Morgunblaðið - 18.09.2020, Side 9

Morgunblaðið - 18.09.2020, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ef allt væri með felldu í atvinnulíf- inu væru veiðar á hörpuskel í Breiðafirði og vinnsla í Stykkis- hólmi í fullum gangi þessa dagana. Svo er ekki og mjög litlar veiðar verða leyfðar á hörpuskel í vetur. Lætur nærri að aflaheimildir þessa árs séu í kringum 1% af því sem var oft á árum áður á Breiðafirði. Stofninn í Breiðafirði hefur ekki náð sér á strik eftir sýkingu upp úr aldamótum og frá haustinu 2003 til 2012 voru engar veiðar leyfðar. Til- raunaveiðar hófust haustið 2014 og hafa síðustu ár verið veidd 266 til 944 tonn. Sjávarútvegsráðuneytið gaf í síðustu viku út reglugerð um veiðar á 93 tonnum á hörpuskel í Hvammsfirði og Breiðasundi, ná- lægt Stykkishólmi og er það í sam- ræmi við ráðgjöf. Veiðar eru ekki leyfðar á öðrum svæðum. Hefur ekki náð sér á strik Mestur var hörpuskelsaflinn 17.100 árið 1985, þar af 12.100 tonn í Breiðafirði, þar sem langmest var veitt af hörpuskel. Á tíunda ára- tugnum var aflinn oft í kringum átta þúsund tonn í Breiðafirðinum þar til hann fór að síga niður á við upp úr aldamótum. Annars staðar við landið hafa ekki verið stundaðar veiðar á hörpuskel svo heitið geti frá aldamótum. Jónas P. Jónasson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að helstu veiðisvæði hafi gefið mikið eftir í tilraunaveiðum síðustu ára. Hins vegar virðist sýkingin vera horfin og vöðvi skeljarinnar yfirleitt góður og í samræmi við það sem áð- ur var. Hinsvegar séu enn stór svæði þar sem skelin hafi ekki náð sér á strik á nýjan leik í kjölfar sýkingarinnar og of stífrar veiði á árum áður. Nýliðun og hagstæð skilyrði Erfitt sé að segja hvenær stofn- inn nái sér á strik á ný þannig að nýting geti orðið eitthvað í líkingu við það sem áður var. Til þess þurfi hagstæð skilyrði í umhverfinu og góða nýliðun, sem skili sterkum ár- göngum. Jónas segir augljóst að fara þurfi mjög varlega við veiðar á næstu árum. Hann segir að tilraunaveiðarnar hafi gefið gagnlegar upplýsingar um stofninn og ekki síður mynda- tökur af veiðislóðum skeljarinnar. Við veiðarnar síðustu ár hafi meðal annars verið notast við léttari plóga til að raska veiðislóðinni sem minnst. Jónas segist vona að aðferðir finnist við skelveiðar þannig að veiðimenn geti hreinlega valið skelj- ar af botninum. Tilraunir hafi m.a. verið gerðar til að sjúga skeljarnar upp, en þróun slíkra aðferða hafi gengið hægt. Gaf eftir í tilraunaveiðum  Aflaheimildir í hörpuskel eru aðeins lítill hluti þess sem var á árum áður  Sýkingin í skelinni virðist vera horfin Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Rannsóknir Um borð í Hannesi Andréssyni SH á Breiðafirði sumarið 2017. Unnið er að uppsetningu kantljósa í Hvalfjarðargöngum og er unnið við verkið frá klukkan 22 á kvöldin til 6.30 á morgnana. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi meðan á verkinu stendur, en verklok eru áætluð 15. október. Fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar að of oft sýni öku- menn ekki nægilega tillitssemi í kring- um vinnusvæðið, sem geti skapað hættu fyrir starfsmenn. Uppsetning kantljósanna var boðin út í vor og bauð Orkuvirki lægst og vinnur verkið. Sett verða upp LED- ljós með 25 metra millibili og koma þau í stað vegstika í göngunum. Fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar að slík ljós spari bæði tíma og fyrir- höfn því þrífa þurfti vegstikur mán- aðarlega með sérstökum vélum í göng- unum. Ljósin auki einnig öryggi og gagnist sem rýmingarlýsing ef reykur kemur í göngin. Sex til átta manns á vegum Orku- virkis vinna að gerð kantlýsingarinnar á nóttunni. Einni akrein er lokað í senn á 200 til 300 metra kafla. Sett eru upp umferðarmerki, umferð stýrt með ljósamerkjakerru, ökumenn varaðir við með blikkandi ljósum við ganga- munnana og hraði lækkaður. Setja upp kantlýsingu  Unnið á næturnar  Fólk fari varlega Hvalfjörður Þörf er á tillitssemi. Verð áður 1699 kr. kg - 35% 1099 Grísakótilettur ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... 1399 kr.kg Grísahnakki Verð áður 1989 kr. kg - 30% Verð áður 1899 kr. kg - 25% 1399 kr.kg asnitsel / grísagúllas á grísakjöti! TILBOÐ kr. kg 499 kr.kg Grísaskankar Verð áður 749 kr. kg Grís - 30% Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Verð áður 2398 kr. kg 1599 kr.kg Grísalundir - 30%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.