Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Eftir að ég eignaðist mitt fyrsta barn hef ég verið óvenju- mikið utan við mig, og í raun al- veg frá því hann fæddist. Nokk- uð sem er mér ekki beint eðlislægt enda verið með mín mál nokkurn veginn á hreinu undanfarna áratugi. Ég hef verið að gleyma hlutum sem eiga nokkurn veginn að vera sjálfsagðir. Ég fór til að mynda í bústaðarferð með fjölskyldunni í janúar á þessu ári og gleymdi sængum og koddum fyrir okkur. Í maí fór ég svo í fjögurra daga skíðaferð til Siglufjarðar og þeg- ar kom að því að keyra í bæinn tókst mér að gleyma töskunni með öllu dótinu mínu. Í matarboði um daginn gleymdi ég því svo að sambýlis- kona mín hatar hnetur. Hún hef- ur sagt mér það tvisvar, svona svo það komi sérstaklega fram, en ég asnaðist til þess að kaupa hnetutopp í eftirrétt. Ég fékk minn skammt af svívirðingum fyrir þessi kaup og ég held að ég muni ekki gleyma því í bráð að hnetur eru ekki ofarlega á óska- lista sambýliskonunnar. Maður þarf að fá að gera sín mistök, annars lærir maður aldr- ei. Ég mun til dæmis aldrei gleyma því hvað EMBARGO þýðir eftir að stjórnarmaður í körfu- knattleiksdeild Vals sendi mér einn svakalegasta hárblásara sem ég hef fengið á ævinni. Blásarann fékk ég í gegnum sím- ann fyrir að setja fréttatilkynn- ingu Valsmanna um ráðningu á þjálfaranum Finni Frey Stef- ánssyni inn á mbl.is nokkrum klukkutímum áður en hún átti að birtast. Eftir þessa uppákomu er ég reglulega kallaður Bjarni EMBARGO af reyndustu starfs- mönnum Morgunblaðsins, sem er svo sem fín áminning, ég veit alla vega hvað orðið þýðir í dag. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Grótta og Fjölnir, slökustu lið úr- valsdeildar karla í knattspyrnu, skiptu með sér stigunum þegar liðin mættust á Vivaldi-vellinum á Sel- tjarnarnesi í gær. Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Daninn Tobias Sommer bjargaði stigi fyrir Gróttumenn með skalla- marki á 86. mínútu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Fjölnismenn komust tvívegis yfir í leiknum en liðið fékk á sig tvö ódýr mörk eftir hornspyrnur og tókst þar af leiðandi ekki að landa sínum fyrsta sigri í deildinni í sumar. Jafntefli gerir afskaplega lítið fyrir bæði lið sem hafa verið föst í neðstu sætum deildarinnar í allt sumar. „Staðreyndin er einfaldlega sú að hvorugt liðið er nægilega gott til að halda sér uppi. Leikmannahóparnir eru ekki nægilega sterkir og örfáir leikmenn beggja liða sem kæmust í önnur lið í efstu deild. Fjölnir missti þrjá bestu leik- mennina sína fyrir mót og Grótta missti Óskar Hrafn þjálfarann sinn til Breiðabliks. Eftir að liðin misstu þessa mik- ilvægu hlekki virðist verkefnið nán- ast ómögulegt og geta þau farið að undirbúa sig að kveðja deild þeirra bestu,“ skrifaði Jóhann Ingi Haf- þórsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.  Daninn Nicklas Halse spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fjölni eftir að hafa komið til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans. Botnliðin geta farið að kveðja  Jafntefli á Seltjarnarnesi jók enn frekar á vandræði Fjölnis og Gróttu Morgunblaðið/Árni Sæberg Skalli Pétur Theódór Árnason (t.v.) og Hans Viktor Guðmundsson (t.h.) eigast við á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesinu í gærkvöldi. Hólmbert Aron Friðjónsson fór meiddur af velli snemma leiks þeg- ar Aalesund tók á móti Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í fyrradag. Eftir leik var óttast að Hólmbert hefði jafnvel ökklabrotnað en læknir liðsins stað- festi við VG í gærmorgun að myndatökur hefðu leitt í ljós að meiðslin væru ekki alvarleg.Hólm- bert hefur verið sterklega orðaður við brottför frá Aalesund að und- anförnu en allt bendir til þess að hann sé á leið til ítalska B- deildarfélagsins Brescia. Framherjinn ekki alvarlega meiddur Ljósmynd/Aalesund Framherji Hólmbert Aron gæti leik- ið á Ítalíu á næstu leiktíð. Knattspyrnukappinn Valdimar Þór Ingimundarson hélt til Noregs í gærmorgun en hann er á leið til norska úrvalsdeildarfélagsins Strømsgodset frá uppeldisfélagi sínu Fylki. Valdimar mun gangast undir læknisskoðun hjá norska félaginu og ef allt gengur eftir skrifa undir samning við félagið á næstu dögum. Fylkismenn tilkynntu í síðustu viku að félagið hefði samþykkt til- boð norska félagsins í Valdimar Þór en hann er 21 árs gamall og hefur skorað 8 mörk í sumar. Fylkismenn sjá á eftir lykilmanni Morgunblaðið/Eggert Noregur Valdimar er kominn til Noregs og er á leið í læknisskoðun. GRÓTTA – FJÖLNIR 2:2 0:1 Orri Þórhallsson 21. 1:1 Pétur Theódór Árnason 64. 1:2 Jóhann Árni Gunnarsson (víti) 66. 2:2 Tobias Sommer 86. M Pétur Theódór Árnason (Gróttu) Kristófer Orri Pétursson (Gróttu) Óskar Jónsson (Gróttu) Ástbjörn Þórðarson (Gróttu) Arnór Breki Ásþórsson (Fjölni) Jón Gísli Ström (Fjölni) Orri Þóhallsson (Fjölni) Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölni) Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastar- son – 7. Áhorfendur: Á að giska 300.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og grein um leikinn – sjá mbl.is/ sport/fotbolti. Kvennalandsliðið í knattspyrnu kom saman í gær í fyrsta skipti í liðlega hálft ár. Liðið æfði þá á Laugardalsvelli og hófst þar með undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Lettlandi fyrir alvöru. Ísland tekur á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum á fimmtudags- kvöldið en leikurinn er liður í und- ankeppni EM. Liðin eru í F-riðli og hefur Ísland unnið fyrstu þrjá leiki sína en Lettland hefur tapað fyrstu fjórum. Þessar þjóðir mætt- ust í fyrri leik liðanna í keppninni í október í fyrra og þá vann Ísland 6:0-stórsigur. Íslenska landsliðið lék síðast hér heima fyrir rúmu ári. Þá vann lið- ið heimaleiki gegn Ungverjalandi og Slóvakíu 29. ágúst og 2. sept- ember þegar undankeppnin fór af stað. Fram undan er einnig leikur gegn Svíum en hann verður í Laugardalnum á þriðjudags- kvöldið. Ísland og Svíþjóð hafa unnið alla sína leiki og ljóst að baráttan um að vinna riðilinn og komast beint í lokakeppni EM stendur á milli þessara liða. Ísland freistar þess að komast í lokakeppni EM í fjórða skiptið í röð. Ísland komst á EM 2009 og 2013 eftir umspil en Ísland komst beint inn á EM 2017 með því að vinna sinn riðil. Til stóð að lokakeppnin færi fram næsta sum- ar en hefur verið frestað um eitt ár og verður því sumarið 2022. Englendingar verða gestgjafar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsliðsæfing Fyrirliðinn Sara Björk heldur á lofti í gær. Þjálfarinn Jón Þór Hauksson brosir sínu breiðasta. Landsliðið kom saman í gær Þjóðverjarnir Timo Werner og Kai Havertz léku sína fyrstu deild- arleiki með Chelsea þegar liðið vann góðan 3:1-útisigur gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Falmer-vellinum í Brighton í gær. Werner, sem gekk til liðs við enska félagið frá RB Leipzig í sum- ar fyrir tæplega 48 milljónir punda, byrjaði í fremstu víglínu og lék all- an leikinn fyrir Chelsea. Framherjinn komst vel frá sínu og fiskaði vítaspyrnuna sem Jorg- inho skoraði úr og kom Chelsea yfir í leiknum á 23. mínútu. Havertz var einnig í byrjunarliði Chelsea en hann kom í sumar frá Bayer Leverkusen fyrir rúmlega 75 milljónir punda. Havertz lék á hægri kantinum í gær og sýndi lipra spretti. Chelsea fór mikinn á leik- mannamarkaðnum í sumar, eyddi yfir 200 milljónum punda og fékk til sín sex nýja leikmenn. Félagið ætlar sér að berjast um Englandsmeistaratitilinn við Liver- pool og Manchester City en það mun þó taka liðið tíma að stilla saman strengi sína. Varnarleikur liðsins virkaði óör- uggur á stórum köflum í gær en stóra spurningin er hvort tilkoma þeirra Malang Sarr, Thiago Silva og Ben Chilwell geti gert gæfumuninn. Chelsea hefur nú fengið 2.000 stig í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992 en aðeins Manchester United (2.234 stig) og Arsenal (2.014 stig) hafa fengið fleiri stig í deildinni. bjarnih@mbl.is Nýju mennirnir litu vel út hjá Chelsea AFP Snöggur Timo Werner skilaði sínu og var afar duglegur fram á við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.