Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Yndislegt 100% viskós, má nota á tvo vegu (2 litir í einni) fleiri litir í boði Verð 12.850,- TESS sláin komin aftur Borgarbúar eru margir komnirmeð upp í kok við að fylgjast með framgöngu borgaryfirvalda við íbúana sem þau eiga að sinna og sama verða kjörnir fulltrúar þeirra að búa við.    Ímiðri þessariviku skrifaði Kol- brún Baldursdóttir borgarfulltrúi pistil undir yfirskriftinni: Borgarstjórnarsal- inn á ekki að nota til að fá útrás fyrir persónulega heift!    Þar segir „að þessi uppákoma íborgarstjórninni var með ólík- indum, ég missti andlitið, og að horfa upp á heiftina, hjálpi mér.    Ég var komin á fremsta hlunnmeð að bjóða borgarfulltrúa Pírata að finna fyrir hana góðan sál- fræðing.    Það hlýtur að búa mikið undirþegar hvert tækifæri innan sem utan borgarstjórnar er notað til að hatast út í annan einstakling með þessum hætti.    Sama gerðist reyndar í Silfrinuþar sem Sigurborg gat ekki á sér setið. Er þetta ekki komið út í meiðyrði?    Alla vega á þetta ekki heima íborgarstjórn svo mikið er víst og gildir engu um hverja ræðir. Við vorum kosin til að gæta hagsmuna borgarbúa, það er okkar hlutverk í borgarstjórn.    Held bara að borgarstjóra hafiverið skemmt, svei mér þá, var alla vega mín upplifun. Hann beitti sér í það minnsta ekki neitt til að stoppa þennan vitleysisgang sem meirihlutinn kallar yfir sig.“ Kolbrún Baldursdóttir Flestum ofbýður STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Við töldum á þessum fundi að lengra yrði ekki komist, og að það yrði að setja þetta í kosningu fé- lagsmanna,“ segir Snorri Magn- ússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við mbl.is. Samninganefnd sambandsins skrifaði á miðvikudag undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins. Fyrri kjarasamningur rann út 1. apríl 2019. „Þetta er búið að taka ansi lang- an tíma, þó ég sé ekki viss um að þetta sé óvenjulegt miðað við aðra samninga,“ segir Snorri. Hann seg- ir að kjaraviðræður við lög- reglumenn hafi oft dregist á lang- inn, og að forsvarsmenn LL hafi ítrekað gert athugasemdir við ferl- ið. „Lögreglumenn sitja þarna lengi sem embættismenn án verkfalls- réttar og bíða eftir að gerðir séu samningar við alla í kringum okkur. Og loksins þegar kemur að okkur verður allt að gerast á einhverjum undrahraða,“ segir Snorri. Samningurinn er lagður fram samhliða lífskjarasamningi og inni- heldur einnig launaþróunartrygg- ingu og nýjan stofnanasamning. Landssambandið vinnur nú að kynningarefni um samninginn, en stefnt er að því að niðurstaða at- kvæðagreiðslu muni liggja fyrir við lok næstu viku. Töldu að ekki yrði lengra komist  Lögreglumenn skrifuðu á miðvikudag undir nýjan kjarasamning við ríkið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samið Lögreglumenn og ríkið hafa náð saman um nýjan kjarasamning. Nái frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á jarðalögum fram að ganga á Alþingi falla endanlega úr gildi öll ákvæði um ættaróðul. Raun- ar hafa ákvæðin ekki haft neinn til- gang frá því ákveðið var með breyt- ingum á sömu lögum fyrir sextán árum að láta óðalsjarðir erfast með sama hætti og aðrar eignir. Fyrstu ákvæði um óðalsjarðir á Íslandi eru frá árinu 1833 og fyrsta heildstæða löggjöfin er frá 1936. Löggjöfin var undir áhrifum frá norskum lögum og hefð en þar hafa gilt ákvæði um óðalsréttindi í aldir. Tilgangur með óðalsrétti var að halda jörðum í ábúð og tryggja sem mest að bændur ættu ábúðarjarðir sínar. Það var gert með því að auð- velda ættliðaskipti, með því að gera einum erfingja auðveldara um vik að taka við ættaróðalinu, oftast elsta syni bóndans. Einnig voru kvaðir um hagnýtingu jarðarinnar og takmark- anir á veðsetningu hennar. Ekki mun hafa verið mikið um að bændur gerðu jarðir sínar að ætt- aróðali nema hjá þeim ábúendum ríkisjarða sem keyptu jarðirnar enda var þeim um tíma skylt að gera þær að ættaróðali. Með breytingum á jarðalögum ár- ið 2004 var sett bann við stofnun nýrra ættaróðala og lögfest að við andlát þáverandi óðalseiganda eða maka hans skyldi ættaróðalið falla úr óðalsböndum og jörðin erfast í samræmi við ákvæði erfðalaga. Þá voru 90 óðalsjarðir í landinu og þeim hefur væntanlega fækkað verulega síðan þá. Verði frumvarp til breytinga á jarðalögum sem nú hefur verið kynnt að lögum falla úr gildi öll bönd á meðferð og ráðstöfun jarða sem töldust eða teljast enn til ættaróðala. Tekið er fram að lagaákvæðin hafi í raun engan tilgang eftir þær breyt- ingar sem gerðar voru á óðalsrétti árið 2004. helgi@mbl.is Óðalsréttur end- anlega afnuminn  Breytingar á jarðalögum undirbúnar Morgunblaðið/Ómar Ættaróðal Vatnsendi við Elliðavatn er ein af óðalsjörðum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.