Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 ✝ Inga Guð-munda Magn- úsdóttir fæddist á Hofteigi, Vestur- götu 23 á Akranesi 11. desember 1933. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 26. ágúst 2020. Inga var dóttir hjónanna Friðmeyj- ar Guðmunds- dóttur, f. 15. feb. 1908, d. 26. júlí 1965, og Magnúsar Gunnlaugs- sonar f. 25. ágúst 1893, d. 16. jan. 1970. Ári eftir að Inga fæddist fluttist fjölskyldan að Vest- urgötu 25 þar sem þau hjónin Friðmey og Magnús ráku sitt eigið fyrirtæki, Bifreiðastöð Magnúsar Gunnlaugssonar, sem sá um fólksflutninga um Borg- arfjarðarhérað. Friðmey og Magnús eignuðust sjö börn og var Inga næstelst í þeim hópi. Systkini Ingu eru Gunnlaugur, f. 4. des. 1932, d. 8. apríl 2015, Anna Ósk, f. 23. mars 1935, d. 15. júní 1935, Erla Von, f. 23. mars 1935, d. 22. júní 1935, Anna Erla, f. 22. jan. 1937, Baldur Ármann, syni, f. 14. september 1933, d. 18 júní 1978: 1) Erling Viðar, f. 29. nóvember 1951, d. 10. apríl 2018, bjó lengst af í Noregi, átti tvö börn. 2) Fríða, f. 30. desember 1952, gift Þórði Þ. Þórðarsyni, f. 27. október 1949, þau búa á Akranesi og eiga saman þrjú börn. Börn Reimars og stjúpbörn Ingu eru tvö: 1) Pétur, f. 9. mars 1951, giftur Heru Sigurðardótt- ur, f. 27. apríl 1960, þau búa í Reykjavík og eiga alls sex börn. 2) Gréta, f. 13. mars 1953, býr í Reykjavík og á tvö börn. Lang- ömmubörnin eru 35 og langa- langömmubörnin eru tvö. Eftir að grunnskólanámi lauk stundaði Inga vinnu við ýmis þjónustustörf auk örfárra ára hjá Pósti og síma á Akranesi en þó lengst af við fiskvinnslustörf. Hún vann einnig í mörg sumur sem ráðskona hjá vinnuflokki eiginmanns síns Reimars en hann var símaverkstjóri og vann við línulagnir víða um land en þó mest á Vesturlandi og á Vest- fjörðum. Hún var einn vetur í Hús- mæðraskólanum Laugalandi 1957-1958. Útför Ingu fer fram frá Akra- neskirkju 4. september 2020 klukkan 13. Athöfninni verður streymt á www.akraneskirkja.is. Virkan hlekk á streymið má nálgast á https://www.mbl.is/ andlat f. 5. júlí 1944, og Leifur Helgi, f. 25. júlí 1947. Inga giftist hinn 25. maí 1963 eig- inmanni sínum, Reimari Snæfells, f. 26. júní 1924, d. 17. maí 2014. Móðir hans var Kristensa Jakobína Guðmundsdóttir, f. 7. október 1891, d. 15. janúar 1972. Reimar og Inga eignuðust fimm börn og bjuggu lengst af á Vesturgötu 134, Akranesi. 1) Stúlka er fæddist andvana 1962. 2) Kristinn Jakob, f. 11. desem- ber 1964, býr á Akureyri og á fimm börn. 3) Guðrún Kristín, f. 19. nóvember 1965, gift Að- alsteini Víglundssyni, f. 19. júlí 1965, þau búa í Danmörku og eiga saman tvo syni. 4) Inga Snæfells, f. 22. ágúst 1968, býr í Reykjanesbæ og á tvo syni. 5) Linda, f. 22. júní 1972, gift Sveini Ómari Grétarssyni, f. 21. maí 1973, þau búa í Garðabæ og eiga alls þrjú börn. Fyrir átti Inga tvö börn með Sigurði Hreini Ólafs- Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú varst okkur Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðard.) Takk fyrir allt elsku mamma Minning þín lifir. Þín Fríða og Þórður (Doddi). Ég stend á stéttinni fyrir fram- an hurðina og bíð með eftirvænt- ingu eftir að það komi hreyfing á útskorna hurðarhúninn sem er staðsettur rétt fyrir ofan höfuð mitt. Hvor þeirra mun opna? Það skiptir ekki öllu því tilhlökkunar- tilfinningin er svo sterk, og við- brögðin munu verða þau sömu; opinn faðmur, bros og hlátur. Við vorum velkomin – hjartanlega vel- komin. Þetta er ein besta tilfinn- ing sem hvert mannsbarn getur fundið. Að vera tekið opnum örm- um af áhuga og ást. Svona var þetta alltaf þegar við komum til ykkar. Elsku amma, við sem syrgjum þig munum geyma akk- úrat þetta í hjarta okkar og von- andi getum við miðlað því áfram til barna, barnabarna og allra sem á vegi okkar verða. Takk fyrir að gefa svona mikið af þér. Lífsgildi þín einkenndust af ást og virð- ingu. Þú varst nærgætin, en á sama tíma kærleikinn uppmálað- ur og það geislaði svo skært í gegnum bros þitt. Ég sakna nær- veru þinnar. Hún var hlý. Róandi. Þú varst svo góð. Ég trítla upp teppaklæddan stigann. Loftið er hreint og birtan skín inn um gluggann. Ég stelst til þess að setjast fyrir framan snyrtiborðið þitt í svefnherberginu. Ég er hefð- arfrú í nokkrar mínútur þar til þú kallar á mig. „Tinna, eigum við að spila á gítarinn?“ Gítarinn er falskur. Þú slærð á þráðinn til Leifa bróður þíns sem með sinni einstöku snilligáfu hjálpar þér að stilla gítarinn í gegnum símtólið. Og svo hefst samsöngurinn: „Ég lonníetturnar lét á nefið …“ Þetta endurtókum við aftur og aftur. Þú hafðir mikla þolinmæði. Eina sem skipti máli var staður og stund. Þú signir kross á lítinn kropp eftir kvöldbaðið. Ég skríð upp í rúmið ykkar afa, sem er prúðbúið hrein- um, nýstraujuðum sængurfötum. Þú varst húsmæðraskólagengin og heimilið eftir því. Þú lest fyrir mig sögu, syngur lög úr vísnabók- inni, á meðan litlu fingurnir mínir strjúka þér um handlegginn. Húð- in var mjúk, aðeins komin til ára sinna. Stundin var notaleg og ég sofnaði vært. Ég syng oft úr vísnabókinni fyrir börnin mín og hugsa til þessara stunda sem ég átti með þér. Ég fæ hlýju í hjart- að, stundum tár í augun. Þú misstir mikið við fráfall afa. Hann var þín stoð og stytta. Hann var orðheppinn og leikinn við að ýta á ákveðna takka hjá fólki svo að hláturinn átti greiða leið út í andrúmsloftið. Og alltaf skelltir þú jafnmikið upp úr að bröndur- unum hans; „hah, Reimar!“ Fyrir honum varstu einstök og ástin var sönn ykkar á milli. Við erum mörg sem grátum þig enda hefur þú skilið eftir djúp spor í hjarta okkar. Ég vildi að ég gæti heimsótt þig einu sinni enn, tekið utan um þig, fundið hlýjuna. Ég vildi að ég gæti talað við þig í síma einu sinni enn, þótt ekki væri nema bara til að spjalla um veðrið og fá að heyra þig segja „jæja, Tinna mín“. Ég vil trúa því að það sé líf eftir þetta líf og að þú sért komin til afa og barnanna þinna sem þú varst svo óheppin að missa áður en þinn tími leið, og að einhvern tímann munir þú taka okkur opnum örm- um á ný. Hvíl í friði elsku amma mín og takk fyrir ógleymanlegar stundir. Þín Tinna Björg. Meira: mbl.is/andlat Elsku amma Inga okkar. Það var svo gott að koma til þín. Þú vildir alltaf kyssa okkur og knúsa og auðvitað passaðir þú upp á það að við fengjum að kíkja í nammi- skálina þína. Þér fannst líka svo gott að halda í hendurnar á okkur og vildir helst ekki sleppa. Hér er fallegt lag handa þér, elsku amma: Litlar stjörnur vaka hér, allar saman yfir þér. Hátt á himni seint um kvöld, blikar falleg ljósafjöld. Litlar stjörnur vaka hér allar saman yfir þér. Við munum sakna þín mikið og elskum þig. Þínar langömmustelpur, Þóra, Fríða Maren og Unnur Margrét. Elsku amma, það er sárt að kveðja þig og geta ekki kíkt í heimsókn til þín í fallega herberg- ið þitt á Höfða. Það var alltaf gott að koma til þín, þú passaðir vel upp á okkur öll og varst dugleg að spyrja um allt fólkið þitt, þú vildir bara vita af okkur öllum og þá leið þér vel. Þú elskaðir að matreiða og baka, varst algjör snillingur í kransa- kökugerð og ófáar kransakökurn- ar sem þú hefur töfrað fram. Þeg- ar þið afi komuð til Svíþjóðar með mömmu og pabba til að vera hjá mér þegar ég útskrifaðist þá vildir þú auðvitað fá að taka með þér kransaköku til að hafa í útskrift- arveislunni minni og vakti það mikla lukku. Það var yndislegt að fá ykkur í heimsókn þangað og skapa minningar með ykkur. Þú hélst alltaf mikið upp á garðinn þinn og elskaðir að dúllast með blómin þín. Ræktaðir gulrætur og jarðar- ber og fátt betra en að fá að smakka hjá þér. Þér fannst gam- an að hlusta á tónlist og ófá dans- sporin sem þið afi Reimar tókuð í gegnum tíðina og er ég handviss um að hann hafi verið fljótur að bjóða þér upp í dans þegar þið hittust á ný. Ég veit að þú ert umvafin engl- um, elsku amma. Elsku amma, takk fyrir allt, sofðu rótt. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Anna María Þórðardóttir. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Í dag kveð ég Ingu Magnús- dóttur, mágkonu mína og eina af mínum bestu vinkonum. Við höf- um verið nánar vinkonur í 55 ár eða allt frá því að ég giftist Baldri bróður hennar. Nánast upp á hvern dag í öll þessi ár töluðum við Inga mág- kona saman í síma. Hún var svo mikilvægur hluti af hversdags- leikanum mínum. Við spjölluðum um uppeldi barnanna okkar og hún hlustaði á mínar frásagnir af áhuga og af ást. Hún sagði mér frá fjölskyld- unni sinni sem henni þótti svo óendanlega vænt um; börnunum, barnabörnunum og Reimari manninum sínum. Hún var svo einstaklega ljúf og einlæg og hafði góða nærveru. Aldrei talaði hún illa um nokkurn mann. Hún var mikill húmoristi og hló svo ótrúlega fallegum hlátri, smit- andi fallegum hlátri sem birti upp tilveruna. Nú þegar haustar að minnist ég allra berjaferðanna sem við fórum saman. Stundum þurftum við að vaða yfir ár til að komast í berja- lendur þar sem við náðum ósjald- an að fylla allar fötur. Inga og Reimar voru samstillt hjón. Þau höfðu gaman af söng og dansi og voru fallegt danspar. Þegar maður kom í heimsókn tóku þau oftast í sameiningu á móti manni í forstofunni og fögn- uðu vel. Það var alltaf gott að koma til þeirra. Inga og Reimar voru góðir gestgjafar og nutum við fjölskyld- an góðs af því í matar- og kaffiboð- um. Á jólum hittumst við á heim- ilum hvor annarrar með fjölskyldum okkar. Oft var tekið í spil. Ég á svo góðar minningar frá þessum samverustundum. Inga og systkini hennar eru einstakur hópur af góðu fólki. Tengslin milli systkinanna Ingu, Baldurs, Leifs, Önnu og Laua voru alltaf svo sterk og falleg. Ég er lánsöm að vera hluti af þessari fjölskyldu. Nú hefur Inga kvatt okkur. Hún hefur fengið hvíldina og er komin á góðan stað með Reimari sínum og öðrum ástvinum. Að leiðarlokum vil ég þakka Ingu fyr- ir ómetanleg kynni og allar sam- verustundirnar, vináttu og hlý- hug. Ég kveð þig með sömu orðum og þú sagðir svo oft að skilnaði: „Allt í sómanum.“ Afkomendum Ingu sendum við fjölskyldan innilegar samúðar- kveðjur. Þín Ása. Inga G. Magnúsdóttir ✝ HrafnhildurMagnúsdóttir fæddist á Patreks- firði 21. september 1947. Hún lést á Víf- ilsstöðum 19. ágúst 2020. Foreldrar henn- ar voru María Fann- dal Sigurðardóttir, f. 24.3. 1921, d. 1.11. 1981, og Magnús Ingimundarson (Jóhannes Magnús Thoroddsen Ingimundarson), f. 18.12. 1914, d. 9.10. 1997, börn þeirra: Kristín Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir, f. 15.7. 1938, d. 27.1. 1997, gift Hlyn Ingimarssyni og eiga þau fjögur börn. Guðbjörg Ingunn Magn- úsdóttir, f. 21.6. 1942, d. 9.8. 2018, gift Trausta Þor- lákssyni og eiga þau fjögur börn. Ragn- hildur Magnúsdótt- ir, f. 31.8. 1950, d. 28.1. 2016, gift Jó- hanni Steinssyni og eiga þau þrjú börn. Ingimundur Magnússon, f. 13.2. 1961, kvæntur Sig- urlínu Guðrúnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn ásamt dótt- ur Ingimundar frá fyrra hjóna- bandi. Útförin er frá Lindarkirkju í dag, 4. september 2020, klukkan 15. Í dag kveð ég Hrafnhildi mág- konu mína og vinkonu sem hefur verið afar stór hluti af lífi mínu undanfarin ár. Ég kom inn í fjöl- skyldu Hrafnhildar þegar ég kynntist eiginmanni mínum, Ingi- mundi, bróður Hrafnhildar, en þá bjó hún ásamt föður sínum í Æsu- felli. Þau voru fimm systkinin, fjórar systur og einn bróðir. Ég naut ekki þeirrar gæfu að kynnast móður þeirra en hún lést fyrir ald- ur fram áður en ég kom inn í fjöl- skylduna, Hrafnhildur missti mik- ið þegar móðir hennar féll frá. Habba, eins og hún var gjarnan kölluð, ólst upp á Patreksfirði að táningsaldri en þá flutti fjölskyld- an til Reykjavíkur, Habba leit hins vegar alltaf á sig sem Vestfirðing enda átti hún góðar bernskuminn- ingar frá Patró og þangað lágu rætur ættarinnar. Við tökum öll á móti ólíkum verkefnum í gegnum lífið, sum eru auðveld og taka skamman tíma, önnur verkefni eru erfið og taka langan tíma, stundum stærstan hluta lífsins. Hrafnhildur fékk í sinn hlut erfitt verkefni að gíma við. Hún var aðeins tveggja ára þegar hún fékk heilahimnubólgu og var vart hugað líf, en litli lík- aminn vann á þessum ófögnuði enda konan sterk, þetta hafði hins vegar afleiðingar eins og baktería af þessari gerð hefur gjarnan. Hrafnhildur missti alveg sjón á öðru auga og lifði við skerta sjón á hinu auk þess að takast á við margar aðrar afleiðingar heila- himnubólgunnar. Hún var hins vegar einstaklega lagin við að láta þetta ekki hindra sig í því sem hana langaði að gera eins og að föndra með örlitlar perlur, hún bjó til ótrúlega fallega hluti úr perl- unum, hún saumaði líka falleg gjafakort og málaði á postulín. Ef sjónin hefði verið í lagi hjá Höbbu hefði hún verið hinn mesti lestrarhestur, hún hafði mjög gaman af bókum og hlustaði mikið á hljóðbækur frá blindrabókasafn- inu. Hrafnhildur hlustaði á allar tegundir bókmennta og var búin að hlusta nokkrum sinnum á allt sem til var á geisladiskum hjá bókasafninu. Hrafnhildur átti hjólhýsi á Laugarvatni og eyddi þar mörg- um stundum yfir sumartímann á meðan heilsan leyfði. Þangað flutti hún á vorin með dýrin sem hún átti og kom til baka á haustin. Hrafnhildur var stór þáttur í lífi barna okkar hjóna enda tók hún að sér hlutverk ömmu þar sem föðuramma þeirra var ekki til staðar, þau kölluðu hana Höbbu ömmu og hún sinnti þessu hlut- verki af einstakri alúð og fylgdist alltaf vel með hvað þau voru að gera, hundarnir á heimilinu voru líka í miklu uppáhaldi og hún pass- aði að þeir fengju alltaf jólapakka, engan skyldi undanskilja á jólun- um. Það er með söknuði sem ég kveð mágkonu mína, við áttum margar góðar stundir saman sem vert er að minnast; samtala um líf- ið yfir kaffibolla, allra símtalanna, ferðanna á kaffihús og ekki má gleyma ísbíltúrunum en Höbbu þótti ís mjög góður, sérstaklega í einni ákveðinni ísbúð. Hrafnhildur glímdi við mikil líkamleg veikindi á síðustu árun- um sem heftu hana verulega, það er því gott að hugsa til þess að nú er hún frjáls á nýjan leik og nýtur þess alveg örugglega. Elsku Habba, megi Guð blessa þig og varðveita, við sjáumst síðar. Þín vinkona, Sigurlína. Meira: mbl.is/andlat Hrafnhildur Magnúsdóttir Elsku Habba, þá ertu búin að fá hvíldina sem þú varst orðin svo tilbúin að fá. Ég veit að mamma þín, pabbi og systur hafa tekið vel á móti þér. Okkur þótti alltaf svo vænt um þig. Erla og Alexandra. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.