANDI ER ÉG Á HONUM TÓKI LÆKNIR ER Í FRÍI EN ÉG HEF HEYRT AÐ AFLEYSINGALÆKNIRINN SÉ FRÁBÆR! SEGÐU AHHH ÉG VEIT EKKI … SEGÐU „ahhhh” ÉG HELD AÐ ÉG FRESTI TÍMANUM! OPNA MUNNINN „EKKI LÁTA HANN SLÁ ÞIG ÚT AF LAGINU. HANN HEFUR ALLTAF VERIÐ SVONA ÖFUGSNÚINN.” ÚT MEÐ TUNGUNA Hörður út bókina 75 sungnar sögur en nafnið er vísun í birtingardag við- talsins fræga í Samúel. „Ég hef tekið saman af handahófi söngtexta og upplifanir úr ferðum mínum sem far- andsöngvaskáld um landið,“ segir Hörður sem frá 1976 hélt árlega haust- og vortónleika um áratuga skeið. „Ég hef mest gaman af því að halda uppi samtali við fólk og sýna fjölbreytileika okkar mannfólksins.“ En hvernig skyldi Hörður ætla að halda upp á daginn. „Ég ætla nú bara að setjast með vinum mínum og borða og hafa það gott. Það er ekkert hægt að hafa neinar fjöldasamkomur í þessu Covid-ástandi og þá er bara að njóta þess sem maður hefur, fara í göngutúra og njóta þess að vera til.“ Fjölskylda Eiginmaður Harðar er Massimo Santanicchia, f. 19.2. 1973 í Perugia á Ítalíu, dósent og dagskrárstjóri í arkitektúr í Listaháskóla Íslands. Foreldrar hans eru Aldo Sant- anicchia, f. 7. 4. 1942 og Galliana Gui- lioni Nicoletti, f. 8.11. 1943. Þau eru búsett í Perugia á Ítalíu. Systkini Harðar eru Kristján Karl, f. 26.1. 1944, bifreiðastjóri í Reykjavík, Hjördís, f. 7.10. 1946, fatahönnuður og saumakona í Hels- ingborg, Benedikt Már, f. 22.12. 1948, matreiðslumaður og sjúkraliði í Ósló, Magdalena, f. 13. 9. 1950, danskennari og tryggingafulltrúi í Kaupmannahöfn og Kristinn Örn, f. 11.4. 1960, kerfisfræðingur í Reykja- vík. Foreldrar Harðar eru Torfi Bene- diktsson, f. 1.1. 1918, d. 2.1. 2013, vél- virki frá Broddanesi í Kollafirði á Ströndum og Anna Fanney Krist- insdóttir, f. 17.7. 1924, d. 5.12. 2001, þjónn í Reykjavík. Hörður Torfason Anna Sigríður Þorfi nnsdóttir húsfreyja í Skagafi rði Kristján Halldór Jörgen Kristjánsson vinnumaður í Danmörku Kristinn Halldór Kristjánsson vörubifreiðarstjóri í Reykjavík Anna Fanney Kristinsdóttir þjónn í Reykjavík Karólína Jósepsdóttir húsfreyja á Ísafi rði við Skutulsfjörð Ásdís Sigrún Kristjánsdóttir húsfreyja á Ísafi rði Jósep Sigmundsson sjómaður á Ísafi rði Herdís Pétursdóttir húsfreyja á Snæfellsnesi Jón Jónsson bóndi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi Magdalena Jónsdóttir húsfreyja frá Katadal í Þverárhreppi í Húnavatnssýslu Benedikt Friðriksson bóndi og verkamaður á Felli í Fellshreppi í Strandasýslu Ingibjörg Björnsdóttir húsfreyja á Gestsstöðum Friðrik Magnússon bóndi á Gestsstöðum í Tungusveit í Strandasýslu Úr frændgarði Harðar Torfasonar Torfi Benediktsson vélvirki Broddanesi á Kollafi rði á Ströndum Þórarinn Eldjárn yrkir á Feisbókog kallar „Tungutönn“: Íslensk tunga er engu lík, ylhýr, römm og sönn. Blæ- er hún svo brigðarík að börnum vefst um tönn. Á Boðnarmiði segir Kristján H. Theodórsson: „Ekki bjart yfir ver- öld?“: Þokusúld og september, siglum inní haustið. Gangur lífsins líkur er, leggur far í naustið. Á miðvikudag var frétt um það í Morgunblaðinu að Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Ís- lands, gæfi þann dag út hljóðbókina Sögur handa Kára. Í inngangi bók- arinnar segir Ólafur að Kári Stef- ánsson hafi hringt í sig síðla kvölds á liðnu ári og leitað ráða í glímu sinni við kínversk yfirvöld. Sigurlín Hermannsdóttir yrkir: Á óvenjulegu ári í ólgandi kórónufári þylur Ólafur Ragnar og útgáfu fagnar er Kínasögur fær Kári. Ármann Þorgrímsson segir, að sér hafi verið bent á, af mestu hóg- værð, að gæta orða sinna um okkar besta fól: Verð að gæta varúðar virða mörkin hófsemdar eru stundum upplognar á þá bestu sögurnar. Hallmundur Guðmundsson fer með „Örlagaljóð“: Þegar Rósmunda Friðný varð frjó fór hún með Herjólf’ á sjó. Þar ástríkur Baldur, áhrifavaldur, æddi að borðstokk og spjó. En áður hafði Hallmundur hrært í vísnabingnum: Ennþá geymist mér í muna, minningin um kærustuna sem mér vakti fjör og funa, fyrir neðan þvagblöðruna. Björn Skúlason Eyjólfsstöðum orti: Betra er að fara stillt af stað, steypist einhver þarna. Skyldi ’ann hafa hálsbrotnað helvítið að tarna? Sigvalda Skagfirðingaskáldi var gefið kaffi í sprungnum bolla: Drottinn fyrir drykkinn holla, dygðakonan, launi þér, þó hann væri í brotnum bolla brotlegum það hæfir mér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Tungutönn og sögur handa Kára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.