Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Reginn hf. / 512 8900 / reginn@reginn.is / reginn.is Helstu skilmálar útboðsins: • Um er að ræða forgangsréttarútboð til hluthafa og eiga hluthafar rétt á nýjum hlutum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í hlutaskrá Regins hjá Nasdaq verð- bréfamiðstöð í lok dags 24. september 2020 og mögulegt framsal forgangsréttar til sín samkvæmt skilmálum útboðsins. • Útboðsgengi hinna nýju hluta er 15,0 kr. á hlut. • Áskrifendurmunu fyrst fáúthlutaðhlutumbyggt áhlutfalls- legum (pro-rata) forgangsrétti áskrifenda að nýjum hlutum Regins hvort heldur áskrifendurnir njóta slíks réttar á grundvelli hlutafjáreignar sinnar, ellegar þess að hafa fengið forgangsréttinn framseldan til sín í samræmi við skilmála útboðsins. Komi til þess að einhverjir forgangsréttarhafar nýti ekki forgangsrétt sinn, þá verður þeim nýju hlutum sem áskrift fæst þannig ekki fyrir úthlutað til annarra forgangsréttarhafa sem lýst hafa sig reiðubúna til að skrifa sig fyrir hinum nýju hlutum umfram forgangsrétt sinn. Mun úthlutun til slíkra fjárfesta fara fram í réttu hlutfalli við hlutafjáreign hvers og eins þeirra. • Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttar- útboðinu. • Tekið verður við áskriftum á vef Íslandsbanka hf. (www. islandsbanki.is/reginn-utbod) frá kl. 9:00 (GMT) þann 25. september 2020 til kl 17:00 (GMT) þann 28. september 2020. • Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar 29. september 2020 og er áætlaður gjalddagi og eindagi þann 1. október 2020. • Stefnt er að afhendingu og töku nýrra hluta til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq eins fljótt og auðið er eftir útgáfu hlutabréfa hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og er áætluð dag- setning 2. október. • Upplýsingar og tæknilega aðstoð má nálgast hjá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. í síma 440-4000 milli kl. 09:00 og 16:00 dagana 25. september til 28. september 2020 og tölvupóstfanginu reginn-utbod@islandsbanki.is. Nánari upplýsingarmá finna í skilmálumútboðsins á vefsíðu félagsinswww.reginn.is. Kópavogur, 14. september 2020. Stjórn Regins hf. StjórnRegins hf. ákvaðþann 14. september að nýta heimild í 4. gr. samþykkta félagsins sem samþykkt var á hluthafafundi Regins 9. september 2020oghækkahlutafé félagsins umallt að kr. 40.000.000 að nafnverði. Hlutirnir verða boðnir til sölu í forgangsréttarútboði og skulu hluthafar því njóta forgangsréttar um hið nýja hlutafé miðað við hlutafjáreign sína („útboðið“). Heildarfjöldi útgefinna hluta í Reginn fyrir útboðið er kr. 1.783.152.097 og nemur hækkun um2,2%miðað við núverandi hluti ogaðáskriftir fáist fyrir allri hækkuninni.Andvirði útboðsinshyggstReginnnýta til að styrkja lausafjár- ogeiginfjárstöðu félagsins. HLUTAFJÁRÚTBOÐ 25.-28.SEPTEMBER Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Húsið verður rifið, það er ekkert flóknara en það. Húsið er enda ónýtt, það lekur og þetta er asbest- bygging,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, um fornfrægt hús sem kennt er við Ríkisútvarpið og stendur á Vatns- endahæð. Neyðarlínan tók nýverið við mannvirkjum á Vatnsendahæð eftir að sendibúnaður RÚV þar var flutt- ur á Úlfarsfell. Húsið er nú í eigu ríkisins en óvissa hefur skapast um framtíð þess eftir að hlutverki þess lauk. Þórhallur segir aðspurður í samtali við Morgunblaðið að GSM- sendir verði áfram á svæðinu en stefnt sé að því að stóru fjar- skiptamöstrin verði tekin niður á næsta ári. Ekki séu áform um nýt- ingu hússins. Kópavogsbær áformar íbúabyggð á svæðinu á næstu árum. Hús með sögulegt gildi Útvarpsstöð Íslands var reist á árunum 1929-1930 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar húsameist- ara ríkisins og hefur alla tíð hýst tæknibúnað útvarpsins, að því er fram kemur í fundargerð húsafrið- unarnefndar um stöðu mála þar sem áhyggjum af stöðu mála er lýst. „Húsið tengist stofnun og sögu Ríkisútvarpsins auk þess að vera áberandi kennileiti á höfuðborg- arsvæðinu. Í kjölfar fyrirspurnar til Neyðarlínunnar um framtíðarnot hússins fóru fulltrúar Minjastofn- unar í vettvangsskoðun þann 11. ágúst sl. Unnið er að því að fjar- lægja úr húsinu tæki og muni sem eru í eigu RÚV og hafa verið geymdir þar undanfarin ár. Er sú vinna gerð í samráði við Þjóðminja- safnið. Viðræður eru hafnar milli ríkisins og Kópavogsbæjar um framtíðarnýtingu Vatnsendahæðar undir íbúðarbyggð. Húsafrið- unarnefnd tekur undir sjónarmið Minjastofnunar um sögulegt gildi útvarpshússins á Vatnsendahæð og mikilvægi þess að varðveita það og ætla því verðugan stað í nýju skipu- lagi,“ segir í fundargerð húsafrið- unarnefndar. Skipuleggja íbúðabyggð Birgir Hlynur Sigurðsson, skipu- lagsstjóri Kópavogsbæjar, staðfestir við Morgunblaðið að bænum hafi borist ábending frá Minjastofnun um mikilvægi þess að varðveita húsið og ætla því verðugan stað í nýju skipu- lagi. „Hugmyndin er að þarna verði íbúðabyggð og núna erum við að reyna að átta okkur því hversu mikil þessi byggð yrði,“ segir Birgir en um þessar mundir stendur yfir vinna við nýtt aðalskipulag bæjarins. Hann segir að enn hafi engin afstaða verið tekin til framtíðar Útvarpshússins á Vatnsendahæð, enda sé það ekki tímabært. Gott hafi verið að fá um- rædda ábendingu frá Minjastofnun. „Það ætti að vera lítið mál að fella húsið inn í nýja byggð eða reyna að koma því þannig fyrir að það fái að standa. En ef það á að vera einhvers konar safn þarna þá verður einhver annar en bærinn að reka það,“ segir Birgir. Lýsa áhyggjum af framtíð Útvarpshússins  Húsafriðunarnefnd og Minjastofnun vilja tryggja framtíð sögufrægs húss á Vatnsendahæð  Húsið sagt vera ónýtt Morgunblaðið/Árni Sæberg Sögufrægt Útvarpsstöð Íslands var reist eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Sendar RÚV voru fluttir annað. Umferð á götum höfuðborgarsvæð- isins dróst mikið saman í ágústmán- uði eða um rúmlega sjö prósent frá sama mánuði í fyrra, sem er met- samdráttur umferðar á höfuðborg- arsvæðinu í ágúst að því er fram kemur í greiningu Vegagerðarinnar á niðurstöðum umferðarmælinga. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hrundi sem kunnugt er í vor þegar veirufaraldurinn var í hámarki en tók svo óvænt við sér þegar leið á sumarið og jókst umferðin í júní og var meiri en í júnímánuði í fyrra. Hún dróst svo saman í júlí á höfuð- borgarsvæðinu eins og vant er um hásumarið þótt samdrátturinn væri öllu meiri en venja er til. Umferðin í ágúst hefur aftur á móti ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu og frá áramótum hefur umferðin dregist saman um nærri níu prósent. Er það met og er þrefalt meiri sam- dráttur en áður hefur mælst að því er segir á vefsíðu Vegagerðarinnar. Ekki verið minni frá 2016 Mesti samdráttur sem áður hefur mælst á umferðinni á höfuðborgar- svæðinu ef litið er á þróunina frá ára- mótum var á milli 2008 og 2009. „Mest dróst umferðin saman um snið á Hafnarfjarðarvegi eða um tæp 13% en minnst í sniði á Reykjanes- braut eða um rúmlega 3%. Fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna minni umferð í ágúst,“ segir í umfjöllun. Umferðin er mjög breytileg eftir vikudögum. Í seinasta mánuði dróst umferð raunar saman á öllum viku- dögum en hlutfallslega mest á laug- ardögum eða um 8,6% en minnst á mánudögum eða um 2,5%. Talið er að nú stefni í að samdrátt- ur umferðar á höfuðborgarsvæðinu á þremur mælisniðum verði um 8,5% yfir árið allt. „Gangi þessi spá eftir yrði það langmesti samdráttur í um- ferð um mælisniðin þrjú. Mestur mældur samdráttur milli ára hingað til varð milli áranna 2009 og 2010 eða 2,4% samdráttur.“ Metsamdráttur umferðar í ágúst  Umferðin minnk- aði um 7% eftir óvæntan vöxt í sumar Morgunblaðið/Árni Sæberg Umferð Nú stefnir í 8,5% samdrátt á höfuðborgarsvæðinu yfir allt árið. Fjölmargir Bandaríkjamenn sem búsettir eru hér á landi lögðu leið sína í 12 tóna við Skólavörðustíg á sunnudag en þar var þeim boðið upp á aðstoð við skráningu fyrir forseta- kosningarnar þar í landi í nóvember. „Við ætluðum að vera þarna í fjóra tíma en vorum í sex tíma. Það kom fólk frá tólf ríkjum og þetta var mjög vel heppnað,“ segir Ed Farm- er sem skipulagði aðstoðina. Viðburður þessi var haldinn undir merkjum Democrats Abroad Ice- land, en Íslandsdeild samtakanna var nýverið stofnuð. Farmer segir í samtali við Morgunblaðið að um stór samtök á heimsvísu sé að ræða. Þau sé að finna í um 190 löndum og eitt af meginhlutverkum þeirra sé að hjálpa fólki að skrá sig til þátttöku í kosningum, fá kjörseðla og koma þeim á réttan stað á réttum tíma. Hann segir að hjálp þessi sé veitt öll- um, óháð stjórnmálaskoðunum. Það sé réttur og skylda hvers borgara að kjósa. „Það er enga hjálp að fá frá sendi- ráðinu eftir því sem ég best veit. Ég hef verið búsettur á Íslandi síðan ár- ið 2000 og fram til þessa hefur slík hjálp alltaf verið í boði. Árið 2016 var til dæmis hægt að hringja inn með spurningar í tvo klukkutíma á dag en ég hef ekki séð neitt slíkt í boði nú,“ segir Farmer. Hann segir að lengi vel hafi ekki tekið nema fimm daga fyrir póst að berast á áfangastað í Bandaríkj- unum. Sú sé ekki raunin lengur og því hvetur hann Bandaríkjamenn hér á landi til að vera tímanlega í því að kjósa. Farmer segir að stefnt sé að því að endurtaka leikinn í 12 tón- um um næstu helgi. Hægt er að fylgjast með því á facebooksíðu Democrats Abroad Iceland. Patrick Geraghty, nýr talsmaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir í svari við fyrirspurn Morg- unblaðsins að sendiráðið taki á virk- an hátt þátt í kosningaferlinu með bandarískum ríkisborgurum hér. Upplýsingar um það hvernig eigi að kjósa sé að finna á FVAP.gov og flest ríki bjóði upp á það að kjós- endur geti skráð sig og fengið kjör- seðla á netinu. Sum ríki bjóði einnig upp á skráningu og skil á kjörseðlum með tölvupósti eða faxi. Þá geti bandarískir ríkisborgarar fundið upplýsingar á heimasíðu sendiráðs- ins. Þá upplýsir Geraghty að banda- ríska sendiráðið hafi engin tengsl við Democrats Abroad eða Republicans Abroad. hdm@mbl.is Aðstoð Ed Farmer var ánægður með viðburðinn í 12 tónum. Bjóða upp á kosningaaðstoð Forsetakosningar » Kosið verður um forseta í Bandaríkjunum 3. nóvember næstkomandi. » Núverandi forseti, Donald Trump úr Repúblikanaflokkn- um, býður sig fram til endur- kjörs. Helsti keppinautur Trumps er Joe Biden, forseta- frambjóðandi Demókrata- flokksins.  Mikill áhugi á forsetakosningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.