Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is Sjálfvirk pottastýring með snertiskjá og vefviðmóti POTTASTÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Enn heldur COVID-19, sjúkdóm- urinn sem kórónuveiran veldur, áfram að breiðast út sem eldur í sinu um mörg ríki heims. Staðfest var í gær, samkvæmt tölum sem bandaríski háskólinn Johns Hopk- ins birtir, að rúmlega 29 milljónir hafa smitast af kórónuveiru á heimsvísu. Látnir eru rúmlega 925 þúsund, langflestir í Bandaríkjun- um, og hafa nærri 20 milljónir náð sér eftir veikindin. Ástand innan ríkja er mjög ólíkt og eins aðgerðir stjórnvalda. Í Asíu eru sum ríki farin að huga mjög að inflúensuvörnum í von um að minnka líkur á því að heilbrigðis- kerfið þurfi að eiga við mikinn fjölda fólks með kórónuveiru- og inflúensusmit á sama tíma. Í Ástralíu hefur hægt mjög á nýjum smitum, en ástand þar er sagt vera það besta í um þrjá mán- uði. 30 sentimetra regla Á Filippseyjum hafa stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir að slaka á skyldu um fjarlægðarmörk. Eru þau nú komin í 30 sentimetra á milli manna í almenningssamgöng- um. Hefur þessi ákvörðun verið sögð bæði „hættuleg og ótímabær“, einkum í ljósi hækkandi dánartíðni þar. Í Singapúr er svo verið að glíma við tíð hópsmit. Í suðvesturhluta Frakklands hef- ur verið tilkynnt um hertar aðgerð- ir í tengslum við fjöldasamkomur og -viðburði auk þess sem gripið verður til hertra sóttvarnaaðgerða á dvalarheimilum fyrir aldraða. Ástandið í Marokkó heldur áfram að versna og hafa heilbrigð- isstarfsmenn þar meðal annars mótmælt slæmum aðbúnaði og skorti á nauðsynjavörum til að tak- ast á við útbreiðslu sjúkdómsins. AFP Hreinlæti Þessi maður vann að sótthreinsun lestarvagna á Indlandi. Smitin yfir 29 milljónir  Samkvæmt tölum frá háskólanum Johns Hopkins hafa rúmlega 925 þúsund manns látist af völdum COVID-19  Viðbrögð ríkja og ástand mjög misjafnt Kórónuveiran » Minnst 194.238 hafa látið lífið í Bandaríkjunum vegna COVID-19, flestir þeirra í ríkinu New York. » Tilfellum hefur fjölgað und- anfarnar tvær vikur í 17 ríkjum Bandaríkjanna. Eru þetta ríki á borð við Missouri, Norður- Dakóta og Wisconsin. » Bandaríkin skima að með- altali 741 þúsund manns fyrir kórónuveiru. Hópur viðgerðamanna er kominn um borð í olíuflutningaskipið New Diamond sem statt er undan ströndum Srí Lanka. Skipið er afar illa laskað eftir sprengingu sem varð í vélarrúmi skipsins 3. sept- ember síðastliðinn. Í kjölfarið braust út mikill eldur og teygði hann sig m.a. inn í brúna. Af ljós- myndum að dæma er altjón á brú og vistarverum áhafnar. Fréttaveita Reuters greinir frá því að olía hafi lekið frá skipinu, hún sé sjáanleg á haffletinum. Slökkvi- liðsmönnum tókst þó að koma í veg fyrir að eldur næði til geymslutanka skipsins, en hátt í 300 þúsund tonn af hráolíu, eða um tvær milljónir ol- íutunna, eru um borð auk nærri tvö þúsund tonnum af dísilolíu. Búið er að koma í veg fyrir frekari leka, að sögn Reuters, en á þessari stundu er ekki vitað hversu mikil olía lak í hafið. Búast má við því að mál verði höfðað á hendur eigendum skipsins. Alls voru 23 skipverjar um borð í olíuskipinu þegar óhappið varð og er einn talinn af. khj@mbl.is Komið í veg fyrir olíuleka  Hópur viðgerðamanna nú um borð í New Diamond AFP Altjón Mikill eldur kom upp í olíuskipinu eftir sprengingu í vélarrúmi. Flugfélög heims glíma nú flestöll við afar erfiðan rekstur sökum mik- ils samdráttar í flugi vegna COVID-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Á sama tíma hafa viðskipti stóraukist hjá þeim fyrirtækjum sem stunda niðurrif á farþegaþotum og sölu á notuðum varahlutum til flugfélaga. „Í okkar tilfelli hefur faraldurinn aukið viðskipti og rekstrarmódelið er komið á þann stað sem við sáum fyrir okkur að ná árið 2022 eða 2023. Það er leiðinlegt að segja það, en faraldurinn hefur skapað okkur frábær viðskiptatækifæri,“ segir Ron Haber, forstjóri Aero Cycle, sem er kanadískt fyrirtæki sem sér- hæfir sig í niðurrifi flugvéla og partasölu, í samtali við Reuters. Hann segist nú vilja kaupa kyrr- settar flugvélar og fá þannig til sín yngri vélar en áður í niðurrif og partasölu. Bendir hann á að ýmsir sérfræðingar hafi spáð því að mikil þörf verði á varahlutum á næstunni þegar flugfélög taka aftur í notkun vélar sem staðið hafa lengi. KANADA AFP Stopp Vélar British Airways í röðum. Búist við spreng- ingu í partasölu Tvær sjálfstæðar rannsóknastofur í Frakklandi og Svíþjóð hafa nú staðfest að eitrað var fyrir rúss- neska stjórnar- andstæðinginn Alexei Navalní í ágúst er hann var á ferð frá Síberíu til Moskvu. Samkvæmt niðurstöðum eiturefnaprófs á sýnum úr Navalní var honum byrlað eitur úr hópi Novichock-taugaeiturs, en eitrið var þróað í Sovétríkjunum á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Eru þessar niðurstöður í fullu samræmi við fyrri rannsóknir sem unnar voru í Þýskalandi nýverið. Búið er að senda lífsýni úr Navalní til Alþjóðlegu efnavopna- stofnunarinnar (OPCW) og munu sérfræðingar hennar senda frá sér tilkynningu að rannsókn lokinni. Stjórnvöld í Kreml segjast ekki hafa séð neinar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní. EVRÓPA Nýjar rannsóknir staðfesta eitrun Alexei Navalní Þessi hæna sást á vappi innan um brunnin hús og ökutæki í Oregonríki á dögunum, en miklir gróðureldar geisa nú á vesturströnd Bandaríkj- anna með tilheyrandi eyðileggingu og mann- tjóni. Tugir þúsunda eru nú á flótta vegna ástandsins og hafa nokkrir tugir manna fundist látnir. Óttast er að tala látinna muni hækka nokkuð á næstunni þegar leitað verður betur í rústum húsa. Eldarnir skilja eftir sig slóð eyðileggingar AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.