Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Róbert Spanó, hinn íslenski forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, átti í gær fund með Erdogan forseta Tyrklands, á skrifstofu hans í Ank- ara. Fréttir um að Róbert muni í ferðinni þiggja heiðursdoktors- nafnbót við háskólann í Istanbúl hafa vakið gagnrýni vegna þess hvernig tyrknesk stjórnvöld hafa komið fram við fjölda kennara og fræðimanna við skólann. Hafa á annað hundrað þeirra verið reknir eftir að tilraun var gerð til valda- ráns í landinu fyrir fjórum árum. Gagnrýnendum þykir skjóta skökku við gagnvart gildum og nið- urstöðum dómstólsins að forseti hans taki við heiðursnafnbót frá ríkisreknum háskóla í Tyrklandi. Mehmet Altan, hagfræðiprófessor sem var fangelsaður í kjölfar valda- ránstilraunarinnar, benti á að dómsmál sem hann og fleiri hafa höfðað gegn háskólanum færu lík- lega fyrir Mannréttindadómstólinn og Róbert yrði þá með heiðurs- nafnbót frá varnaraðilanum. Umdeild heimsókn forseta Mannréttindadómstóls Evrópu til Tyrklands Róbert Spanó hitti Erdogan AFP Fundur Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, á forsetaskrifstofunni í Ankara. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sætir nú auknum þrýstingi frá flokks- bræðrum sínum í Kristilega demó- krataflokknum um að sýna Rússum í tvo heimana, eftir að í ljós kom að rússneska stjórnarandstöðuleiðtog- anum Alexei Navalní var byrlað taugaeitrið novichok. Notkun þessa hættulega efnis þykir skýr vísbend- ing um að Pútín, forseti Rússlands, hafi sjálfur veitt samþykki sitt fyrir banatilræðinu. Navalní liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Þýskalandi en þangað var hann fluttur frá Síberíu með sérstakri sjúkraflugvél þýskra stjórnvalda. Í hópi þeirra sem kveðið hafa fast að orði um nauðsyn harðra viðbragða er Norbert Röttgen, formaður utan- ríkismálanefndar þýska sam- bandsþingsins. Hvatti hann í gær til þess að ESB-ríkin kæmu sér saman um að stöðva lagningu Nord Stream 2-jarðgasleiðslunnar milli Rússlands og Þýskalands. Gasleiðslan er ákaf- lega umdeild og hefur því verið haldið fram að hún veiti Rússum kverkatak á þýskum efnahag. Gífurlegir efna- hagslegir hagsmunir eru tengdir þessari framkvæmd. Merkel hefur verið þeirrar skoðun- ar að ekki eigi að blanda gasleiðslunni saman við deilur við Rússa. Hún hef- ur verið harðorð í garð rússneskra stjórnvalda og krafist tafarlausra skýringa eftir að upplýst varð um raunverulegt eðli veikinda Navalnís. Utanríkisráðherrann Heiko Mass, sem kemur úr flokki jafnaðarmanna, segir að nauðsynlegt sé að ríkis- stjórnin hafi náið samráð við forystu- menn ESB og NATO áður en ákvarð- anir eru teknar um viðbrögð. Erindrekar rússnesku leyniþjón- ustunnar hafa áður notað eiturefnið novichok gegn rússneskum andstæð- ingum sínum á Vesturlöndum. Það var þegar reynt var að ráða gagn- njósnarann Sergei Skrípal af dögum á Englandi fyrir tveimur árum. Í grein í The Guardian í gær segir að enginn vafi leiki á því að með því að nota novichok gegn andstæðingum sínum séu stjórnvöld að senda skýr ógnvekjandi skilaboð um það hvernig farið verði með alla þá sem sýna and- stöðu og mótþróa sem ógni hagsmun- um rússneska ríkisins. Pútín kann að vera að leika sér að eldi, beri hann ábyrgð á tilræðinu, því kröfur um refsiaðgerðir vestrænna ríkja eru þegar farnar að valda vand- ræðum í rússnesku efnahagslífi. Krefjast harðra viðbragða AFP Moskva Gengi rúblunnar fellur vegna ótta um refsiaðgerðir gegn Rússum.  Þrýst á Merkel að sýna Rússum enga linkind eftir tilræðið við Alexei Navalní  Áhrifamenn vilja hætta samstarfinu við Rússa um Nord Stream 2-gasleiðsluna Netverslunarrisinn bandaríski Amazon tilkynnti í gær að starfs- mönnum fyrirtækisins í Bretlandi yrði fjölgað til frambúðar um sjö þúsund í fimmtíu borgum víðs veg- ar í landinu fyrir áramót. Fyrr á þessu ári var starfs- mönnum Amazon í Bretlandi fjölg- að um þrjú þúsund. Fastir starfs- menn fyrirtækisins þar í landi verða þá orðnir fjörutíu þúsund. Tilkynningunni hefur verið mjög fagnað enda hefur breskt efna- hagslíf orðið fyrir miklum skakka- föllum vegna kórónuveirufarald- ursins. Fjöldi fyrirtækja hefur fækkað starfsfólki verulega og at- vinnuleysi stóraukist. Störfum hjá ýmsum netverslunum hefur hins vegar fjölgað verulega en það hef- ur ekki vegið upp á móti atvinnu- leysinu. Til viðbótar við hin nýju fram- búðarstörf ætlar Amazon að bæta við sig um tuttugu þúsund starfs- mönnum í tímabundin störf víðs vegar í Bretlandi á næstu vikum. Alok Sharma, viðskiptaráðherra Bretlands, segir að ákvörðun Ama- zon sé traustsyfirlýsing á framtíð- arhorfur efnahags í landinu. BRETLAND Sjö þúsund ný störf verða til hjá Amazon Landlæknir Kan- ada, dr. Theresa Tam, mælist til þess að fólk noti andlitsgrímur við kynlíf til þess að minnka líkurnar á kórónuveiru- smiti. Hún minnti þó á að öruggasta kyn- lífið á dögum farsóttar fælist í því að hver og einn sinnti sjálfum sér. Í tilkynningu landlæknisins sagði að smithætta vegna kynmaka væri hverfandi, en hins vegar gætu kossar og ámóta atlot aukið hana verulega. Því færi best á því að fólk léti kossana vera, notaði grím- ur og forðaðist að snúa andlitum saman. Í Kanada búa 38 milljónir manna, þar hafa greinst um 130 þúsund smit og 9.132 látist af völd- um veirunnar. Notið grím- ur við kynlíf Dr. Theresa Tam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.