Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 2020 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk- efni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera   k Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 8:30-12:30, nóg pláss - Stólaleikfimi í Hreyfisal kl. 9:30 - Boccia í Hreyfisal kl. 10:15 - Plokku- nargönguferð kl.13:00, græjur á staðnum - Tálgað í tré kl.13:00 - Postulínsmálun kl. 13:00 - Kaffi kl.14:30-15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir Árskógar Smíðar, útskurður með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Boccia með Guðmundi kl. 10. Leshringur kl. 11. Handa- vinnuhópur kl. 12-16. Línudans með Ingu kl. 13:45. MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 411-2600. Boðinn Miðvikudagur: Hádegismatur kl. 11:20-12:30. Handavinna kl. 13:00. Miðdagskaffi kl. 14:30-15:30. Heitt á könnunni allan daginn og allir velkomnir. Boðinn Þriðjudagur: Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Stafgöngunámskeið hefst kl. 10:30, kennari Sigríður Breiðfjörð Si- gurðardóttir, fólk er beðið um að mæta með sína eigin stafi, ekkert kostar á námskeiðið. Fuglatálgun kl. 13:00. Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl 12. léttur hádegisverður eftir stundina á vægu verði. Opið hús frá kl. 13 - 16. Gestur okkar er Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur. Kaffi borið fram kl. 15. Spil, hand- avinna og góð samvera. Verið hjartanlega velkomin Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl 12. léttur hádegisverður eftir stundina á vægu verði. Opið hús frá kl. 13 - 16. Gestur okkar er Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur. Kaffi borið fram kl. 15. Spil , handavinna og góð samvera. Verið hjartanlega velkomin Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall við hringborðið kl. 8.50-11:00. Skráning á þátttökulista fyrir vetrarstarfið er á skrifstofunni kl 8:50-16. Myndlistarnámskeið Margrétar kl. 9:00-11:30. Thai Chi kl. 9:00-10:00. Hádegismatur kl. 11.30-12:30. Myndlistarhópurinn Kríur. Bónusrútan kl. 13:10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15:30. Bókabíll kl. 14:45. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegisk er selt frá 13:45 -15:15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14:45. Stólajóga Kirkjuhvol salur kl. 11:00. Smíði í Smiðju kl. 09:00 og 13:00. Gerðuberg 3-5 kl. 08:30-16:00-Opin handavinnustofa. kl. 09:00- 12:00-Keramik málun (grænagróf) kl. 10:00-10:20-Leikfimi gönguhóps(Sólstofa) kl. 10:30 -Gönguhópur um hverfið kl. 13:00- 16:00-Glervinnustofa m/leiðb.(grænagróf) Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, heitt á könnunni kl. 9.00 til 16.00 Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9:00-12:00. Hádegismatur kl. 11:30. Jóga kl. 14:30 – 15:30 Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Jóga með Kristrúnu kl. 9:50. Bridge í handavinnustofu 13:00. Gönguferð kl. 13:30. Korpúlfar Leikifmishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 09:00 Benni leiðbeinir. Morgunleikfimi útvarpsins kl. 09:45 í dag í Borgum. Boccia kl. 10 í Borgum og helgistund kl. 10:30 í Borgum. Spjallahópur í Borgum kl. 13:00 í listasmiðju allir velkomnir í gleðilega samveru. Sundleikfimi með Brynjólfi kl. 14:00 í dag . Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 07.10. Kvennakaffi í safnaðarh. kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt á Skólabraut kl. 10.30. Kvennaleik- fimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Bridge Eiðismýri 30 kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Námskeið roð og leir kl. 15.30 - 18.30. Skráning og uppl. í síma 7722408. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Ath. Bónusbíllinn fer frá Skólabr. kl. 9.45 í fyrramálið. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13.00. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Rað- og smáauglýsingar mbl.is alltaf - allstaðar Magnús Axels- son vinur minn er lést 1. apríl sl. hefði orðið 75 ára í dag, 15. september. Ég hefði tek- ið upp símann og hringt í hann til að óska honum til hamingju með afmælið eins og undanfarin 40 ár. Nú verða þau símtöl ekki fleiri. Magnús Axelsson ✝ Magnús Ax-elsson fæddist 15. september 1945. Hann lést 1. apríl 2020. Magnús var jarð- sunginn 8. apríl 2020. Minning- arathöfn verður 15. september 2020. Við Maggi tókum þátt í skátastarfi á unglingsárum þeg- ar miðpunktur skátastarfsins í Reykjavík var í Skátaheimilinu við Snorrabraut og kynntumst þar fyrir rúmum 60 árum. Fljótt tókst með okkur góð vinátta sem óx með árun- um. Áhugamál okkar og skoðanir fóru ekki alltaf saman en við nut- um að hittast, skiptast á skoð- unum og spjalla saman um alla heima og geyma. Samtölin voru fjörug og skemmtileg, mikið hlegið og þau urðu oft löng. Maggi kom víða við á lífsleið- inni, ljósahönnun, fasteignasala og fararstjórn koma upp í hug- ann. Hann lá ekki á skoðunum sínum, var ófeiminn, spaugsamur og glaðvær og lá hátt rómur. Hann var vel máli farinn og naut sín við veislu- og skemmtana- stjórn og fórst það vel úr hendi. Maggi var heiðarlegur, traustur og hjálpsamur og gott að leita til hans með aðstoð og ráð. Ég þurfti nokkrum sinnum á aðstoð hans að halda varðandi fast- eignaviðskipti sem var auðsótt og málin vel leyst. Þó var eitt sem ég bað hann bara einu sinni að aðstoða mig við og aldrei oftar. Við skemmt- um okkur mikið saman kringum tvítugsaldurinn. Eina helgi var ég einn heima og við Maggi hvísl- uðum að nokkrum vinum okkar á Borginni, sem var vinsæl á þess- um árum, að við gætum komið saman heima eftir lokun. Þetta spurðist út og íbúðin fylltist af fólki. Þegar við vöknuðum morg- uninn eftir uppgötvaði ég bruna- blett eftir sígarettu á tekkborði. Ekkert mál sagði Maggi, fáum okkur sandpappír og slípum þar til bletturinn hverfur. Bletturinn hvarf vissulega en þá vorum við komnir gegnum spóninn í viðar- plötuna þar undir. Ekkert mál sagði Maggi, fáum okkur tekk- bæs og þetta sést aldrei. Gerðum það og skemmdin varð meira áberandi en áður og foreldrum mínum ekki skemmt þegar þau komu heim. Þegar ég var í Köben kom Maggi tvívegis í heimsókn. Í seinna skiptið kom hann út ásamt Brynju Benediktsdóttur og Jóni Þórissyni til að sjá Hárið en þau voru að undirbúa upp- setningu á Hárinu heima. Ég fór með þeim á sýninguna sem var hin besta skemmtun. Tveir ungir piltar voru í aðalhlutverkum og urðu þekktir skemmtikraftar. Annar var Eddie Skoller og ný- lega rann upp fyrir mér að hinn var Jörgen Olsen, annar Olsen- bræðranna sem unnu Söngva- keppnina árið 2000 með laginu „Fly on the wings of love“. Við Maggi rifjuðum nýlega upp þessa skemmtilegu minningu. Ég náði að tala við Magga nokkrum sinnum eftir að hann veiktist og sagði mér frá veik- indum sínum. Það voru ekki góð- ar fréttir en hann var ekkert veikur að eigin sögn. Fann ekk- ert til og ætlaði sér ótrauður í gegnum þennan skafl. Hlutirnir gerðust hins vegar hratt og sím- talið frá Auði um að Maggi væri farinn var óvænt og erfitt. Með þessum orðum kveð ég vin minn með sorg og söknuð í hjarta og þakkir í huga fyrir ára- tuga vináttu, hjálpsemi, frábæra tíma saman og bara allt. Auði og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Björnsson. tengd á einhvern sérstakan hátt. Þú varst berdreymin og tilfinn- inganæm og fannst á þér ef ein- hver var að hugsa til þín og þá hringdirðu í viðkomandi. Það var stutt í hláturinn hjá þér og það var mikið hlegið á heimilinu og á fjölskyldusam- komum. Þú varst ótrúlegur skipuleggjandi frá unga aldri, skipulagðir heimilið, leiksýning- ar, fundi og fjölskyldusamkomur, og þær voru ekki fáar í svona stórri fjölskyldu. Þú elskaðir að lesa og last allt sem vakti áhuga þinn. Þú hafðir alltaf nokkrar bækur til taks og deildir óspart með okkur börn- unum. Þú kenndir okkur öllum að lesa og skrifa og spurðir okkur út úr fyrir próf. Þú sýndir sjaldan vonbrigði yfir einkunnum því þú vissir að það bjó meira í okkur en einhverjar tölur á blaði, en þú hvattir okkur til að gera okkar besta. Síðustu árin hefurðu ekki get- að ferðast, verið fangi í líkama sem var orðinn veikburða og þú sem aldrei ætlaðir að verða svona gömul og fannst þetta furðulegt. Þú varst tilbúin til að fara í nýtt ferðalag, ferðalagið til Sumar- landsins eins og þú kallaðir það. Við sem eftir sitjum eigum eftir að tínast til þín eitt af öðru í fram- tíðinni og við vitum að þú átt eftir að taka á móti okkur opnum örm- um. Þangað til áttu eftir að lifa í hjörtum okkar. Góða ferð, elsku mamma. Ragnheiður Elfa. Fallega amma mín kvaddi okk- ur sunnudaginn 6. september. Það eru engin orð sem geta lýst því hversu mikils virði hún amma var mér eða hversu mögnuð kona hún var. Amma var leik- og söng- kona þegar það var kannski ekki það sem konur áttu að vera að gera. Hún kom á legg stórum hópi af sjálfstæðum og sterkum konum og sínum einkasyni. Hún hjálpaði líka til við uppeldið á mörgum af barnabörnum sínum, þar á meðal okkur systkinunum. Amma var kletturinn í fjölskyld- unni okkar og heimili þeirra afa á Heiðargilinu var griðastaður fyr- ir mörg okkar. Það sem ég man eftir úr æsku var að amma virtist vera með óþrjótandi þolinmæði og jafnað- argeð og að hún elskaði fólkið sitt. Aldrei leið mér betur en þeg- ar amma sagði við mig „elsku hjartað mitt“. Amma kenndi mér að lesa, hvernig á að sitja fallega við matarborðið og hvernig á að borða með prjónum. Hún eldaði máltíðir sem hefðu sæmt sér vel á fimm stjörnu veitingahúsum, en hún gaf okkur líka stundum co- coa puffs eða örbylgjusamlokur, sem einhvern veginn voru alltaf bestar hjá ömmu. Amma var tengd fólkinu sínu á einhvern óútskýranlegan hátt og vissi oft hluti sem enginn hafði sagt henni. Þegar ég varð ófrísk að mínu fyrsta barni var ég að- eins 16 ára gömul. Ég var hrædd við hvernig amma og afi myndu bregðast við, en þegar ég fann kjarkinn til þess að segja þeim þetta brostu þau bæði, föðmuðu mig og sögðu að þetta myndi blessast. Svo sagði amma mér að sig hefði dreymt að hún væri í fal- legum blómagarði þar sem rós- irnar hefðu verið einstaklega fal- legar og að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, það yrði allt í lagi með mig og með hana. Það vissi eng- inn að þetta væri stúlka, en amma hafði rétt fyrir sér og heit- ir þessi stúlka Sigurrós. Þegar ég og maðurinn minn höfðum ákveðið að gifta okkur sagði ég við hann að fyrst yrði hann að hitta ömmu. Ég sagði ömmu ekki frá því að ég þyrfti samþykki hennar. Við parið mættum bara í fjölskylduboð og ég kynnti hann fyrir ömmu. Hún horfði á hann frá hvirfli til ilja og tók í höndina á honum, horfði svo á mig og tilkynnti mér að þetta væri nú góður ungur maður. Ég faðmaði ömmu og þegar við vor- um að labba í burtu sagði ég hon- um að við gætum gift okkur. Ef hún amma var einhvern tímann vonsvikin yfir einhverju sem ég gerði, þá sýndi hún það aldrei. Hún var alltaf til staðar með uppörvandi orð og skilyrð- islausa ást. Ég gæti skrifað heila bók með öllum þeim góðu minn- ingum sem ég á um hana ömmu og hvernig orð hennar hafa verið leiðarljós í mínu lífi. Hún var dug- leg að segja mér hvað börnin mín væru yndisleg og ég er þakklát fyrir að þau skyldu fá að hitta hana og eyða tíma með henni. Mikill er söknuðurinn og tárin þung yfir því að hún sé farin, en á sama tíma veit ég að hún var tilbúin. Elsku amma mín. Kristín Ásta Kristinsdóttir. Fyrir 40 árum var ekki mjög fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum í Kaupfélagi Borgfirð- inga, ekki eins og tíðkast í versl- unum dag. Ég var mjög sólgin í melónur og mínar sterkustu minningar sem barn frá Fax- abrautinni eru að um leið og ég kom í heimsókn var farið út í búð að kaupa rauðar melónur sem ég sat svo og gæddi mér á þar til magamál leyfði ekki meir. Eld- húsið hennar ömmu var himna- ríki og það var eins og maður gæti ekki beðið um neitt sem ekki væri hægt að elda eða út- búa, það var alltaf allt til. Ef eitt- hvað var ekki til þá hljómaði „Jó- óóón, skrepptu og verslaðu aðeins fyrir mig“ – og afi fór. Ör- bylgjaðar samlokur með hvítu brauði, skinku, osti og ananas með súkkulaðimjólk og fleira var í sérstöku uppáhaldi hjá mér litlu gleypunni sem mætti og var eins og sísvangur ungi í hreiðri – allt- af tilbúin að taka við og amma raðaði í mig. Ég er heppin. Það eru ekki all- ir sem búa að því að eiga sterkt og sérstakt samband við ömmur sínar en ég átti tvær sem voru mér báðar óskaplega kærar; frú Sigríði Guðmundsdóttur sem lést í hárri elli og svo Sossu- ömmu sem nú hefur kvatt jarð- vistina 92 ára. Ég bjó hjá henni í tvígang. Fyrst sem ungbarn í hálft ár og svo í fjóra mánuði þegar ég var í HÍ. Þess vegna kallaði hún mig alltaf barnið sitt og ég upplifði svo sterkt að við áttum einhverja sérstaka þræði á milli okkar sem voru ofnir úr innilegri væntumþykju á báða bóga. Og ég er þakklát. Fyrir gjaf- mildina, fyrir móttökurnar sem hófust alltaf á kveðju þar sem syngjandi rödd ömmu heyrðist segja hæææææ einhvers staðar innan úr eldhúsi þegar maður gekk inn um ólæstar dyrnar, fyr- ir dekrið og elskuna í gegnum ár- in sem ég fékk að eiga hana að. Einvers staðar í óravíddinni hljómar núna fallegur söngur og skær hlátur. Þar er amma. Kristín Birna. Soffía Karlsdóttir, ein eftir- minnilegasta dóttir Akraness, er horfin á braut 92 ára að aldri. Ég átti þess kost að ræða við Soffíu fyrir Útvarp Akranes árið 1992 á 50 ára afmæli staðarins sem fékk kaupstaðarréttindi árið 1942. Á þessum árum, um og upp úr 1942, voru uppgangstímar á Akranesi, m.a. hafði verið byggt stórt verslunarhús, Þórðarbúð, sem bauð upp á fjölbreytta starf- semi. Þar voru starfræktar saumastofur á efri hæðinni, þar sem saumaðir voru kjólar, blúss- ur og pils á kvenfólk, auk hatta, allt eftir nýjustu tísku, eins og auglýst var. Þá voru nýmæli að í stórum sýningargluggum á neðri hæðinni voru gínur klæddar í slíkan fatnað. Þarna á sauma- stofunni störfuðu allt upp í átta til tíu stúlkur um lengri eða skemmri tíma undir verkstjórn Siggu á Bakka og Öddu á Grund. Á saumastofunni var oft glatt á hjalla, jafnvel sungið og dansað þegar frítímar gáfust frá saum- unum. Í minnum er haft þegar ein af starfsstúlkunum, Soffía Karlsdóttir, þá 16-17 ára, söng og dansaði uppi á saumaborðun- um með miklum tilþrifum. Síðar áttu sumar af þessum stúlkum, m.a. Soffía, eftir að leika og syngja í revíunni „Allt er fertug- um fært“ eftir Theodór Einars- son, sem sýnd var mörgum sinn- um fyrir fullu húsi um páskaleytið 1945. Sagt er að á fjórða þúsund manns, eða allir Akurnesingar, hafi séð sýn- inguna sem fór fram í hinu þá nýja íþróttahúsi við Laugar- braut. Hagnaðinum af sýning- unni var að mestu varið í bygg- ingu hússins. Soffía Karlsdóttir sló eftir- minnilega í gegn í revíunni, en hún lék, söng og dansaði, að nokkru í stíl Carmen Miranda, sem þá var ein helsta kvik- myndastjarnan í Hollywood. Þessi flutningur Soffíu var upp- hafið að frægðarferli hennar sem revíustjörnu í Reykjavík um miðja öldina. Í umræddu viðtali við Soffíu árið 1992 lýsti hún æskuárunum á Akranesi og söngferlinum, þar sem m.a. Ingi T. Lárusson tón- skáld kenndi henni um nokkurn tíma í unglingaskólanum. Hún lýsti hinum skemmtilegu tímum á saumastofunni, uppákomum í samkomuhúsinu Bárunni og stríðsárunum á Akranesi. Soffía Karlsdóttir var hlédræg og hafði sig ekki í frammi og veitti yfirleitt ekki viðtöl, en vegna sinna góðu æskuminninga frá Akranesi sagðist hún hafa ánægju af að tjá sig um þessa skemmtilegu tíma í lífi sínu. Akurnesingar minnast Soffíu Karlsdóttur með þakklæti og virðingu og senda öllum aðstand- endum samúðarkveðjur. Ásmundur Ólafsson. Soffía Karlsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.