Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 4. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  208. tölublað  108. árgangur  SPENNANDI HÓPUR GEGN ENGLANDI LEITAR Í HÚS Á HAUSTIN EINFALDAR MELÓDÍUR EN MARGT ÓSAGT KLAUFHALAR Í ÁRBÆNUM 4 MÓR AGNARS MÁS 28ÍÞRÓTTIR 26 „Þetta gekk alveg þokkalega,“ sagði gangnafor- inginn Sæþór Gunnsteinsson í Aðaldal um smala- mennsku við Þeistareykjaafrétt í gær en appels- ínugul viðvörun vegna hríðarveðurs tók gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi í gærkvöldi. „Það var náttúrulega mjög lélegt skyggni og mikil úrkoma. Við vorum með hörku mannskap og gerðum það sem við ætluðum okkur sem var að smala landið þar sem það er hæst sem er í svona 600 metrum,“ sagði Sæþór þegar blaða- maður náði tali af honum í gærkvöldi. Hann sagði að göngumenn hefðu haft skamman tíma til að reka féð. „Viðvörunin kom ekki fyrr en seinni partinn á þriðjudag. Við þurfum þrjá daga þarna í göngur og við bara komumst það ekki. Þetta var svona neyðaraðgerð. Við vorum með hjól, hunda, menn og allt. Við náðum að koma fénu neðar í landið þar sem veðrið verður kannski skárra. Svo vitum við ekkert hvað gerist, við verðum bara að bíða.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar fé kemur til Skógarréttar í Reykjahverfi. Sigríður Atladóttir var á meðal þeirra sem smöluðu fénu þangað. Í gærkvöldi sagði Sigríður að vel hafi gengið þótt skyggni hafi verið svolítið leiðinlegt. „Það var mikið rok og rigning, sérstaklega þegar líða tók á daginn en þetta gekk vel miðað við aðstæður og við vorum bara ánægð með okk- ar dagsverk,“ sagði Sigríður. „Það var mikil þoka. Það var kannski 100 metra skyggni eða 50 metra sums staðar og þá sérðu náttúrulega ekkert í kringum þig.“ Smöluðu úr 600 metrum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Skógarrétt Hér kemur fé til Skógarréttar í Reykjahverfi ásamt Reykhverfingum sem smöluðu í kalsaveðri í gær. Skyggni var lélegt og úrkoma mikil.  Lélegt skyggni og mikil úrkoma í göngum í gær  Viðvörun vegna hríðarveðurs tók gildi í gærkvöldi  Hefðu þurft þrjá daga til að reka féð en það náðist ekki „Niðurstöðurnar sýna að samfélagið verður að vera áfram vakandi fyrir aðstæðum barna,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnavernd- arstofu. Barnaverndarstofa hefur birt greiningu á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum landsins sem bárust í júní og júlí í sumar. Í samantekt Barnaverndarstofu kem- ur fram að tilkynningar til barna- verndarnefnda í júní voru yfir með- altali og 16,9% fleiri en bárust í júní 2019. „Það eru vísbendingar um það að ofbeldi og vanræksla gagnvart börn- um hafi aukist á þessum Covid- mánuðum,“ segir Heiða Björg. »14 Morgunblaðið/Eggert Barnahús Tilkynningum til barna- verndarnefnda hefur fjölgað í ár. Aukið of- beldi í ár  Ný samantekt  Stórhættulegt væri að skipta úr sóttkví yfir í heimasmitgát vegna þess að engin leið væri að átta sig á hvort henni væri framfylgt. Þetta segir Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, í svari við grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard, í Morgun- blaðinu gær. Kári segir að Jón Ívar snúi dæminu á hvolf með því að gefa í skyn að opna eigi landamæri því að ástandið á Íslandi sé gott og herða aðgerðir innanlands. Gott ástand á Íslandi gefi kost á að „slaka á sóttvarnarkröfum … svo lífið færist í nokkuð eðlilegt horf“, en með því að opna landamærin yrði því stefnt í stórhættu. »15 Kári Stefánsson Stórhættulegt að skipta í heimasmitgát Baldur Arnarson baldura@mbl.is Versnandi efnahagshorfur eru farn- ar að hafa áhrif á lánskjör til fyrir- tækja. Skýringin er meðal annars aukin áhætta í hagkerfinu. Þetta má ráða af svörum fulltrúa Landsbankans og Arion banka. Tilefnið er gagnrýni Ingólfs Bend- er, aðalhagfræðings Samtaka iðnað- arins, á bankana fyrir að lækka ekki vexti á lánum til fyrirtækja. Sú tregða, ásamt þeirri ákvörðun að skrúfa fyrir útlán til fyrirtækja, ýki niðursveifluna í hagkerfinu. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki og hafa vaxta- lækkanir meðal annars verið rök- studdar með falli í eftirspurn. Þá hefur Seðlabankinn bent á að mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi lítið eigið fé og eftir atvikum lítinn við- námsþrótt ef til áfalla kemur. Aukin áhætta í atvinnugreinum Fulltrúi Landsbankans vísaði til mikillar óvissu í efnahagslífinu. „Óvissa og versnandi efnahags- ástand hefur áhrif á lánskjör þar sem álag á grunnvexti getur hækk- að, t.d. með aukinni áhættu innan at- vinnugreinar eða versnandi afkomu viðkomandi fyrirtækis.“ Þá sagði fulltrúi Arion banka að óvissan væri „umtalsverð í efnahags- lífinu og þar með áhætta við lánveit- ingar, sem þó er misjöfn eftir fyrir- tækjum og atvinnugreinum“. »12 Bitnar á lánskjörum  Versnandi efnahagshorfur hafa áhrif á lán til fyrirtækja Samsett mynd/Eggert Bankarnir Niðursveiflan gæti kall- að á afskriftir af fyrirtækjalánum.  Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarlæk hef- ur verið seldur til hrossarækt- enda í Dan- mörku. Hann hefur staðist læknisskoðun og gengið verður endanlega frá kaup- unum á næstu vikum. Kaupend- urnir stefna að því að flytja hann út í haust. Verðið er ekki gefið upp. »2 Kveikur seldur Sýning Aðalheiður Anna og Kveikur. A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.