Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Benedikt Jóhannesson, stofnandiog fyrrverandi formaður Við- reisnar, upplýsti í gær að hann hygðist sækjast eftir oddvitasæti á framboðslista flokksins á suðvest- urhorninu, eins og hann orðaði það. Viðskiptablaðið upp- lýsti í gær að það hefði heimildir fyrir því að Benedikt gæti í framboði sínu rek- ist á Daða Má Krist- ófersson hagfræði- prófessor, því að sá hygðist einnig bjóða sig fram og að líkur stæðu til þess að þeir tveir ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson myndu bítast um oddvitasætin í Reykjavíkur- kjördæmunum, en vegna fléttulista ætti hún annað oddvitasætið í Reykjavík víst.    Í frétt Viðskiptablaðsins var einnigsagt að samkvæmt heimildum þess væri næsta víst að Benedikt hygðist ekki fara í framboð í Suð- vesturkjördæmi, kjördæmi núver- andi formanns. Nú má vel vera að Benedikt leggi ekki í þann slag, en þó má ekki útiloka eftir það hvernig formannsskiptin urðu þegar Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir tók við af honum að hann teldi hana eiga inni hjá sér svo sem eins og eitt mót- framboð.    Annars verður að telja fréttir afframboðum í þessum flokki fremur sérkennilegar. Eini sjáanlegi tilgangur flokksins og ástæða stofn- unar hans er áhugi þeirra sem að honum standa að Ísland gangi í ESB. Sú hugmynd er svo slæm að jafnvel þessi flokkur og andlegi systurflokk- urinn Samfylking þegja rækilega um þennan ásetning um þessar mundir. Það breytir því ekki að vangaveltur um þetta furðulega framboð eru jafnan furðulegar. Benedikt Jóhannesson Framboð til furðuframboðs STAKSTEINAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Dr. Gunnar Mýrdal Einarsson læknir, sér- fræðingur í brjósthols- skurðlækningum og yf- irlæknir hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala, lést 10. september sl. eftir harða baráttu við krabbamein, 56 ára að aldri. Gunnar fæddist 11. apríl 1964 á Akranesi, sonur hjónanna Einars S. Mýrdals Jónssonar skipasmíðameistara og Huldu Haraldsdóttur, fv. inn- heimtustjóra. Gunnar varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands 1984. Hann lauk prófi frá lækna- deild HÍ vorið 1991, sérfræðinámi í almennum skurðlækningum 1998 og í brjóstholsskurðlækningum frá Uppsalaháskóla árið 2001. Gunnar varði doktorsritgerð sína við Upp- salaháskóla árið 2003 og lauk MBA- námi í stjórnun við HR árið 2016. Gunnar fór til sérnáms í Svíþjóð árið 1996 þar sem hann starfaði við Centrallasarettet Västerås fyrstu 2 árin. Starfaði síðan við hjarta- og lungna- skurðdeild Uppsala Akademiska Sjukhus þar sem hann var yf- irlæknir árin 2006- 2008. Gunnar fluttist heim til Íslands árið 2008 og starfaði sem sér- fræðingur við brjóst- holsskurðlækninga- deild LSH frá þeim tíma og var yfirlæknir við deildina frá 2016. Gunnar sat í stjórn Læknafélags Íslands 2018-2019 sem aðildar- fulltrúi Félags sjúkrahúslækna. Eftir Gunnar liggja margar fræði- greinar og rannsóknaskýrslur. Eiginkona Gunnars er Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 1979, lyflæknir og sérfræðingur í hjartalyflækn- ingum. Gunnar lætur eftir sig sjö börn og eina ófædda dóttur. Andlát Gunnar Mýrdal Einarsson Starfshópur ferðamálaráðherra hef- ur skilað tillögum um hvernig tryggja megi nægt framboð raforku á almennum markaði. Er þar um að ræða markað sem snýr að almenn- ingi, en ekki sölu til stórnotenda og stofnana. Tilefnið er sú staðreynd að enginn ber í dag ábyrgð á að tryggja nægi- legt framboð á raforku inn á al- menna markaðinn. Landsvirkjun hafði áður þessa skyldu en hún var afnumin með raforkulögum árið 2003. Tillögurnar skiptast í tvo megin- flokka. Annars vegar er lagt til að raforkuöryggi verði betur skil- greint í lögum. Hins vegar telur starfshópurinn mikilvægt að jafn- vægi milli framboðs og eftirspurnar verði tryggt með beinum aðgerðum. „Hér eru á ferðinni mikilvægar til- lögur um stórt hagsmunamál al- mennings. Við höfum vanist því að líta á raforku sem sjálfsagðan hlut en með aukinni eftirspurn eftir henni hefur sá möguleiki teiknast upp á undanförnum árum að heimili og minni fyrirtæki gætu staðið frammi fyrir skorti vegna þess að orkan verði frekar seld stærri notendum,“ var haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur Reykfjörð. aronthordur@mbl.is Tryggja verði framboð á raforku  Skiluðu tillögum um hvernig tryggja má framboð á raforku til almennings Ljósmynd/Stjórnarráð Íslands Starfshópur Tillögum var skilað til Þórdísar Kolbrúnar í gær. FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.