Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Sjáum um allar merkingar Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is Gísli, sölu- og markaðsstjóri vinnufatnaðar Sími 766 5555 | gisli@run.is ÖRYGGIS- SKÓR VANDAÐUR VINNUFATNAÐUR 6424 6202 55505536 3307 3407 SAFE & SMART monitor Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kristjánsbakarí á Akureyri, sem stofnað var árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins, hefur nú snú- ið vörn í sókn, að sögn Vilhjálms Þorlákssonar, framkvæmdastjóra Gæðabaksturs, sem á og rekur Kristjánsbakarí. Hluti af því er að nær öllu því starfsfólki sem sagt var upp störfum vegna endurskipulagn- ingar í júní sl., og Morgunblaðið sagði frá á sínum tíma, var boðin endurráðning og af þeim var stór hluti starfsmanna endurráðinn. Vilhjálmur segir að bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins í bænum hafi því verið heldur fljótir á sér að lýsa sérstökum áhyggjum af starfsem- inni, en á bæjarstjórnarfundi Ak- ureyrarbæjar í síðustu viku var um- ræða um atvinnumál á Akureyri þar sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lýstu yfir áhyggjum af þeim störfum sem væru að hverfa úr bænum, og nefndu bæði lokun Kexsmiðjunnar og Kristjánsbakar- ís. „Við erum búin að endurráða megnið af fólkinu auk þess að ráða inn nýtt fólk. Við erum komin í sókn núna. Þegar maður endurskipulegg- ur reksturinn gefst færi á að skipta úr varnarleik yfir í sóknarleik,“ seg- ir Vilhjálmur í samtali við Morg- unblaðið. Tveir nýir bakarar Spurður um reksturinn síðustu mánuði, segir Vilhjálmur að hann hafi sloppið, eins og hann orðar það. „Við erum búin að ráða tvo nýja bakara sem koma inn með nýjar áherslur í bland við þetta gamla góða. Þá hefur Hrafnhildur Karls- dóttir gengið til liðs við okkur sem rekstrarstjóri, en hún var áður hót- elstjóri á Hótel Kea. Þá munum við kynna nýjungar eins og nýtt sæta- brauð og súrdeigsbrauð, á næstu dögum.“ Vilhjálmur segir að ætlunin sé að færa bakaríið inn í árið 2020. „Við ætlum að innleiða nýjungar fyrir norðan sem gengið hafa vel á höf- uðborgarsvæðinu.“ Hann bætir við að bjartsýni ríki nú hjá starfsfólki og stjórnendum. „Ég væri ekki að ráða inn nýja bak- ara og stjórnendur ef ég væri að hætta rekstri.“ Aðspurður segir Vilhjálmur að eftir endurskipulagninguna muni starfsmönnum fækka um fjóra. „Við stólum nú á það, í þeim sókn- arbolta sem við ætlum að spila, að Akureyringar versli í heimabyggð. Við ætlum að sinna Akureyringum vel.“ Kökur Akureyringar fá áfram að njóta þjónustu Kristjánsbakarís. Kristjánsbakarí snýr vörn í sókn  Endurráða nær allt starfsfólkið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eiríkur S. Svavarsson, hrl., og lög- maður Fosshótels Reykjavík, segir mikilvægt að fjármálastofnanir komi til móts við leigusala og leigutaka í hótelgeiranum sem hafi orðið fyrir tekjufalli í kórónuveirufaraldrinum. Eiríkur segir ekki hægt að gagnrýna stjórn- málamennina. Þeir hafi gripið til aðgerða sem ollu tjóni í ferðaþjón- ustu vegna þess æðri tilgangs að verjast veirunni. Meðal annars með því að lækka eiginfjárkröfu bankanna hafi stjórn- völd greitt fyrir aðgengi bankanna að lánsfé. Að mati Eiríks þurfi bank- arnir að leggja sitt af mörkum. Þar sem faraldurinn verði líklega tímabundinn þurfi eftirgjöf banka til handa leigusölum og leigutökum ekki að vera gríðarleg. „Meðan fjármálafyrirtækin lengja aðeins í lánum og koma ekki að þessu borði á annan hátt er enginn annar til að taka á málinu en dómstólar. Það er ekki skynsamlegasta leiðin að láta dómstólana um þetta verkefni. Það gengur jafnframt ekki að bankar komi ekkert að því að skipta sér af lausninni í þessari keðju. Það er mikilvægt að ekki verði gerð sömu mistökin og í hruninu þegar bank- arnir komu alltof seint fram með úr- ræði og lausnir á skuldavanda heim- ila og fyrirtækja. Það kostaði mikið tjón; gjaldþrot og nauðungarsölur. Brýnt að lágmarka tjónið Nú er glíman við allt annars konar kreppu. Allir innviðir eru í lagi en það þarf að bregðast hratt við til að lágmarka tjónið. Það eru öll rök fyrir því að lánveitendur komi strax að borðinu en þeir verða að gefa sínum lántökum svigrúm til að komast út úr þessum aðstæðum. Það verður ekki gert með því einu að fresta afborg- unum heldur þurfa leigusalar, leigu- takar og lánveitendur að deila ábyrgðinni. Það þurfa allir að taka á sig tjón og bankarnir verða að fella niður afborganir á meðan kórónu- veiran ríður yfir. Þessi leið er ódýr- ust fyrir alla,“ segir Eiríkur sem tel- ur það ágætis samlíkingu hjá Sigurði G. Guðjónssyni hrl. í samtali við Morgunblaðið 1. ágúst sl. að ræða um sjótjón í þessu efni. Á grafinu hér fyrir ofan má sjá fjölda hótela sem voru opin á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi í júlí- mánuði 2015-2020. Alls 169 hótel voru opin á landinu í júlí 2019 en að- eins 138 í júlí í sumar. Hjá Hagstof- unni fengust þær upplýsingar að mismunurinn, 31 hótel, skýrðist af tímabundunum lokunum. Þar af voru 24 á höfuðborgarsvæðinu. Lagði fram lögbannskröfu Fosshótel Reykjavík er dóttur- félag Íslandshótela, stærstu hótel- keðju landsins sem er með 17 hótel í rekstri. Í júníbyrjun lagði Fosshótel Reykjavík fram beiðni til sýslu- mannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem krafist var lögbanns við þeirri fyrirætlan Íslandsbanka að greiða út bankaábyrgð samkvæmt kröfubréfi Íþöku fasteigna til bankans en Íþaka er leigusali hótelsins. Eiríkur segir málið í raun miklu stærra „en þetta dómsmál sem Foss- hótel Reykjavík neyðist til að vera í gagnvart sínum leigusala“. Líklegt sé að þetta verði fordæmisgefandi mál. Honum sé kunnugt um fleiri mál í dómskerfinu af svipuðum toga. Aðgerðir til að verjast veirunni teljist ófyrirséður og óvæntur at- burður og í tilviki Fosshótels Reykjavík hafi ekki verið forsendur til að halda því opnu. Því hafi öllum starfsmönnum verið sagt upp og engin starfsemi verið frá 1. apríl sl. Reyndu að ná samningum „Við sjáum ekki fram á að það skapist forsendur til að opna hótelið alveg á næstunni. Leitað var strax til leigusala og reynt að ná samkomu- lagi, sérstaklega í ljósi klásúlu í leigusamningi um force majeure-- aðstæður. Það leiddi til þess að leigu- sali hjólaði í bankaábyrgð. Það aftur neyddi félagið til varnaraðgerða, enda er bankaábyrgð afar rík kröfu- réttindi,“ segir Eírkur en force maj- eure-reglan varðar ófyrirséð og óvænt ytri atvik sem koma í veg fyrir efndir. Telur Eiríkur að álitsgerð sem Viðar Már Matthíasson, fv. hæstaréttardómari og rannsóknar- prófessor við lagadeild HÍ, vann fyr- ir Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu (FHG), styðji málstað leigutaka. „Eftir efnahagshrunið brugðust bankarnir seint og illa við sem að lokum kostaði meira umfang leið- réttinga og tjóns,“ segir Eiríkur. Bankarnir komi að skuldavanda  Lögmaður Fosshótels Reykjavík segir mikilvægt að bankar komi til móts við leigutaka og leigusala  Ekki megi gera sömu mistök og eftir hrunið  Óskynsamlegt sé að láta dómstóla um verkefnið Eiríkur S. Svavarsson 75 86 92 103 112 105 42 53 54 57 57 33 Fjöldi hótela á Íslandi 2015-2020, fjöldi í júlímánuði Höfuðborgarsvæðið Utan höfuðborgarsv. 2015 2016 2017 2018 2019 2020 117 139 146 160 169 138 Heimild: Hagstofan *Áætlun * 15. september 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 136.49 Sterlingspund 175.06 Kanadadalur 103.56 Dönsk króna 21.747 Norsk króna 15.117 Sænsk króna 15.599 Svissn. franki 150.13 Japanskt jen 1.286 SDR 192.74 Evra 161.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 196.6763 Hrávöruverð Gull 1944.5 ($/únsa) Ál 1746.5 ($/tonn) LME Hráolía 39.96 ($/fatið) Brent Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Avo hefur aflað sem nemur 419 milljóna króna í fjármögnun. Fjárfestar eru þrír bandarískir vísisjóðir sem allir hafa aðsetur í kísildalnum í Banda- ríkjunum. Samkvæmt yfirlýsingu er Avo leiðandi á markaði í næstu kynslóð af gagnastjórnun og skiln- ingi fyrirtækja á notendaupplifun, sem að sögn er þungt á metunum við öra þróun ýmissa stórra þjón- ustuforrita. Stofnendur Avo eru þau Sölvi Logason og Stefanía Bjarney Ólafs- dóttir, sem bæði störfuðu hjá Plain Vanilla Games. Þau segja að fjár- mögnunin geri þeim kleift að stækka hraðar á næstu mánuðum og gera ráð fyrir auknum starfs- mannafjölda í fjarvinnu. Meðbyr með Avo  Gera ráð fyrir hröðum vexti Stefanía Bjarney Ólafsdóttir Sölvi Logason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.