Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Míla ehf. er að hefjast handa í haust við lagningu ljósleiðara á alls 84 kíló- metra leið frá Hveravöllum til Skagafjarðar. Um er að ræða síðasta áfanga framkvæmda við að tengja Suðurland og Norðurland með ljós- leiðara, sem á að ljúka í nóvember. Í fyrra var lokið við lagningu ljós- leiðara frá Bláfellshálsi að Hvera- völlum en frá Hveravöllum verður nú haldið áfram að Þórisvatni um Eyvindarstaðaheiði og Mælifellsdal og endað við Steinsstaði í Skagafirði, að því er kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar, sem hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að fram- kvæmdin sé ekki háð mati á um- hverfisáhrifum. Ljósleiðarinn verður plægður beint í jörðu á 50-60 cm dýpi. Á 15 km kafla fer strengurinn um frið- landið í Guðlaugstungum. „Fram- kvæmdaraðili áformar að leggja ljós- leiðarann innan svæðis sem þegar er raskað, s.s. í slóða og vegi. Þar fyrir utan í svæði sem einkennist fyrst og fremst af melum, sandlendi og mó- lendi. Á um 100 m kafla fyrirhug- aðrar lagnaleiðar innan friðlandsins í Guðlaugstungum er að finna rústa- mýrar. Farið yrði u.þ.b. 50 m austan við rústirnar til að framkvæmdin hafi ekki áhrif á þær,“ segir í grein- argerðinni. Lögnin þverar Blöndu Lögnin mun þvera fjölmargar ár og læki, þ.á m. Blöndu. Þar sem því verður við komið mun ljósleiðarinn þvera vatnsföll á brúm en á öðrum stöðum verður hann plægður eða grafinn í botn ánna þvert yfir þær. „Farið verður eins djúpt í botn ánna og mögulegt er eða um 70-100 cm undir botn. Vinna í hverju vatnsfalli ætti að taka að hámarki tvo tíma og er bundin við sex metra breitt svæði þvert yfir farveg,“ segir enn fremur. Í umsögn bendir Hafrannsókna- stofnun á að þverun vatsnfalla með jarðstrengjum geti haft neikvæð áhrif á fisk og annað lífríki en í þess- um tilvikum er talið að framkvæmd- irnar valdi tiltölulega litlum skaða. Skipulagsstofnun telur að þrátt fyrir nokkuð umfangsmikla framkvæmd sem m.a. raski tímabundið gróður- þekju verði það óverulegt og svæðið eigi að ná sér í fyrra horf að loknum frágangi. Helstu umhverfisáhrif verði rask við þverun vatnsfalla, á gróðri auk ásýndaráhrifa til skemmri tíma litið. „Í ljósi þess er mikilvægt að vanda framkvæmd og frágang við lagningu ljósleiðarans við þverun vatnsfalla og innan svæð- is sem nýtur verndar […],“ segir í niðurstöðum. omfr@mbl.is Ljósleiðari lagður 84 km leið yfir Kjöl  Ljúka á tengingu milli Hveravalla og Skagafjarðar á árinu Ljósleiðari yfi r Kjöl Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Hofsjökull Hveravellir Steinsstaðir í Skagafi rði Fyrirhuguð lega ljósleiðara frá Hveravöllum til Skagafjarðar 1 Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Lagning Ljósleiðarar hafa verið lagðir víða í dreifbýlinu og landsátakið Ísland ljóstengt er í fullum gangi. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Síðustu ár hafa verið erfið hjá æðar- bændum vegna minni eftirspurnar og verðlækkunar á dúninum. Fyrir vikið hefur minna verið flutt út og margir bændur liggja með dún frá síðustu árum. Nokkuð hefur þó verið um að bændur selji sjálfir sængur innanlands. Æðarvarp er hringinn í kringum landið að suðurströndinni undanskil- inni. Einhverjar tekjur hafa verið af dúntekju á um 400 jörðum og sums staðar skipta þessi hlunnindi veru- legu máli í búrekstrinum. Ekki er óalgengt að bændur hafi bæði verið með ferðaþjónustu og dúntekju, en tekjur af báðum þessum atvinnu- greinum hafa stórlega dregist sam- an í ár. Framboð og eftirspurn Erla Friðriksdóttir í Stykkishólmi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Íslensks æðardúns ehf. sem fengist hefur við hreinsun og sölu á dúni í tæplega 30 ár. Hún segir að staðan sé ekki góð og talsverð óvissa í þess- ari atvinnugrein. Í góðu ári séu flutt út um og yfir þrjú tonn af æðardúni og dúnsængur hafi víða verið eftir- sóttar, m.a. í Japan. Þar hafi verð fyrir góða dúnsæng slagað upp í tvær milljónir króna. Útflutningurinn í fyrra var um 1.300 kíló fyrir 251 milljón króna, sem er aðeins hluti af því sem gerist í góðu ári. Í ár eru farin um 800 kíló af dúni, en Erla segir að flestir haldi að sér höndum. Hæst fór verð til bænda árið 2016 þegar verð fyrir kíló fór í 215 þúsund krónur og flutt voru út 3,4 tonn fyrir tæplega 700 milljónir. „Æðardúnn er takmörkuð nátt- úruauðlind og sveiflur hafa einkennt verðið í gegnum tíðina eins og marg- ir þekkja,“ segir Erla. „Þú eykur ekki framboðið þótt eftirspurn auk- ist og verðið hækki. Þegar það hefur hækkað of mikið hætta neytendur að kaupa vöruna. Sölutregða myndast á markaðnum og verð fer að lækka eins og hefur verið að gerast síðustu misseri.“ Erla er varaformaður í Æðar- ræktarfélagi Íslands og segir hún að eftir því sem hún viti best hafi dún- tekja yfirleitt gengið vel í vor og sumar og sums staðar verið mun betri en í fyrra. Við Breiðafjörðinn þar sem hún þekki best til hafi árið verið í góðu meðallagi. Minni aðsókn að Æðarsetrinu Eftir velgengni undanfarin ár og vaxandi fjölda gesta dró verulega úr aðsókn að Æðarsetrinu í miðbæ Stykkishólms í sumar, en í safninu eru lifnaðarhættir æðarfuglsins sýndir, ýmis búnaður, hvernig dúnn- inn er hirtur og hreinsaður og hvað gert er úr honum. Erla segir að sáralítið hafi verið um erlenda gesti í ár og engin skemmtiferðaskip hafi komið til Stykkishólms í sumar. Fleiri Íslendingar hafi komið í safnið en áður, en það hafi hvergi nærri dugað til að mæta fjarveru er- lendra ferðamanna. Hún áætlar að gestafjöldinn til þessa í ár sé um 400 manns, en alls komu um 2.000 gestir þangað í fyrra. Sölutregða og verðlækkun á dúni  Minna flutt út  Margir bændur liggja með dún  Óvissa í greininni Útfl utningur á æðardúni 2008-2019 3,6 2,7 1,8 0,9 0 800 600 400 200 0 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Tonn M.kr. 2,0 1,6 3,7 3,1 3,1 3,1 2,4 3,1 3,4 2,0 1,9 1,3 Útfl utt tonn Útfl utningsverðmæti, milljónir kr. 251 359 392 694 600 474 600 508 375 392 157 217 Ljósmynd/Erla Friðriksdóttir Í varpinu Fylgst með kollu á hreiðri í Hvallátrum fyrir nokkrum árum. Hafin er verkleg rannsókn á sjáv- arbotni fyrir nýjan fjarskipta- sæstreng (ÍRIS) frá Galway á Ír- landi til Íslands á vegum Farice. „Nýr strengur er til þess fallinn að auka öryggi í fjarskipta- samböndum við útlönd, bæði fyrir fyrirtæki og heimili, auk þess sem hann er forsenda fyrir áframhald- andi kröftugri uppbyggingu gagnaveraiðnaðar og annarrar starfsemi í tengslum við m.a. fjórðu iðnbyltinguna,“ segir m.a. í tilkynningu Farice. Fyrirtækið hefur frá ársbyrjun 2019 unnið að undirbúningi fyrir fjarskiptasjóð fyrir lagningu á nýj- um fjarskiptasæstreng milli Ís- lands og Evrópu, á grundvelli stefnu stjórnvalda í fjarskiptum. Vinnan hefur skilað tillögu að staðarvali fyrir landtöku í Evrópu sem er í Galway á vesturströnd Ír- lands. Lendingarstaður strengsins á Íslandi er áformaður á Reykja- nesi og er undirbúningsvinna við val á endanlegum landtökustað í gangi. Farice með botn- rannsókn við Írland  Leggja á nýjan fjarskiptastreng Ljósmynd/Farice Sæstrengur Rannsóknaskipið sem verður að störfum við Írland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.