Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.09.2020, Blaðsíða 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Söluskálinn Landvegamótum skammt frá Hellu á Rangárvöllum er einn af hornsteinunum við hring- veginn. Hjónin Pálína S. Kristins- dóttir og Bergur Sveinbjörnsson keyptu gamla skálann, þegar Kaup- félagið Þór á Hellu hætti að vera þar með útibú fyrir rúmlega 33 árum, breyttu fyrirkomulaginu og rýmri afgreiðslutími ásamt meira vöruúr- vali og þjónustu hefur skilað sér. „Þó ég sé orðin áttræð erum við ekkert að hætta, að minnsta kosti ekki á meðan heilsan er góð,“ segir Pálína, en rekstur þeirra hefur stað- ið frá 1. júlí 1987. Hjónin eiga sjö börn og þegar það yngsta var á 12. ári hafði Pálína skemmt liðamót í úlnlið, hafði beitt sér rangt við sníðavinnu og varð að hætta að starfa á saumastofu á Hellu samkvæmt læknisráði. „Ég vildi halda áfram að vinna úti og mað- urinn minn ákvað að kaupa skálann, sagði að ég gæti örugglega unnið við verslunarstörf, þó ég hefði aldrei gert það.“ Gert við á staðnum Bergur er bifvélavirki og hann hefur lagt sitt af mörkum á Vega- mótum, bæði unnið með Pálínu í versluninni undanfarin 15 ár og veitt bifreiðaeigendum nauðsynlega þjón- ustu auk þess sem hann lagði grunn- inn að nýja skálanum, gömlum leik- skóla í Reykjavík, sem var settur niður fjær þjóðveginum eftir að gamla húsið, sem var byggt 1947, fór illa í Suðurlandsskjálftanum 2000. „Margir ökumenn hafa verið heppn- ir í óheppninni að ökutæki þeirra hafa bilað hérna,“ segir Pálína og vísar til viðgerðaþjónustunnar og varahlutanna sem þau hafa til sölu. Pálína segir að það hafi tekið við- skiptavini nokkurn tíma að átta sig á því að opið væri á kvöldin og um helgar. „Þó dyrnar hafi verið gal- opnar kíkti fólk inn og spurði hvort það væri opið, því það var ekki vant því, en nú vita það allir og skálinn er fastur punktur í tilveru margra.“ Boðið er upp á fjölbreytt vöruúr- val, skyndimat, matvörur, hreinlæt- isvörur og gjafavörur. „Við erum líka með nánast allt sem þarf í bíl- inn,“ bætir Pálína við og leggur áherslu á að hún kunni vel við starf- ið. „Það gefur vinnunni mikið gildi að vera innan um fólk og hitta fólk. Það heldur mér gangandi og þó ég sé orðin áttræð er ég nokkuð spræk.“ Veðrið getur verið slæmt á svæð- inu á veturna en það hefur ekki kom- ið svo mikið að sök. Hjónin búa um sex kílómetra austan við Vegamót og hafa varla misst úr dag. „Vissu- lega hefur komið fyrir að erfitt hefur verið að komast hingað og í óveðrinu í byrjun apríl fyrr á árinu fórum við ekkert hingað en annars hefur þetta gengið frekar áfallalaust,“ segir Pál- ína. „Björgunarsveitin hefur reynd- ar einu sinni þurft að keyra okkur heim.“ Sigríður, dóttir hjónanna, tekur nú morgunvaktina, en Pálína mætir eftir hádegið og um helgar. Aukafólk hefur unnið hjá þeim á sumrin. Reksturinn hefur gengið vel frá byrjun. Salan tók mikinn kipp í stærra og betra húsnæði, en líðandi ár er undantekning vegna kórónu- veirufaraldursins. „Það er reyt- ingur, var gott í júlí, en hefur verið mjög rólegt að undanförnu,“ segir Pálína. Söluskálinn horn- steinn við hringveginn Á Vegamótum Sigríður með foreldrunum Pálínu og Bergi í söluskálanum.  Pálína með áttræðan puttann á púlsinum á Vegamótum Ljósmynd/Ólafur Már Sigurðsson Áning Söluskálinn á Landvegamótum skammt frá Hellu á Rangárvöllum. Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Flex skrifstofuhúsgögn Hönnuðir: Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson Dímon Hönnuður: Erla Sólveig Óskarsdóttir Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Tobias Sommer bjargaði stigi fyrir Gróttu þegar liðið fékk Fjölni í heimsókn í botnslag úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Vivaldi-völlinn á Seltjarnarnesi í sextándu umferð deildarinnar í gær- kvöldi. Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Sommer skor- aði jöfnunarmark Gróttu með skalla eftir hornspyrnu á 86. mínútu. Jafntefli gerir lítið sem ekkert fyrir liðin sem hafa verið í neðstu sætum deildarinnar í allt sum- ar. Grótta hefur unnið einn leik í sumar og er með 7 stig en Fjölnismenn eru án sigurs með 5 stig. »27 Botnliðin Fjölnir og Grótta geta farið að kveðja deild þeirra bestu ÍÞRÓTTIR MENNING Hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar, Kúnstpása, hefur göngu sína í dag kl. 12.15 með tónleikum óp- erusöngvarans Kristins Sigmundssonar og píanóleik- arans Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Munu þau flytja vel þekktar aríur og lög eftir Beethoven, Schu- bert, Strauss, Jón Ásgeirsson og fleiri í Norðurljósum í Hörpu. Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en áhorfendur eru beðnir um að festa sér miða á miðasöluvef Hörpu eða við innganginn svo hægt sé að hafa yfirsýn yfir fjöldann. Verður fyllsta öryggis gætt og fjarlægðartakmörk virt. Kristinn og Anna í Kúnstpásu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.