Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 18
Þegar horft er til framtíðar þá er það augljóst að Graf- arvogur og næsta ná- grenni hans er það svæði í Reykjavík sem á eftir að taka hvað mestum breytingum á komandi árum. Í Graf- arvogi höfum við bygg- ingarland til framtíðar, það sést hvað best þeg- ar skoðaðar eru loft- myndir af Reykjavík. Það má því leiða að því líkur að þétting byggðar muni fara fram að miklu leyti í Graf- arvogi og nágrenni hans, þar er Keldnalandið í lykilhlutverki. Sjálf- stæðisflokkurinn mun leggja til á fundi borgarstjórnar í dag að borg- arstjórn samþykki að gera breyt- ingu á aðalskipulagi Reykjavík- urborgar sem heimilar íbúðabyggð í Keldnalandinu annars vegar og Ör- firisey hins vegar þar sem m.a. verð- ur gert ráð fyrir uppbyggingu hag- kvæms húsnæðis fyrir almennan markað. Samkeppni um íbúa Reykjavíkurborg er í mikilli sam- keppni við nágrannasveitarfélögin, þar er gríðarleg upp- bygging og vöxtur margra þeirra er æv- intýralegur. Því miður gilda ekki sömu lögmál um Reykjavík og vöxt- ur sveitarfélagsins er langt frá því að vera í líkingu við það sem er að gerast í sveitarfélög- unum í kringum okkur. Íbúafjölgun í Reykja- vík hefur verið undir landsmeðaltali síðustu ár. Í Reykjavík hefur fólksfjölgun verið í kringum 2% á ári, en á Selfossi hefur fólksfjölgun verið á bilinu 6-7%. Í Reykjavík verðum við að fjölga íbú- um og gera borgina fjölskylduvæna og tryggja búsetu. Því þarf að gefa verulega í í íbúðauppbyggingu. Í Reykjavík þarf að byggja 1.830 íbúð- ir árlega til ársins 2040 svo mætt sé þeirri þörf sem augljóslega er. Það gerum við með því að skipuleggja fjölbreytt svæði til þess að hefja stórfellda uppbyggingu á. Keldnalandið og Örfirisey Það eru ekki margar nýjar hug- myndir undir sólinni og hugmyndir um byggð í Keldnalandinu og Örfir- isey eru það ekki heldur. Sambæri- legar hugmyndir hafa áður verið reifaðar. Þar eru miklir möguleikar á því að skapa spennandi búsetuúr- ræði. Þarna er hægt að skapa spenn- andi samfélag sem mun gera Reykjavíkurborg að eftirsóttasta sveitarfélagi á landsvísu til þess að búa í. Uppbygging á Keldnalandinu og Örfirisey væri ákveðið skref í því að snúa vörn í sókn fyrir Reykjavík- urborg. Eftir Valgerði Sigurðardóttur »Hægt er að skapa spennandi samfélag sem mun gera Reykja- víkurborg að eftirsótt- asta sveitarfélagi á landsvísu. Uppbygging á Keldnalandinu og Örfirisey væri ákveðið skref í þá átt. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is Aukum hagkvæmt húsnæði fyrir almennan markað 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Börn í Reykjavík hafa það almennt gott og líður vel bæði á heimilum sínum, í skóla, frístund og tóm- stundum. Margt má engu að síður betur fara í þjónustu við börn og foreldra þeirra. Í borgarstjórn er ég komin fyrir hönd Flokks fólksins til að m.a. breyta, bæta og laga það sem betur má fara í þjónustu við börn og foreldra þeirra og í að- stæðum þeirra. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda tillagna sem ýmist eru til þess fallnar að bæta aðstæður barna í skólatengdu umhverfi, bæta og flýta þjónustu sem ætluð er börnum eða stuðla að því að börn sitji við sama borð án tillits til m.a. efnahagsstöðu foreldra. Í borgarstjórn 15. september sl. lagði fulltrúi Flokks fólksins fyrir til- lögu um að börn fengju sambærileg tækifæri til þátttöku í verkefnum og viðburðum á vegum skóla, frístunda- heimila og félagsmiðstöðva, þegar greiða þarf sérstakt þátttökugjald. Hér er um að ræða alls kyns af- þreyingu utanhúss, heimsóknir og styttri ferðalög. Greiningar sem nú liggja fyrir hjá skóla- og frístundasviði um heild- arkostnað við skóla- tengda viðburði í borg- inni eru takmarkaðar en sýna engu að síður að börn sitja sums staðar ekki við sama borð þeg- ar kemur að þátttöku. Hversu víðtækt misréttið er er ekki að fullu ljóst. Fátæk börn í Reykjavík Samkvæmt tölum Hagstofunnar 2020 eru 28-35 þúsund manns undir lágtekjumörkum, og eru þar með fá- tæk, þar af allt að 10 þúsund börn undir 16 ára aldri. Stærsti hlutinn eru einstæðir foreldrar, öryrkjar og fólk af erlendum uppruna. Fátækir for- eldrar hafa oft ekkert aukreitis og þurfa því stundum að neita börnum sínum um þátttöku í skólatengdum félagsviðburðum. Skólabörn eiga að sitja við sama borð þegar kemur að skólatengdum, félagslegum viðburðum. Skuldir og fjárhagsstaða foreldra eiga ekki að bitna á börnunum. Í mannréttinda- stefnu Reykjavíkurborgar segir að allir skuli njóta jafns réttar. Mis- munun samrýmist heldur ekki 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um jafnræði. Í aðal- námskrá grunnskóla segir að ekki megi mismuna börnum eftir fé- lagslegum aðstæðum þeirra. Að mis- muna börnum með þessum hætti er því engan veginn í takt við þann boð- skap sem Reykjavíkurborg boðar eða jafnréttislög. Reynt að redda málum Árið 2019 lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram fyrirspurn um greiðslur þátttökugjalda í grunn- skólum og hverjir væru að greiða þau, foreldrar eða skóli. Spurt var einnig hvernig málum er háttað með börn foreldra sem ekki hafa ráð á að greiða þátttökugjald vegna viðburða eða ferða á vegum skóla eða frí- stundar. Í svari frá skóla- og frístundasviði kom fram að sviðið hefði leitað eftir svörum frá 36 skólum. Niðurstöður voru að einhverjir skólar greiða yf- irleitt kostnað vegna ferðalaga og við- burða. Foreldrar standa hins vegar einir straum af ferðum nemenda í 5 skólum og í 10 skólum greiða þeir fyr- ir aðgang á árshátíð og í þremur til- fellum greiða foreldrar fyrir sum- arhátíð. Flokkur fólksins lagði til á borg- arstjórnarfundi þann 16.6. 2020 að gerð yrði jafnréttisskimun í grunn- skólum, frístundaheimilum og fé- lagsmiðstöðvum til að kortleggja stöðuna. Þeirri tillögu var hafnað. Í bókun meirihlutans við afgreiðslu tillögunnar segir að fyrirkomulagið í þessum málum sé með ýmsum hætti. Segir „að skólinn greiði oftast fyrir viðburði en fjáröflun er engu að síður í gangi þótt mismunandi sé milli skóla. Stundum er um að ræða sam- starf foreldra, nemenda og skóla, með eða án fjáröflunar fyrir ferðalög. Samkvæmt leiðbeiningum mennta- og menningarmálaráðuneytisins skal innheimta gjöld af foreldrum vegna gistiferða.“ Fram kemur síðan í bók- uninni að í þeim tilfellum sem fjár- hagur foreldra er hamlandi þáttur sé reynt að grípa til einhverra annarra ráða til að leysa málin farsællega. Af þessu má sjá að hér er um hálf- gerðan frumskóg að ræða. Það er allur gangur á hvernig þessum málum er háttað og hvernig málum er reddað þegar upp koma tilfelli sem hér er lýst. Þess vegna er það mikilvægt að kort- leggja nákvæmlega hvernig þessu er háttað í skólum, frístundaheimilum og á félagsmiðstöðvum. Hvar og í hvaða tilfellum er gjalds krafist í skóla- og frístundatengdum viðburðum og hvar ekki? Kortlagning á þessum þáttum er grunnforsenda þess að hægt sé að vinna að samræmingu og þannig tryggja jafnræði og jafnrétti meðal reykvískra skólabarna. Það hlýtur að vera markmið okkar allra að börn í grunnskólum í Reykjavík njóti sam- bærilegra tækifæra á öllum sviðum, þ.m.t. að taka þátt í verkefnum og við- burðum skóla, frístundaheimila og fé- lagsmiðstöðva, þegar greiða þarf sér- stakt þátttökugjald. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Kolbrún Baldursdóttir » Fátækir foreldrar hafa oft ekkert auk- reitis og þurfa því að neita börnum sínum um þátttöku í skólatengd- um félagsviðburðum þar sem krafist er gjalds Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. kolbrun.baldursdottir@reykjavik.is Börn sitja ekki við sama borð ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2020 Innviða- og verkefnastyrkir vegna áherslu stjórnvalda um orkuskipti og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Heildarfjárhæð til úthlutunar er 180 m.kr. 1. Innviðastyrkir fyrir vistvæn ökutæki (s.s. heimsendingaþjónusta, bílaleigur, leigubílar og annar rekstur). Krafa er um eftirfarandi skilyrði: a. 10 bifreiðar eða 2 hópbifreiðar að lágmarki í flota. b. Styrkir geta að hámarki numið 33% af áætluðum stofnkostnaði. 2. Innviðastyrkir fyrir vistvæn ökutæki við opinbera staði (s.s. hleðslustöðvar við sundlaugar, heilsugæslur, skóla, hafnir/flugvelli, heimahjúkrun, félagaþjónustu, vaktbíla). a. Styrkir geta að hámarki numið 50% af áætluðum stofnkostnaði. 3. Verkefnastyrkir fyrir rekstur í haftengdri starfsemi (s.s. fiskeldi, ferðaþjónusta, smábátar). a. Með verkefnastyrki er átt við að samstarfsaðilar komi saman að skilgreiningu heildarverkefnis sem lúti bæði að innviðauppbyggingu í landi sem og að búa báta með mestu lengd allt að 15 metrum til nýtingar á endurnýjanlegu eldsneyti. Aðilar að skilgreindu verkefni ákveði hvernig styrkupphæð skiptist á milli hluteigandi aðila. Skilyrði að samkomulag sé til staðar við viðkomandi höfn. Styrkir geta að hámarki numið 33% af áætluðum stofnkostnaði. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að forgangsraða styrkjum í samræmi við áherslur stjórnvalda við orkuskipti, s.s. líta til þess hversu líklegt er að styrkhæft verkefni hraði orkuskiptum og hversu mikil áhrif það hefur til minnkunar á kolefnisfótspori. Einnig verður horft til dreifingu verkefna um landið og hversu hratt þau eru talin koma til framkvæmda. Styrkupphæð til hvers verkefnis ræðst af getu sjóðsins og fjölda umsókna. Umsóknarfrestur er til 20. október 2020 Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is Nánari upplýsingar fást hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Sími: 569 6083. Netfang: rka@os.is. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.