Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 SMÁRALIND www.skornir.is Flottur götuskór úr mjúku leðri. Reimaður að framan, rennilás að innanverðu. Grófur stamur gúmmísóli. 27.995 Stærðir 36-41 40 ára Katrín fæddist í Reykjavík en ólst upp fyrstu árin í Kópavogi en býr núna í Reykja- vík. Hún er með meist- aragráðu í hugbún- aðarverkfræði en starfar nú sem borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Helstu áhugamál hennar, fyrir utan stjórnmálin, eru fjallahjólareiðar og útivera með fjöl- skyldu og vinum. Maki: Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, f. 1974, fjármálastjóri hjá Samtökum fyr- irtækja í sjávarútvegi. Börn: Atli, f. 2013, og Katla, f. 2016. Foreldrar: Atli Arason, f. 1952, viðskipta- fræðingur og Guðný Eiríksdóttir, f. 1950, lífefnafræðingur. Þau búa í Reykjavík. Katrín Atladóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Talaðu við aðra um ákafa þinn og þær stóru hugmyndir sem þú hefur. Leggðu þig fram við að búa til áætlun og ræddu hana síðan við aðra til að fá viðbrögð þeirra. 20. apríl - 20. maí  Naut Loksins öðlast þú viðurkenningu fyrir framlag þitt og mátt gjarnan skemmta þér af því tilefni. Til þess að þú getir það, er dá- lítillar skipulagningar þörf. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vinnusemi þín fer ekki fram hjá öðrum og þú munt hljóta umbun erfiðis þíns. Hættu að reyna að ganga í augun á fólki – látta það koma til þín. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú finnur fyrir aukinni þörf til að vera skapandi. Aðrir menningarheimar vekja hjá þér forvitni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er rétti tíminn til að gera breyt- ingar, annaðhvort heima eða í vinnunni. Þér tekst vel upp við að finna eitthvað aðdáun- arvert í fari fólksins í kringum þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Mundu að það er ekki bara það sem sagt er sem skiptir máli heldur líka hvernig það er sagt. Reyndu að vera jákvæður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að gefa ekki loforð sem þú getur ekki staðið við. Mundu að við erum öll mannleg og reyndu að dæma ekki aðra harðar en þú dæmir sjálfan þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ótrúlegt hversu snögg- ur þú getur verið að vinna þegar þú veist hversu dásamlega mikið þú munt græða. Hlustaðu á ábendingar um það hvernig þú getur hagrætt í vinnunni. 22. nóv. - 21. des. BogmaðurMeð hjálp góðs vinar muntu finna réttu leiðina til að tjá skoðanir þínar. Leitaðu uppi skemmtilegt fólk sem þú hefur ekki heyrt frá lengi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú vilt ná árangri í því sem þú ert að gera og dagurinn í dag ætti að skila þér góðum árangri. Snúðu við blaðinu áður en þú eyðileggur líf þitt með neikvæðni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur mikla þörf um þessar mundir til að tala við fólk. Láttu eftir þér að lyfta þér upp með vinum og fjölskyldu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur áhuga á að víkka sjóndeild- arhring þinn með ferðalögum og frekara námi. Mundu að mannorðið er meira virði en efnahagslegur ávinningur. Næsta skref Hjartar á ferlinum var að sjá um hönnun og verkefna- stjórn fyrir Skipatækni ehf. þar sem hann var frá 1997-2003. Sem dæmi dvaldist hann í Kína í samtals 12 mánuði á árunum 1998-2001 sem verkefnastjóri og vegna eftirlits skipa sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í Gungzhou. „Eftir að hafa verið í Kína efast ég ekki um að það verður næsta stórveldi heimsins. Fyrst þegar ég kom þangað 1998 var svo mikil upp- bygging að þá lá við að maður sæi ný hverfi rísa bara út um hótelglugg- ann.“ Hjörtur segir að árið 2001 hafi fjölskyldan komið með honum út og þau hafi kynnst miklu fleiru en vinnu hans þar, m.a. heimsótt kínversk heimili og ferðast um landið. Þá ákvað Hjörtur að söðla um og fara út í eigin rekstur og hann er einn kvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa, sem hann sá um að móta. Síðustu fjögur árin hjá Samskipum var Hjörtur deildarstjóri skipa- rekstrardeildar sem fól m.a. í sér yfir- stjórn deildarinnar, áætlanagerð og rekstur á skipum félagsins. H jörtur Emilsson fædd- ist 15.9. 1950 á Seyð- isfirði og ólst þar upp. Hann gekk í Barna- skóla Seyðisfjarðar og tók tvo bekki í Gagnfræðaskóla Seyð- isfjarðar en lauk svo gagnfræðaprófi á Siglufirði 1968. Síðan tók við Tækniskóli Íslands þar sem hann lauk raungreinaprófi 1973 og þaðan fór hann til Danmerkur þar sem hann lauk B.Sc.-prófi í skipatæknifræði frá Helsingör Teknikum árið 1977. „Ég ólst upp á Seyðisfirði í stórum systkinahópi og var alltaf á bryggj- unni og í fjörunni í kringum fisk og fiskveiðar. Svo fór ég að vinna 12 ára í fiski, fyrst að dreifa fiski og síðan að beita með mömmu. Síðan kom síldin og allt það ævintýri, svo áhuginn kviknaði snemma á sjávarútveg- inum,“ segir Hjörtur en hann hafi samt ekki viljað verða sjómaður því þeir voru svo mikið fjarri fjölskyldum sínum en allt annað tengt sjávar- útveginum heillaði. Hjörtur hóf starfsferilinn eftir námið hjá Stálvík hf. sem skipatækni- fræðingur og þar vann hann að hönn- un nokkurra fiskiskipa, skuttogara, þ.á m. Ottós N. Þorlákssonar, og frystitogara ásamt hönnun á strand- ferðaskipi fyrir Ríkisskip. Það verk- efni varð til þess að Hjörtur var ráð- inn til að sjá um allt ferlið fyrir Ríkisskip, bæði undirbúning útboðs og smíði og eftirlit með framkvæmd verksins í Englandi. Hjörtur fluttist til Englands með eiginkonu og dóttur og bjuggu þau þar í 15 mánuði þar til smíði skipsins M/S Esju lauk 1982. Þegar heim var komið tók Hjörtur við framkvæmdastjórastöðu Rík- isskipa og 1989 varð hann aðstoð- arforstjóri fyrirtækisins fram að 1992 þegar ríkisstjórnin ákvað að leggja fyrirtækið niður. Þá réð Hjörtur sig til Samskipa, þar sem hann var fyrst forstöðumaður strandflutninga og bar ábyrgð á stefnumótun og skipu- lagningu strandsiglinga fyrir- tækisins. Síðar varð hann fram- stofnanda Navis ehf. og er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins á sviði skipahönnunar, ráðgjafar og eftirlits. Fyrirtækið á í viðskiptum út um allan heim, bæði í ráðgjöf og eftirliti og tjónaskoðun, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Hjörtur segir það eftirminnilegt að vera kallaður til vinnu til syðsta bóls í heimi, sem er bærinn Ushuaia í Arg- entínu. „Þar var ég á Jónsmessunni einu sinni, en þá var ég með verkefni fyrir útgerð í Argentínu og ég fór að skoða skip. Það var mjög gaman að koma á þetta svæði sem minnti svolít- ið á Ísland, en þótt ég væri þar um mitt sumar var mesta skammdegið þar á þeim tíma.“ Nýjasta stóra verkefni Navis var hönnun á línuskipinu Páli Jónssyni fyrir Vísi hf. í Grindavík, en skipið Hjörtur Emilsson framkvæmdastjóri Navis ehf. – 70 ára Ljósmynd/Erling Ó. Aðalsteinsson - Ljósmyndastofa Erlings Eiðistorgi. 70 ára afmælið Hjörtur Emilsson í faðmi fjölskyldunnar. Frá vinstri talið: Magnús Þór, Sólveig Harpa, Emilíana Birta, Hanna Marey, Aldís Vala, Hjörtur, Bjarni, Hjörtur Þór, Ágústa, Hrönn, Sigríður Birta, Birkir, Helga Lind. Áhuginn kviknaði snemma á bryggjunni á Seyðisfirði Kína Fjölskyldan í Beijing 2001. 50 ára Hrund ólst upp í Hafnarfirði og hefur búið þar alla tíð síðan. Hún er mennt- aður hjúkrunarfræð- ingur og starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á kvenlækningadeild Landspítalans. Hún hefur mestan áhuga á útivist, íþróttum og samveru með fjöl- skyldu og vinum. Maki: Ingi Rafn Jónsson, f. 1970, við- skiptafræðingur. Börn: Daníel Þór, f. 1995, Daði Snær, f. 1998 og Anna Rut, f. 2006. Foreldrar: Elísabet Karlsdóttir, f. 1952, húsmóðir og Magnús Gunnarsson, f. 1950, framkvæmdastjóri knattspyrnu- félagsins Hauka. Hrund Magnúsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Tryggvi Már Atlason varð eins árs núna 9. september sl. Hann fæddist í Reykjavík og foreldrar hans eru Svava Ágústs- dóttir verkfræðingur og Atli Már Pálmason vélvirki. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.