Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þetta varsumar kór-ónuveir- unnar þótt aðrir atburðir settu svip á það. Stand- myndir og styttur reyndu að láta lítið fyrir sér fara, því að gargandi óald- arlýður sem vissi minna en ekkert um söguna, taldi sig engu að síður eiga margt óuppgert við styttur einmitt núna. Mörgum finnst of snúið að eiga við framtíðina og marka henni braut framfara og fengsællar tíðar með lýðræð- islegum leikreglum. Þess vegna voru harðsnúnir ný- vinstrimenn, „með ríkari réttlætiskennd“ en allir aðr- ir, langhraustustu fram- herjar í árásum á styttur eft- ir að hafa kveikt í lögreglustöðvum og svo verslunum og veitingastöð- um fólks af asískum, ind- verskum, ítölskum og öðrum „latino“-ættum og auðvitað öllu því sem tengdist bleik- nefjum, sem höfðu ekki enn gert upp við þrælahald sitt fyrir tveimur öldum eða svo. Austur í Rússlandi er næststærsti þingflokkur landsins skipaður komm- únistum. Hann hefur látið til sín taka upp á síðkastið vegna áforma um nýja skip- an á grafhýsi Leníns við Rauða torgið. Hópi arkitekta í fremstu röð hafði verið fengið það verkefni af yf- irvöldum að keppa um nýjar lausnir og var fjallað um málið í The Times í gær. Tímamót urðu í því starfi þegar að endir var bundinn á þá vinnu eftir áköf mótmæli Kommúnistaflokksins. Ekkert verður því úr að niðurstöður Arkitekta- sambands Rússlands verði kynntar í nóvember nk. eins og til stóð. Rétt er að taka fram að yfirvöld höfðu ítrekað loforð sín og yfirlýsingar um að þess yrði gætt að Lenín sjálfur myndi eiga samastað áfram í grafhýsinu þar sem hann hefur verið til sýnis nokkra daga í viku hverri í glerkistu sinni, frá árinu 1924. Um skeið var Stalín hon- um til samlætis í sinni gler- kistu, en eftir afhjúpun Krútsjoffs á sýnishornum af glæpum hans styttist í ver- unni og hann var fluttur úr grafhýsinu og í átt að Kreml- armúrnum fyrir aftan það. Hin síðari ár hafa reglubundið blossað upp til- finningaþrungnar deilur um framtíð Leníns á þessum stað. Í því sam- bandi hefur stundum verið rifjað upp að ekkja Leníns, Nadezhda Krupskaya, hefði á sínum tíma óskað eindreg- ið eftir því að Lenín yrði jarðaður við hlið móður sinn- ar og systur. Sagan segir að vegna þessara athugasemda hennar og annars tuðs hafi Jósef Stalín tilkynnt henni að því nagi yrði að linna, því ella kæmist hann ekki hjá því að setja hana til hliðar og skipa aðra konu og sam- starfsfúsari í stöðu ekkju Leníns! Bent hefur verið á að fyrir því hafi jafnan verið meiri- hluti í könnunum, sem gerð- ar hafa verið eftir fall Sov- étríkjanna, að jarðsetja Lenín og hafa þá hliðsjón af óskum ekkju hans. En Pútín hafi óttast að það kynni að styggja eldri kynslóðina um of léti hann það mat ráða. Zyuganov, leiðtogi rúss- neska kommúnistaflokksins, skefur ekki utan af sínu áliti. Hann segir samkeppni arki- tekta um þetta mál vera glæpsamlegt athæfi og þeir arkitektar sem létu hafa sig til slíks verks væru að spýta á grafir forfeðra sinna. For- maðurinn bætir því við að Pútín forseti hafi lofað sér að alls ekki yrði hróflað við Lenín á meðan hann sjálfur væri forseti Rússlands og hafi Pútín líkt múmíu Leníns við helg trúartákn kristinna manna. Í Times segir að Zyuganov hafi gengið enn lengra. Hann hafi síðast árið 2015 líkt Lenín við Krist og fullyrt um leið að báðir mennirnir, Kristur og Lenín, hafi barist fyrir því að skapa konungs- ríki Guðs á jörð. Þingmaðurinn Zhiri- novsky, sem hefur verið með margar frumlegar hug- myndir um dagana, svo sem þá, að Íslandi yrði breytt í rússneska fangaeyju, hefur á hinn bóginn lagt til að lík- amlegar eftirstöðvar Leníns verði boðnar Kínverjum til kaups, sem öflugasta komm- únistaríki nútíðar. Hann samdi því þessa auglýsingu: „Múmían af Lenín, sem er aðeins 96 ára gömul og í glimrandi ástandi, er hér með auglýst til sölu.“ Stríðið um stand- myndir og söguleg minni taka á sig margbreytilegar myndir} Lenín kyrr H eilbrigðismálum er skipaður stór sess í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jak- obsdóttur. Fjallað er um þau í fyrsta hluta fyrsta kafla sátt- málans, Sterkt samfélag, þar sem segir með- al annars að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu. Þar segir líka að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland, framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast á kjörtímabilinu og heilsugæslan verði efld. Nú þegar um það bil ár er eftir af kjör- tímabili sitjandi ríkisstjórnar er ánægjulegt að geta sagt frá því að fyrrnefndum mark- miðum varðandi heilbrigðisstefnu, bygging- arframkvæmdir við Landspítala og eflingu heilsugæslunnar hefur þegar verið náð. Þessum mark- miðum og fleiri mikilvægum markmiðum í heilbrigð- ismálum hefur okkur tekist að ná í krafti þess að fjár- framlög til heilbrigðismála hafa aukist jafn og þétt á kjörtímabilinu. Á kjörtímabilinu hingað til, þ.e. á árunum 2017-2021, hafa útgjöld til heilbrigðismála hækkað um 73,8 millj- arða króna. Það er samtals um 37,7% hækkun til mála- flokksins á þessu árabili, reiknað á verðlagi hvers árs. Reiknað á áætluðu föstu verðlagi ársins 2020 nemur hækkunin um 43 milljörðum króna. Það er um 19% raunhækkun, það er hækkun umfram verðlagsbreyt- ingar. Tölurnar sem byggt er á í þessum út- reikningi fyrir árið 2021 eru byggðar á drögum að frumvarpi til fjárlaga ársins 2021 á verðlagi ársins 2020. Ef hækkun fjárframlaga til málaflokksins er sett í samhengi við íbúafjölda hafa þau hækkað um rúmlega 70.000 krónur á hvern íbúa á föstu verðlagi, eða um 10,6% á þessu tímabili. Þegar einstakir málaflokkar sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið eru skoð- aðir má til dæmis nefna að framlög til heilsugæslu hafa aukist um rúm 23% á ár- unum 2017-2021, á föstu verðlagi ársins 2020, framlög til almennrar sjúkrahúsþjón- ustu hafa hækkað um tæp 19% og framlög vegna hjálpartækja hafa hækkað um rúm 35%. Útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi nema ríflega fjórðungi útgjalda ríkisins, og því er ljóst að samfara styrkingu heilbrigðiskerfisins með auknum fjárframlögum verður að vera skýrt hvert við stefnum og hvernig skal forgangsraða verkefnum svo fjár- mögnun þeirra sé tryggð. Heilbrigðisstefnan sem nú hefur verið samþykkt á Alþingi er mikilvægt leiðarljós fyrir okkur öll í þeirri vegferð, og styrkir okkur þar af leiðandi í því að efla heilbrigðiskerfið þannig að allir landsmenn fái notið góðrar heilbrigðisþjónustu í öflugu heilbrigðiskerfi, óháð efnahag og búsetu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Öflugra heilbrigðiskerfi Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Heimsókn Róberts Spanós,forseta Mannréttinda-dómstóls Evrópu(MDE), dregur enn dilk á eftir sér, en fulltrúar ýmissa mann- réttindasamtaka hafa gagnrýnt hana ákaflega undanfarna daga og hvetja hann til þess að afsala sér heið- ursdoktorsnafnbótinni. Athugun Morgunblaðsins bendir til þess að viðtaka hennar sé óvenjuleg hjá for- seta réttarins. Kenneth Roth, framkvæmda- stjóri Human Rights Watch, sagði þannig að með því að veita viðtöku heiðursdoktorsnafnbót í Istanbúl- háskóla, sem hefði með ólöglegum hætti flæmt 200 fræðimenn burt, hefði Róbert grafið undan eigin orð- um um mikilvægi laga og réttar. Þingmenn á Evrópuþinginu í Strassborg hafa sömuleiðis lýst furðu á heimsókninni, sagt það óhæfu að verða heiðursdoktor í fræðastofnun, sem sætt hefði hreinsunum stjórn- valda, og sakað Róbert um að hafa gert dómstólinn að pólitískum leik- soppi og varanlega laskað trúverð- ugleika hans. Hollenski Evrópuþingmaðurinn Kati Piri spurði hvernig þúsundir Tyrkja ættu nú að geta vænst óhlut- drægrar málsmeðferðar fyrir rétti Spanós. Margir Tyrkir reiðir og sárir Mithat Sancar, lögfræðingur og leiðtogi tyrknesku stjórnarandstöð- unnar, skrifaði opið bréf til Róberts og bað hann þess lengstra orða að af- sala sér þessari nafnbót, ella væri hann genginn í lið með stjórnvöldum. Hann telur að almenningur í Tyrk- landi eigi mikið inni hjá MDE, sem hefði vísað frá þúsundum kærumála á þeirri forsendu að opinber rann- sóknanefnd, skipuð af stjórn Erdog- ans, rannsakaði margvísleg meint mannréttindabrot. Háværastir eru þó ýmsir tyrk- neskir útlagar í Evrópu og miðlar þeirra, sem átelja Róbert og MDE bæði fyrir þjónkun við Erdogan og barnaskap í umgengni við harð- stjórnina. Fögur orð dómforsetans á fyrirlestrum yfir hinni nýju tyrk- nesku yfirstétt hefðu ekkert að segja, en hins vegar notaði valdstjórnin heimsóknina óspart í áróðursskyni og gæfi til kynna að hún nyti vel- þóknunar Mannréttindadómstólsins. Það er ekki úr lausu lofti gripið, en tyrkneskir ríkisfjölmiðlar og miðl- ar tengdir stjórnarflokknum greindu margir frá heimsókn Róberts Spa- nós, en völdu tilvitnanir í hann af kostgæfni. Þannig var mikil áhersla lögð á orð hans um að tengsl Tyrk- lands við Mannréttindadómstólinn væru löng og glæsileg, en ekki farið í nánari útlistun á því í hverju saga þeirra tengsla fælist, en hún hefur verið mjög upp og ofan. Vísað var til orða hans um mikilvægi laga og rétt- ar og að hann hefði sérstaklega minnst á að Tyrkland hefði verið með fyrstu ríkjum til þess að undirrita mannréttindasáttmála Evrópu árið 1954. Svo var þess getið að hann hafi haldið til viðræðna við Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta og dóms- málaráðherran Abdulhamit Gül, en látið vera að segja frá því hvað þeim hefði farið á milli. Hins vegar var í beinu framhaldi haft eftir forseta Mannréttindadómstólsins, að það hefði verið sér sér- stakur heiður að fá að ávarpa Tyrknesku dóms- málastofnunina í höf- uðborginni Ankara. Mál- gögn Erdogans lögðu það út frá heimsókninni að milli Tyrklands og Mann- réttindadómstóls- ins væri mikil og góð sam- vinna. Spanó afsali sér heiðursdoktorsnafnbót Verjendur Róberts Spanós, dómforseta Mannréttinda- dómstóls Evrópu (MDE), hafa sagt hefð fyrir því að dómfor- seti þiggi heiðursdoktors- nafnbætur í opinberum heim- sóknum. Morgunblaðið sendi MDE fyrirspurn um þá hefð og dæmi hennar, en hefur ekki fengið svar. Athugun blaðsins á ferilskrám þeirra 14 dóm- forseta, sem gegnt hafa emb- ættinu á undan Róberti, og finna má á vef MDE, leiðir hins vegar í ljós að það er afar fátítt að þeir þiggi slíkar nafnbætur á meðan þeir eru forsetar og tæplega hefð. Aðeins er eitt dæmi um að brugðið hafi verið út frá því, en Jean-Paul Costa, forseti 2007-2011) þáði tvær slíkar heiðurs- doktorsnafnbætur í Slóvak- íu 2008 og Tékklandi 2009. Margir þeirra hafa hins vegar gert það eftir að for- setatíð þeirra lýkur. Óvanalegt af dómforseta HEIÐURSDOKTORSTIGN Róbert Spanó AFP Tyrklandsför Róbert Spanó, grímuklæddur fyrir miðri mynd, kemur ný- dubbaður út af heiðursdoktorsathöfn í Istanbúl-háskóla í fyrri viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.