Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Varðveittu minningarnar áður en þær glatast Bergvík ehf - Nethyl 2D - Sími 577 1777 - www.bergvik.is BAKSVIÐ Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Eftir að hafa verið kyrrsettar í hálft annað ár standa vonir til þess að 737 MAX-flugvélar frá Boeing geti innan fárra mánaða hafið sig til lofts á ný. Þau tímamót geta reynst gróða- vænleg fyrir TRU Flight Training sem býr yfir flughermi af þeirri gerð. Guðmundur Örn Gunnarsson er framkvæmda- stjóri TRU sem er dótturfélag Icelandair og starfrækir þrjá flug- herma fyrir B737 MAX, B757 og B767. Hann segir að nú þegar glitti í að vélin fari að fljúga, og því berist nú margar fyrirspurnir frá flug- félögum í Evrópu sem undirbúa endurkomu MAX. Hermirinn geti því fengið aukið vægi miðað við fyrri áætlanir. Breyttar þjálfunarkröfur Gunnar útskýrir að þegar vélin kom fyrst á markaðinn hafi fyrir- komulag þjálfunar verið á þá leið að flughermar af annarri kynslóð 737 (Next Generation) voru taldir nægja. Nú verði gerð sú krafa að flugmenn sem fljúga MAX verði skyldaðir til að þjálfa sig á MAX- hermi a.m.k. að hluta til. Mun færri hermar af þeirri gerð séu til taks í Evrópu og búast þeir hjá TRU við mikilli aðsókn. Hann seg- ist þegar hafa gert samninga við nokkur félög, þ.m.t. Boeing, um þjálfun og viðræður standi yfir við mörg önnur s.s. Ryanair, Tui og Norwegian. Guðmundur á von á aðilum frá Evrópsku flugöryggisstofnuninni (EASA) nú í september til að votta herminn og að því loknu verði ekk- ert því til fyrirstöðu að „keyra hann 20 stundir á sólahring“. Tækifæri í faraldri Þrátt fyrir mikinn samdrátt í þjálfun Icelandair segir Guðmund- ur að TRU hafi notið góðs af hlut- fallslega auknu fragtflugi í heim- inum af völdum faraldursins. Þetta hafi skapað tækifæri í þjálfun B757- flugmanna og nú sé svo komið að 50% af notkun hermisins séu á veg- um erlendra flugfélaga. Síðari sótt- varnareglur hafi þar lítið truflað þar sem flugmenn sem koma að ut- an geti verið í sóttkví í þjálfunar- miðstöð TRU sem sé útbúin líkt og „eyland“ innan þeirra húsakynna. Tækifæri í þjálfun Morgunblaðið/Þórður Þjálfun Flughermar gegna lykilhlutverki við þjálfun flugmanna.  Íslendingar í sterkri stöðu að mæta kröfum um þjálfun á Boeing 737 MAX Fragtflug eykur nýtingu B757-flugherma Guðmundur Örn Gunnarsson hafa haldist jákvæðir. Fyrirtæki sem eru í viðskiptum við Landsbankann hafa því notið góðs af umtalsverðum vaxtalækkunum. Halda að sér höndum Varðandi frekari útlán til fyrir- tækja er rétt að benda á að það er mikil óvissa í efnahagslífinu. Fyrir- tæki hafa haldið að sér höndum í fjár- festingum og þar af leiðandi er ekki eins mikil eftirspurn eftir nýjum út- lánum og áður. Óvissa og versnandi efnahagsástand hefur áhrif á láns- kjör þar sem álag á grunnvexti getur hækkað, til dæmis með aukinni áhættu innan atvinnugreinar eða versnandi afkomu viðkomandi fyrir- tækis. Þá hefur aukning í íbúðalánum bankans til einstaklinga skilað sér til byggingariðnaðarins, þar sem fjöldi fólks starfar, með góðri sölu á nýjum eignum. Júlí- og ágústmánuður á þessu ári hafa verið þeir umfangs- mestu í íbúðalánum hjá bankanum hingað til og fjöldi nýrra viðskipta- vina bæst í hóp ánægðra viðskipta- vina Landsbankans.“ Ólík þróun vaxtamunar Fulltrúi Íslandsbanka vísaði til þróunar á vaxtamun hjá bankanum. „Í umhverfi lækkandi vaxta hefur vaxtamunur minnkað innlánamegin en aukist á móti útlánamegin. Ís- landsbanki er mjög vel í stakk búinn til að sinna viðskiptavinum sínum með útlán og lánaði bankinn um 105 milljarða króna í nýjum útlánum á fyrri helmingi ársins.“ Í svari Arion banka sagði að hafa þyrfti margt í huga þegar vextir út- lána eru ákvarðaðir, t.d. áhættu, kostnað, þ.m.t. fjármagnskostnað, og arðsemi. „Arion banki er almenn- ingshlutafélag skráð í kauphöll og starfar samkvæmt opinberu arðsem- ismarkmiði upp á 10%. Þótt stýri- vextir Seðlabanka Íslands hafi lækk- að undanfarna mánuði er ljóst að aðrir þættir sem hafa áhrif á vexti hafa færst til verri vegar. Óvissa er umtalsverð í efnahagslífinu og þar með áhætta við lánveitingar, sem þó er misjöfn eftir fyrirtækjum og at- vinnugreinum. Arion banki lánar meira Þó eftirspurn sé minni en oft áður hefur bankinn undanfarnar vikur og mánuði lánað til fyrirtækja og mun gera það áfram. Og samkvæmt frétt- um síðustu daga hefur bankinn lánað umtalsvert meira en aðrir bankar þegar kemur að úrræðum stjórn- valda, svokölluðum viðbótar- og stuðningslánum, eða hátt í þrjá millj- arða króna.“ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar stóru bankanna bregðast misjafnlega við gagnrýni á vaxta- stefnuna í fyrirtækjalánum. Rætt var við Ingólf Bender, aðal- hagfræðing Samtaka iðnaðarins, í ViðskiptaMogganum í fyrradag. Hélt Ingólfur því fram að bankarn- ir hefðu ekki skilað vaxtalækkunum til fyrirtækja. Jafnframt hefðu þeir skellt í lás í útlánum til fyrirtækja. Voru þessi ummæli borin undir upplýsingafulltrúa bankanna. Svar Landsbankans var svohljóð- andi: „Landsbankinn hefur lækkað breytilega kjörvexti sína, sem eru al- gengustu grunnvextir í lánum til fyrirtækja, um 2,15 prósentustig frá því í ársbyrjun 2019. Vaxtamunur bankans hefur minnkað talsvert á sama tíma þar sem innlánavextir Dekkri horfur hafa áhrif á útlán  Landsbankinn svarar gagnrýni  Arion banki bendir á aukna áhættu í útlánum 4. september 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.67 Sterlingspund 185.15 Kanadadalur 106.15 Dönsk króna 22.104 Norsk króna 15.797 Sænsk króna 15.955 Svissn. franki 152.28 Japanskt jen 1.3062 SDR 196.51 Evra 164.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.4392 Hrávöruverð Gull 1969.0 ($/únsa) Ál 1778.5 ($/tonn) LME Hráolía 45.83 ($/fatið) Brent Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nær öll verkefnastaða ferðaþjón- ustufyrirtækisins Snælands-Gríms- sonar hefur þurrkast upp fram að áramótum, að sögn Hallgríms Lárus- sonar, framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins. Snæland-Grímsson er samstarfs- aðili bresk-þýsku ferðaskrifstofunnar TUI á Íslandi. Í júní sl. var sagt frá því í Morgun- blaðinu að TUI hefði bókað þúsundir ferðamanna hingað til lands í vetur í gegnum Snæland-Grímsson og mikill áhugi væri fyrir hendi. Eftir að síð- ustu takmarkanir á ferðum til Íslands tóku gildi hinn 19. ágúst sl., þar sem kveðið er á um tvær sýnatökur á landamærum með fimm daga sóttkví á milli, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til lands- ins, er staðan orðin gjörbreytt að sögn Hallgríms. „Við vorum búin að stilla upp alls konar hópum og verk- efnum á haustmánuðum, en það fór allt í uppnám við þessar ráðstafanir og dó nær allt út. Það kemur ekki aft- ur þó að opnað sé á ný. Það er svo mikið undir með svona hópa, hótel- pantanir og önnur þjónusta, og ekki hægt að hringla endalaust með þetta. Svo fór öll flugáætlun í uppnám. Nú sér maður ekki fram á neitt fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi. Skaðinn er skeður.“ Unnið langt fram í tímann Ferðaþjónustufyrirtæki eins og Snæland-Grímsson vinna yfirleitt langt fram í tímann, og nú er unnið að ferðabókunum næsta vor og sumar upp á von og óvon. „Það er bullandi áhugi. Maður vonar bara það besta.“ Snæland-Grímsson hefur sagt upp nær öllu sínu starfsfólki. Kallar Hall- grímur eftir frekari aðgerðum stjórn- valda til að hjálpa ferðaskrifstofum í gegnum mestu erfiðleikana. Hallgrímur segir að eðlilega sé lítið að gera hjá fyrirtækinu sem stendur. Í sumar hafi einhverjir hópar komið til landsins á vegum ferðaskrifstof- unnar, en þó bara brot af því sem vant er. Morgunblaðið/Ómar Foss Hópar vilja skoða Gullfoss. Verkefnastaðan þurrkaðist upp  Hætt við pakkaferðir til áramóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.