Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is Þann 19. mars 2019 var birt reglugerð ESB nr. 2019/452 um skimun beinna er- lendra fjárfestinga innan sambandsins (e. Foreign Direct Invest- ment Screening Regu- lation). Reglur innan ESB um beinar erlendar fjárfestingar Reglugerðin setur ramma um skimun aðildarríkjanna á beinni er- lendri fjárfestingu á grundvelli ör- yggis og allsherjarreglu. Það er þó hlutverk hvers og eins aðildarríkis að innleiða skimunaraðferð í sínu ríki. Með reglugerðinni er komið á fót samstarfsaðferðum milli aðild- arríkjanna og framkvæmdastjórn- arinnar að því er varðar skimun sem gæti haft áhrif á öryggi eða allsherjarreglu. Reglugerðin tók gildi 11. apríl 2019 og mun hafa bein réttaráhrif um allt sambandið frá 11. október nk. Aðildarríki ESB verða því að semja löggjöf um skimun beinna er- lendra fjárfestinga innan ramma reglu- gerðarinnar fyrir þann tíma. Hingað til hefur reglugerðin aðallega verið nefnd í tengslum við ógnina við að er- lendir aðilar eignist evrópskar atvinnu- greinar í veitugeiranum og á sviði tækni, t.d. vélfærafræði, netöryggi og gervigreind, en nú hefur CO- VID-19-heimsfaraldurinn einnig beint athyglinni að mikilvægum innviðum heilbrigðisþjónustu og framboði á mikilvægum vörum í þeim geira. Rétt er að benda á að umrædd ESB-gerð hefur ekki lagagildi á Ís- landi. Þá fellur reglugerðin ekki heldur undir gildissvið EES- samningsins sem Ísland er aðili að. Leiðbeiningar í ljósi COVID-19 COVID-19-faraldurinn og niður- sveifla í efnahagslífinu hefur aukið meðvitund aðildarríkja ESB varð- andi fjárfestingar í heilbrigðisgeir- anum. Með hliðsjón af þessu birti framkvæmdastjórn ESB í mars sl. leiðbeiningar um skimun á beinni erlendri fjárfestingu með sérstaka áherslu á heilbrigðisgeirann. Leiðbeiningar framkvæmda- stjórnarinnar hafa það markmið að tryggja sameiginlega nálgun ESB varðandi erlenda fjárfestingu á tím- um COVID-19-faraldursins. Mark- mið leiðbeininganna er að gæta að hagsmunum fyrirtækja innan ESB og mikilvægra eigna á ýmsum svið- um í heilbrigðisgeiranum; s.s. varð- andi læknisfræðilegar rannsóknir, líftækni og innviði en á sama tíma að grafa ekki undan almennu víð- sýni ESB gagnvart erlendum fjár- festingum. Í leiðbeiningunum leggur fram- kvæmdastjórnin því áherslu á að aðildarríkin beiti öllum tiltækum lagalegum ráðstöfunum til að koma í veg fyrir að eignir og tækni sem skipta máli fyrir lýðheilsu verði yfirtekin með erlendri fjárfestingu. Þegar þetta er skrifað eru 15 að- ildarríki ESB með skimunarkerfi fyrir beinar erlendar fjárfestingar sem miða að því að bregðast á áhrifaríkan hátt við beinum erlend- um fjárfestingum. Önnur aðildar- ríki, þar á meðal Danmörk, eru annaðhvort í því ferli að innleiða eða útfæra nánar skimunarkerfi sín. Utan ESB tóku nýlega gildi inn- lendar skimunarreglur í Ástralíu þannig að nú verði að skima allar erlendar fjárfestingar – sama hversu lítill hluti fyrirtækisins er keyptur og óháð tilgangi eða tegund viðskipta. Löggjöfin er því afar tak- markandi og þýðir að héðan í frá eru allar beinar erlendar fjárfest- ingar í áströlskum fyrirtækjum háðar leyfi. Staða Íslands Eins og fyrr segir, þá ber að hafa í huga að umræddar reglur falla ekki undir gildissvið EES-samn- ingsins. Verður þó að telja að Ís- land sé almennt opið fyrir erlendum fjárfestingum að frátöldum takmörkunum í lögum nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í at- vinnurekstri. Á Íslandi er ekki formlegt skimunarkerfi hvað varðar beinar erlendar fjárfestingar. Áhugavert verður að fylgjast með viðhorfi íslensku ríkisstjórnarinnar til þess að koma á fót formlegri skimun á beinum erlendum fjárfest- ingum. Jafnframt í hvaða geirum slík skimun yrði útfærð. Eftir Diljá Helgadóttur » COVID-19- faraldurinn og niðursveifla í efnahags- lífinu hefur aukið með- vitund aðildarríkja ESB varðandi beinar erlend- ar fjárfestingar. Diljá Helgadóttir Beinar erlendar fjárfestingar innan ESB og staða Íslands Höfundur er lögfræðingur, LL.M., með framhaldsmenntun í alþjóðlegum viðskiptarétti frá Duke-háskóla í Bandaríkjunum. Hæstiréttur varð 100 ára í febrúar sl. Með stofnun Hæsta- réttar fluttist æðsta dómsvald þjóðarinnar til landsins og var þar með síðasta áfanga sjálfstæðisbaráttunnar náð. Hæstiréttur var stofnaður á grundvelli sambandslaganna 1918 en með þeim tók Ísland yfir bæði framkvæmdar- og löggjafarvaldið. Þar var kveðið á um að æðsti dómstóll landsins yrði áfram Hæstiréttur Danmerkur uns Íslendingar stofnuðu sinn eigin. Með stofnun Hæstaréttar 1920 var Landsyfirréttur lagður niður og var áfrýjunarstigið sameinað Hæstarétti. Dómstigin urðu tvö í stað þriggja áður. Ekki tíðkaðist að ákærðu og vitni kæmu fyrir Hæstarétt en það brýtur gegn kröfum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Lands- réttur leysir þennan vanda. Stofnun Landsréttar var því mikilvæg í ljósi sögunnar og réttarör- yggis. Þar sem skipa þurfti samtímis 15 dómara þótti eðlilegt að tryggja aðkomu fleiri en eins handhafa ríkisvaldsins. Lögfest var að þegar ráðherra gerði tillögu um skip- un í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skyldi hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Dómnefnd mat umsækjendur til landsréttardómara í hæfnisröð en ráðherra fór í tillögu sinni til Al- þingis ekki eftir því mati varðandi 4 dómaraefni. Í samræmi við til- lögu ráðherra lagði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram þingskjal með tillögu um dómarana í 15 töluliðum. Þó lög kvæðu á um að greiða bæri at- kvæði um skipun hvers dómara fyrir sig samþykkti Alþingi dóm- aralista í einni atkvæðagreiðslu. Þó lög kvæðu á um að einungis hæfni skyldi ráða skipan hvers dómara kröfðust sumir þingmenn breytinga á dómaralistanum vegna ójafns kynjahlutfalls. Alþingi virðist ekki hafa skilið ástæður þess að aðkoma þess að skipan dómara við Lands- rétt í fyrsta sinn var lögfest. Al- þingi rækti ekki eftirlitshlutverk sitt með stjórnsýslu ráðherrans líkt og þingskapalög krefja, t.d. við frá- vik hans frá mati dómnefndar í til- lögum til Alþingis og hvort þar hafi verið viðhöfð rétt stjórnsýsla. Eftir samþykki Alþingis sendi ráðherra tillögur til forseta Íslands sem skipaði í embættin. Forseti sendi frá sér yfirlýsingu 7. júlí 2017 áður en hann skipaði dómarana. Í yfirlýsingunni fer forseti yfir máls- meðferðina og kemst að þeirri nið- urstöðu að samþykkt Alþingis hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp. Hvorugt er hlutverk forseta. Hæstiréttur dæmdi umsækj- endum miskabætur þar sem ráð- herra hafði brotið rannsóknarreglu stjórnsýslunnar við mat á umsækj- endum er hann fór ekki eftir mati dómnefndar um hæfustu umsækj- endurna í tillögu sinni til Alþingis. Rétturinn taldi Alþingi ekki hafa farið að lögum með samþykkt dóm- aralista en það væri annmarki sem hefði ekki vægi og vísaði til þing- venju án skýringar. Alþingi var hér að samþykkja dómara í fyrsta sinn. Í samfélagsumræðu um máls- meðferð Alþingis var bent á orða- lag laganna, sem kvað á um að ráð- herra skyldi leggja tillögu sína um hverja skipun dómara fyrir Alþingi. Á móti var vísað til þingvenju, sem styðst við ýmis ákvæði þingskapa, að teknir séu saman töluliðir eða greinar þingskjala þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins at- kvæði um þá alla eða þær allar. Á fyrsta ári í laganámi er kennt að stangist lög á gangi skráð lög framar venju, sérlög gangi framar almennum lögum og yngri lög framar eldri lögum. Alþingi lét hér venju um meðferð þingskjals ganga framar nýju málsmeðferð- arákvæði við skipan 15 dómara við nýjan dómstól í sérlögum um dóm- stóla. Lögbrotin við málsmeðferðina við skipan dómaranna ollu vafa um hvort fjórir dómarar, sem forseti skipaði en dómnefnd mat ekki á meðal 15 hæfustu umsækjenda, uppfylltu grundvallarhæfisskilyrði dómara um að vera óháðir og óhlutdrægir, þar sem skipan þeirra hafði ekki verið samkvæmt lögum, sbr. kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Á þetta reyndi í sakamáli fyrir Landsrétti og fór álitaefnið fyrir Hæstarétt, sem taldi málsmeðferðina ekki hafa valdið vanhæfi dómara. Þessi nið- urstaða var kærð til MDE sem brot Íslands á MSE. Í dómi MDE segir að brot Alþingis við máls- meðferðina sé alvarlegt og ofan á það bætist brot ráðherrans. MDE mat brotin út frá MSE, sem Hæstiréttur hafði ekki gert, og komst að þeirri niðurstöðu að Ís- land hefði gerst brotlegt við 6. gr. MSE. Íslenska ríkið vísaði þessum dómi til yfirdeildar MDE og bíður niðurstöðu. Með dómi yfirdeildar MDE verður lagt mat athafnir Al- þingis, ráðherra, Hæstaréttar auk forseta Íslands og þar með stjórn- kerfisins í heild. Hver sem niðurstaða yfirdeildar MDE verður er þetta mál áfellis- dómur yfir stjórnkerfinu og ætti að kalla á breytingar. Loforð um heildarendurskoðun stjórnkerfisins í stjórnarskrá, sem þjóðinni var gefið við lýðveldisstofnun 1944, hefur aldrei verið efnt. Smábreyt- ingar eru ekki heildarendurskoðun. Endurskoðun gæti byrjað með því að skrá í stjórnarskrá þau gildi sem samfélagið vill byggja á. Eru þá höfð í huga fræg ummæli fv. rit- stjóra þessa blað um prinsippleysið í samfélaginu. Mikilvægt er að stjórnarskrá dragi úr veikleikum samfélags en efli styrkleika þess. Ef ekki nú, hvenær þá? Íslenska stjórnkerfið bíður dóms yfirdeildar MDE í Landsréttarmálinu Eftir Eyjólf Ármannsson » Í Landsréttarmálinu skoðar yfirdeild MDE athafnir Alþingis, ráðherra, Hæstaréttar og forseta og þar með alls stjórnkerfisins. Það kallar á breytingar. Eyjólfur Ármannsson Höfundur er lögfræðingur LL.M. eyjolfur@yahoo.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.