Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 ✝ Jón EgillSveinsson fæddist á Egils- stöðum 27. ágúst 1923. Hann lést á dvalarheimilinu Dyngju á Egils- stöðum 27. ágúst 2020. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Fanney Jónsdóttir, f. 8.2. 1894 á Strönd á Völlum, d. 14.9. 1998, og Sveinn Jónsson, f. 8.1. 1893 á Egils- stöðum og bóndi þar, d. 26.7. 1981. Jón Egill var annar í röðinni af þremur systkinum, en hin voru Ásdís húsmæðrakennari og hótelstjóri, f. 15.4. 1922, d. 15.8. 1991, og Ingimar bóndi á Egils- stöðum og síðar kennari á Hvanneyri, f. 27.2. 1928. Hinn 30. maí 1948 kvæntist Jón Egill Mögnu Jóhönnu Gunn- arsdóttur frá Beinárgerði á Völl- um, f. 18.12. 1926, d. 27.6. 2010. Jón Egill ólst upp við algeng sveitastörf hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1942 og lærði síðan flugvirkjun í Bandaríkj- unum. Að námi loknu, 1946, vann hann um tíma hjá Flug- félagi Íslands. Hann sneri sér síðan 1948 aftur að búskap á Eg- ilsstöðum, fyrst í félagi við föður sinn og Ingimar bróður sinn og síðar í félagi við Gunnar son sinn. Jón Egill byggði með sínum nánustu upp stórbýli á Egils- stöðum. Hann fylgdist alla tíð vel með tækniþróun, var frumkvöð- ull í vélvæðingu landbúnaðar og innleiddi þar ýmsa nýja tækni. Hann var hagleikssmiður og smíðaði fjölmargar vélar frá grunni. Þau hjónin, Jón Egill og Magna, höfðu brennandi áhuga á ræktun eins og stór og fagur skrúðgarður, sem þau komu upp við heimili sitt á Egilsstöðum, bar glöggt merki. Útför Jóns Egils fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 4. sept- ember 2020 kl. 14. Streymt verð- ur frá útförinni á https:// tinyurl.com/y3pz8ypx/. Virkan hlekk má nálgast á https:// www.mbl.is/andlat Þau eignuðust sex syni. Þeir eru: 1) Sveinn, f. 7.9. 1948, byggingarverk- fræðingur á Egils- stöðum, maki Jó- hanna Valgerður Illugadóttir. Þau eiga þrjú börn og tólf barnabörn. 2) Gunnar, f. 4.3. 1952, bóndi á Egilsstöð- um, maki Vigdís Magnea Sveinbjörnsdóttir. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 3) Egill, f. 13.5. 1957, vélaverk- fræðingur í Hafnarfirði, maki Anna Guðný Eiríksdóttir. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 4) Þröstur, f. 5.8. 1962, rafmagns- verkfræðingur á Egilsstöðum, maki Karen Kjerúlf Björnsdóttir. Hann á tvö börn frá fyrra hjóna- bandi. 5) Róbert, f. 19.8. 1966, starfar við Egilsstaðabúið. 6) Björn, f. 16.2. 1968, iðnhönnuður í Reykjavík, maki Annamaria Cu- senza. Þau eiga eitt barn. Ég hafði fyrir skömmu kvatt föður minn í hinsta sinn og var að halla aftur hurðinni hjá honum þegar hann kallaði í mig: „Heyrðu Egill, hvað heldurðu annars að verði um Boeing Max-vélarnar?“ Þetta var lýsandi fyrir manninn sem alla tíð fylgdist vel með, hafði brennandi áhuga á tækniframför- um og sigldi ungur á stríðsárun- um til Ameríku til að læra flug og flugvirkjun. Hann ílengdist þó ekki við flugrekstur syðra heldur fluttist í heimahagana og byggði upp stórbýli á Egilsstöðum með sínum nánustu. Hann var frumkvöðull og oft í fararbroddi að innleiða nýja tækni í landbúnaði á Íslandi. Á Egilsstöðum var til dæmis sett upp rörmjaltakerfi, það fyrsta í landinu, þvert á ráðleggingar ým- issa misviturra spekinga sem töldu þá að íslenskum bændum væri ekki treystandi fyrir þrifum á slíkum kerfum. Nýjasta tækni var flutt inn en hann smíðaði hag- anlega þær vélar og mjólkurbíla sem upp á vantaði. Snyrti- mennska var honum í blóð borin og fyrirbyggjandi viðhaldi sinnti hann að hætti flugvirkjans. Þegar hann var spurður hverjar hefðu verið stórstígustu framfarirnar á hans ævi svaraði hann jafnan brosandi „glussinn og gúmmí- skórnir“. Föður mínum var umhugað um lítilmagnann og þá er voru hjálp- ar þurfi, bæði menn og málleys- ingja. Yfirborðsmennsku og per- sónulegan meting þoldi hann illa. Hann var stundum fasmikill eins og mörg ættmenni hans og það gat hvinið í þegar honum mislík- aði eða þótti of hægt ganga. Alltaf var þó stutt í húmorinn og best naut hann sín þegar sagnalistin fékk að njóta sín í góðum hópi og galsakenndur hláturinn ómaði. Foreldrar mínir höfðu brenn- andi áhuga á garð- og trjárækt eins og stór skrúðgarður þeirra bar merki um. Sá garður verður að teljast þrekvirki, byggður upp af natni og smekkvísi í jökulsorfn- um Egilsstaðaklettunum með tjörnum og lækjum, óteljandi blómabeðum og útisundlaug sem notuð var til að kæla sig í sum- arhitunum á Egilsstöðum. Faðir minn var traustur og góður faðir. Hann kunni barna- bækur eins og Alfinn álfakóng ut- an að og tók okkur synina korn- unga í heimanám í ensku og gátum við því snemma lesið með honum Popular Science og Power Farming. Þá smíðaði hann listi- lega leikföng fyrir okkur, ná- kvæmar eftirlíkingar bíla, vinnu- véla og flugvéla sem notuð voru bróður fram af bróður. Leikföng sem Fisher-Price og Playmobil hafa aldrei komist í hálfkvisti við. Snemma tók svo við vinna við bú- skapinn þar sem faðir okkar var bæði lærimeistari og skemmtileg- ur félagi. Allt frá veikindum Ró- berts bróður okkar á unga aldri hafa þeir feðgar haldið þétt hvor utan um annan og bjuggu þeir saman alla tíð. Var stundum vandséð hvor studdi hvorn enda allt á jafnræðisgrunni. Að lokum vil ég þakka Jóhönnu mágkonu minni innilega fyrir ómetanlegan stuðning við föður minn á efri árum en þau náðu ein- staklega vel saman. Þá vil ég þakka Guðmundi Hjálmarssyni fyrir einlæga og trausta vináttu við föður minn en þeir töluðu sam- an í síma nær daglega síðari árin. Starfsfólki Dyngju þakka ég um- hyggju við föður minn á loka- metrum sinnar löngu og við- burðaríku ævi. Egill Jónsson. Tengdaföður minn Jón Egil Sveinsson kveð ég nú eftir ríflega 40 ára samleið. Auk þess að vera tengdafaðir minn var hann minn næsti nágranni, samstarfsmaður og ekki síst afi barna minna. Jón Egill var merkilegur kar- akter, þar fannstu held ég næst- um öll tilbrigði þess sem finna má í mannshuga og tilfinningum. Yf- irborðið var hrjúft en undir bjó of- urnæmi og viðkvæmni, kærleikur og umhyggja og svo gat hann líka fuðrað upp á augabragði ef hon- um mislíkaði. Hann var skapharð- ur og fylginn sér við alla vinnu og hugtakið „ekki hægt“ var ekki til í hans huga. Hann var eldklár og stórhuga í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, en grunnstefið var ávallt það að flíka engu, hvorki tilfinningum né verkum - berast aldrei á. Ég held að ekki hafi veitt af 40 árum til að kynnast Jóni og spurning hvort það hefur dugað. Alveg til hins síðasta kom hann mér á óvart. Ég komst fljótt að því að hann var vinnuhestur, út- sjónarsamur og flinkur verkmað- ur. Hann var húmoristi og atvik sem hann lagaði til í frásögnum sínum urðu ógleymanleg. Það er hins vegar styttra síðan ég áttaði mig á því hvað hann hafði gaman af tónlist, var víðlesinn í bók- menntum og fróður um svo margt bæði gamalt og nýtt jafnt innlent sem á heimsvísu og það var alveg sérstakt hvað hann var víðsýnn alveg til síðasta dags og fylgdist vel með öllum nýjungum. Ég fékk mér rafmagnsbíl á síð- asta ári og Jón Egill sýndi því mikinn áhuga. Fljótlega birtist hann á tröppunum hjá mér til að skoða bílinn og hann varð glaður sem barn þegar ég bauð honum í bíltúr. Það var ekki eins og við hlið mér sæti 96 ára gamall maður þegar hann beindi mér að brekku og sagði „gefðu honum svolítið inn, við skulum sjá hvað hann dregur“. Það varð hans lífsstarf að byggja upp og reka búið á Egils- stöðum - fyrst með föður sínum og bróður og síðan syni sínum Gunnari og hans fjölskyldu. Þegar ég tók saman við Gunn- ar fyrir ríflega 40 árum og settist að á Egilsstöðum vakti það fljótt athygli mína að þar var stöðugt verið að leita nýrra leiða og úr- bóta við störfin, vélvæða og létta mönnum vinnuna og auka afköst. Í þeim tilgangi fann Jón Egill ýmsa hluti upp og smíðaði sjálfur áhöld, tæki og vélar frá grunni. Hann var mikill hagleiksmaður við slíka smíð og í raun má kalla hann uppfinningamann. Hann var líka ræktunarmaður bæði í starfi og frítíma. Við hús sitt ræktuðu þau Jón Egill og Magna mikinn skrúðgarð með steyptri sundlaug, flottum steinhleðslum, trjágróðri og blómahafi - sannkallaður æv- intýraheimur. Síðast en ekki síst vil ég nefna hans mikilvæga hlutverk sem afi. Hann var lítið fyrir að kjá framan í börn, en engu að síður hændust þau að honum og sóttu í hans fé- lagsskap. Þegar afi sagði frá hlustuðu allir enda hafði hann frá ýmsu að segja og lífið í „gamla daga“ varð oft ansi ævintýralegt í hans frásögn. Það er börnum mínum ómetanlegt veganesti í líf- inu að hafa fengið að njóta sam- vista við afa sinn svo lengi. Ég kveð minn einstaka tengda- föður og þakka þá vinsemd og traust sem hann ávallt sýndi mér. Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir. Látinn er í hárri elli, á 97. af- mælisdaginn sinn, Jón Egill Sveinsson á Egilsstöðum, tengda- faðir minn. Orðin „í hárri elli“ þykja mér þó einhvern veginn alls ekki eiga við um Jón því að ævina á enda var hann svo virkur og áhugasamur um nýja hluti, vísindi og rannsóknir og fylgdist svo vel með því helsta sem á döfinni var að hann sló flestum sér miklu yngri við í þeim efnum. Ungur lagðist Jón Egill í vík- ing og sigldi vestur um haf til náms á stríðsárunum. Upphaf- lega ætlaði hann í flugnám í Kan- ada en þurfti að breyta um kúrs vegna litblindu. Hann lét það ekki slá sig út af laginu og lærði þess í stað flugvirkjun í Kaliforníu. Eft- ir að heim kom starfaði hann við sitt fag hjá Flugfélagi Íslands í Reykjavík þar til hann fluttist aft- ur í heimahagana og gerðist bóndi. Þar nýttist þekking hans og áhugi á vélum og nýsköpun sannarlega vel í áranna rás. Jón Egill var alla tíð dugnaðarforkur, iðinn og vinnu- samur. Hann lagði mikið upp úr því að hafa snyrtilegt í kringum sig, bæði í búskapnum og á heim- ilinu, og ætlaðist einnig til hins sama af sínu fólki. Þar voru þau hjón, Jón Egill og Magna, mjög samstiga. Á heimilinu var verka- skiptingin skýr; hún sá um húsið innan dyra, hann að utan. Garðinn sáu þau svo um í sameiningu, hann var í „stóru verkunum“ að flytja jarðveg og tré, grafa fyrir sundlaug og byggja hús, hún að rækta og hlúa að blómum, snyrta beðin og rækta í gróðurhúsinu. Afraksturinn varð geysistór og fagur skrúðgarður við heimili þeirra sem átti fáa sína líka við heimahús. Á sumarkvöldum fengu þau sér oft kvöldgöngu út á kletta þar sem þau tylltu sér nið- ur og nutu sumarblíðunnar eftir erilsaman dag og endurnærðust fyrir þann næsta. Magna lést fyrir áratug og var það Jóni mikið áfall, hann bognaði en brotnaði ekki. Kominn hátt á níræðisaldur hélt hann áfram störfum í búskapnum og sinnti ákveðnum verkum í nokkur ár eftir það. Jón var lengst af heilsu- hraustur, en varð mjög sjóndapur hin síðari ár. Þá kom sér vel hve tæknilega sinnaður hann var og með hjálp tækninnar las hann blöðin og fylgdist með alls konar vísindum og uppgötvunum auk þess sem hann las kynstrin öll af bókum, sögur og ljóð sem veittu honum mikla ánægju og löðuðu fram hans mjúku hliðar. Eftir lát Mögnu héldu þeir feðgar Jón og Róbert sonur hans saman heimili og göntuðust oft með eldamennsku sína sem þeim fannst ekki upp á marga fiska, en hún dugði þó. Jóhanna Illugadótt- ir tengdadóttir Jóns var honum mjög hjálpleg og sýndi honum mikinn kærleik og stuðning, enda áttu þau gott skap saman og oft glumdu hlátrasköllin út á stétt þegar þau voru í essinu sínu. Jón bjó heima á Egilsstöðum þar til um mitt sumar er heilsunni hafði hrakað verulega. Hann flutti þá á hjúkrunarheimilið Dyngju þar sem hann naut góðrar aðhlynningar síðustu vikur æv- innar og hefur eflaust orðið hvíld- inni feginn, enda orðinn tilbúinn til fararinnar. Að leiðarlokum kveð ég tengdaföður minn með þakklæti fyrir samfylgdina. Anna Guðný Eiríksdóttir. Minningarnar eru margar úr afahúsi. Þögnin í húsinu þegar all- ir lögðu sig eftir hádegismatinn er mér minnisstæð og það eina sem rauf hana hljómurinn í stofu- klukkunni sem naut óttablandinn- ar virðingar minnar. Ég tiplaði á tánum yfir brakandi parket til að vekja ekki ömmu, afa og Róbert og hlammaði mér í stofustól til að lesa bók og beið eftir að þau vökn- uðu. Baldur Gauti kenndi mér að öruggasta leiðin til að eiga skemmtilega daga á Egilsstöðum væri að elta afa. Það stóð heima. Eftir síðdegislúrinn fékk ég stundum að flækjast með afa í Daihatsunum. Við kíktum á girð- ingarstaura, keyptum ýmislegt sem vantaði til að laga hluti og tæki sem ég skildi ekki hvernig virkuðu, gáfum nautunum og svo var bara brasað. Mikið brasað. Og þegar búið var að brasa svolítið var iðulega karamellupoki ein- hvers staðar í aftursætinu og af einhverjum ástæðum brögðuðust karamellurnar sem afi bauð upp á betur en nokkrar aðrar karamell- ur. Á unglingsárum mínum strjál- uðust ferðir mínar austur svolítið og því var ég þakklátur fyrir að geta endurnýjað sambandið við afa þegar við Rúna eyddum sumri á Egilsstöðum fyrir nokkrum ár- um. Þá var afi rétt rúmlega ní- ræður og við báðir að taka út þroska hvor á sinn hátt: Amma hafði nýlega dáið og afi (sem var annálað hörkutól) var hugfanginn af ástarljóðum auk þess sem hann þreifaði fyrir sér í hljóðfæraleik. Á sama tíma var ég að uppgötva fegurð sveitalífsins og heillaðist af dugnaði Egilsstaðabænda. Þann- ig mættumst við á miðri leið og gátum spjallað um allt milli him- ins og jarðar. Hann lýsti því einhvern tímann þegar stígvél komu til sögunnar og menn hættu að vera blautir í fæturna alla daga. Hann sagði frá því að pósturinn hefði verið bor- inn út á hestum um sveitina og vatn verið sótt í Lagarfljótið í tunnur. Maður ferðaðist gjarnan aftur í tímann í stofunni hjá afa og Róbert og það var töfrandi að hafa þessa beinu tengingu við löngu horfinn heim. Afi hafði hins vegar meira gaman af því að tala um aðra hluti. Hann hafði meiri áhuga á nútímanum og jafnvel framtíðinni en fortíðinni og yfir- leitt snerust samræðurnar um málefni líðandi stundar. Hann var áhugasamur um þrívíddarprent- ara, umhverfismál, læknisvísindi og vel að sér um ótal aðra hluti. Hann var enda með stórtækustu kúnnum Hljóðbókasafnsins og las ógrynni bóka síðustu ár ævinnar. Hann dáðist að tækninýjungum og –framförum en hafði að sama skapi skemmtilega sýn á undar- lega tilveru nútímamannsins og var með frábæra kímnigáfu. Afi var fullkomin blanda af hörkutóli og ljúfmenni og það var ekki ann- að hægt en heillast af honum. Samverustundanna á Egils- stöðum verður sárt saknað, en minningin mun lifa sterk. Helgi Egilsson. Röð minninga kemur í hugann þegar ég minnist afa Jóns. Enda ekki annað hægt, ég naut þeirra forréttinda að alast upp með ömmu og afa í næsta húsi. Ég kynntist afa bæði í lífi og starfi og síðustu ár urðum við aftur ná- grannar þegar við maðurinn minn fluttum heim. Ég átti margar góðar stundir í barnæsku með afa, hvort sem það var í ævintýralegum garðinum sem þau amma byggðu saman, úti í fjósi eða inni í kaffi heima hjá þeim. Afi var enginn venjulegur afi, hafði alltaf nóg fyrir stafni, vann mikið og ég var svo heppin að ná að starfa með honum þegar ég varð eldri. Ég held að afi hafi ekki litið á sjálfan sig sem gamalmenni nema kannski rétt undir lokin og hann lifði eftir því. Afi vann langt fram eftir aldri, raunar svo lengi að þegar blóðtappi reyndi að hægja á honum á leið í vinnu töldu lækn- arnir afa orðinn elliæran þegar hann sagði þeim að hann hefði verið á leið í vinnuna. Utan vinn- unnar fann afi sér verkefni af ýmsu tagi, las mikið meðan hann gat, fylgdist alltaf með tíð og tím- um og lærði nýja hluti. Meðal annars reyndi hann við hljóðfæra- leik á seinni árum og tók sig til og prófaði nýjar matreiðsluaðferðir í eldhúsinu eftir að amma kvaddi. Mér er það minnisstætt þegar afi tróð upp í einhverju kvöldmat- arboði með sögum af förum sínum í eldhúsinu þar sem tilraunir með þá nýstárlegt tæki sem kallast töfrasproti höfðu farið allavega. Afi bjó nefnilega yfir miklum húmor þó að hann hafi alltaf verið nokkuð hlédrægur. Þetta kvöld fékk afi okkur af yngri kynslóð- inni til þess að gráta af hlátri yfir sögum hans af hamförunum í eld- húsinu. Á langri ævi sinni náði afi að upplifa ótrúlegar breytingar í samfélaginu og bjó yfir botnlausu sögusafni af ævintýrum og háska- förum sem hann hafði upplifað. Afi hefur líklega lent í fleiri og al- varlegri lífsháskum en meðalmað- ur gerir yfir ævina og sögurnar af honum eru reyndar þannig að maður hikar jafnvel við að segja þær. Þær eru svo ótrúlegar að maður gæti helst minnt á barn sem segir sögur af afa sínum sem er í raun ofurhetja og barnið gleymir sér í gleðinni og fer örlítið að beygja sannleikann til að gera sögurnar meira spennandi. Jón Egill var ekki bara afi, hann var mér einnig samstarfs- félagi, nágranni og vinur. Að ýmsu leyti var hann mér fyrir- mynd, þá sérstaklega í sinni brennandi þekkingarleit fram eft- ir aldri. Afi var einstaklega heilsu- hraustur og var alltaf eitthvað á ferli svo maður hitti hann nánast daglega. Hann kom oft við í fjós- inu hjá mér á morgnana síðustu ár og þótt spjallið hafi oft ekki verið langt þá gladdi það mig Jón Egill Sveinsson Það er með virð- ingu, þakklæti, hlýju og söknuði sem við í stjórn listahátíðarinnar Listar án landa- mæra minnumst Ágústu Erlu Þorvaldsdóttur. Ágústa sat í stjórn Listar án landamæra fyrir hönd Átaks, fé- lags fólks með þroskahömlun, frá árinu 2018. Hún sýndi með stjórnarsetu sinni áhuga og trú á skapandi eiginleikum manneskj- unnar og veitti af hugmynda- auðgi sinni, stuðningi og hlýju inn í listirnar. Ágústa áttaði sig vel á slagkraftinum sem vettvangur á borð við List án landamæra getur skapað og studdi vel við að ná markmiðum hátíðarinnar sem stjórnarmeðlimur enda var hún baráttukona. Ágústa hafði ein- stakt lag á að greina kjarnann frá hisminu og var oftar en ekki sá stjórnarmeðlimur sem komst að kjarna málsins og leiddi okkur hin að niðurstöðu, sem er dýr- mætur eiginleiki og mikilvægur í samstarfi. Ágústu verður sárt saknað í starfi stjórnar Listar án landa- mæra og þeirrar kjarnahugsunar Ágústa Erla Þorvaldsdóttir ✝ Ágústa fæddist1965. Hún lést 23. ágúst 2020. Útför hennar fór fram 2. september 2020. og festu sem ein- kenndi hennar störf og ákvarðanatöku innan stjórnarinnar. Ágústa var ötul í hagsmunabaráttu fólks með þroska- hömlun, meðal ann- ars í störfum sínum fyrir Átak, þar sem hún var stofnfélagi og gegndi þar ýms- um trúnaðar- og stjórnunarstörfum, og fyrir Landssamtökin Þroskahjálp en hún var kosin varaformaður sam- takanna árið 2019. Hún nálgaðist baráttuna á þeim vettvangi og í eigin lífi með ákveðni, hugrekki og bjartsýni að leiðarljósi og blæs okkur sem eftir stöndum áfram anda í brjóst. Við, núverandi stjórn og stjórnandi sem og fyrir hönd fyrrverandi stjórnar og stjórn- anda, listafólks og annað sam- starfsfólk hátíðarinnar þökkum fyrir samfylgdina og mikilvægt framlag Ágústu til Listar án landmæra og inngildandi listalífs. Við sendum jafnframt fjölskyldu og ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Ásta Sóley Haraldsdóttir, Aileen Soffía Svensdóttir, Birta Guðjónsdóttir, Guðríður Ólafs Ólavíudóttir, Margrét M. Norðdahl, Margrét Pétursdóttir og Steinunn Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.