Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 marka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í Eyjafirði enda geti þar komið til önnur sjón- armið sem ekki eru á verksviði stofn- unarinnar. Biðja um frekari upplýsingar Bæjarstjórn Akureyrar mælir með friðun fjarðarins á grundvelli bókunar sem samþykkt var af meiri- hluta bæjarfulltrúa í maí. Þingeyj- arsveit og Svalbarðsstrandar- hreppur taka sömu afstöðu. Önnur sveitarfélög sem skiluðu inn umsögn vilja ekki að slíkt bann sé sett á núna, biðja um frekari upplýsingar og svig- rúm til áframhaldandi umræðna um málið. Einna eindregnasta afstaðan gegn banni kemur fram í ítarlegri umsögn Fjallabyggðar. Þar kemur fram sú afstaða að ekki geti komið til álita að beita lokunarheimild ráðherra nema sérstakar og vel unnar rannsóknir hafi farið fram sem styðji við það að vistfræðileg hætta sé til staðar sem byggi undir bann eða takmörkun. „Ákvörðun ráðherra um lokun eða takmörkun á fiskeldi á tilteknum svæðum verður því ekki byggð á al- mennri pólitískri afstöðu ráð- herrans. Sú ákvörðun verður að styðjast við niðurstöður rannsókna til þess að hún teljist lögmæt,“ segir í umsögninni. Kallar Fjallabyggð eftir því að gert verði burðarþolsmat og áhættu- mat, áður en afstaða verði tekin til málsins. Þau mál standa þannig að Hafró hóf rannsóknir til að undirbúa mat á burðarþoli. Í nýjum fiskeld- islögum var hins vegar kveðið á um að ráðherra skuli kalla eftir slíku mati. Það hefur hann ekki gert. Hafró gerir síðan áhættumat vegna erfðablöndunar, eftir að burðarþol hefur verið metið. Þegar ferlið er komið þetta langt geta fiskeldisfyr- irtækin sótt um leyfi til sjókvíaeldis og viðkomandi stofnanir verða vænt- anlega að veita þau. Er því nokkuð ljóst að ráðherrann mun ekki kalla eftir burðarþolsmati á meðan hug- myndir eru uppi um að friða fjörð- inn. Þá vaknar spurningin hvort hægt sé að fara í aðrar rannsóknir til að undirbyggja ákvörðun ráð- herrans. Óskað eftir strandskipulagi Grýtubakkahreppur og fleiri sveit- arfélög kalla eftir því að gert verði skipulag haf- og strandsvæða fyrir Eyjafjörð þar sem tekið verði tillit til sem flestra sjónarmiða og hags- muna. Svæðisskipulagsnefnd Eyja- fjarðar hefur óskað eftir slíku mati, án árangurs til þessa. Dalvíkurbyggð hvetur til þess að sveitarfélögunum við Eyjafjörð verði gefið svigrúm til að vinna málið áfram en ákveðin vinna hefur þegar farið fram á vettvangi landshluta- samtakanna sem þau eiga aðild að. Ákvörðun um þetta stóra mál verði ekki tekin í tímapressu, að mati byggðaráðs, heldur að undangeng- inni málefnalegri umræðu. Málið hefur ekki verið tekið upp á sameiginlegum vettvangi sveitarfé- laganna frá því í vor enda ef til vill ekki von til þess að sameiginleg nið- urstaða fáist þegar litið er til mis- munandi umsagna sveitarfélaganna og eindreginnar afstöðu stærsta sveitarfélagsins, Akureyrarbæjar. Samkvæmt upplýsingum úr at- vinnuvegaráðuneytinu er verið að fara yfir umsagnir stofnana og sveit- arfélaga. Stofnanir vilja banna laxeldi  Hafró og Fiskistofa styðja tillögu Akureyrarbæjar um að friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi  Nokkrar sveitarstjórnir vilja frekari rannsóknir áður en þær taka afstöðu til hugmyndarinnar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Stofnanir eru með mismunandi hugmyndir um eldi í Eyjafirði. Sumar vilja banna allt en aðrar halda einhverjum aðferðum opnum. Afstaða sveitarstjórna til tillögu um friðun Eyjafjarðar fyrir sjókvíaeldi Grýtubakka- hreppur (Grenivík): Beðið verði með ákvörðun Svalbarðsstrandar- hreppur: JÁ Hafrannsókna- stofnun: JÁ Fiskistofa: JÁ Matvæla stofnun: Tekur ekki afstöðu Akureyrarbær: JÁ, afstaða meirihluta Afstaða stofnana til tillögu um friðun Eyjafjarðar fyrir sjókvíaeldi Eyjafjarðarsveit: NEI, vilja meiri upplýsingar og umræðu Dalvíkurbyggð: Vilja svigrúm til áframhaldandi umræðu Fjallabyggð: NEI Tillaga um friðun frá Siglunesi að Bjarnarfjalli Þingeyjar- sveit: JÁ Hörgársveit: Sendi ekki umsögn BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafrannsóknastofnun og Fiskistofa styðja hugmyndir um að friða Eyja- fjörð fyrir sjókvíaeldi eða takmarka eldi þar. Matvælastofnun tekur ekki afstöðu. Nokkrar sveitarstjórnir styðja eindregið slíkt bann en aðrar telja ekki tímabært að taka afstöðu vegna skorts á upplýsingum. Eftir að meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar, langfjölmennasta sveit- arfélagsins við Eyjafjörð, skoraði á sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra að friða Eyjafjörð fyrir sjó- kvíaeldi hóf ráðuneyti hans athugun á tillögunni. Óskað var eftir umsögn- um viðkomandi sveitarfélaga og þriggja stofnana ríkisins, í samræmi við ákvæði laga. Gengur ferlið út á það að meta hvort breyta eigi auglýs- ingu frá árinu 2004 þar sem eldi var lýst óheimilt á tilteknum svæðum, þannig að Eyjafirði verði bætt í þann hóp. Raunar tekur athugunin einnig til Jökulfjarða og tveggja fjarða í sunnanverðum Norðfjarðarflóa. Samkvæmt fiskeldislögum getur ráðherra takmarkað eða bannað fisk- eldi eða eldisaðferðir í einstaka fjörð- um eða flóum eða á svæðum sem telj- ast sérlega viðkvæm gagnvart fiskeldi. Greinir á um lúsina Málið er umdeilt í Eyjafirði. Allar sveitarstjórnirnar sem leitað var til skiluðu umsögn, nema Hörgárbyggð. Einnig stofnanirnar þrjár sem beðn- ar voru um mat. Hafrannsóknastofnun telur tilefni til þess að banna allt fiskeldi í sjókví- um í Eyjafirði. Ástæðan er staða villtra stofna laxfiska, þá sérstaklega bleikju og hugsanleg neikvæð vist- fræðileg áhrif á lífríki fjarðarins. Ef bætt verður við eldi í Eyjafjörð telur stofnunin hættu á að heildarmörk eldis fari fram yfir ráðleggingar Hafró varðandi staðfest áhættumat vegna hugsanlegrar erfðablöndunar við náttúrulega stofna. Fiskistofa gengur ekki eins langt og Hafró en telur tilefni til að tak- marka eða banna eldi á frjóum laxi af norskum uppruna í opnum sjókvíum. Rökin eru þau að tryggja verndun náttúrulegra laxfiskastofna og veiði- hagsmuni. Í umsögninni er bæði vís- að til áhrifa hugsanlegra slysaslepp- inga og lúsar. Matvælastofnun telur hverfandi líkur á dreifingu smitsjúkdóma úr eldisfiski í villtan fisk og sömuleiðis séu áhrif af smiti með laxalús að öllu jöfnu ekki mikil. Þótt mat Mast sé annað en Hafró og Fiskistofu telur stofnunin ekki rétt að hún taki beina afstöðu til þess hvort rétt sé að tak- Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.