Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Óttar Magnús Karlsson, sókn- armaður knattspyrnuliðs Víkings í Reykjavík, gæti verið á leið til Fen- eyja á Ítalíu en eins og fram hefur komið staðfesti Arnar Gunn- laugsson þjálfari Víkings að tilboð hefðu borist í hann. Fótbolti.net skýrir frá því að samkvæmt heimildum vilji B- deildarlið Venezia, sem gengur undir nafninu Feneyjar á íslensku, fá hann í sínar raðir. Venezia samdi fyrir skömmu við annan íslenskan leikmann en Bjarki Steinn Bjarka- son frá ÍA. sport@mbl.is Á leið til sama liðs og Bjarki Morgunblaðið/Sigurður Unnar Feneyjar Tilboð hefur verið gert í Óttar Magnús Karlsson. Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu og Dijon í frönsku 1. deild- inni, fór í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal í gær samkvæmt vefmiðlinum 433.is. Rúnar mun svo ganga til liðs við enska félagið ef allt gengur að ósk- um en Emiliano Martinez er á för- um frá Arsenal til Aston Villa fyrir 20 milljónir punda. Rúnar Alex er 25 ára gamall og hefur leikið með KR, Nordsjælland og Dijon þar sem hann gerði fjög- urra ára samning árið 2018. Rúnar Alex á leið til Arsenal? Morgunblaðið/Eggert London Rúnar Alex gæti verið á leið til Lundúnafélagsins Arsenal. 14. UMFERÐ Kristján Jónsson kris@mbl.is Selfyssingar hrukku í gang á ný og unnu 5:0-stórsigur á KR í Frosta- skjólinu á laugardaginn í 14. umferð Pepsí Max-deildar kvenna í knatt- spyrnu. Blaðið varpar kastljósinu á Hólmfríði Magnúsdóttur eftir um- ferðina en hún fékk MM í einkunna- gjöf blaðsins fyrir frammistöðuna. Hólmfríður haltraði af velli síðasta miðvikudagskvöld vegna ökkla- meiðsla en ökklinn var teipaður kirfi- lega og Hólmfríður átti stórleik gegn KR. Átti þátt í öllum fimm mörkum liðsins. „Miðað við sársaukann sem ég fann þegar ég fór út af á móti Val bjóst ég alveg eins við því að ég yrði frá í nokkrar vikur. Eigum við ekki bara að segja að ég sé með vel teygjanleg lið- bönd í ökklanum og sé fljót að ná mér,“ segir Hólmfríður og hlær þegar Morgunblaðið spyr hvort ekki hafi staðið tæpt að hún gæti yfirleitt spilað á móti KR. Á KR-vellinum þekkir Hólmfríður hverja þúfu og hvern hól (ef Magnús Böðvarsson vallarstjóri leyfir manni að nota það orðatiltæki um völlinn) því Hólmfríður skoraði 96 mörk fyrir KR í efstu deild. „Já, auð- vitað. Mér finnst alltaf gaman að spila á KR-vellinum enda gerði ég það í mörg ár. Leikurinn var mjög skemmtilegur og gott fyrir liðið að fara inn í landsleikjahlé með sigur og eftir að hafa skorað fimm mörk.“ Selfoss tapaði heimaleikjum gegn Stjörnunni og Val áður en kom að leiknum á móti KR. Hvað gerði það að verkum að liðið small saman á laug- ardaginn og vann 5:0 eftir tvo tap- leiki? „Þessi leikur var eiginlega upp á líf og dauða í deildinni. Ég sagði stelp- unum að við þyrftum á sigri að halda. Eftir þvílíka leikjatörn þar sem við spiluðum fimm leiki á fjórtán dögum vissum við að það kæmi gott frí eftir þennan leik. Við gáfum allt í þetta, átt- um fínan leik og gerðum þetta í sam- einingu. Þegar út í leikinn var komið fannst mér við vera í betra líkamlegu standi en KR-ingarnir.“ Verða betri með tímanum Lið Selfyssinga er mjög gott á góð- um degi. Það hefur liðið sýnt af og til. Sigrar gegn Breiðabliki í deildinni og Val í bikarnum undirstrika það. Liðið hefur hins vegar ekki verið stöðugt í leik sínum í sumar og Hólmfríður bendir á að miklar breytingar hafi orðið á liðinu á milli tímabila og slíkt geti tekið tíma. „Já, stöðugleikann hefur vantað í okkar lið. Við erum með fimm til sex nýja leikmenn í byrjunarliðinu og ég vissi að við þyrftum tíma til að spila saman. Það þarf alltaf góðan tíma til að ná svipuðum stöðugleika og Breiðablik og Valur sýna. Þau eru stöðug og það vantar hjá okkur. Það mun koma með tímanum. Við höldum áfram að safna stigum og munum ljúka deildinni á eins góðan hátt og við getum. Eftir það bíður okkar svo því- líkur leikur 1. nóvember þegar við spilum á móti Breiðabliki í undan- úrslitum bikarsins. Það er alltaf skemmtilegt að spila stóra leiki og við vitum hvað þarf til að komast áfram í bikarnum.“ Lítill áhugi á því að hvíla Nú verður gert hlé á deildinni á meðan landsliðið spilar og það verður kærkomið fyrir leikmenn í deildinni. „Þetta hefur verið erfiður tími fyrir öll lið og leikmenn eru með hugann við það hversu þétt dagskráin er. Auðvit- að vill maður spila leiki en dagskráin hefur verið óvenju þétt undanfarið. Það sem skiptir mestu máli er að hvíl- ast vel og nærast vel á milli leikja,“ bendir Hólmfríður á. Þegar undirrit- aður færir í tal að þjálfararnir þurfi að vera klókir í því að dreifa álaginu seg- ir Hólmfríður það vera alveg skýrt að hún vilji spila alla leiki. Alfreð Jó- hannsson, þjálfari Selfoss, hefur feng- ið þau skilaboð. „Leikmenn kunna að hugsa um sig og vilja spila alla leiki. Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá vil ég ekki vera hvíld nema eitthvað sé að. Alfreð sagði fyrir þessa fimm leikja törn að ég gæti ekki spilað alla fimm leikina. Ég sagði að það væri í hausnum á honum en ég væri búin að stilla mig inn á að spila fimm leiki á fjórtán dögum. Þrátt fyrir aldurinn,“ segir Hólmfríður og hlær en hún verður 36 ára á sunnudaginn og árin í meistaraflokki eru orðin ansi mörg. Liðböndin í ökklanum eru vel teygjanleg  Hólmfríður átti þátt í öllum mörkunum í stórsigri Selfoss gegn KR Morgunblaðið/Íris Skallaeinvígi Hólmfríður Magnúsdóttir stekkur hæst í vítateig KR á laugardaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðsnýliðinn úr Breiðabliki, jók enn forystu sína í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins í 14. umferðinni sem var leikin á sunnudaginn. Eins og fram kom í blaðinu í gær fékk hún þrjú M fyrir frammistöðu sína í sigri Breiðabliks á Þór/KA. Hún er að sjálfsögðu í liði umferðarinnar og er valin í það í sjöunda sinn. Sveindís er komin með samtals 19 M í 13 leikjum Breiðabliks. Samherji hennar Agla María Albertsdóttir fékk tvö M og er með 15 M í öðru sæti. Síðan koma Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen úr Val með 12 M hvor og þær Berglind Rós Ágústsdóttir úr Fylki og Laura Hughes úr Þrótti með 11 M hvor. 14. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2020 3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Sandra Sigurðardóttir Val Karlina Miksone ÍBV Hlín Eiríksdóttir Val Magdalena Anna Reimus Selfossi Agla María Albertsdóttir Breiðabliki Andrea Mist Pálsdóttir FH Sveindís Jane Jónsdóttir Breiðabliki Andrea Rut Bjarnadóttir Þrótti Kristín Dís Árnadóttir Breiðabliki Hólmfríður Magnúsdóttir Selfossi Anna María Friðgeirsdóttir Selfossi 5 2 7 2 2 3 2 4 3 3 Fékk 3 M og jók forskotið Pepsi Max-deild karla Grótta – Fjölnir ........................................ 2:2 Staðan: Valur 13 10 1 2 30:12 31 Stjarnan 12 6 6 0 20:10 24 Breiðablik 13 7 2 4 29:21 23 FH 12 7 2 3 25:17 23 Fylkir 14 7 1 6 21:20 22 KR 12 6 2 4 23:17 20 HK 14 5 2 7 24:30 17 Víkingur R. 12 3 5 4 19:20 14 ÍA 13 4 2 7 29:32 14 KA 13 2 8 3 11:14 14 Grótta 14 1 4 9 12:29 7 Fjölnir 14 0 5 9 13:34 5 Markahæstir: Steven Lennon, FH................................... 13 Thomas Mikkelsen, Breiðabliki ............... 12 Patrick Pedersen, Val ................................. 9 Óttar Magnús Karlsson, Víkingi................ 9 Valdimar Þór Ingimundarson, Fylki......... 8 England Sheffield United – Wolves ....................... 0:2 Brighton – Chelsea................................... 1:3 Svíþjóð Kalmar – Norrköping ............................. 0:2  Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn með Norrköping og skoraði. Häcken – Sirius........................................ 1:1  Oskar Tor Sverrisson var ónotaður vara- maður hjá Häcken. Staðan: Malmö 20 11 7 2 38:20 40 Häcken 19 9 7 3 32:18 34 Elfsborg 19 8 9 2 31:25 33 Norrköping 20 9 5 6 42:30 32 Djurgården 19 9 4 6 29:21 31 Sirius 19 7 8 4 33:30 29 Hammarby 20 7 8 5 30:28 29 Varberg 19 7 5 7 30:28 26 Östersund 20 6 8 6 19:21 26 Mjällby 19 6 6 7 27:30 24 Örebro 20 6 6 8 23:28 24 Gautaborg 20 3 11 6 24:32 20 AIK 19 4 6 9 16:25 18 Helsingborg 20 3 9 8 21:33 18 Kalmar 20 3 6 11 22:35 15 Falkenberg 19 2 7 10 20:33 13 Danmörk AGF – Vejle .............................................. 4:2  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 83. mínúturnar með AGF og skoraði.  Kjartan Henry Finnbogason kom inn á sem varamaður hjá Vejle á 69. mínútu. Holland B-deild: Jong Ajax – Jong PSV............................. 1:2  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður hjá Jong PSV á 59. mínútu. Tyrkland B-deild: Akhisarspor – Tuzlaspor........................ 0:0  Theódór Elmar Bjarnason lék fyrstu 87. mínúturnar með Akhisarspor.  Ísak Bergmann Jóhannesson var á skotskónum fyrir Norrköping þegar liðið heim- sótti Kalmar í sænsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í gær. Ísak kom Norr- köping yfir með skalla af stuttu færi á 28. mínútu áður en Chri- stoffer Nyman tvöfaldaði forystu Norrköping á 38. mínútu og þar við sat. Ísak var í byrjunarliði Norr- köping og lét allan leikinn en liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig eftir tuttugu leiki, 8 stigum minna en topplið Malmö. Þá var Oskar Sverrisson ónotaður vara- maður hjá Häcken sem gerði 1:1- jafntefli gegn Sirius. Skagamaður- inn skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Vodafonevöllur: Völsungur – ÍA ......... 16.30 Ásvellir: Haukar – Afturelding ........... 19.15 2. deild kvenna: Grindavíkurvöllur: Grindavík – HK ........ 17 1. deild karla, Lengjudeildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Leiknir F......... 16.30 Olísvöllur: Vestri – Magni.................... 16.30 3. deild karla: Sindravellir: Sindri – Höttur/Huginn. 16.30 Bessastaðav.: Álftanes – Vængir J. ......... 17 Þorlákshafnarv.: Ægir – Reynir S........... 17 Sauðárkróksv.: Tindastóll – Einherji ...... 18 KR-völlur: KV – Augnablik ...................... 20 Fylkisvöllur: Elliði – KFG........................ 20 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.