Morgunblaðið - 18.09.2020, Side 6

Morgunblaðið - 18.09.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Leyniuppskrift að napóleonskökum fylgir með í kaupum á Gamla bak- aríinu á Ísafirði, sem nú er til sölu. Árni Aðalbjarnarson bakarameistari, sem í áratugi hefur mundað köku- keflið, hnoðað deig og bakað, ætlar að láta stað- ar numið í októ- berlok og bak- aríinu verður lokað frá og með 1. nóvember selj- ist fyrirtækið ekki fyrir þann tíma. „Ég vona innilega að einhver taki við þessum rekstri; að hér verði áfram bakarí, veitingahús eða kaffistaður. Svona starfsemi þarf að vera hér í miðbænum,“ segir Árni, sem er 67 ára að aldri og finnst nú tímabært að draga saman seglin. Úr frönsku byltingunni Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 af Þorsteini Þorsteinssyni. Afi Árna, Tryggvi Jóakimsson, keypti bakaríið árið 1920, en var ekki menntaður í faginu og réð því til sín hinn þýska Hanz Häsler. Sá lagði margt gott til, svo sem uppskrift að napóleonskökum. Þær eru kenndar við Napóleon Bónaparte; herforingja í frönsku byltingunni 1789 og síðar þjóðarleiðtoga Frakka. Kökurnar eru sannkallað sætabrauð; bakaðar úr smjördeigi, fylltar með sultu og van- illukremi og svo settur á þær glassúr. „Margar uppskriftirnar hér í bakaríinu hafa verið notaðar síðan í tíð afa míns,“ segir Árni, sem hefur starfað í bakaríinu frá barnsaldri; fyrst með Aðalbirni föður sínum, sem lést 1970, en lengst með Ruth Tryggvason móður sinni, sem lést 2011. Ruth sinnti lengi afgreiðslu í bakaríinu sem þekkt er fyrir mikið vöruúrval. Vínarbrauð, franskar vöfflur, harðar kringlur, rúllutertur og marsipankökur eru í afgreiðslu- borðinu – fyrir svo utan hið daglega brauð sem Vestfirðingar kunna vel að meta. Heimsborgari kann að meta kökur Einn af góðum viðskiptavinum Gamla bakarísins er Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands. „Ísfirð- ingurinn Ólafur Ragnar er heims- borgari sem kann að meta kökur. Hann segir samt að hvergi hafi hann fengið betri napóleonskökur en hér. Í sinni fyrstu opinberu heimsókn vest- ur árið 1996 kom hann og fékk kökur – sem gerðist oft eftir það. Í forseta- tíð hans sendum við kökur stundum suður með flugi þegar veislur voru haldnar á Bessastöðum. Guðni Th. hefur enn ekki falast eftir napóleons- kökum, hvað sem verður! Einhverju sinni föluðust fínir bakarar fyrir sunnan eftir uppskriftinni, sem ég lét að sjálfsögðu ekki frá mér, en nú er hún föl og fyrirtækið í kaupbæti,“ segir Árni að síðustu. Uppskriftin er föl og fyrirtækið í kaupbæti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Góðgæti Alda Albertsdóttir í Gamla bakaríinu á Ísafirði hér með bakka af napóleonskökum sem bæði alþýðan vestra og þjóðhöfðingjar gera góð skil.  Napóleonskökur á Ísafirði  Sætabrauð sent á Bessastaði Árni Aðalbjörnsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Í stuttu máli hefur verið unnið að þessu stóra máli í takt við það sem lagt var upp með og er verkefnið á áætlun. Lífs- kjarasamning- arnir, samgöngu- sáttmálinn, samgönguáætlun, lög um félagið Betri samgöngur og nú stofnun þess eru allt hluti af því,“ segir Dagur B. Egg- ertsson borgar- stjóri um stöðu mála varðandi Keldnalandið. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær var tillaga Sjálfstæðisflokksins um skipulagningu hagkvæms hús- næðis fyrir almennan markað á Keldum felld í borgarstjórn. Bent hefur verið á að samkvæmt yfirlýs- ingu um stuðning stjórnvalda við lífskjarasamninginn eigi ríki og borg að hefja skipulagningu landsins. Nú- verandi áform gera ráð fyrir að upp- bygging þar fari af stað 2030. „Keldnalandið er mjög stórt og getur rúmað mikla uppbyggingu. Lykilatriðið varðandi þróun þess og í raun forsenda er að leysa samgöngu- málin. Ef hverfinu yrði bætt við án þess myndu íbúarnir og bílar þeirra bætast við umferðina á Miklubraut kvölds og morgna. Það myndi bitna harkalega á þeim og íbúum Grafar- vogs, Grafarholts, Úlfarsárdals, Ár- bæjar og Breiðholts. Lausnin er Borgarlína og breyttar ferðavenjur. Borgarlína mun verða frábær val- kostur fyrir íbúa á Keldum og for- senda þess að umferðin frá hverfinu sprengi ekki nærlægar umferðar- æðar,“ segir Dagur. Hann segir að í samgöngusátt- mála höfuðborgarsvæðisins hafi öðr- um áfanga Borgarlínu verið flýtt og hún nái til Keldna um 2030. „Keldna- landið mun jafnframt skapa tekjur sem ætlaðar eru til að fjármagna hluta samgöngusáttmálans,“ segir Dagur. Hann segir að sérstakt hluta- félag sem halda mun utan um þróun svæðisins verði vonandi stofnað fyrir næstu mánaðamót. „Næsta skref er að gera samning milli ríkis og borgar, með aðkomu fé- lagsins, um þróun Keldnalandsins, í takt við ákvæði lífskjarasamnings- ins,“ segir borgarstjóri. Allt á áætlun varðandi Keldur  Samgöngumál forsenda, segir Dagur Dagur B. Eggertsson Andrés Magnússon andres@mbl.is Rósa Björk Brynjólfsdóttir yfirgaf þingflokk Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (Vg) í gær og sagði sig úr flokknum í leiðinni. Ekki er hægt að segja að það hafi komið mörgum á Austurvelli og næstu grösum á óvart, en þingmenn sem Morgunblaðið ræddi við sögðu að það hefði aðeins verið spurning um tíma og tilefni, sem hún veldi sér. Tilefnið reyndist vera brottvísun egypsku fjölskyldunnar, sem mikið hefur verið fjallað um, en þrátt fyrir að Rósa Björk hafi verið varaformað- ur flóttamannanefndar Evrópuráðs- þingsins hefur hún ekki fjallað um það mál opinberlega áður. Úrsögn Rósu Bjarkar hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið og stjórnarmeirihlutann, þar sem hvorki hún né Andrés Ingi Jónsson, sem einnig var kjörinn á þing fyrir Vg, studdu stjórnarsamstarfið í upp- hafi. Andrés Ingi sagði skilið við þingflokkinn í nóvember í fyrra og hefur síðan starfað utan þingflokka. Rósa Björk hefur lítið látið uppi um framtíðina hvað það varðar og svaraði ekki í síma í gær, en ýmsir telja að hún kunni að ganga til liðs við þingflokk Samfylkingar með það fyrir augum að leiða lista hennar í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosn- ingunum næsta haust. Þegar er farið að ræða hvernig framboðslistar flokkanna kunni að skipast fyrir þær kosningar, en í Samfylkingunni er þar ekki síst horft til Suðvesturkjördæmis. Þar situr Guðmundur Andri Thorsson nú fyrir flokkinn, en ekki hefur komið fram hvort hann hyggist leita endurkjörs. Það var einnig nefnt að hún kynni að vilja styðja Helgu Völu Helga- dóttur, sem í gær kynnti áform um að bjóða sig fram til varaformennsku í Samfylkingunni. Heimildir Morgunblaðsins meðal vinstrigrænna herma að þar á bæn- um hafi menn aðallega verið hissa á því að hún hafi ekki yfirgefið þing- flokkinn fyrr. Margir bjuggust við því að hún myndi láta verða af því um svipað leyti og Andrés Ingi, en af því varð ekki. Meðal samstarfsflokkanna á þingi voru þingmenn einnig pollrólegir og töldu stöðuna lítið breytta, það væri aðeins komið formlega fram, sem menn hefðu gengið að vísu fram að því. Eftir sem áður væri ríkisstjórn- armeirihlutinn óbreyttur og tryggur. Eftir að Rósa Björk er gengin úr þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru níu þingmenn eftir í þingflokknum, þar af tveir ráð- herrar og einn forseti Alþingis. Morgunblaðið/Eggert Út Eftir að Rósa Björk er gengin út eru níu þingmenn eftir í þingflokknum. Rósa Björk úr þingflokki Vg  Talin geta gengið í Samfylkinguna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.