Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 27
FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Landsliðsmarkvörðurinn í knatt- spyrnu, Guðbjörg Gunnarsdóttir, virðist vera að nálgast keppnisform, sjö mánuðum eftir að hún ól tvíbura. Lið hennar Djurgården greindi frá því á samfélagmiðlum að Guðbjörgu hafi verið teflt fram í leik með vara- liðinu á dögunum. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá fannst mér þetta frekar snemmt að taka þátt í leik. Ég hef æft á fullu með liðinu í rúmar tvær vikur en fram að því var ég á markmanns- æfingum og ráðfærði mig við sjúkra- þjálfara,“ sagði Guðbjörg þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær. „Svo kom upp þessi staða þar sem mér var boðið að spila leik með liði sem er eins konar blanda af unglinga- liði og varaliði. Þar eru leikmenn úr unglingaliðinu en leikmenn sem ekki taka þátt í síðasta leik aðalliðsins spila þá næsta leik með þessu liði. Þetta er einhvers konar millistig. Þetta reyndist vera fínt fyrir mig enda er annað að spila leik en að taka þátt í æfingu. Ég hafði ekki búist við því að ferlið myndi ganga svona fljótt fyrir sig.“ Lagði hart að sér Tvíburarnir komu í heiminn í lok janúar. Guðbjörg segist ekki hafa sett sér nákvæm markmið um hve- nær hún myndi snúa aftur á völlinn. Hún er nokkuð afslöppuð sem stend- ur yfir því hvenær hún muni spila aft- ur með aðalliði Djurgården. Hún þurfi tíma til að komast í leikæfingu þótt líkaminn hafi brugðist vel við æf- ingum að undanförnu. „Ég átti gott spjall við þjálfarann fyrir um þremur vikum og sagði þá að ég þyrfti fimm til sex vikur með liðinu áður en ég gæti spilað. Mér hefur gengið vel á æfingum og neist- inn er til staðar. Eftir að hafa verið frá þá hef ég gaman af æfingunum. Á fyrstu æfingunni fannst mér ég reyndar vera eins og flóðhestur en svo hefur gengið betur og betur. Krafturinn og snerpan er að koma aftur og ég finn mun á mér í hverri viku. Sá þáttur hefur gengið betur en ég þorði að vona. Ég hef líka æft eins og vitleysingur. Það var drulluerfitt að fara nánast ósofin í ræktina. Ég æfði líka vel á meðgöngunni og þetta er allt að skila sér núna. Ég var í ræktinni tveimur eða þremur dögum fyrir fæðingu og til eru myndir af því. Þá var ég auðvitað orðin risastór enda ófrísk af tvíburum. Ég gerði mitt allra besta til að vera eins vel á mig komin líkamlega og mögulegt var.“ Hvílist misjafnlega vel Guðbjörg segir helsta vandamálið hafa verið að fara á æfingar eftir svefnlitlar nætur. Auk þess sé ekki einfalt að fara frá tveimur litlum börnum ef hún ætti til dæmis að spila útileiki með Djurgården. „Börnin eru svo lítil og kannski þess vegna finnst mér ég ekki vera al- veg tilbúin til að spila leikina. Sumar nætur sef ég bara örfáa tíma. Mörg sjö mánaða börn sofa nokkuð vel og annað þeirra gerir það en hitt er svo- lítið erfitt á næturna. Þetta er því krefjandi. Í framhaldinu er líka ým- islegt sem þarf að skoða. Um helgina er leikur gegn Rosengård í Malmö sem dæmi. Þá er æfing á laugardags- morgni og síðan farið til Malmö. Þá er ekki komið til baka fyrr en aðfara- nótt mánudags. Ég er sem dæmi ekk- ert í aðstöðu til að gera það þar sem ég hafði ekki gert ráðstafanir. Ég hafði ekki gert ráð fyrir því að nálg- ast leikform svo fljótt og ég þarf því að skoða hvað hægt sé að gera í kringum útileikina. Staðan er því svo- lítið erfið varðandi praktíska hluti en það ánægjulega er að líkaminn er góður og mér gengur vel á æfingum.“ Spurð um hvort félagið setji pressu á hana að spila sem fyrst segir Guð- björg það ekki vera. „Nei nei. Ég held að þau séu bara í sjokki yfir því hversu vel þetta hefur gengið. Þau bjuggust ekki við því að ég kæmi svona sterk inn. Kannski er það vegna þess að það eru bara örfáir sænskir leikmenn í deildinni sem hafa eignast börn. Ef þjálfarinn vill setja mig í liðið þá þurfum að ræða það en það er auðvitað samkeppni í liðinu,“ sagði Guðbjörg Gunn- arsdóttir enn fremur í samtali við Morgunblaðið. Betra en ég þorði að vona  Guðbjörg Gunnarsdóttir nálgast keppnisform  Er þó frekar afslöppuð yfir gangi mála sem stendur  Ekki alltaf auðvelt að æfa eftir svefnlitlar nætur Morgunblaðið/Eggert Í Laugardal Guðbjörg Gunnarsdóttir í markinu í leik gegn sigursælu liði Þýskalands. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Eitt ogannað  Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað á Flum- serberg Ladies Open-mótinu í Sviss. Er mótið hluti af LET Access- mótaröðinni. Guðrún lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og er í fimmta sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum, fjórum höggum frá Stinu Resen frá Noregi sem er efst.  Körfuknattleiksmaðurinn Bjarni Guðmann Jónsson er genginn í raðir Hauka frá Skallagrími en Bjarni hefur leikið með öllum yngri landsliðum Ís- lands og er 21 árs gamall. Hann hefur leikreynslu úr efstu deild með Skalla- grími.  Körfuknattleiksdeild KR hefur sam- ið við tvo af sínum reyndustu mönn- um, Helga Má Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson, um að leika með lið- inu á Íslandsmótinu í körfuknattleik í vetur. Helgi og Jakob eru báðir 38 ára gamlir og gera eins árs samning við KR. Veigar Áki Hlynsson og Þorvaldur Orri Árnason gerðu einnig nýja samn- inga við KR. Veigar er 19 ára og Þor- valdur 18 ára en þeir komu báðir við sögu síðasta vetur. Í tilkynningu frá KR er jafnframt tekið fram að lykilmenn- irnir Brynjar Þór Björnsson, Matthías Sigurðarson og Kristófer Acox séu allir samningsbundir félaginu.  Knattspyrnudeild Gróttu og danski leikmaðurinn Tobias Sørensen hafa komist að samkomulagi um að leik- maðurinn leiki með liðinu út leiktíðina en hann kemur til Vejle í heimaland- inu. Sørensen hefur leikið með U18 og U19 ára landsliðum Dana og þá lék hann með Vejle í dönsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Sørensen getur bæði leikið í vörninni og á miðjunni.  Handknattleiksmaðurinn ungi Arn- ór Snær Óskarsson verður frá keppni næstu vikurnar þar sem hann rist- arbrotnaði á æfingu með Val um síð- ustu helgi. Handbolti.is greindi frá. Arnór, sem er tvítugur, hefur leikið með yngri landsliðum Íslands síðustu ár. Skoraði hann 23 mörk í 15 leikjum með Val á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að verða deildarmeistari.  Svíinn Armand Duplantis átti næst- hæsta utanhússstökk sögunnar í stangarstökki er hann stökk 6,07 metra á Demantamóti í Sviss. Heims- metið á Úkraínumaðurinn og goðsögn- in Sergei Bubka. Duplantis er aðeins tvítugur en hann á sjálfur heimsmetið í stangarstökki innanhúss, 6,18 metra, en hann setti það í Skotlandi í febrúar. Hann fór hæst 6,07 metra á mótinu í Sviss en met Bubka er 6,14 metrar frá 1994. Duplantis reyndi við 6,15 metrana en án árangurs. Duplantis, oft þekktur sem Mondo, setti heimsmetið innan- húss í Póllandi í byrjun febrúar, stökk 6,17 metra en bætti það svo viku síðar í Skotlandi. Hann fæddist í Bandaríkj- unum en keppir fyrir hönd Svíþjóðar, en móðir hans er þaðan. Tindastóll er áfram með fjögurra stiga forskot á toppi Lengjudeildar kvenna í fótbolta eftir öruggan 4:0- sigur á Augnabliki á útivelli í gær- kvöld. Murielle Tiernan skoraði tvennu fyrir Tindastól og er marka- hæst í deildinni með 15 mörk. Tinda- stóll er með 28 stig og átta stiga for- skot á þriðja sætið þegar liðið á aðeins sjö leiki eftir. Keflavík er í öðru sæti með 24 stig eftir 2:1-sigur á Fjölni á heimavelli. Paula Watnick og Natasha Anasi skoruðu mörk Keflavíkur. Haukar og Keflavík mætast í stórleik í næstu umferð. Toppliðið nálgast úrvalsdeildina Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Toppsætið Tindastólskonur eru á toppi Lengjudeildarinnar. Þýskaland og Spánn skildu jöfn, 1:1, er liðin mættust í 1. umferð Þjóðadeildar UEFA í fótbolta í gær- kvöld. Timo Werner kom Þýska- landi yfir á 51. mínútu en José Gayá jafnaði í uppbótartíma og þar við sat. Fyrrverandi FH-ingurinn Brandur Olsen reyndist hetja Fær- eyinga sem unnu 3:2-sigur á Möltu á heimavelli. Skoraði hann sig- urmarkið á lokamínútunni, þremur mínútum eftir að Andreas Olsen jafnaði í 2:2. Gunnar Nielsen mark- vörður FH lék allan leikinn, eins og Brandur. Spánverjar jöfn- uðu í blálokin AFP Jöfnunarmark José Gayá fagnar jöfnunarmarkinu í gærkvöldi. Ferðatilhögun og það sem henni fylgir liggur fyrir hjá KR-ingum sem eru á leiðinni til Eistlands. Þar mæta þeir Flora Tallinn í 2. umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu. „Leikurinn er á fimmtudegi. Við ætlum að fara snemma út á miðvikudegi. Við förum í leiguflugi með þotu sem flýgur beint til Tallinn. Leikið verð- ur daginn eftir og við ætlum að vera komnir heim fyrir miðnætti á fimmtudegi. Ferðalagið verður því eins stutt og hægt er eða rúmur sólarhringur. Þetta verður svipað og var hjá okkur í Skotlandi hvað það varðar að við verðum lokaðir inni á hóteli. Við tökum eina hæð á hótelinu. Ég reikna með að- eins minna föruneyti í þessari ferð heldur en í Glas- gow en við þurfum að fara í fimm daga vinnu- sóttkví þegar við komum heim. Leikmenn okkar þurfa að eiga skilningsríka vinnuveitendur í kring- um þetta allt saman. Sjálfur er ég til dæmis að velta fyrir mér hvort ég geti farið í sóttkví eða sleppi því að fara í ferðina. Þeg- ar árin líða reikna ég nú með því að maður myndi sjá eftir því að sjá ekki leikinn,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knatt- spyrnudeildar KR, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Íslandsmeistararnir munu ekki fara til og frá landinu eft- irlitslaust því hópurinn sem fer í ferðina verður skimaður fjór- um sinnum. „Við förum í skimun þremur dögum áður en við förum út og þegar við lendum í Eistlandi. Einnig þegar við komum aftur til landsins og loks fimm dögum eftir heimkomu,“ sagði Páll en fer varlega í yfirlýsingarnar varðandi möguleikana á að komast áfram. „Það er mikið undir. Miklir fjárhagslegir hags- munir eru fólgnir í því að komast áfram og þær upphæðir myndu skipta miklu máli fyrir félagið. Flora Tallinn er ungt félag eða um það bil þrjátíu ára gamalt. Liðið er sigursælt en deildin var auð- vitað ekki stofnuð fyrr en eftir að Sovétríkin lið- uðust í sundur. Engir erlendir leikmenn í liðinu hjá Flora Tallinn. Aldurssamsetningin virkar sérstök því leikmenn liðsins eru annað hvort ungir eða komnir yfir þrítugt. Enginn leikmaður er á aldr- inum 25 til 28 ára miðað upplýsingar sem ég sá,“ segir Páll en fyrir liggur að andstæðingur KR eða Flora Tallinn í 3. umferð verði sigurvegarinn í leik Linfield frá N-Írlandi og Floriana frá Möltu. Ekki er óvarlegt að segja að félagslið frá þessum þremur löndum séu yfirleitt svipuð að styrkleika eða veikari en íslensk félagslið. Páll segir að menn geti látið sig dreyma um að komast í 4. umferð en KR-ingar hugsi að svo stöddu alfarið um leikinn í Eistlandi. kris@mbl.is KR-ingar fara í fjórar skimanir Páll Kristjánsson  Íslandsmeistararnir ferðast ekki eftirlitslaust til Eistlands  Stoppa í rúman sólarhring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.