Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 21
Kirkjubæjarklaustri í Skaftár- hreppi sagði hann félögum marg- ar skemmtilegar sögur af lífinu þar. Nú að leiðarlokum viljum við klúbbfélagar þakka fyrir ánægju- lega samfylgd. Gísli Karel Halldórsson, forseti Rótarýklúbbs Borgarness. Það var árið 1999 sem við hjón- in fluttum að Haugum í Stafholt- stungum. Fljótlega breyttum við bæjarnafninu í Borgir við mis- jafnar undirtektir sveitunga. Brynjólfur kom að máli við okkur og vildi heyra skýringuna á þess- ari gjörð. Greindum við honum frá því að börnin hefðu sagt að öll búslóðin færi á Haugana, hvort sem ætti að hirða eða henda. Fannst honum auðsætt að svona bæjarnafni yrði að breyta enda húmor hans góður. Frekari kynni mynduðust er svo bar til að öll sóknarnefnd Stafholtssóknar ákvað að hætta störfum eftir langt og farsælt starf. Annað okkar var þá munstrað í nefndina ásamt því að syngja í kirkjukórn- um og góð samskipti og vinátta tókst við prestshjónin í Stafholti, sr. Brynjólf Gíslason og Áslaugu Pálsdóttur sem enn halda. Þau hjón fluttu í Stafholt árið 1969 og bjuggu þar til ársins 2008 er Brynjólfur lét af prestsskap, hafði þá setið staðinn í 39 ár. Við starfslok fluttu hjónin í Borgar- nes, þar sem þau bjuggu síðan. Í Stafholti héldu þau Áslaug og Brynjólfur lengi vel skepnur og hafði hann gaman af því að bregða sér á hestbak með góðum félögum. Ferðalög voru Brynjólfi hug- leikin. Við heimkomuna sagði hann oft frá skemmtilegum atvik- um úr ferðinni, með þeirri kímni sem honum var einum lagin. Hláturinn sauð í honum og augun urðu að litlum rifum. Ferðast var víða, bæði innanlands og erlendis, var þá oft hlaupið undir bagga og vökvað, bæði í garði og húsi. Ás- laug er með afar græna fingur og hafði búið þeim fallegan blóma- garð við prestsbústaðinn, hreinan unaðsreit er margir nutu. Brynjólfi var ekki um að draga að gera hlutina og var snöggur til flestra verka. Í þeim anda voru guðsþjónusturnar hans. Óþarfi að teygja lopann. Og í þeim anda er þessi minningargrein. Ekki langhundur, enda flutti hann sjálfur stuttar og hnitmiðaðar prédikanir, greindi almennt kjarnann vel frá hisminu, hafði beittan húmor og oft snöggur til svars. Ef hann vildi hins vegar lít- ið segja kom gjarnan æi og síðan jæja með hans sérstöku áherslum. Kannski ekkert meira, stundum eitthvað. Brynjólfur var fróður um marga hluti, hafði nútímalegar hugmyndir um uppfræðslu á trúarbrögðum, fékk blik í auga er rætt var um bíla, þótti bæði gott en stundum erfitt að búa í litlu samfélagi sem þjónandi prestur, kunni ógrynni af sögum og sagði skemmtilega frá. Hann fermdi yngsta barnið okkar og skírði fyrsta barnabarnið, fór þá í vinnugallann, en svo kallaði hann hempuna og þau klæði er prestar skrýðast við störf sín. Það hefur verið ljúft að ganga með Brynjólfi Gíslasyni síðari hluta hans ævi- göngu, fyrir það er þakkað. Kæra Áslaug, Páll Jökull, Margrét, Ásta og Guðný. Við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Guð blessi minningu Brynjólfs Gísla- sonar. Birna og Brynjar frá Borgum. Söknuður fyllir hugann, enn einn félagi og vinur allt frá ung- lingsárunum er horfinn sjónum. Kynni okkar Brynjólfs Gísla- sonar hófust haustið 1953, þegar við vorum báðir nemendur við Skógaskóla, þar sem hann var ári á undan mér. Leiðir okkar lágu aftur saman í MA, þar sem við vorum bekkjarbræður fjóra vet- ur og útskrifuðumst saman á gamla sal skólans okkar. Glaðar og bjartar minningar voru að baki um félaga og vini sem við höfðum kynnst, átt samleið með fáein unglingsár, í námi, starfi og leik og bundist böndum vináttu og félagsskapar, sem traustast eru knýtt í lífinu, en það gerist einmitt á þessum árum ævinnar. Brynjólfur Gíslason er sá 26. úr hópi 67 „stórhríðarstúdent- anna 1959“ sem fellur frá. Á kveðjustund reikar hugurinn til daganna í heimavist MA, en á mótunarárum sem þessum reynir á, að vandaðir, sterkir og góðir stofnar ráði stefnunni og móti at- ferli og þroska og þannig finnst mér einmitt að hafi verið með þennan hóp okkar. Þessi fjögur ár þróuðust og styrktust sérstök og órjúfanleg bönd samkenndar og vináttu. Samvistir við góða og trausta félaga voru ómetanleg fyrir þroska okkar unglinganna. Brynjólfur var traustur vinur og félagi, vel gerður maður, fé- lagslyndur og glaðsinna. Hann var léttur á fæti og hljóp flesta af sér þegar slíkar keppnir fóru fram, í skemmtilegu félagslífi okkar MA-nemenda. Hugur hans stóð til þess að verða kirkjunnar þjónn og hann var einn fimm bekkjarbræðra okkar sem lögðu stund á guðfræði og síðan prest- skap. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og á námsárum sínum starfaði hann m.a. við kennslu og blaðamennsku. Brynjólfur var svo lánsamur að eignast ungur yndislegan og traustan lífsföru- naut, Áslaugu Pálsdóttur frá Litlu-Heiði í Mýrdal. Hann gerð- ist sóknarprestur í Stafholti í Stafholtstungum vorið 1969 og þar bjuggu þau hjónin alla tíð til eftirlaunaaldurs, þegar hann lét af prestskap og þau fluttu í Borg- arnes. Brynjólfur sat sjaldan auð- um höndum og á Stafholtsárun- um kenndi hann með prestsstarfi sínu í mörg ár við Samvinnuskól- ann á Bifröst, Varmalandsskóla, Hússtjórnarskólann á Varma- landi og við Bændaskólann á Hvanneyri. Gamli hópurinn okkar úr MA hefur alla tíð í meira en 60 ár ver- ið og er ennþá ótrúlega samheld- inn og við finnum öll sterk vin- áttutengslin innra með okkur. Samfundir hópsins okkar voru og eru alltaf gleði- og tilhlökkunar- efni og þau Brynjólf og Áslaugu vantaði ekki þegar við hittumst og glöddumst saman. Á árum áður komum við bekkj- arfélagarnir Björn heitinn Ólafs- son æði oft að Stafholti, í útilegu- ferðum með Sjöfn og Elínu konum okkar. Þar var okkur vel fagnað og ekki aldeilis í kot vísað og æði oft var næturgisting á túninu hjá þeim góðu vinum, Ás- laugu og Brynjólfi. Þessar sam- verustundir skilja eftir þakklæti, góðar og ljúfar minningar. Um leið og við hjónin þökkum fyrir hlýja vináttu Stafholts- hjóna, biðjum við bekkjarfélag- arnir úr MA góðan Guð að blessa minningu þessa horfna vinar okk- ar og félaga, þökkum löng og góð kynni og samverustundir og vott- um fjölskyldunni innilega samúð okkar. Skúli Jón Sigurðarson. Það var sumarið 1991 að leiðir okkar Brynjólfs lágu saman. Hann var þá formaður skóla- nefndar Varmalandsskóla og sem slíkur hafði hann ásamt öðrum í nefndinni með ráðningar til skól- ans að gera. Átti ég í nokkur skipti fund með honum og var að lokum ráðinn að skólanum. Það var mikil áskorun að taka við heimavistarskóla og leiða starfið ásamt góðum hópi kennara og annars starfsfólks. Samstarf okk- ar Brynjólfs var alla tíð gott og segja má að aldrei hafi komið upp ágreiningur um hvernig og á hvern hátt reka ætti skólann bæði hvað kennsluhætti og skóla- líf snerti. Starfi skólanefndarfor- manns gegndi hann af trú- mennsku og bar ætíð hag skólans fyrir brjósti. Gott var að leita til hans um ýmis málefni sem fylgja fjölmennum skóla, og þá brá for- maður skjótt við og saman leidd- um við málin til lykta. En Brynjólfur var ekki bara formaður skólanefndar, hann var prestur sóknarinnar og bjó í Staf- holti. Sem formaður skólanefnd- ar og prestur safnaðarins kom hann að skólasetningu og –slitum sem og að jólasamkomum skól- ans. Þessum störfum gerði prest- ur góð skil í fáum en fallegum orðum. Við komum í nærri allar mess- ur sem prestur hélt á meðan búið var í Varmalandi. Þær stundir voru notalegar, yfirleitt stuttar, svo stuttar að undirritaður náði aldrei að dotta. Efninu kom prestur vel til safnaðarins og það var jú aðalatriði messunnar. Stundum kom fyrir að fáir mættu til messu en þá var haldið til stofu og þjóð- og sveitarstjórnarmálin reifuð. Í lok hverrar messu bauð prestsfrúin kirkjugestum að hinu rómaða kaffiborði sínu, sem lokk- aði svo sannarlega. Já, það var gott að koma í Stafholt til Áslaug- ar og Brynjólfs. Fjölskyldu Brynjólfs sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kristín Ingibjörg og Flemming. Minningar kallast fram, þegar kvaddur er sr. Brynjólfur Gísla- son sóknarprestur í Stafholti, prestur gamla tímans, sem þjón- aði sama prestakalli alla sína starfsævi. Hann þjónaði fólkinu, tók þátt í störfum sveitar sinnar, sem kennimaður og bóndi, kall- aður til nær allra trúnaðarstarfa í sveitinni. Veganesti okkar í guðfræði- deildinni var á þeim árum: Vertu trúr fólkinu, sem þú ert kallaður til þjónustu við, vertu umburðar- lyndur og hógvær, leggðu gott til samfélagsins og taktu þátt í starf- inu þar, þannig að þú samlagist fólkinu þínu og eignist trúnað þess og virðingu. Það varð. Sr. Brynjólfur var prestur fólksins, góður kenni- maður og prédikari sem fólkið skildi, ekki aðeins í prestakallinu, heldur í öllum Borgarfirði, kall- aður þar til margvíslegra trúnað- arstarfa. Með eiginkonu sinni, húsfreyjunni frú Áslaugu Páls- dóttur, varð Stafholt prestssetur, þar sem var boðið heim með reisn og hlýju og gott að koma, alltaf með sömu snyrtimennsku, þann- ig að engir urðu varir við þau vandamál sem þurfti að takast á við í lélegu íbúðarhúsi, sem fjöl- skyldan þurfti að búa við, en reyndu sjálf að bæta. Jörðin var ræktuð og bætt og hlúð að hlunn- indum, sem í heild jók verðgildi til framtíðar í þágu þjóðkirkjunn- ar. Störf húsfreyju á prestssetri í sinni þjónustu og prests í presta- kalli með öllum trúnaðarstörfun- um eru að týnast í hraða skipu- lagsbreytinga og um leið hvers virði það er að eiga setið prests- setur í sinni sveit. Þetta fann fólk í Borgarfirði svo glöggt. Sr. Brynjólf, sem góðan prest, snöggan til góðra ákvarðana og þegar hann lagði til mála, þá var hlustað og niðurstöðu fljótt náð, sem flestir sættu sig við. Þannig kynntist ég sr. Brynj- ólfi, kankvísum, þegar hann lagði málamiðlun fram við öran stúd- ent í guðfræðideildinni og oft síð- ar. Og þau heim að sækja, hann með pípu eða vindil í öryggi eig- inkonu og heimilis, er ein af minn- ingunum sem ég á um hann, sem var starfi sínu trúr allt til dauða og hefur nú verið krýndur með lífsins kórónu fyrir upprisu Jesú Krists. Ég votta frú Áslaugu og fjöl- skyldunni samúð mína við snöggt brotthvarf sr. Brynjólfs, en þann- ig er ég viss um að hann vildi kveðja. Halldór Gunnarsson. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 ✝ Soffía KristínKarlsdóttir fæddist 26. ágúst 1928 í Reykjavík. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 6. sept- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru Kristín Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 8.9. 1906, d. 8.4. 1996, og Karl Óskar Jón Björnsson bakarameistari, f. 2.10. 1899, d. 31.1. 1954. Fósturfaðir Björn Bergmannn Jónsson frá Brú- arlandi á Skagaströnd, f. 12.3. 1905, d. 12.1. 1964. Systkin hinnar látnu, sam- mæðra: Þórhallur Bergmann Björnsson og Ólína Björnsdóttir. Samfeðra Gústaf Ólafur Teitur Karlsson, látinn, Ragnar Guðjón Karlsson, látinn, Karl Róbert Karlsson, látinn, Sigfús Helgi Scheving Karlsson, Björn Ívar Karlsson, látinn, stúlka Karls- dóttir, látin, Sigurður Örn Karls- son, Hrafn Karlsson og Sesselja Karítas Scheving Karlsdóttir. Maki Soffíu (31. mars 1956) Jón Halldór Jónsson, fyrrv. framkvæmdastjóri, f. 5 júní 1929. Börn Soffíu og Jóns: 1) Björg Karítas Bergmann. Maki Óðinn Sigþórsson. Börn: a) Þórunn María. Maki Þórarinn Ingi Ólafsson, eiga 3 börn. b) Kristín Birna. Maki Davíð Blön- dal, eiga 3 börn. c) Sigríður Þóra, á tvö börn. d) Jón Karl, lát- inn. e) Soffía Björg. f) Guð- mundur Bergmann. g) Þórarinn Halldór. Maki Sólveig Heiða Úlfsdóttir, eiga 2 börn. h) Kar- ítas. 2) Birgitta Klasen, látin. 3) Kristín Guðmunda Berg- mann. Maki Þórólfur Hall- dórsson. Börn: a) Þórólfur Jarl. Þegar Soffía er 10 ára flutti fjölskyldan frá Skagaströnd til Akraness. Að loknu gagnfræða- prófi flutti hún til Reykjavíkur og innritaðist í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og lauk þriggja ára leiklistarnámi. Hún tók þátt í revíunni Allt er fertugum fært, eftir Theodór Einarsson, sem sett var á svið á Akranesi 1945, þá 17 ára og vakti frammistaða hennar mikla hrifningu. Árið 1948 lék hún í Eftirlits- manninum eftir Gogol hjá Leik- félagi Reykjavíkur og árið 1949 gerði hún ráðningarsamning við Bláu stjörnuna sem starfaði um árabil í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og tók þátt í 8 revíu- sýningum á 3 árum. Þá tók hún upp samstarf við Íslenska tóna, sem stóðu fyrir revíukabarettum. Mörg lög frá þessum tíma voru hljóðrituð og útgefin eins og Bílavísur og Réttarsamba, en flutningur hennar á laginu „Það er draum- ur að vera með dáta“ úr revíunni Hver maður sinn skammt, útgef- ið af Íslenskum tónum 1954, skaut henni á stjörnuhimininn og varð eitt frægasta lag gull- aldar revíunnar og er enn flutt í útvarpi. Soffía settist að í Keflavík og þar varð hún strax virk í félags- starfi og endurvakti ásamt áhugaleikurum Leikfélag Kefla- víkur, var formaður um árabil og stóð fyrir leiksýningum í Ungó og Stapanum og Fé- lagsbíói. Soffía var formaður Kven- félags Keflavíkur til fjölda ára. Hún var formaður Sjálfstæð- iskvennafélags Keflavíkur um hríð og einnig virk í félagi Lion- essa og Soroptomista. Útför Soffíu fer fram í dag, 15. september 2020, frá Keflavíkurkirkju kl. 13. Streymt verður frá útförinni https:// tinyurl.com/y2kd6gye/. Virkan hlekk má nálgast á www.mbl.is/ andlat. Maki Lára Jón- asdóttir. 4) Jón Halldór. Börn: a) Jón Hall- dór, á eitt barn. b) Elvar Örn. c) Lovísa. d) Högni Þór. 5) Helga Sif, lát- in. Maki Guðmund- ur Örn Ólafsson. Börn: a) Halldór Kristófer, á tvö börn. b) Magni Freyr. Maki Kristjana Vilborg Þorvalds- dóttir, eiga tvö börn. c) Linda, á eitt barn. d) Ólafur Örn og e) Guðmundur Jökull. 6) Sólveig, látin. Maki Kristinn Sigurður Gunnarsson. Börn: a) Ingibjörg Jóna, sambýlismaður Þórarinn Ægir Guðmundsson, eiga fjögur börn. b) Jón Gunnar, á tvö börn: Kristín Ásta. Maki Colby Scott Fitxgerald, eiga tvö börn. c) Soffía Ósk. Maki Gunnar Ingi Þorsteinsson, eiga tvö börn. 7) Karen Heba. Maki Vilhjálm- ur Steinar Einarsson. Börn: a) Anna Soffía Ryan, á tvö börn. b) Eva Rut. Sambýlismaður Guð- mundur Björgvin Jónsson, eiga tvö börn. c) Björn Bergmann, sambýliskona Berglind Æg- isdóttir, eiga þrjú börn. d) Brynja Lind. Maki Baldvin Þór Bergþórsson, eiga þrjú börn. e) Einar Karl, sambýliskona Sylvía Sigurgeirsdóttir, eiga þau tvö börn. 8) Dagný Þórunn. Börn Isaac Þór Derrick Jameson. 9) Halldóra Vala. Börn Alex- ander Fenrir Viðarsson, Ísleifur Elí Bjarnason, Hafþór Logi Bjarnason. 10) Ragnheiður Elfa. Maki Marco Georgiev Mintchev. Börn: Liliana Marsibil Mintchev, Georgi Aron Marcosson Mintc- hev og Constantine Hrafn M. Mintchev. Tjaldið fellur. Ljósin slökkt. Ættmóðir hverfur af sviði lífsins. Hann er stór ættboginn sem móðir mín skilur eftir, 82 afkom- endur, 78 á lífi. Hún fékk 92 ár og notaði þau vel. Hún var drottning, eins og býflugan sem viðheldur stofnin- um. Og leggur lífið að veði. Hún var leikstjóri í eigin lífi og samdi æv- intýri sem allir tóku þátt í, börn, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn, allir voru með. Hún var örlát og gjöfum rigndi yfir alla á jólum, afmælum og af hvaða tilefni sem gafst þá kom gjöf frá Soffíu ömmu og hún var ávallt meðvituð um hvað hentaði hverjum og einum. Líf móður minnar var fullt af blæbrigðum eins og lög gera ráð fyrir í góðu handriti. Gleði, sorg, drama, söknuður, söngleikar, allt sem prýðir gott leikrit enda menntuð í faginu. Hún hafði stór viðmið og hug- urinn leitaði hátt og hún gerði kröfur og það var ávallt áskorun fyrir börnin að standa sig vel jafnt í leik eða starfi. Hún var forspá eins og ættmæður hennar að vestan og sagði gjarnan „lítill fugl sagði mér“ og þá þýddi ekk- ert að rökræða það frekar. Hún var fyrirmynd í öllu sínu dagsdaglega amstri með sinn stóra barnahóp. Heimilið skín- andi hreint og fágað, börnin vel til höfð, matur borinn fram eins og á fínasta hóteli, stífaðir sparidúkar og munnþurrkur á sparidögum og silfrið fægt. Þessa kúnst lærði hún undir handleiðslu mætrar konu, Karítasar Ólafsdóttur, sem hún bjó hjá sem ung stúlka er hún var við nám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Tilvonandi eiginmaður var ekki langt undan, hún á Vestur- götu 54 en hann á Öldugötu 26, bara nokkrir kálgarðar og girð- ingar að vippa sér yfir til að leggja snörur fyrir ungfrúna. Mig grunar að drossía Jóns afa í Verð- anda hafi verið fengin að láni til að ganga í augun á dömunni. Það gekk allt eftir, og sr. Jón M. Guð- jónsson, sóknarprestur á Akra- nesi, gaf þau saman um páska ár- ið 1956. Þau hófu búskap, fyrst í Reykjavík í nokkur ár en setjast síðan að í Keflavík sem varð þeirra framtíðarheimili. Brátt fjölgaði börnum og hóp- urinn varð stór, 9 dætur og einn sonur. Það var því kúnst að koma öllum barnaskaranum fyrir í Volkswageninum þegar farið var í ferðir um landið. Ráðið var því að kaupa nógu stóran bíl og var Volvo Amazon í uppáhaldi hjá okkur öllum. Foreldrum mínum tókst á undraverðan hátt að fá notið lífs- ins saman frá því þau kynntust fyrir hartnær 70 árum. Þau kunnu að lifa lífinu með þátttöku í félagsstörfum og í ferðalögum um heiminn. Nú húmar að og haustar. Hún bar nafn langömmu sinn- ar Soffíu Eiríksdóttur frá Hrauni á Ingjaldssandi, ein 12 barna Ei- ríks Tómassonar bónda og skip- stjóra og var stolt af hinum vest- firska uppruna sínum. Fjögur ömmubörn bera nú nafn ömmu sinnar og sjálfsagt eiga fleiri litl- ar Soffíur eftir að bætast í hópinn og bera vitni um gengna ættmóð- ur sem var allt í senn: Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. ( Matthías Jochumsson) Ég kveð kæra móður með þökk fyrir lífið. Björg Karítas. Elsku mamma, þá er komið að kveðjustund. Við erum mörg sem sem höf- um fengið að njóta þeirra forrétt- inda að vera í návist þinni. Þú varst alltaf syngjandi í eldhúsinu þegar þú varst að laga mat, í garðinum þínum sem þú elskaðir og við börnin sungum með. Þú kenndir okkur krökkunum vísur og stóðst fast á að söngur og tón- list gæfi lífinu lit. Þú kenndir okkur líka að meta leiklistina. Þið pabbi komuð upp stórum hópi afkomenda sem fer sífellt vaxandi. Þú hefur oftar en einu sinni nefnt hvað stolt þú ert af öll- um þessum hópi og hvað þetta er duglegt og heiðarlegt fólk. Þú hafðir sterka trú á því að það mikilvægasta í uppeldi barna er að ala upp góðar manneskjur sem gefa gott af sér. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo mörg af okkur eru kennarar, fé- lagsfræðingar, þjálfarar og leið- beinendur í einu eða öðru og svo auðvitað söngvarar og tónlistar- fólk. Þú og pabbi hafið alltaf stutt við bakið á okkur, sýnt okkur ást og hvatt okkur áfram. „Ef þú prófar ekki, færðu ekki svör bara eftirsjá,“ sagðirðu við okkur. Svo vissum við að það yrði tekið á móti okkur með opnum örmum ef okkur mistækist ætlunarverkið. Það þurfti nú samt sjaldnast. Þú kenndir okkur svo mikið um lífið, tilfinningar og samskipti og hlustaðir alltaf á okkur af virð- ingu. Þú kenndir okkur að bera virðingu fyrir öðrum og þá sér- staklega börnum. Það er því ekki skrítið að öll barnabörnin og barnabarnabörn- in elskuðu að koma í heimsókn til þín. Sum spurðu meira að segja hvort þú værir norn, þá svaraðir þú: „Það getur vel verið. Ég er nú ættuð að vestan.“ Og svo hlóst þú þínum dillandi hlátri. Þau spurðu vegna þess að þú sást þau og gafst þeim þessa töfra tilfinningu sem allir fundu sem höfðu tæki- færi á að kynnast þér. Við full- orðna fólkið vissum að þú varst Soffía Karlsdóttir SJÁ SÍÐU 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.