Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA Lögreglan á Suðurnesjum óskaði í gær eftir aðstoð almennings vegna innbrots sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Talsverðu magni af raf- tækjum var stolið frá vallarhúsinu við Rafholtsvöll í Njarðvík, auk þess sem skemmdir voru unnar á hús- næðinu. Á myndskeiði sem lög- reglan birti á samfélagsmiðlum í gær má sjá hvar þrír einstaklingar koma gangandi að húsinu og brjóta sér leið inn í það eftir að hafa gengið á allar dyr og glugga. Lögreglan bið- ur fólk um að skoða myndirnar vel og athuga hvort hægt sé að bera kennsl á einstaklingana. Þá skorar lögreglan á þá sem um ræðir að gefa sig fram við lögreglu strax og skila því sem var tekið. Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Njarðvíkur segir að fartölvu, vallarhátölurum, hljóð- stöng, myndvarpa, Playstation-tölvu og fleiru hafi verið stolið. „Því miður eru ónytjungar meðal vor sem eiga hvergi heima nema í tugthúsinu,“ segir í yfirlýsingunni. Stálu af knattspyrnuvelli Skjáskot/Knattspyrnudeild Njarðvíkur Þjófnaður Í myndbandi má sjá þrjá menn brjóta sér leið inn í vallarhúsið.  Lögreglan óskar eftir aðstoð vegna innbrots í Njarðvík Stytting sóttkvíar innanlands hjá þeim sem hafa verið berskjaldaðir fyrir veirunni tók gildi í gær og kom til framkvæmda í morgun. Með þess- ari breytingu þurfa þeir sem settir eru í sóttkví ekki að sæta henni í 14 daga eins og áður heldur sjö, kjósi þeir að fara í sýnatöku að sjö daga sóttkví lokinni. Reynist viðkomandi ekki smitaður á sjöunda degi er hann laus úr sóttkvínni en ef viðkomandi er smitaður fer hann í einangrun eins og aðrir. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upp- lýsingafundi almannavarna í gær að fólk muni áfram geta valið 14 daga sóttkví og sleppt sýnatöku. Breyting- arnar eru til þess gerðar að minnka áhrif sóttkvíar á samfélagið, en frá upphafi faraldursins í mars hafa tæp- lega 25.000 Íslendingar þurft að sæta sóttkví. Alveg að koma heim Um stöðuna á heimsfaraldri kór- ónuveirunnar sagði Þórólfur á fund- inum að ómögulegt væri að segja til um hversu langt sé eftir af faraldr- inum. „Þetta er svona eins og maður segir við börnin sín þegar maður er úti að labba, við erum alveg að koma heim,“ sagði Þórólfur. „Þetta er búið að vera rólegt bæði innanlands og á landamærunum síðustu daga,“ bætti hann við. Virkum smitum sé að fækka og kúrfan að fara niður. Þau smit sem hafa greinst undanfarið séu af sömu stofnum og hin smitin sem hafa greinst í seinni bylgju veirunnar. Þór- ólfur benti þó á að þróunin erlendis væri óhagstæð Íslendingum að mörgu leyti, en aldrei hafa jafn mörg smit greinst á einum sólarhring á heimsvísu og á sunnudag. Vegna þessa eru auknar líkur á að smit geti komið inn í landið að sögn Þórólfs. Hann segir óráðlegt að slaka á að- gerðum á landamærum, en það fyr- irkomulag sem þar er í gildi nú, tvö- föld skimun með sóttkví, er í gildi til 6. október. Vinna er farin af stað af hálfu stjórnvalda við að kanna mögu- legar útfærslur á reglum við landa- mærin. Tvö innanlandssmit veir- unnar greindust í gær, en þau voru bæði hjá einstaklingum sem voru ut- an sóttkvíar við greiningu. Litakóðaviðvaranir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindi frá því á upplýsingafundinum í gær að stefnt er að því að taka upp litakóða í upplýsingamiðlun almanna- varna vegna faraldursins. Litakóðinn verður svipaður veðurviðvörunum. Það verður því um að ræða gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir. Þá hefur verið kynntur til sögunnar nýr hnappur á vefsíðu almannavarna covid.is, þar sem hægt er að tilkynna sóttvarnabrot. Með einum smelli er tilkynnanda vísað á skráningarform sem fyllt er út með upplýsingum um meint sóttvarnabrot og tilkynningin send á viðeigandi lögregluumdæmi. Jóhann K. Jóhannsson, sam- skiptastjóri almannavarna, segir að hnappnum hafi verið komið fyrir til að einfalda boðleiðir og auka þjón- ustu við borgarana, þar sem tilkynn- ingar um brot á sóttvarnareglum hafi borist allvíða. Með hnappnum verður hægt að tryggja að tilkynningar fari í einn farveg. Nýjar reglur um sóttkví taka gildi  Val um 7 daga sóttkví og sýnatöku frá og með deginum í dag  Tvö ný innanlandssmit í gær  Kynna litakóða og tilkynningarhnapp  Sóttvarnalæknir segir þróun erlendis vera óhagstæða Íslendingum Ljósmynd/Lögreglan Kórónuveiran Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundi almannavarna. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Áttatíu manns sem Útlendingastofn- un hefur synjað um vernd hér á landi eru á lista stoðdeildar ríkislögreglu- stjóra sem sér um framkvæmd á brottvikningu hælisleitenda. Dæmi eru um að einstaklingar hafi verið á Íslandi árum saman eftir að úrskurð- ur féll. Elsta dæmi þess er af einstak- lingi af ganverskum uppruna sem var synjað um vernd og fór á lista stoð- deildar í nóvember árið 2018. Ástæð- an er sú að ríkislögreglustjóra hefur ekki tekist að afla ferðaskilríkja fyrir manninn hjá ganverskum stjórnvöld- um, að sögn Þórhildar Óskar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofn- unar. „Vinna stoðdeildar snýr að því að útvega manninum skilríki. Þarlend stjórnvöld hafa ekki orðið við þeirri bón,“ segir Þórhildur og bætir við: „Það er ekki einsdæmi að illa gangi að fá samþykki eða skilríki frá heima- ríki.“ Um tíu mánuðir eru síðan kæru- nefnd útlendingamála staðfesti úr- skurð Útlendingastofnunar um að vísa þeim Dooa Eldeib og Ibrahim Khedr og börnum þeirra fjórum úr landi. Að óbreyttu verður þeim vísað úr landi á morgun. Málsmeðferðar- tími fjölskyldunnar tók rúma 15 mán- uði í heild og hafa þau því dvalið á Ís- landi rúm tvö ár. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í útvarpsþætt- inum Sprengisandi á Bylgjunni að að hún teldi biðina eftir úrlausn málsins ómannúðlega. Þórhildur Ósk segir að sá langi tími sem líði fram að brottför þeirra sem vísað er úr landi hafi sér ólíkar skýr- ingar. Eftir að kærunefnd útlend- ingamála hefur hafnað hælisleitanda um alþjóðlega vernd taka við 7-30 dagar þar sem hann getur farið sjálf- viljugur úr landi. Velji hælisleitandi að yfirgefa ekki landið er málinu vísað til framkvæmdar hjá stoðdeild ríkis- lögreglustjóra. „Þá er það ekki ein- göngu undir stjórnvöldum hér komið hve langur tími líður áður en fólki er vísað af landi. Ástæðan er sú að það krefst samskipta og samvinnu við stjórnvöld í heimaríki. Ekki er hægt að flytja viðkomandi nema fyrir liggi samþykki. Upp hefur komið að þetta samþykki tefst í langan tíma. Svo kann málið að tefjast enn frekar ef viðkomandi hælisleitanda vantar gild ferðaskilríki. Þá kemur líka til kasta heimaríkis sem þarf að gefa þau út,“ segir Þórhildur. Hún segir að sam- starf á milli ríkja geti verið mismun- andi og að í sumum tilvikum taki hlut- ir lengri tíma en í öðrum. Eins sé dæmi um að ríkisfang hælisleitanda fáist ekki staðfest hjá því ríki sem við- komandi segist vera frá. Stuðningsyfirlýsing Katrínar Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar, segir í sam- tali við mbl.is að ef ekki er kveðinn upp úrskurður innan 16 mánaða á stjórnsýslustigi sé heimilt að veita barni dvalarleyfi á grundvelli mann- úðarsjónarmiða. „Þegar niðurstaða var kveðin upp í þeirra máli og þeim birt sú niðurstaða voru liðnir 15 mán- uðir og 11 dagar. Þá var þeim gefinn 30 daga frestur til þess að yfirgefa landið. Á meðan þessir 30 dagar líða eru þau í löglegri dvöl í landinu. Þau ná 16 mánuðum og 11 dögum í lög- legri dvöl á landinu,“ segir Magnús. Hann vonast til þess að stjórnvöld breyti ákvörðun sinni og vísar til orða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð- herra sem hann skilur sem stuðnings- yfirlýsingu við fjölskylduna. Áttatíu bíða brottvísunar af landi  Ganverji dvalið hér í nær tvö ár eftir úrskurð  Egypska fjölskyldan vonar Ljósmynd/Sema Erla Serdar Fólk Egypska fjölskyldan sem senda á úr landi, að óbreyttu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.