Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is úr silki LEIKFÖNG Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Ný og endurbætt netverslun Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Um leið og við þrír fórum að spila þetta sam- an fann ég að þetta tríó hentaði þessu efni mjög vel. Það er einhver skilningur á efni- viðnum sem gengur vel upp,“ segir Agnar Már Magnússon djasspíanóleikari og tón- skáld um lögin á nýjum diski hans sem verður kynntur á útgáfutónleikum í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld, laugardagskvöld, klukk- an 20.45. Eru tónleikarnir á dagskrá Jazzhá- tíðar Reykjavíkur. Auk Agnars Más skipa tríóið þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Diskurinn heitir Mór og á honum vinna félagarnir með útgáfur Agnars Más á þjóðlögum – meðal annars hljóma hér Ísland farsælda frón, Graf- skrift Sæmundar Klemenssonar og Blá- stjarnan. Þá eru á diskinum tvö lög í jarð- litum eftir Agnar sjálfan, Mór og Svörður. Auk þremenninganna leikur á diskinum hornkvartett sem skipa þeir Stefán Jón Bern- harðsson, Frank Hammarin, Asbjørn Ibsen Bruun og Nimrod Ron og koma þeir allir fram á tónleikunum. Frjálsar hendur Þetta er annar diskurinn sem Agnar Már sendir frá sér með tríóinu þar sem hann tekst á við þjóðlagaarfinn og rímur í nýrri tónlist. Sá fyrri, Láð, kom út 2007 og vakti skiljan- lega athygli enda eitthvað það besta sem blaðamaður hefur heyrt koma frá þessari kynslóð íslenskra djassleikara. „Upphaflega ætlaði ég ekki að gera meira í þessa veru eftir að ég sendi Láð frá mér fyrir 13 árum, mér fannst ég vera búinn með þenn- an pakka,“ segir Agnar Már. „En gegnum tíð- ina hafa bæst við hjá mér fleiri þjóðlög sem ég hef unnið eitthvað með. Hægt og rólega bættust því við lög og á endanum hóaði ég í Matta og Valda og hafði stemninguna svipaða og á fyrri plötunni.“ Agnar Már segir lögin sem hann semur sjálfur kallast á við þjóðlagastefin og hafa orðið til á seinni stigum vinunnar að plötunni, og með þá þrjá í huga. „Þegar ég sem tónlist er ég oftast með ákveðna hljóðfæraskipan eða hljóðfæraleikara í huga, ég heyri þeirra sánd fyrir mér og hvernig þeir muni túlka verkin. Þessi þjóðlög eru frekar knöpp músík að vinna með, þetta eru litlar og einfaldar meló- díur en margt ósagt sem hægt er að leika sér með því þær skilja eftir endalaust pláss að út- setja. Innan ramma laglínanna má hafa mjög frjálsar hendur.“ Fyrir kjötsúpu og réttir Norrænir djassmenn hafa oft leitað í þjóð- lagaarf heimalandanna og þeirra þekktastur er líklega sænski píanóleikarinn Jan Johans- son. Þegar Agnar er spurður hvort hann hafi haft slík efnistök í huga segist hann vissulega hafa þekkt til verka Johanssons þegar hann gerði Láð. „Það var fyrsta platan eftir að ég flutti heim frá New York þar sem ég var í námi. Ég hafði gert þar eina plötu, sem var alþjóðlegri, árið 2001 en svo kom engin plata frá mér fyrr en Láð sex árum seinna. Ég var á þeim tíma mjög hugsi yfir því hvað ég ætti að gera; ég var búinn að leika í New York með drauma- bandinu mínu og fannst erfitt að finna út hvað ég ætti að gera næst. Þá var lendingin að fara ofan í einhverjar rætur og úr varð að ég fór að hlusta á Jón Leifs og rímasöng, þar sem er mjög mikil jarðtenging. Þar fann ég líka frelsi til að geta búið til mitt alþjóðlega djass-tvist á tónlistararfinn, þar sem ég velti fyrir mér hvernig alíslensk djassmúsík myndi hljóma væri hún til. Láð kom út úr þeim pælingum og nú mætti ég þessum arfi aftur, eftir að hafa sent frá mér í millitíðinni alla vegana djasstónlist, en er bara miklu afslappaðri núna.“ Blaðamaður hefur á orði, eftir að hafa hlýtt nokkrum sinnum á nýja diskinn, að það sé við hæfi að gefa hann út nú að hausti; það séu ríkir mollhljómar í honum, og hausthljóð. Agnar Már tekur brosandi undir það. „Mór- inn rímar vel við þennan árstíma; þetta er tónlist fyrir kjötsúpu og réttir,“ segir hann. Morgunblaðið/Einar Falur Djassmaðurinn „Innan ramma laglínanna má hafa mjög frjálsar hendur,“ segir Agnar Már. Margt ósagt sem má leika sér með  Agnar Már Magnússon kynnir plötuna Mór á tónleikum í Hörpu á morgun  Í annað sinn sem hann tekst á við þjóðlög og rímur á plötu  Einfaldar melódíur en endalaust pláss til að útsetja Fjölþætt listaverkefni hóf göngu sína í gær og stend- ur yfir fram í lok mánaðar, 30. september. Nefnist það Vestur í bláinn og er bæði tónlistarverkefni og listasýning. Verkefnið fjallar um innflytjendur á Ís- landi og býður upp á næma og ljóðræna nálgun á hugmyndir um hið ókunnuga, svo vitnað sé í tilkynn- ingu. Tónlistarhluti verkefnisins var gefinn út rafrænt fyrr í vikunni en listsýningin mun eiga sér stað á tíu ólíkum og opinberum stöðum í Reykjavík til 30. sept- ember. Raddir tengdar saman „Vestur í bláinn byrjaði sem tilraunakennt tónlist- arverkefni Juliusar Pollux, þar sem hann tengir sam- an raddir innflytjenda og flóttafólks á Íslandi og sína eigin upplifun af viðfangsefninu í gegnum tónlist. Claire Paugam og Julius Pollux gengu síðan til samstarfs til að víkka verkefnið út; gera listsýningu úr því, færa hið pólitíska inn í ljóðrænt samhengi, hvetja til hlustunar og upplifunar á sögum, aðstæðum, tilfinningum og bakgrunni fólks með sjónarhorn húm- anisma og samkenndar að leiðarljósi,“ segir í tilkynn- ingu og að myndlistarfólki hafi verið boðið að eiga í samtali við tónlistarverkefnið og afrakstur þess séu þau tíu listaverk sem eru nú til sýnis á jafnmörgum stöðum, þ.e. Hlemmi, Nýlistasafninu, Hörpu, Mjódd, Andrými, Vesturbæjarlaug, Borgarbókasafninu Gerðubergi, Ráðhúsinu, Kaffi Laugalæk og Hafnar- húsinu. „Vestur í bláinn miðar að því að bjóða upp á rými fyrir alls konar raddir, ólík tungumál og margvíslegar sögur af fólki af fjölbreytilegum uppruna, sem sjaldan heyrast í listaheiminum eða á opinberum vettvangi,“ segir enn fremur í tilkynningunni og má finna frekari upplýsingar og hlusta á tónlistina á vefslóðunum vest- uriblainn.net og juliuspollux.bandcamp.com. Næm og ljóðræn nálgun Sýningarstjórar Julius Pollux og Claire Paugam . Sýningar hefj- ast á ný í kvöld á Kart- öflum í Borg- arleikhúsinu. Um er að ræða verk sem fjöl- listahópurinn CGFC vann undir merkjum Umbúðalauss og frumsýndi á síðasta leikári, en verkið var tilnefnt til Grímunnar í vor fyrir Leikrit ársins. Umbúða- laust er vettvangur þar sem ungt sviðslistafólk fær frelsi til að þróa hugmyndir sínar og setja upp sýn- ingar með lítilli umgjörð. Næstu sýningar verða 5. og 11. sept- ember. Kartöflur á boð- stólum í kvöld Magnús Geir Þórðarson þjóðleik- hússtjóri og Marta Nordal, leik- hússtjóri Leikfélags Akureyrar, hafa skrifað undir samkomulag um stóraukið samstarf menningar- stofnananna tveggja. „Samkomu- lagið er fjórþætt. Leikhúsin munu sýna gestasýningar a.m.k. einu sinni á ári hvort hjá öðru. Í öðru lagi munu þau sameinast um að fram- leiða eina sýningu sem verður sett upp á báðum stöðum. Í þriðja lagi felur samkomulagið í sér möguleika á láni á búningum, leikmunum og tæknibúnaði á milli húsanna eftir því sem aðstæður leyfa. Síðast en ekki síst munu verða aukin tækifæri fyrir starfsfólk húsanna til að auka sam- vinnu sín á milli og miðla þekkingu, og lista- og tæknifólk mun í ein- hverjum tilfellum geta starfað við verkefni í báðum leikhúsum,“ segir í tilkynningu. Á komandi leikári mun Þjóðleikhúsið sýna Upphaf eftir David Eldridge á Akureyri og stefnt er að sýningu á Vorið vaknar í upp- setningu LA á næsta ári. Þá munu leikhúsin vinna sameiginlega að uppsetningu á Krufning sjálfsmorðs eftir Alice Birch. Stóraukið samstarf tveggja leikhúsa Leikhússtjórar Magnús Geir og Marta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.