Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Við erum hér til að aðstoða þig! - • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Kvikmynd kínverska leik- stjórans Chloe Zhao, Nomadl- and eða Hirðingjaland á ís- lensku, hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Fen- eyjum um nýliðna helgi en þess má geta að kvikmyndin verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næstu viku. Frances McDormand fer með aðalhlutverk mynd- arinnar og þökkuðu þær Zhao fyrir sig með myndbandi sem sýnt var við verðlaunaafhend- inguna. Enska leikkonan Van- essa Kirby hlaut verðlaun sem besta leikkona hátíðar- innar, fyrir leik sinn í Pieces of a Woman og Ítalinn Pier- francesco Fabino var verð- launaður sem besti leikari fyrir leik sinn í kvikmyndinni Padrenostro. Japanski leik- stjórinn Kiyoshi Kurosawa hlaut verðlaun sem besti leik- stjóri fyrir Wife of a Spy. AFP Best Vanessa Kirby hlaut verðlaun sem besta leikkonan áhátíðinni í Feneyjum. Hirðingjaland hlaut Gullna ljónið Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fáheyrðir franskir draumar verða á fyrstu Tíbrártónleikum vetrarins í Salnum í kvöld sem hefjast kl. 19.30. Flutt verður fögur og dreymandi kammertónlist frá dögum impress- jónismans og er höfuðverk efnis- skrárinnar hin dularfullu ljóð Bilitis, Les Chansons de Bilitis, í tónsetningu tónskáldsins Claude Debussy. Önnur verk eru skrifuð af samtímamönnum hans, þeim Joseph Jongen, Jules Mouquet, Leo Delibes, Marcel Tour- nier og Maurice Ravel. Sjö tónlistar- menn koma fram á tónleikunum, auk Haraldar Jónssonar myndlistar- manns sem les upp ljóð, en þeir eru Melkorka Ólafsdóttir á flautu, Katie Buckley á hörpu, Steiney Sigurðar- dóttir á selló, Þóra Einarsdóttir sópr- an, Guðrún Dalía Salómonsdóttir á píanó, Björg Brjánsdóttir á flautu og Elísabet Waage á hörpu. Gígóló-gæi í París „Þetta eru tólf ljóð sem eru kölluð Les Chansons de Bilitis og voru gefin út 1894 af manni sem hét Pierre Lou- ys sem var svona gígóló-gæi í París, mjög mikill partíkall sem átti fullt af peningum, flottur gaur og skemmti- legur í menningarlífinu. Hann var uppátækjasamur, gaf út þessi ljóð og hélt því fram að þau væru eftir lesb- íska, forn-gríska skáldkonu, Bilitis, sem var svipuð og Saffo,“ segir Mel- korka um aðalverk tónleikanna. „Ljóðin eru þar af leiðandi hómóerót- ísk og hann hélt því fram að ljóðin hefðu fundist í hennar gröf og að hann hefði þýtt þau og gefið út. Hann náði að blekkja stóran hluta fræðimanna- og bókmenntasamfélagsins á sínum tíma en svo kom í ljós að þetta var allt uppspuni, bæði skáldkonan og fræði- maðurinn sem átti að hafa fundið ljóð- in. Hann skrifaði þau öll sjálfur.“ Frakkar halda að Haraldur sé Frakki Debussy tónsetti tólf þessara ljóða, fyrir lesara, tvær flautur, tvær hörpur og selestu og spilaði sjálfur á selestu þegar verkið var frumflutt, segir Mel- korka. Haraldur les ljóðin upp á frönsku í kvöld en gestir geta lesið þýðingar á þeim á íslensku. Melkorka er spurð að því hvort Haraldur sé sleipur í frönsku og segir hún að hann tali reiprennandi frönsku. „Hann blekkir m.a.s. Frakka, Frakkar halda að hann sé franskur,“ segir Melkorka og hlær við. Náttúrutengd og sensúal Melkorka setti saman efnisskrá kvöldsins og segir tvö verk önnur en fyrrnefnd ljóð Bilitis hafa forngríska bókmenntatengingu, þ.e. verk Jules Mouquet úr La flute de Pan op. 15 fyrir flautu og hörpu, Pan et les oiseau og Pan et les berges. „Svo eru þetta líka allt mjög impressjónísk verk, náttúrutengd og sensúal,“ bætir hún við og að tónskáldin hafi öll verið uppi á sama tíma í París. Melkorka er að lokum spurð að því hvort hún sé að reyna að lyfta fólki upp úr drunganum með þessari efnis- skrá, drunga Covid-19-farsóttarinnar og haustsins. „Já, ég setti einmitt á fésbók í gær að ein af ástæðunum fyrir því að halda tónleikana væri sú að það væru ein- tómar lægðir framundan og fyrsti séns í langan tíma að fara á tónleika,“ svarar Melkorka kímin. Tónleikakynning verður í fordyri Salarins kl. 18.30 í umsjón Friðriks Margrétar- Guðmundssonar. Húsið verður opnað hálftíma fyrr, kl. 18. Morgunblaðið/Eggert Á æfingu Listamennirnir sem koma fram á Tíbrár-tónleikum kvöldsins á æfingu í Salnum í gær. Erótík og náttúra  Fögur og dreymandi kammertónlist á fyrstu Tíbrár- tónleikum vetrarins  Haraldur Jónsson les upp ljóð Bilitis Þú getur orðið hvað sem er,hugsa foreldrarnir semmæna á þetta litla krafta-verk. En það er ekki satt. Því barn getur orðið margt en ekki hvað sem er. Ekki allt. Um leið og maður fæðist fara dyr að lokast.“ Þetta brot úr Ættarfylgjunni kristallar að mörgu leyti umfjöll- unarefni og boðskap bókarinnar sem inniheldur hispurslausa frá- sögn af áföllum og ofbeldi á 16 æviskeiðum. Hin finnska Toimi- fjölskylda samanstendur af hjón- unum Pentti, ofbeldisfullum en um leið viðkvæmum föður sem hefur sína bagga að bera, og Siri, harð- duglegri bóndakonu sem krefst lít- ils af lífinu, og börnum þeirra fjórtán, eða tólf ef látið er vera að telja þau sem yfirgáfu jarðvistina fljótt eftir komuna. Pentti hirðir lítið um börnin fjórtán, sem les- andinn fær að kynnast náið hverju fyrir sig, og Siri hefur ekki burði til að elska þau öll jafn mik- ið. Þegar Annie, elsta lif- andi dóttirin, leggur leið sína á æskuheimilið yfir jólin og Esko, elsti lifandi sonurinn, getur ekki beðið lengur eftir að fá sinn skerf af jörð foreldra sinna, fer at- burðarás af stað sem er samtímis ofboðslega ánægjuleg og sorgleg. Lesandinn fer fljótt að meta litlu sigrana innan Toimi-fjölskyld- unnar þar sem gæfan er svo tak- mörkuð að lesandinn neyðist til að njóta hennar þegar hún skýtur upp kollinum. Þannig verða smá- vægileg jákvæð atriði að tilfinn- ingaríkum augnablikum fyrir les- andann en hrottalegt ofbeldi hætt- ir að snerta við honum. Skúrirnar eru svo þéttar að lesandinn getur ekki annað en notið hvers einasta sólargeisla. Höfundurinn, Nina Wähä, fer létt með að blekkja lesandann og fá hann til að telja að eitt og annað sé höfuðmál sögunnar sem er það alls ekki. Það sem mestu máli skiptir í sögunni er samsteypan, fjölskyldan og saga eintakanna innan hennar. Hver einasta saga er um margt merkileg og persónu- sköpun Wähä er í raun aðdáunar- verð, sérkenni hvers systkinis eru svo mikil að stundum er erfitt að trúa því að þau séu öll runnin und- an sömu eikunum. Þegar líða fer á söguna fara líkindin með systkinunum tólf þó að koma betur og betur í ljós. Frásögnin er róleg en innan hverrar lífssögu systkinanna er hraði. Stíll höfundarins heldur les- andanum þannig við efnið og þarf hann að einbeita sér svo hann átti sig vel á því hvað er um að vera þar sem oft er skipt um sjónarhorn og atriði. Eins og gefur að skilja eru persónur bókarinnar afar margar og er lesandanum í raun nauðsynlegt að halda vel á spöðunum svo hann nái að kafa á dýpi allra systkinanna eins og höf- undurinn reynir að gefa honum færi á. Það mætti jafnvel segja að persónurnar séu fullmargar og hefði alveg mátt fækka þeim eitt- hvað án þess að draga úr þeim áhrifum sem fjöldi barnanna hefur á bókina. Án þess að undirrituð hafi lesið finnska útgáfu bókarinnar þá verð- ur þýðingin að teljast nokkuð vel úr garði gerð hjá Tinnu Ásgeirs- dóttur. Höfundareinkennin skína skært í sögunni, sem er vel þar sem einkennin ljá þungu umfjöll- unarefninu húmor og undarlegan léttleika. Þar má til dæmis nefna slettur höfundarins, úr ensku og frönsku, og heldur Tinna finnskum orðum á stöku stað í textanum þegar það á sérlega vel við. Ljósmynd/Kajsa Göransson Blekkingar Wähä fer létt með að blekkja lesandann í Ættarfylgjunni. Hispurslaus frá- sögn af áföllum Skáldsaga Ættarfylgjan bbbmn Eftir Ninu Wäha. Þýðandi Tinna Ásgeirsdóttir. Bjartur, 2020. Kilja, 478 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Guðlaug Mía Eyþórsdóttir opn- aði í gær sýning- una Milli hluta í Listasal Mosfells- bæjar. Guðlaug er með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Ís- lands og masters- gráðu frá Konin- klijke Academie í Belgíu og hefur haldið fjölda sýninga hér á landi sem erlendis og komið að öðrum mynd- listarverkefnum. Á sýningunni eru einkum þrívíð verk, framúrstefnu- legir skúlptúrar sem dansa á mörk- um myndlistar og hönnunar, eins og þeim er lýst í tilkynningu. Guðlaug vinnur með ýmis efni og áferðir og notar gjarnan skala og sjónarhorn til að skapa sjónræna blekkingu, segir þar og að verkin séu kunn- ugleg, minni á hversdagslega hluti en séu um leið furðuleg og beri með sér keim af algengum nytjahlutum sem megi þó ekki nota. „Rýmið fær yfirbragð herbergis en hvort það er skrifstofa eða stofa eða anddyri er erfitt að segja. Verkin eru á milli hluta,“ segir um sýninguna. Á mörkum mynd- listar og hönnunar Guðlaug Mía Eyþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.