Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Íslenski myndlistarmaðurinn Reinar Foreman er í góðum hópi listamanna, bæði ungra og reynslumikilla, sem eiga verk á opnunarsýningu metn- aðarfulls nýs sýningarsalar sem var opnaður í Berlín í liðinni viku en gall- eríið nefnist ForA - Contemporary Art Platform. Í texta sem fylgdi sýn- ingunni úr höfn segir að á hana hafi verið valdir ólíkir listmálarar þar sem valið endurspegli í senn fjölbreyti- leika og fegurð. Sýnd voru verk eftir 18 listamenn, þar á meðal þungavigt- armenn á borð við Martin Kippen- berger, Georg Dokoupil og Donald Baechler. Reinar var við opnun sýn- ingarinnar og situr nú í sóttkví heima hjá sér. „Ég er annars nýfluttur heim,“ segir Reinar þegar slegið er á þráð- inn til hans. Hann segir að þau eig- inkonan, Jenný Lárentsínusdóttir, hafi flutt heim frá Brüssel hvar þau hafi verið búsett síðustu þrjú árin og hann verið með vinnustofu. „Það var bara öruggara í stöðunni,“ bætir hann við. En hann ákvað að skella sér á opn- unina í Berlín, annað hafi ekki verið hægt. En hvernig kom til að Reinar, þessi 27 ára gamli listamaður, átti verk á þessari sýningu? „ForA er nýtt gallerí og vildu eig- endurnir vera með grand opnun sem sýndi hvað þau hafa góð sambönd. Þau völdu að sýna verk eftir eldri, virta listamenn og líka eftir nokkra yngri, til að sýna að þau fylgist vel með. Þau hringdu í mig og spurðu hvort ég vildi vera með. Mér þótti það auðvitað skemmtilegt – en það var líka stressandi því ég þurfti að mála ný verk fyrir sýninguna án þess að ég hefði til þess aðstöðu þar sem ég var nýfluttur heim.“ Það eru því nýjustu myndir Rein- ars sem sýndar eru í Berlín, tvö mál- verk sem hann segir í „millistærð“. Gaman á opnuninni Listamannahópurinn á fyrstu sýn- ingu ForA sýnir að eigendur virðast stórhuga og Reinar staðfestir að svo sé. „Eigandinn er rússnesk kona, einn listamaðurinn sem á verk á sýning- unni er maðurinn hennar. Hún hefur áður rekið gallerí í Berlín og vildi fara aftur í listabransann.“ Opnunin í síð- ustu viku var liður í eins konar gall- eríhelgi í Berlín, með fjölda sýninga. „Og það var mjög gaman þrátt fyrir stífar fjöldatakmarkanir í öllum söl- um og grímuskyldu. Fólk var greini- lega spennt fyrir að mæta á sýn- inguna og skoða verkin, sem var gaman.“ Málaði verkin á 40 dögum Undanfarin ár, meðan hann hefur verið búsettur í Brüssel, hefur Reinar verið að geta sér nafn í evrópsku myndlistarlífi. Hann hefur til að mynda áður sýnt í Berlín. „Snemma í fyrrasumar var ég með sólósýningu í Seven star-galleríinu þar og svo var ég með sólósýningu í galleríi í Moskvu í vetur,“ segir hann. Blaðamaður hafði einmitt tekið eftir því á netinu, að sýning Reinars var opnuð þar í marsbyrjun, rétt áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það kom þannig til að rússnesk kona sem kom á sýninguna mína í Berlín fyrir tveimur árum var svo ánægð með hana að galleríið hennar bauð mér í helgarferð til Moskvu, að skoða galleríið og vita hvort ég vildi sýna þar. Þetta er afskaplega gjaf- milt og gott fólk. Við sömdum um að ég myndi sýna og þau vildu hafa opn- unina á fjölsóttri sýningahelgi og fyr- ir vikið fékk ég í raun minni fyrirvara til að vinna verkin en ég hefði kosið. Ég held ég hafi haft svona 40 daga til að mála alla sýninguna – sem var pínu stressandi,“ segir hann og hlær. Reinar málaði verkin í Brüssel og flaug svo með þau til Moskvu. Ekki sýningar hér heima Reinar segir að hann hafi náð að vera í Moskvu við opnun sýning- arinnar ásamt afa sínum helgina áður en veirufaraldurinn lokaði öllu. Þeir hafi rétt sloppið heim áður en reglur um sóttkví voru settar á. Þegar slak- að var á reglum í Moskvu í sumar var sýningin opnuð að nýju. Moskvu- ævintýrum Reinars er þó ekki lokið því galleríið valdi að sýna verk eftir Reinar á sýningarsvæði sínu á mynd- listarkaupstefnunni í Moskvu í nóv- ember. Skiljanlega segist hann vera ánægður með það góða boð. En stendur ekkert til að sýna á Ís- landi? „Ég væri alveg til í það,“ svarar hann. „Ég hef ekki hingað til ekki fundið fyrir neinum áhuga frá ís- lenskum galleríum.“ Reinar segist ekki hafa hlotið myndlistarmenntun en hafi farið að taka það alvarlega að mála fyrir um fimm árum, þegar hann var 22 ára. Einu eða tveimur árum seinna helg- aði hann sig listinni alfarið. Þegar Reinar er spurður þeirrar erfiðu spurningar hvernig hann lýsi verkum sínum, hikar hann skilj- anlega. „Með hverri sýningu hjá mér hefur orðið ákveðin breyting á verk- unum. Ég hef varað galleríin við því að búast ekki við því að verkin verði eins og á síðustu sýningu. En ég hef lagt mikla áherslu á hreyfingu, myndinar eru oft órólegar og ég vinn þær hratt. Ég geri ekki skissur, nota ekki varpa eða slíkt, og í raun er ég sífellt að gera tilraunir og að sjá hvað virkar. Ég mála mikið og hika ekki við að eyðileggja myndir eða mála yf- ir. Þetta er látlaust ferli enda fór ég ekki í formlegt nám og er því oft að brenna mig á hinu og þessu og læri af reynslunni. Nú er ég í fyrsta skipti að gera til- raunir með landslag, nokkuð sem ég hef aldrei gert áður. Á fyrri sýning- unni í Berlín var ég líka mikið að vísa í ljósmyndir og bíómyndir, og þá ým- islegt sem er að gerast kringum bíó- myndirnar.“ Þegar spurt er hvort það hafi verið einhverskonar köllun sem olli því að Reinar hellti sér út í myndlist, þá ját- ar hann því. Foreldrar hans hafi leng- ið haldið því fram að hann ætti að sinna myndlist. „Ég var svo að steikja hamborgara á veitingastað niðri í bæ og var búinn að fá alveg nóg af því þegar Jenný sagði að ég yrði bara að fá mér eitthvað annað að gera. Ég málaði mynd af henni, úr Suður- Ameríkureisunni okkar og einhver keypti myndina. Fyrir peningana keypti ég meiri striga og málaði fleiri verk sem seldust líka. Þá setti ég upp sýningu sjálfur í atvinnuhúsnæði niðri í bæ. Jenný sagði að ef mér tæk- ist að selja helming verkanna þá gæti ég hætt að vinna og farið bara að mála. Og það tókst – síðan hef ég bara málað,“ segir Reinar. „Síðan hef ég bara málað“  Íslenski myndlistarmaðurinn Reinar Foreman á verk á sýningu sem hefur vakið athygli í Berlín  Var með einkasýningu í Moskvu þegar veirufaraldurinn skall á  Fór úr hamborgurum í að mála Listamaðurinn Reinar er fluttur aft- ur heim frá Brüssel og sýnir næst á myndlistarkaupstefnunni í Moskvu. First contact Annað málverkanna sem Reinar á á sýningunni í ForA- galleríinu í Berlín, sem var opnuð í liðinni viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.