Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Vísbendingar eru um að of-beldi og vanræksla gagn-vart börnum hafi aukist áþessum Covid-mánuðum,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, for- stjóri Barnaverndarstofu. Barnaverndarstofa hefur birt greiningu á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum landsins sem bárust í júní og júlí í sumar og borið þær saman við fyrri tölur. Nýju tölurnar eru bornar saman við tölur frá því í maí 2020 sem áður voru birtar og samantekt á tíma- bilinu 1. janúar 2019 til 1. sept- ember 2020. Niðurstöðurnar ríma við sambærilegar greiningar frá tímabilinu mars, apríl og maí á þessu ári. Í samantekt Barnaverndar- stofu kemur fram að tilkynningar til barnaverndarnefnda í júní voru yfir meðaltali og 16,9% fleiri en bárust í júní 2019. Hins vegar voru tilkynn- ingar í júlí undir meðaltali á saman- burðartímabili en þó 0,6% fleiri en bárust í júlí 2019. „Fjöldi barna sem tilkynnt var um í júní er nokkuð yfir meðaltali og ekki hafa áður borist tilkynn- ingar um jafn mörg börn í einum mánuði miðað við samanburðar- tímabil en er undir meðaltali í júlí,“ segir í samantektinni. Heiða Björg segir í samtali við Morgunblaðið að sveiflur til og frá á mánaðartímabili segi ekki mikið en sterkar vísbendingar séu farnar að koma fram um þróun mála nú þegar fimm mánuðir á Covid-tímanum hafa verið teknir saman. Hún segir að ljóst sé að ofbeldi og vanræksla sé að aukast. Þó að aukningin nemi ekki mörgum pró- sentum sé hvert þeirra meira en nóg. „Í rauninni kemur þetta ekki á óvart. Þetta staðfestir það sem áður var talið. Niðurstöðurnar sýna að áhersla barnaverndarnefnda verður áfram að vera þarna og samfélagið verður að vera áfram vakandi fyrir aðstæðum barna. Það hefur komið í ljós á Covid-tímanum að almenn- ingur hefur staðið sig mjög vel í til- kynningarskyldu og ég vil hvetja fólk til að halda áfram að fylgjast með börnunum.“ Þegar rýnt er í hvers eðlis til- kynningar til barnaverndarnefnda voru á umræddu tímabili kemur í ljós að tilkynningar um ofbeldi voru yfir meðaltali tilkynninga á tíma- bilinu janúar 2019 – febrúar 2020 fjóra mánuði í röð, en fækkaði í júlí 2020. Tilkynningar um vanrækslu hafa aftur á móti verið yfir meðal- tali fimm mánuði í röð. Samantekt Barnaverndarstofu leiðir í ljós að tilkynningar frá leikskólum og dag- foreldrum eru hærri en að meðaltali á samanburðartímabili: „Í júní bár- ust fleiri tilkynningar frá leik- skólum en áður hefur borist í einum mánuði á því tímabili sem hér er til samanburðar.“ Ofbeldi og vanræksla gegn börnum aukast 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Saga Sunda-brautarinnarer orðin mikil svikasaga sem bæt- ist stöðugt í. Seðla- bankastjóri minnti á þetta á fundi um daginn og lýsti undrun sinni á því að ekkert hefði gerst í þessu máli, jafn brýn og brautin væri. Fulltrúar vinstri meirihlutans í Reykjavík brugðust ókvæða við enda yf- irlýstir andstæðingar fjöl- skyldubílsins og vilja þrengja vegi en ekki fjölga þeim eða leggja nýja. Þetta hefur þó ekki alltaf ver- ið svona, það er að segja ekki að nafninu til. Eyþór Arnalds, odd- viti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, spurði Dag B. Eggerts- son borgarstjóra út í Sundabrautina í fyrsta óund- irbúna fyrirspurnatíma borg- arstjórnar, sem fram fór á þriðjudag. Eyþór benti á að fyrir lægi að hagstæðasta leið Sunda- brautar hefði verið gerð ómögu- leg vegna skipulags borgarinnar við Vogabyggð, auk þess sem borgin hefði heimilað mannvirki við vegstæði Sundabrautar. Þetta væri þvert á yfirlýsingu núverandi borgarstjóra sem hafi árið 2006 sagt: „Lagning Sunda- brautar er algjört forgangsverk- efni í okkar augum.“ Þegar þessi orð féllu var núverandi borg- arstjóri frambjóðandi Samfylk- ingar á atkvæðaveiðum og nú, fjórtán árum síðar, er forgangs- verkefnið, vegna verka borg- arstjóra, fjær því að verða að veruleika en þá var. Eyþór rifjaði líka upp enn eldri loforð, en þau komu fram í riti sem gefið var út árið 1997 í tíð ann- ars borgarstjóra Samfylkingarinnar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Í þessu riti, sem kom út fyrir kosningu um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur, var gefið það loforð að borgarstjórn Reykja- víkur mundi „beita sér fyrir því, að lagningu „Sundabrautar“ um Elliðaárvog, Grafarvog, Geld- inganes, Álfsnes og Kollafjörð verði flýtt eins og kostur er.“ Síðan eru liðin 23 ár og borg- arstjórn undir forystu Samfylk- ingar hefur allan tímann leynt og ljóst beitt sér gegn lagningu brautarinnar. Það gerist stundum í stjórn- málum að menn dragi lappirnar og flýti sér ekki endilega að efna loforð sín. Það gerist sennilega líka að menn ætli sér alls ekki að efna þau og dragi ekki aðeins lappirnar heldur geri ekki nokk- uð til að loforðin geti orðið að veruleika. Það er á hinn bóginn sjaldgæft að stjórnmálamenn eða -flokkar gefi loforð ítrekað og árum saman með svo skýrum hætti en vinni svo beinlínis gegn eigin loforðum með því að gera allt sem hægt er til að reyna að koma í veg fyrir að þau geti nokkru sinni orðið að veruleika. Þessum árangri hafa borg- arstjóri og flokkur hans náð, sem verður að teljast mikið af- rek, þó að ekki sé það að sama skapi hrósvert. Svik Samfylkingar vegna Sundabrautar eru skýr og alvarleg} Mikil svikasaga Ekki eru allirbúnir að gleyma sýnd- arleiknum þegar óvæntir hlaupa- drengir úr öðrum flokkum tóku að sér verk fyrir Jóhönnu og Steingrím við að koma Íslandi sem hraðast og sem hljóðlegast inn í Evrópusam- bandið. Það var ljót sjón lítil. Pukur og óheilindi einkenndu alla þá framgöngu. Þá var gert lítið úr laumu- spilinu og látið sem minna en ekk- ert benti til að „samningar um ís- lenskan sjávarútveg yrðu snúin vandamál“. Edward Heath ríður ekki feit- um hesti frá tíð sinni sem for- sætisráðherra Bretlands. Hann vann að því að koma Bretum inn í Evrópubandalagið og í þá tíð þoldi inngangan ekki sannleikann um breskan sjávarútveg í því ferli. Edward Heath tók bein- harða ákvörðun um að sannleik- urinn um þessi mál skyldi varð- veitast sem dýrmætt ríkisleyndarmál í minnst 30 ár. Og það var ekki fyrr en þá sem mörgum varð ljóst að Heath hafði verið enn ómerkilegri stjórn- málamaður en áður lá fyrir, og var það þó nokkuð. Nú þeg- ar tuðað er um fram- kvæmdaratriði sem upp koma eftir ákvörðun Breta að yfirgefa loks hinn ógeðfellda selskap ESB, gerist það enn og aftur að reynt er að bregða huliðshjálmi yfir allt sem snýr að fiskveiðum og þeim réttindum sem aðrir komust yfir vegna kaupskapar Heaths. Augljóst er að fjölmörg aðild- arríki ESB telja sig hafa mjög ríka hagsmuni af því að samning- arnir sem Heath lét sig hafa að kyngja í „þágu stærri markmiða“ gangi ekki til baka með breskri útgöngu sem er þó auðvitað sjálf- sagt og eðlilegt að gerist. Vegna pukursins er algengt að upphlaup verði með ólíkum og óvæntum formerkjum í breskum fjölmiðlum og á meginlandinu. Í þeim síðari gætir hótana í garð valdamanna tryggi þeir ekki að allt verði óbreytt. En hitt er jafn- öruggt að Boris Johnson mundi kenna á því í kjörkössunum tæki hann svikabrall Heath til fyr- irmyndar sem seint verður trúað. Fiskveiðiréttindi eru fyrirferðarmikil í makki um fyrir- komulag útgöngu Breta úr ESB} Glittir í gömul svik H vað er að vera Íslendingur? Þarftu að geta rakið ættir þín- ar til landnema? Þarftu að kunna íslensku? Þarftu að búa á Íslandi eða vera ríkisborgari? Tárast yfir auglýsingu frá Icelandair? Þingmenn ákveða í dag hvort nota eigi fimmtán milljarða af almannafé til að ábyrgj- ast rekstur Icelandair, sem eru stórtíðindi. Ekki bara vegna afskipta ríkisins af einkafyr- irtæki á markaði heldur líka vegna þessa að um er að ræða háa fjárhæð, ársframlög rík- isins til nýsköpunar eða menningar- og æsku- lýðsmála. Krókar og kimar þessa máls eru ansi marg- ir. Því er gagnlegt að skoða hvers vegna rík- isstjórnin segist vera að skipta sér af mál- efnum Icelandair. Þau vilji viðhalda traustum og samfelldum samgöngum til og frá Íslandi og minna á mikilvægi flugsamgangna fyrir ferðaþjónustuna. Þrátt fyrir að þetta séu veigamikil rök þarfnast þau ekki Ice- landair. Það er hægt að tryggja samgöngur til og frá Ís- landi án Icelandair og ef sá hluti er tryggður uppfyllir það sjálfkrafa seinni ástæðuna. Stjórnarþingmenn halda því fram að ríkissjóður sé í raun og veru að taka mjög litla áhættu, að lánið sé dýrt og ólíklegt að Icelandair vilji í raun nota ríkisábyrgðina. Á móti má spyrja: Til hvers þarf þá ríkisábyrgð? Icelandair er rótgróið fyrirtæki í íslensku samfélagi. Ef Icelandair verður fyrir skaða hefur það ansi víðtæk áhrif, ekki síst vegna þess að lífeyrissjóðir og bankar í ríkiseigu eiga stóran hlut í Icelandair. Ef ríkisbankarnir tapa þá tapar ríkið líka. Á þann hátt er ríkisábyrgð á láni Icelandair í gegnum bankana óháð ákvörðun Alþingis. Þegar við spyrjum okkur hvort hjálpa eigi Icelandair eða lífeyrissjóðunum, sem eiga stærstan hluta félagsins, þá skiptir máli að skoða hvort staða Icelandair haldi áfram að versna eða ekki. Gloppurnar í sviðs- myndagreiningunni eru svo stórar að það er ekki hægt að sjá hvort skuldahola Icelandair minnki nokkuð með þessari innspýtingu. Ef staðan versnar verður skaðinn fyrir lífeyr- issjóðina og almannatryggingakerfið meiri í framtíðinni. Það fylgir því líka skaði að hjálpa Ice- landair. Það er samkeppnisskaði, eins og fram kemur í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Einokunarstaða Icelandair myndi skilja eftir sig eyði- leggingarslóð keppinauta og sá skaði bitnar á öllum í formi verri þjónustu og hærra verðs. Hvernig sem mál Icelandair þróast, hvort við grátum yfir auglýsingum þess eða falli, þá verðum við áfram Ís- lendingar. Við horfumst í augu við það að allir valmögu- leikar í stöðunni eru skaðlegir á einn eða annan hátt til skemmri tíma. Erfiða spurningin lýtur að því sem gerist til lengri tíma og aðgerðanna sem gripið verður til í kjöl- far ríkisábyrgðar. Hvað sem gerist í dag er verkefnið í framhaldinu að tryggja heilbrigða samkeppni í flugi. Björn Leví Gunnarsson Pistill Ertu Icelandairingur? Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Heiða Björg Pálmadóttir, for- stjóri Barnaverndarstofu, hrósar frammistöðu almennings við til- kynningar til barnaverndar- nefnda. Ekki veitti enda af í vor þegar skólastarf var víða hálf- lamað, rétt eins og þjóðfélagið allt. Tilkynningar frá nágrönnum voru yfir meðaltali bæði í júní og júlí og fleiri en áður bárust á samanburðartímabili. Þær eru þó færri en í mars til maí í ár. Ekki hafa fyrr borist fleiri til- kynningar frá ættingjum í einum mánuði miðað við samanburðar- tímabil en í júlí. Í skýrslunni er lýst áhyggjum af tölum um ofbeldi en þær voru yfir meðaltali fjóra mánuði í röð í vor en fækkaði svo í júlímánuði. „Eru þessar tölur sér- stakt áhyggjuefni og mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður,“ segir í skýrslu Barnavernd- arstofu. Almenningur á varðbergi HRÓSAR TILKYNNINGUM Heiða Björg Pálmadóttir 454 1.243 1.088 902 373 551 440 421 231 290 324 320 444 317 234 351 Fjöldi tilkynninga til barnaverndarnefnda í maí til júlí 2020 Tilkynningar eftir landsvæðum 1.500 1.200 900 600 300 0 600 500 400 300 200 100 maí júní júlí Heimild: Barna- verndarstofa Tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu maí júní júlí 499 Reykjavík Höfuðborgarsv. utan Rvík Landsbyggðin Tilkynningar um vanrækslu Tilkynningar um ofbeldi 341

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.