Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 NÝJ UNG ! Hlæðu, hoppaðu, hóstaðu og hnerraðu áhyggjulaus! Öruggar þvaglekavörur Extra rakadræg 100% Lyktarvörn Passa frábærlega Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Forsvarsmenn Hótels B59 í Borgar- nesi bíða þess nú að gert verði nýtt fasteignamat á eign hótelsins. Upp- haflegt mat Þjóðskrár Íslands var kært til yfirfasteignamatsnefndar sökum þess að verðmatið var ekki í samræmi við mat sambærilegra eigna. Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður hótelsins, segir að fagmennsku hafi skort við fasteignamatið. Það hafi úrskurður yfirfasteignamatsnefndar jafnframt endurspeglað. „Við kærð- um matið en þeirri kæru var hafnað og tiltekið að það skyldi standa. Við kærðum það til yfirfasteignamats- nefndar og hún felldi úrskurðinn úr gildi. Í framhaldinu var farið fram á að framkvæmt yrði nýtt mat auk þess sem gerðar voru mjög alvarleg- ar athugasemdir,“ segir Hjörleifur sem tekur fram að nýtt fasteignamat hafi enn ekki borist. Að því er fram kemur í sérstökum sjónarmiðum kærenda í úrskurði yfirfasteignamatsnefndar er fast- eignamat Hótels B59 langtum hærra en mat keppinauta. Máli sínu til stuðnings framkvæmdu forsvars- menn hótelsins verðmat á eignum hótela sem eru í sambærilegri fjar- lægð frá höfuðborgarsvæðinu. Auk þess voru hótel í næsta nágrenni borin saman. Í ljós kom að fasteigna- mat Hótels B59 var um 772 milljónir króna, eða um 177.603 krónur á fer- metra. Fasteignamat hótela á svæð- inu, þar á meðal Hótels Húsafells og Hótels Hamars, var til samanburðar frá 55% til 75% af framangreindu mati. „Við sýndum fram á að matið á hótelinu var miklu hærra en á nokkr- um öðrum stað. Að því er segir í úr- skurðinum þurfa matsaðilar heldur betur að taka til í sínum ranni,“ segir Hjörleifur sem kveðst eiga von á því að nýtt mat verði umtalsvert lægra. Aðspurður segist hann jafnframt eiga von á því að hluti fasteigna- gjalda síðustu ára verði endur- greiddur. Hægt er að óska eftir end- urgreiðslu fjögur ár aftur í tímann og því ljóst að endurgreiðslan gæti hlaupið á milljónum króna. Telja sig hafa ofgreitt fasteignagjöld  Fasteignamat Hótels B59 langtum hærra en mat sambærilegra fasteigna  Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti hlaupið á milljónum króna  Bíða eftir því að nýtt fasteignamat verði gert Hótelið Fasteignamat Hótels B59 er talið hafa verið mjög hátt síðustu ár. Starfsmenn Ístaks voru mættir á Kjalarnes til að undirbúa framkvæmdir vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Byrjað var á að setja niður skilti og sjálf jarðvinnan hefst svo í dag. Breikka á 4,3 km kafla á þessum slóðum, frá Varmhólum í Kollafirði að Vallá. Ístak bauð 2,3 milljarða í verkið. Morgunblaðið/Eggert Breikkun á Kjalarnesi undirbúin Stór slippkrani fór á hliðina í slippn- um á Akureyri í gær. Slökkvilið var kallað út vegna atviksins, en tals- verðar skemmdir urðu á krananum og skúr og viðlegukanti við hann. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á Akureyri var stjórnandi kranans í honum þegar hann fór á hliðina. „Kraninn skemmdist en maðurinn sem var í honum gekk ómeiddur frá, hann hefur sloppið mjög vel,“ sagði varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við mbl.is í gær. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun Vinnueftirlitið athuga atvikið, en ekki liggur fyrir hvað olli því að kraninn lagðist á hliðina. „Hann var að hífa farg, við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist,“ sagði varðstjórinn aðspurður í gær. „Hann byrjaði að síga og þá reyndi hann að bjarga því sem bjargað varð, en kraninn bara vann ekki hraðar,“ sagði hann að lokum. Stór krani lagðist á hliðina  Stjórnandi kran- ans slapp „mjög vel“ og er ómeiddur Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Krani Vinnueftirlitið mun athuga nánar hvað olli því að kraninn féll. Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands, er kominn í sóttkví ásamt tveimur starfs- mönnum að- albyggingar há- skólans eftir að annar starfs- maður þar greindist með kórónuveiruna um helgina. Fram kom í pósti sem rektor sendi nem- endum og starfsfólki í gær að grip- ið hefði verið til allra nauðsynlegra ráðstafana í samstarfi við smitrakn- ingarteymi almannavarna og sótt- varnalæknis til að hindra út- breiðslu smitsins og gæta þannig fyllsta öryggis starfsfólks og nem- enda. Rektor hvetur starfsmenn og nemendur til að nýta sér rafræna kosti til fundahalda og kennslu. Rektor og tveir starfsmenn í sóttkví Jón Atli Benediktsson Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla Bónus kjarnabrauð vegna lúpínu. Fram kemur í tilkynningu að það brauð sem er innkallað sé merkt best fyrir 15.09.2020. Við innra eftirlit mun hafa uppgötvast að hluti annarrar brauðframleiðslu fór í poka merkta sem Bónus kjarnabrauð. Brauðið inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldandi lúpínu sem er ekki í Bónus kjarnabrauði. Innkalla brauð vegna lúpínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.