Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. GIRNILEGUR OG SPENNANDI MATSEÐILL Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áform um friðlýsingu menningar- og búsetulandslags við Þern- eyjarsund, í Þerney og á Álfsnesi eiga ekki að hindra lagningu Sunda- brautar. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu á heimasíðu Minjastofnunar. „Við gerð friðlýsingatillögunnar, fyrr á árinu, var tekið tillit til þeirra valkosta sem lágu fyrir varðandi lagningu brautarinnar á þann hátt að friðlýsingin útilokaði ekki gerð hennar,“ segir þar. Minjastofnun kveðst birta þessa yfirlýsingu að gefnu tilefni. Væntanlega er stofnunin hér að vísa til bréfs sem Vegagerðin ritaði Minjastofnun 1. september sl. Þar kemur fram að Vegagerðin hefði kosið að Minjastofnun hefði litið á stofnunina sem hagsmunaaðila varðandi friðlýsingaráformin og óskað eftir formlegri umsögn áður en ákvörðun yrði tekin. „Vegagerðin gerir því athuga- semdir við áformin og óskar eftir fundi með fulltrúum Minjastofnunar áður en lengra er haldið.“ Brautin lengi á teikniborðinu Minnt er á í bréfinu að um langa hríð hafi verið áform um lagningu Sundabrautar af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar. Sundabraut hafi verið í aðalskipulagi Reykjavík- ur frá árinu 1985 og hún hafi verið á vegaskrá sem fyrirhugaður þjóð- vegur frá 1995. Mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda sé langt kom- ið og fjölmargar rannsóknir hafi verið gerðar, þar með talið forn- leifaskráningar. „Gert er ráð fyrir að síðari áfangi Sundabrautar liggi frá Gufunesi, um Geldinganes, yfir Leirvog, Gunnu- nes, Álfsnes og Kollafjörð. Skoðaðar hafa verið ólíkar leiðir á fyllingum, brúm og jarðgöngum á þessari leið og voru fjórir valkostir lagðir fram í í frummatsskýrslu í júlí 2009. Í því ferli og síðar hefur veglínu Sunda- brautar verið breytt og hliðrað til að vernda fornleifar,“ segir í bréfi Vegagerðarinnar. Loks er minnt á að lagning Sundabrautar sé í samgönguáætlun 2020-2034, sem Alþingi samþykkti í júní sl. Framkvæmdin sé ekki fjár- mögnuð á samgönguáætlun en Al- þingi hafi jafnframt samþykkt lög um samvinnuverkefni sem heimili Vegagerðinni að gera samning við einkaaðila um fjármögnun, fram- kvæmd, viðhald og rekstur Sunda- brautar. Á kortinu sem fylgir þessari frétt og Vegagerðin hefur útbúið er ekki annað að sjá en Sundabraut sé inn- an friðlýsingarsvæðisins. Minja- stofnun telur svo hins vegar ekki vera. Í svarbréfi Minjastofnunar til Vegagerðarinnar dagsett 3. sept- ember er lýst undirbúningi friðlýs- ingarinnar og rök færð fyrir henni. Jafnframt er Vegagerðinni gefinn kostur á að koma á framfæri form- legum og efnislegum athugasemd- um við áformin. Minjastofnun vænti svars Vegagerðarinnar eigi síðar en 11. september. Vegagerðin fékk frestinn framlengdan og vinnur nú að svari. Björgun fékk úthlutað lóð Eins og fram hefur komið hér í blaðinu hefur Reykjavíkurborg út- hlutað Björgun athafnasvæði á Álfs- nesi, við Þerneyjarsund. Minja- stofnun setti sig strax upp á móti því að þarna yrði skipulagt athafna- svæði. Taldi stofnunin að það hefði mjög neikvæð áhrif á einstakt menningarlandslag. Svæðið segði sögu búsetu og kauphafnar allt frá miðöldum fram á 20. öld. Minjastofnun hóf því undirbúning tillögu til mennta- og menningar- málaráðherra um friðlýsingu svæð- isins í samræmi við svokölluð minja- lög frá 2012. Friðlýsing hindrar ekki Sundabraut  Vegagerðin ritaði Minjastofnun bréf vegna áforma um friðlýsingu á Álfsnesi  Stofnunin andsnúin athafnasvæði Kortagrunnur: OpenStreetMap Geldinganes Þerney Álfsnes Sorpa Leiruvogur MOSFELLSBÆR Fyrirhuguð friðlýsing á Álfsnesi Tillaga Minjastofnunar að friðlýsingu Lóð Björgunar Vegstæði Sundabrautar Möguleg vegstæði Sundabrautar 100 m veghelgunarsvæði Þerneyjar- sund Ytri leið Innri leið Millileið Framkvæmdir við endurgerð Hegn- ingarhússins við Skólavörðustíg hafa gengið vel í sumar. Að sögn Þorsteins Bergssonar, fram- kvæmdastjóra Minjaverndar, er bú- ið að smíða þá glugga og hurðir sem ljóst var að þyrfti að endurgera að öllu leyti. „Svo munum við reyna að halda þessu verki gangandi eins og kostur er í vetur,“ segir hann. Fyrsti áfangi endurgerðar húss- ins snýr að ytra byrði þess og nán- asta umhverfi. Þær framkvæmdir eru fjármagnaðar af sérstöku fjár- festingarátaki á vegum stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hag- kerfinu. Alls eru 342 milljónir króna eyrnamerktar fyrsta áfanga. Þorsteinn segir að sperrur og fleira í þaki hafi verið illa farið og fú- ið. Slíkt kalli á mikla vinnu. Þá verð- ur skipt um þakskífur. „Það hefur verið lögð töluverð vinna í að finna nákvæmlega eins skífur og þær upp- runalegu. Þær fundust loks í Wales,“ segir Þorsteinn. „Það kemur ýmislegt í ljós þegar menn ráðast í verk sem þetta. Eins og fyrri daginn þegar farið er í göm- ul hús minnkar verkið ekki að um- fangi,“ segir framkvæmdastjórinn. Hann segir ekkert hafa breyst um kostnaðaráætlun. „Það eru engar líkur á því að kostnaðurinn verði mikið minni en stefnt var að. En það er svo sem heldur ekkert sem segir að hann verði meiri.“ hdm@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Endurbætur Unnið hefur verið við Hegningarhúsið í sumar og haust. Fundu réttu þak- skífurnar í Wales Endurbætur » Alls eru 342 milljónir króna eyrnamerktar fyrsta áfanga endurgerðar Hegningarhússins við Skólavörðustíg. » Fangelsinu var lokað árið 2016. Ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður þar í framtíð- inni.  Framkvæmdir við Hegningarhúsið ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.