Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 ✝ BrynjólfurGíslason, fv. sóknarprestur, fæddist á Kirkju- bæjarklaustri á Síðu 26. desember 1938. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 7. sept- ember 2020. For- eldrar hans voru sr. Gísli Brynjólfsson prestur og prófast- ur og Ásta Þóra Valdimarsdóttir húsfreyja. Bræður hans eru Sverrir og Valdimar. Hinn 7. ágúst 1965 giftist Brynjólfur eftirlifandi eiginkonu sinni, Áslaugu Pálsdóttur frá Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 1. maí 1940. Börn þeirra eru: 1) Ásta, f. 1965. Maki Þorsteinn Jónsson, börn þeirra Brynjólfur, maki Anna Hafþórsdóttir, Högni Þór og Þórhildur. Barn Þorsteins og Þóru Bjarkar Guðmundsdóttir er Ægir, maki Waleska, börn þeirra Perla Gabríela og Elísabet Rós. 2) Margrét, f. 1970. Maki: Sveinn Eyjólfur Tryggvason. Börn þeirra Vilborg Líf, Tryggvi ýmsum trúnaðar- og félagsstörf- um, var m.a. formaður ung- mennafélags Stafholtstungna, sat í skólanefnd Varmalandsskóla, var formaður Rotaryklúbbs Borgarness og endurskoðandi Kaupfélags Borgfirðinga auk þess að vera í ritnefnd Borgfirð- ingabókar. Hann var formaður Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu og sat í kjördæmisráði auk þess sem hann var fréttaritari Morg- unblaðsins í mörg ár. Hann var stundakennari m.a. við sam- vinnuskólann á Bifröst og Varmalandsskóla. Hann var einn- ig félagi í karlakórnum Söng- bræðrum um árabil. Brynjólfur þjónaði prestakall- inu til ársins 2008 er hann lét af störfum vegna aldurs. Síðustu æviárin bjó hann ásamt eftirlif- andi eiginkonu sinni í Borg- arnesi. Þar tók hann virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara og spil- aði bridds einu sinni í viku. Útför hans fer fram frá Reyk- holtskirkju í dag, 15. september 2020, klukkan 14. Vegna að- stæðna í samfélaginu verður at- höfnin einungis fyrir nánustu að- standendur og vini en athöfninni verður streymt á kvikborg.is. Virkan hlekk má nálgast á www.mbl.is/andlat. Sveinn, Hekla Mar- grét og Dalrós Ása Erla. Börn Mar- grétar og Ólafs Halldórssonar: Edda Sól, Saga og Halldór Jökull. 3) Guðný, f. 1975. Maki Stefán Hauk- ur Erlingsson. Börn þeirra Kristófer Örn og Sara Ýr. Sonur Áslaugar og stjúpsonur Brynjólfs: Páll Jökull Pétursson, f. 1959. Maki: Auður Ingibjörg Ottesen. Börn Páls og Ragnheiðar Högnadóttur: a) Ás- laug. Maki Fjalar Hauksson, börn þeirra Haukur Bragi og Ár- mann Páll. b) Guðni Páll. Maki Helga Sæmundsdóttir, börn þeirra Birgir Páll og Heiða Rut. c) Fríða Brá. Barn Auðar: Mörð- ur Gunnarsson Ottesen. Barn hans: Sólhildur Sonja. Brynjólfur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959. Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1968 og vígðist til Stafholts- prestakalls 1969. Hann sinnti Þótt ég sé síðasti tengdason- urinn sem Brynjólfur eignaðist náðum við Margrét góðum stund- um heima í Stafholti frá sumrinu 2004 þar til þau fluttu í Borgar- nes 2009. Hann var reyndar hættur þá með kindurnar og hestana þannig að ekki náði ég að vera með honum í heyskap eða smalamennsku. Brynjólfur var afar fróður og fylgdist vel með öllum fréttum. Hann var næmur á ef eitthvað var breytast og bregðast þurfti við. Til dæmis í vetur þegar Saga, næstelsta dótt- ir, okkar var í heimsreisunni sinni í Mið-Ameríku og kórónaveiran var að byrja breiðast út. Þá voru ekki byrjaðar ferðatakmarkanir eða farið að fella niður flug. Þá er hann fyrstur til að ræða það hvort sé ekki best fyrir hana að flýta heimferðinni og kaupa nýtt flug áður en ástandið versnaði. Manni fannst þetta kannski óþarfa áhyggjur en hann sótti þetta stíft og vildi sjálfur leggja út fyrir nýju flugi heim. Enda stóð það líka glöggt, þegar hún var ný- komin heim voru allar leiðir að lokast og tveggja vikna sóttkvíin að hefjast hérlendis. Þegar við Magga vorum búin að ákveða að gifta okkur og hún nefnir við pabba sinn hvort hann vilji ekki sjá um athöfnina, eins og venjulega, en hann var búinn að vígja saman öll börnin sín og Möggu reyndar einu sinni áður. Stendur hann upp, gengur í burtu og muldrar: „Mér finnst nú alveg nóg að þurfa að gifta hvert ykkar einu sinni.“ Þegar nær dregur at- höfninni fer Magga að ókyrrast um svar frá pabba sínum og spyr hann hvort við eigum að tala við sóknarprestinn okkar. Hann seg- ir þá: „Ætli ég verði ekki að reyna aftur.“ Við fáum afar fallegan dag, glaðasólskin og stafalogn í sveitinni minni á Rauðasandi í Saurbæjarkirkju. Honum varð þá að orði að það væri alltaf gott veð- ur þegar Margrét gifti sig. At- höfnin var 08.08.08 en það er af- mælisdagur mömmu sem einmitt þekkti Brynjólf frá því hún var í gagnfræðaskóla en þá kenndi hann bekknum hennar. Þá stund- aði hann kennslu árið áður en hann hóf guðfræðinámið, en hann var þá einungis sjö árum eldri en nemendurnir í bekknum. Brynjólfur hafði takmarkaða þolinmæði fyrir lítt ígrunduðum spurningum og vildi að fólk reyndi að bjarga sér sjálft. Hann svaraði þá oft stuttaralega eins og sannaðist þegar sóknarprest- urinn okkar á Patreksfirði, séra Leifur, sækir um Stafholt og kemur í heimsókn til að skoða. Hann er að virða fyrir sér stór- kostlegt útsýnið um Borgafjörð- inn af hæðinni sem kirkjan stend- ur uppi á og spyr Brynjólf hverjar séu áttirnar? Hann svar- ar stuttlega: „Þú getur nú líklega séð hvernig kirkjan snýr.“ Hann hugsaði betur næstu spurningar. En flestar gömlu kirkjurnar eru með innganginn í vestur. Ég mun alltaf minnast góðu tímanna sem við áttum saman og votta tengdamóður minni inni- lega samúð. Sveinn Eyjólfur Tryggvason. Afi kallaði mig aldrei neitt ann- að en nafna. Við stungum reglu- lega af út í Baulu til að kaupa prins póló, oftast langt yfir lög- legum hámarkshraða, og svöruð- um engu, með súkkulaði út á kinnar, aðspurðir hvert við hefð- um nú eiginlega farið. Maður var aldrei óhultur inni í sjónvarps- herbergi, þurfti alltaf að vera á varðbergi gagnvart púðunum hennar ömmu, sem afi henti í mann í tíma og ótíma. Um áramót skutum við upp flugeldum eins og það væri keppni og vorum sam- mála: Það er gaman að kveikja í. Hann gaf mér ógrynni af súkku- laðikexi og tæpan kirkjukór af ac- tion-köllum, ótal dýrmætar minn- ingar úr Stafholti, og nafnið sitt, sem við áttum saman, brallandi eitthvað í sveitinni, eins og við værum einu tveir meðlimirnir í einkaklúbbi. Ég á eftir að sakna afa míns, borðandi prins póló, um áramót, þegar mér líður eins og ég sé um það bil að verða fyrir pú- ðaárás horfandi á sjónvarpið. Ég á eftir að sakna hans mikið. Og nafnið: Ég skal reyna að bera það. Brynjólfur Þorsteinsson. Genginn er sr. Brynjólfur Gíslason, fv. sóknarprestur í Staf- holtsprestakalli til hartnær fjöru- tíu ára. Rúmlega hálf öld er liðin síðan þau prestshjónin sr. Brynj- ólfur og frú Áslaug Pálsdóttir settust að í Stafholti. Hvort þau hafa séð það fyrir sér þá, að dvöl- in yrði svo löng sem raun varð á, þá átti það eftir að sannast að þeim hugnaðist það vel. Þótt hér sé reynt að færa í letur nokkur minningarorð um Brynjólf þá er erfitt að gera það án þess að nafn Áslaugar komi þar við sögu einn- ig. Svo samofin hafa nöfn þeirra verið og ævistarf. Þau voru bæði borin og barnfæddir Sunnlend- ingar, hún í Mýrdalnum, hann á Kirkjubæjarklaustri, héruðum með mikla sögu náttúruhamfara og erfiðra samgangna svo eitt- hvað sé nefnt. Má þó einnig nefna arfleifð sr. Jóns Steingrímssonar eldklerks sem að vísu má allt eins nefna þjóðareign. Sameiginlega eiga þeirra bernskuhéruð nátt- úrufegurðina með Borgarfjarðar- héraði, hvert með sínu móti. Staf- holt er mjög miðsvæðis, þar er viðsýnt og kirkjuna ber hátt við. Auk þess að vera prestssetur er Stafholt einnig sögulega merkur staður í héraði og mikilvægt að hann sé setinn af alúð og virðingu fyrir þeim staðreyndum. Það gerðu þau hjónin. Víst er að þau festu fljótt rætur í sínum nýju heimkynnum og voru þátttakend- ur í tilveru heimamanna. Sr. Brynjólfur gekk strax til liðs við ungmennafélagið og var þar formaður um skeið, sat í skólanefndum grunnskólans og hússtjórnarskólans á Varmalandi og einnig stundakennari, söng með Karlakórnum Söngbræðrum og endurskoðaði ársreikninga kaupfélagsins svo fátt eitt sé nefnt, sitt úr hverri áttinni. Með- fram prestsþjónustunni var hann með sauðfjárbúskap og af því nú standa yfir göngur og réttir má geta þess að lengi vel innti hann sín fjallskil af hendi með nætur- gæzlu við safngirðinguna í Þver- árrétt. Sr. Brynjólfur var vígður til Stafholtsprestakalls snemma árs 1969. Þá voru útkirkjur, annexí- ur, prestakallsins þrjár og sókn- irnar misfjölmennar en íbúum fór fækkandi. Um 1990 var Hjarðar- holtssókn lögð niður og skipt á milli Stafholts- og Norðtungu- sókna eftir hreppamörkum. Við þau tímamót var sá sem hér ritar valinn til forystu í sóknarnefnd Norðtungukirkju. Þannig bar það til að við hjónin áttum sam- leið á þeim vettvangi með sr. Brynjólfi og þeim hjónum nær hálfa hans prestskapartíð. Þess er gott að minnast og vert að þakka. Brynjólfur og Áslaug kvöddu Stafholt í sumarlok árið 2008 og söfnuðurnir heiðruðu þau með fjölmennu kaffisamsæti í Þinghamri af því tilefni. En þau fóru ekki langt. Þau fluttu í Borg- arnes og hafa búið þar síðan. Ræturnar gáfu ekki eftir til lengri búferlaflutninga. Við Guðrún Ása þökkum vin- áttu og áratuga samleið og send- um okkar kæru Áslaugu og af- komendum innilegar samúðarkveðjur. Jón G. Guðbjörnsson Við Brynjólfur hittumst fyrst þegar við vorum báðir í Mennta- skólanum á Akureyri fyrir um mannsaldri og náðum fljótt ágæt- lega saman. Við brösuðum ýmis- legt meðfram náminu eins og ungum mönnum er tamt. Við gáf- um m.a. út skólablaðið „Gambra“ sem Halldór Blöndal hafði stofn- að tveimur árum áður. Blaðið birti kvæði og smásögur okkar og bekkjarfélaganna. Á háskólaárunum unnum við svolítið fyrir fangahjálpina Vernd sem móðir mín hafði þá nýlega stofnað. Aðallega þó Brynjólfur sem veitti stofnuninni forstöðu í nokkur ár. Þegar Brynjólfur innritaðist í guðfræðideild Háskólans sagði gömul frænka mín að það væri gott með hann Brynjólf, hann kæmi til með að verða prestur og þjóna Guði, „en Pétur, ekki veit ég hverjum hann kemur til með að þjóna“, sagði hún. Ég var þá innritaður í viðskiptadeild Há- skólans. Brynjólfur gerðist að loknu námi prestur í Stafholtspresta- kalli í Borgarfirði og þjónaði þar alla sína starfsævi. Fjölskyldur okkar hittust mjög oft. Við ásamt Birgi frænda mínum stunduðum oft „þjóðlegt sport“, veiðiferðir og útreiðartúra. Einu sinni fórum við ásamt sr. Ágústi Sigurðssyni Kaldadalsleið norður í Skagafjörð ríðandi með marga hesta. Við fórum frá Borg- arfirði upp á hálendið frá Geysi í Haukadal. Fórum m.a. yfir Blöndu á mörgum kvíslum þarna upp frá og til Skagafjarðar. Ég man að við áðum hjá litlum skála við Aðalsmannsvatn, mér er alltaf minnisstætt er við hvíldumst, bæði hestar og menn, og nutum kyrrðarinnar, að allt í einu heyrð- ist í rússajeppa koma. Það var þá Guðrún, kona séra Ágústs, með súpu í potti handa hestamönnum. Okkur Brynjólfi hefur alltaf verið það hulin ráðgáta hvernig í ósköpunum hún gat vitað hvar við værum einmitt á þessum tíma á þessum stað eftir margra daga ferð um hálendið. Þetta var löngu fyrir daga farsímanna. Eitt sinn í matarboði í Stafholti ákváðum við að best færi á því að yngri sonur minn giftist yngri dóttur Brynjólfs þegar þau hefðu aldur til. Konur okkar tóku þessu ekki vel og töldu að ungt fólk ætti að ráða málum sínum sjálft. Enda fór svo löngu síðar að þau giftust hvort í sína áttina. Þá áttuðum við Brynjólfur okkur á því að okkur hefði láðst að upplýsa börnin nógu vel um þetta samkomulag um ráðahaginn. Við Brynjólfur og Biggi frændi fórum í fjölmarga veiðitúra og veiddum í flestum ám í Borgar- firði og víðar. Þegar við vorum svo orðnir gamlir og hættir veiði- skap breytti Einar bróðir minn gömlum vísuparti sem varð þá svona: „Þá var öldin önnur þegar Pétur veiddi á stöng, þá var ei til séra Brynjólfs leiðin löng.“ Fjölmargs er að minnast eftir nánast ævilanga vináttu. Ég vil sérstaklega þakka Brynjólfi fyrir ánægjulegt símtal sem við áttum fyrr í þessum mán- uði. Ég sendi að leiðarlokum Ás- laugu konu hans og allri fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Pétur Jónsson. Kveðja frá félögum í Rótarýklúbbi Borgarness. Við félagar í Rótarýklúbbi Borgarness viljum þakka Brynj- ólfi Gíslasyni fyrir góða viðkynn- ingu og ánægjuleg kynni. Hann gekk í klúbbinn fyrir um 50 árum, gegndi flestum trúnaðarstörfum innan hans oftar en einu sinni sem félagar þökkuðu fyrir með því að sæma hann Paul Harris- orðu, sem er viðurkenning til ein- stakra klúbbfélaga. Brynjólfur var góður félagi og var annt um klúbbinn. Við hjá Rótarý höfum metnað til þess að fundir séu skemmti- legir, fundarefnið áhugavert og að fá góða fyrirlesara á fundina. Brynjólfur var drjúgur við að fjalla um athyglisverð málefni og laða að góða ræðumenn utan klúbbsins. Hann var fróður, hafði skemmtilegan húmor og hreinn og beinn þegar hann sagði skoð- un sína og sjaldnast langorður. Brynjólfi líkaði það vel ef tekið var til andsvara við umfjöllunar- efni hvers fundar. Frá uppvaxt- arárum sínum sem prestssonur á Brynjólfur Gíslason Kær bróðir minn, frændi og vinur, HILMAR VALDEMARSSON frá Uppsölum, lést 31. ágúst í Hvammi, dvalarheimili aldraðra Húsavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Valdemarsdóttir Okkar ástkæra, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Gréta, lést föstudaginn 4. september á hjúkrunarheimilinu Mörk. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 18. september klukkan 13. Jón Björgvin Kolbeinsson Dagný Kristjánsdóttir Fannar Leó Jónsson Jón G. Stefánsson Erla Jónsdóttir Ari Jónsson og fjölskyldur Ástkæri pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON, Aðalgötu 5, Keflavík, áður til heimilis að Bræðraborg, Höfnum, lést á heimili sínu sunnudaginn 6. september. Vegna hinna sérstöku aðstæðna hér á landi og í Bandaríkjunum mun bálför fara fram eftir kistulagningu. Útförin verður auglýst síðar þegar fjölskyldan kemst frá Bandaríkjunum. Lilja Dögg Bjarnadóttir Ólafur Ingólfsson Jóhanna Sells Guðmundsd. Bill Sells Dagbjört Eva Sveinsdóttir Skúli Hlíðkvist Hildur Guðmundsdóttir Sigurjón Guðmundsson Þórdís Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Didda, andaðist á Hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi 6. september. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju 18. september klukkan 13 að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Blindrafélag Íslands. Streymt verður frá athöfninni gegnum vefsíðu Kópavogskirkju. Þór Steinarsson Aníta Knútsdóttir Margrét Steinarsdóttir Kristján Sigurður Kristjánsson Erla Björk Steinarsdóttir Björn Jakob Tryggvason barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA LÁRUSDÓTTIR, Sæviðarsundi 8, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 2. september. Útför hennar fer fram frá Áskirkju föstudaginn 18. september kl. 15. Allir velkomnir en einnig verður streymt frá athöfninni á https://www.facebook.com/groups/olafialarusdottir. Eiríkur Ellertsson Jóhannes Ellert Eiríksson Jódís Ólafssdóttir Lárus E. Eiríksson Gróa Karlsdóttir Kristín Eiríksdóttir Trond Solberg Guðlaug Eiríksdóttir Ólafur Stefánsson Ragnhildur Eiríksdóttir Þorgrímur Þráinsson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.